Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐÍÐ MINIMINGAR FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 39 Góðvinur minn og félagi til margra ára Magnús M. Brynjólfs- son er látinn, farinn of fljótt frá okkur. Kynni okkar Magga hófust um það leyti er ég giftist Dagnýju, eig- inkonu minni, en Sigrún, eiginkona Magga, og Dagný voru góðar vin- konur. Þessi vinskapur hefur staðið í hartnær 36 ár. Nú þegar Maggi er horfinn á vit feðra sinna er eins og atburðirn- ir í minningunni skýrist, birtist ljóslifandi, ég hugsa um hann á annan hátt en ég annars gerði dags daglega, sem er líklega eðli- legt. Maður kann betur að meta hin löngu kynni, vinskapinn, minn- ingamar og manninn sem þeim tengdust. En um leið og sorg og söknuður eru til staðar er líka margt að þakka. Samskipti okkar framan af vom mikil og náin sem breyttust þó í áranna rás eins og oft vill verða. Við einir, með eiginkonum eða fé- lögum fómm saman margar ferðir; í veiðitúra, á skytterí, í sumarbú- staði og utanlandsferðir. Og ekki má gleyma þeim stundum er við áttum á heimilum hvors annars. Eftirminnileg em galakvöldin okkar þar sem Maggi var eins og höfðingi í samkvæminu, gjörvilegur á velli í smókingnum og með sitt höfðing- lega yfirbragð. Maggi var alltaf höfðingi heim að sækja. Ég minnist veiðitúranna góðu, þar fór allt rólega fram. Við gáfum okkur góðan tíma til alls, til þess að njóta náttúmnnar, athuga vel aðstæður og undirbúa veiðina og huga að nestinu. Flan og flumbru- gangur var ekki Magga. Ég minn- ist stunda við árbakkann er við að áliðnum degi sátum í grasinu, slök- uðum á og horfðum á ána liðast framhjá, fuglana fljúga yfir og við ræddum um lífið og tilvemna, allt var til staðar og við skáluðum fyrir góðum degi. Við vomm ánægðir ungir menn. Við vomm saman í Oddfellow- reglunni og stuðlaði Maggi að inn- göngu minni í þann mæta félags- skap. Maggi var gæfumaður í einkalífi sínu. Hann ólst upp á góðu heimili foreldra sinna sem veittu honum allt það besta. Hans mesta gæfa í lífinu var þegar hann giftist Sig- rúnu, en þau vom hvort öðm stoð og stytta á lífsbrautinni. Þessi sam- hentu hjón bjuggu sér fagurt heim- ili og síðar kom sólargeislinn í lífi þeirra þegar þau eignuðust soninn Magnús yngri. Maggi var ekki allra, en traustur vinur vina sinna, hógvær og hrein- skilinn, fastur fyrir, greiðvikinn og gjafmildur. Hann var nákvæmur á alla hluti og vildi hafa allt á hreinu, allt skyldi fágað og fínt, þannig var hann. Það var mikil gæfa fyrir mig að kynnast þessum manni og mann- kostum hans og eiga hann að vini. Á síðari ámm fór heilsa Magga að bresta, allt var gert sem rétt var talið til þess að lækna sjúkleikann og á tímabili leit allt vel út. En heilsa Magga fór þverrandi þrátt fyrir allt. Tveimur dögum fyrir andlát Magga vomm við hjónin á morgun- göngu í Fossvogsdalnum þegar við ákváðum að heimsækja hann. Við teljum okkur sannarlega lánsöm að hafa tekið þessa ákvörðun og kom- ið til hans þennan laugardagsmorg- un. Maggi tók vel á móti okkur að vanda og sátum við góða stund í eldhúsinu, dmkkum te og ræddum líðandi stund, veikindi hans og til- raunir til lækninga sem hann var ekki allskostar sáttur við. Hann hafði þörf fyrir að segja okkur mik- ið. Hann var veikur maður, þreyttur og vonsvikinn. Þegar við kvöddumst var sú ósk heitust innra með mér að Magga auðnaðist að fá heilsuna á ný og að hann kæmist út í vorið og sumar- ið, en sú varð ekki raunin. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég vin minn, Magnús M. Brynjólfsson, þakka honum sam- fylgdina, og við Dagný sendum Sig- rúnu og Magnúsi yngra okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ragnar Guðmundsson. KRISTJÁN ARNDAL EÐ VARÐSSON + Kristján Arndal Eðvarðsson fæddist á Akranesi 19. maí 1957. Hann lést á heimili sinu í Borgarnesi 23. mars síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Borgameskirkju 29. mars. Ég vil með nokkmm orðum minnast bróðursonar míns, Kristj- áns Arndal, eða Didda eins og hann var alltaf kallaður. Frá því fyrst ég man eftir mér vorum við Diddi mjög mikið saman, ásamt frænda okkar Árna Þór Sigmunds- syni. Lékum við okkur mikið í fjör- unni neðan við Vesturgötu 109 og fleiri stöðum. Diddi fluttist með Qölskyldu sinni til Kópavogs þegar hann var fimm ára gamall. Eftir það sáumst við sjaldnar, en alltaf var mikil tilhlökkun þegar von var á Didda upp á Akranes og hefur sú tilfinning haldist fram á þennan dag. Eftir að skólagöngu lauk hóf- um við Diddi störf í frystihúsi Haraldar Böðvarssonar og síðan fórum við að vinna á eyrinni í Heimaskaga. Diddi fór síðan á ver- tíð á vélbátnum Rán AK, með Ár- manni