Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 60
qrœtvru ‘ grein 0BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Jtewu&t -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.1S / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ný tegund hjartaskurðaðgerðar gerð á Landspítalanum Hluti hjartavöðva miminn brott NÝ tegund hjartaskurðaðgerðar var nýlega gerð á hjarta- og lungna- skurðdeild Landspítalans. Aðgerðin fólst í því að skera brott stóran hluta af vinstri slegli hjartans og á að gera hjartanu kleift að starfa eðlilega á ný. Að því er fram kemur í nýjasta hefti Læknablaðsins var aðgerðin gerð á fertugum karlmanni með endastigs hjartabilun af völdum hjartavöðvakvilla með ofþenslu. Sjúklingurinn var með öðrum orð- um með of stórt hjarta. Hann var á biðlista vegna hjartaígræðslu en líkur á því að líffæri fengist í tæka tíð voru hverfandi. Þvermál vinstri slegils hjartans var minnkað um 50% með því að nema brott 120 grömm af hjarta- vöðva og gerviloku komið fyrir í stað míturloku. Aðgerðin var um- fangsmikil og áhættusöm en gekk að óskum og útskrifaðist sjúkling- urinn af gjörgæsludeild á níunda degi við góða líðan. Bjarni Torfason, yfirlæknir á hjarta- og lungnaskurðdeild Land- spítalans, sem framkvæmdi aðgerð- ina, skýrir frá henni í erindi sem hann flytur á þingi Skurðlæknafé- lags íslands 12. apríl nk. Lofar góðu Upphafsmaður þessarar tegund- ar aðgerðar er brasilíski skurðlækn- irinn Randas Batista. Sífellt fleiri sjúkrahús í Bandaríkjunum beita henni og er árangurinn hingað til talinn lofa góðu. í nýlegu fréttabréfi frá lækna- deild Harvard-háskóla, Harvard Health Letter, kemur fram að af 34 sjúklingum sem undirgengust aðgerðina á Cleveland-sjúkrahúsinu voru 33 á lífi fimm mánuðum síðar og 80% þeirra sögðu að líðan þeirra væri betri, þeir ættu auðveldara með öndun og hefðu meiri orku en áður. Haft er eftir hjartaskurðlækninum Patrick McCarthy að frekari rann- sóknir séu þó nauðsynlegar til að komast að því hvers vegna aðgerðin bætir ekki líðan 20% sjúklinganna. Morgunblaðið/Golli GÚSTAF skorar eitt af 21 marki sínu á Selfossi. Eigendur vöru í Víkartindi Gert að greiða fyr- ir flutning ÞEIR einstaklingar og fyrirtæki sem áttu farm um borð í Víkartindi verða að greiða flutningsgjald þótt skipið hafi farist, á þeim forsendum að gjöldin gjaldfalla þegar vara fer um borð í skip. Sumir þeirra sem um ræðir höfðu þegar greitt gjöldin en aðrir eru að fá rukkanir frá Eimskip um þessar mundir. Sterk viðbrögð „Við höfum fengið sterk viðbrögð frá fólki sem finnst óréttlátt að fá rukkun vegna flutninganna, en Eim- skip hefur þegar greitt ýmsan kostn- að eins og leigu á skipinu og lestun vörunnar,“ segir Hlynur Halldórsson hjá tjónadeild fyrirtækisins. Hann segir að væri þessi háttur ekki hafður á flutningum fengist ekkert skipaféiag við flutninga. Væri ábyrgð farmflytjanda ótak- mörkuð væru flutningsgjöldin óheyriiega há. ■ Þurfa að greiða/6 ■ Fyrsta gámi/11 Gústaf bætti 31 árs markamet GÚSTAF Bjarnason, leikmaður Hauka, gerði 21 mark í lands- leik í handknattleik gegn Kín- verjum í heimabæ sínum^ Sel- fossi, í gærkvöldi þegar Islend- ingar sigruðu 31:22 í öðrum vin- áttuleik þjóðanna á jafn mörg- um dögum. Hann bætti þar með 31 árs gamalt markamet Her- manns Gunnarssonar, sem skor- aði 17 mörk í sigurleik gegn Bandaríkjamönnum 1966 í New Jersey. Gústaf gerði fjögur fyrstu mörk íslands á Selfossi og alls níu í fyrri hálfleik. Hann gerði 10 mörk eftir hraðaupp- hlaup, sex úr horni, þijú af línu og tvö úr vítakasti. LANGAR biðraðir voru í bönkum í gær og náðu þær víða út á götu. Morgunbiaðið/Kristmn Gústaf bætti/Cl Bankamenn sömdu í nótt og frestuðu verkfallinu -----» ♦ ♦ Islenskur sigur í Blackpool BERGLIND Ingvarsdóttir og Bene- dikt Einarsson sigruðu í suður- amerískum dönsum í flokki 11-15 ára í Blackpool í Englandi í gær- kvöldi. Þetta er sterkasta mót árs- ins í heiminum og tóku 220 pör þátt í henni. Berglind og Benedikt urðu í 5. sæti í fyrra en stóðu á efsta þrepi verðlaunapallsins í gærkvöldi. Sig- urvegarar í fyrra urðu Elísabet Sif Haraldsdóttir og Sigursteinn Stef- ánsson. VERKFALL liðlega 3.000 bankamanna hófst á miðnætti en samningaviðræðum var haldið áfram. Um klukkan 01,30 í nótt tókust svo samningar og var búist við því að þeir urðu undirritaðir á þriðja tímanum. Bankamenn frestuðu verkfalli og er talið að hið stutta verk- fall hafi ekki jafn mikil áhrif á starfsemi bank- anna í dag eins og óttast var um tíma. Flugvirkjafélag Islands og Flugleiðir skrifuðu undir samning í gær og í gærkvöldi samdi Matvæla- og veitingasamband íslands við vinnuveitendur og var verkföllum þessara hópa sem áttu að hefjast á miðnætti frestað. Breyttist í Sáttahús „Vel hefur gengið að semja í dag. Karphúsið virðist vera að breytast í Sáttahús," sagði Þórir Einarsson ríkissáttasemjari seint i gærkvöldi. Þá voru horfur á því að bankamenn myndu semja um hliðstæðar kauphækkanir og aðrar stéttir að undanförnu og fresta verkfalli fram í maí. Samningur þeirra yrði þó til skemmri tíma, eða Matvís samdi til lengri tíma en aðrir til 1. september 1999, og minni kauphækkun síðasta árið. Fengu 3% hækkun fyrir að semja um lengri kjarasamning Samningur Matvís, Matvæla- og veitinga- sambands íslands, er til lengri tíma en al- mennt gerist og gengur, eða til 1. nóvember árið 2000, og fyrir það fær starfsfólkið auk- lega 3% hækkun í byrjun árs 2000. Matvís semur fyrir bakara, kjötiðnaðar- menn, framreiðslumenn og matreiðslumenn. Níels Sigurður Olgeirsson hjá Matvís segir að samningurinn sé efnislega svipaður öðrum sem gerðir hafa verið að undanförnu nema lengd hans og sú viðbótarhækkun sem það skilar. Hann segist ánægður með niðurstöðuna, sérstaklega að tekist hafi að samræma veru- lega kjarasamninga starfshópanna fjögurra sem þarna komu sameiginlega fram. Mikið að gera alla vikuna Mjög mikið var að gera í bönkum og sparisjóð- um í gær. Sigurveig Jónsdóttir, upplýsingafull- trúi íslandsbanka, sagði að mikið hefði verið að gera hjá Islandsbanka alla vikuna eins og eðli- legt væri eftir mánaðamót og páska, en ösin í gær hefði þó verið meiri en hina dagana. Fólk væri að borga reikninga, kaupa tékkhefti, milli- færa og taka út peninga. Reiknistofa bankanna hóf undirbúning að því strax í gær að stöðva starfsemi sína, en tals- vert mikil vinna er að stöðva starfsemina, sem er í gangi 24 tíma á sólarhring. Helgi Steingrímsson, forstöðumaður Reikni- stofu bankanna, sagði að einhvern tíma tæki að koma starfsemi stofnunarinnar í eðlilegt horf að nýju. ■ Samið var um/2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.