Stefánssyni. Einnig vann hann hjá fiskiðjunni Freyju á Suð- ureyri um tíma. Þegar Diddi varð tvítugur, fór- um við í tilefni dagsins á ball í Borgarnesi. Það varð honum mikil happaför því á ballinu kynntist hann tilvonandi eiginkonu sinni Kristínu Finndísi Jónsdóttur og upp frá því fóru þau að vera sam- an. Fljótlega fluttist hann upp í Borgarnes og hóf störf hjá Sig- valda Arasyni í Borgarverki. Þar var Diddi í nokkur ár, fyrst á loft- pressu og síðan á ýmsum tækjum. Diddi var mjög vinnusamur og varð fljótt mjög leikinn á þau tæki sem hann vann á og hugsaði hann mjög vel um þau. Sigvaldi reyndist honum vel í alla staði og urðu þeir miklir mátar. Diddi keypti vörubíl og fór að vinna á honum, eftir að hann hætti hjá Borgarverki. Síðar keypti hann traktorsgröfu og jarð- ýtu. Síðari árin hefur hann séð um sorpurðun fyrir Borgarbyggð, ásamt ýmsum öðrum verkefnum. Diddi fór að kenna sér meins árið 1981 eða 1982 og þrátt fyrir ítrekaðar ferðir til læknis greindist ekki orsökin en læknirinn taldi veikindin ekki vera alvarlegs eðlis. Þrátt fyrir meðferð læknisins versnaði Didda stöðugt. Það var ekki fyrr en á miðju ári 1984 sem kom í ljós að hann var með ill- kynja æxli. Æxlið var fjarlægt og leit lengi vel út fyrir að tekist hefði að útrýma meininu endanlega. Eft- ir þær aðgerðir gekk Diddi ekki heill til skógar. Ekki kveinkaði hann sér eða kvartaði við aðra um veikindin og vann hann oft langan vinnudag og hlífði sér hvergi. Á síðasta ári fór hann svo aftur að finna til veikinda, sem ágerðust ört. Hann gekk þó ætíð til vinnu sinnar þrátt fyrir mikla verki og þrautir og lét það ekki aftra sér þó að nætursvefn væri oft ekki mikill. í ljós kom að Diddi var aft- ur kominn með krabbamein og gekkst hann undir skurðaðgerð, en læknar gáfu ekki miklar vonir um bata. í veikindum sínum sýndi hann ótrúlegan styrk og var ekk- ert á því að gefast upp. Fjölskylda hans stóð vel saman um að létta honum lífsbaráttuna síðustu stund- irnar og vék eiginkona hans ekki frá sjúkrabeði hans, meðan þess var þörf. Þó að lífið hafi ekki alltaf verið dans á rósum hjá Didda sökum veikinda, þá átti hann sínar gleði-< stundir. Fjölskyldan stækkaði ört, fyrst þegar tvíburarnir Ingvar og Omar komu í heiminn og síðar Anna Ólöf. Hjá Didda var fjölskyld- an ávallt í öndvegi og hugsaði hann um veiferð hennar í hvívetna. Margir góðir kostir prýddu Didda og vil ég nefna hversu barngóður hann var. Börnin voru fljót að skynja það og hændust mjög að honum. Hann gat rætt við þau um alla heima og geima. Ekki skemmdi það fyrir að fá að fara í bíltúr í vörubílnum og var þá gjarnan. stungið sælgætismola í litla munna.' Diddi var einstaklega hjálpsamur ef til hans var leitað og þrátt fyrir langan vinnudag gat hann ávallt fundið sér tíma til þess að aðstoða aðra. Ég lít á það sem forréttindi að hafa þekkt Didda, því menn eins og hann eru ekki á hveiju strái. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég að lokum votta eiginkonu, börn- um, foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Gísli B. Árnason. SIGVALDIPALL ÞORLEIFSSON + Sigvaldi Páll Þorleifsson fæddist í Stóra- gerði í Óslandshlíð í Skagafirði 8. jan- úar 1915. Hann lést í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 20. mars síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Ól- afsfjarðarkirkj u 29. mars. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Það er mikill missir þegar mað- ur eins og hann afi okkar kveður þennan heim. Yið, barnabömin, sem vorum svo heppin að fá að eiga slíkan afa sitjum nú eftir með trega og söknuð í hjarta okk- ar. Okkur finnst nærri okkur höggvið þar sem afi var einn mikil- vægasti hlekkurinn í tilveru okkar. Frá blautu bamsbeini minnumst við kærleiksríks sambands við ömmu og afa, sem átti eftir að verða okkur gott veganesti síðar meir. Það var líka allt- af mikill og góður samgangur á milli heimilanna frá því að við munum eftir okkur og svo núna síðari árin, eftir að amma fór á Hombrekku, eyddi afi jólunum með okkur sem voru dýrmætar og skemmtilegar stundir. Við eigum því öll eftir að fínna fyrir miklu tómarúmi þegar næstu jól ganga í garð. Afi var mikill, sterkur en jafnframt hlýr persónu- leiki sem hafði mikinn viskubrunn að geyma ásamt fróðleik um heima og geima. Hann sýndi okkur alltaf góðvild og umhyggjusemi á allan hátt og gátum við ætíð leitað ráða hjá honum hvenær sem var. Hann hafði líka mikinn áhuga á að fylgj- ast með gangi mála hjá hveiju okkar og var símasambandið oft mikið. Afi fylgdist einnig ætíð vel með öllum þjóðmálum og bjó yfir einstakri lífsreynslu, þekkingu og raunsæi, sem hann miðlaði áfram til okkar. Elsku amma, Guð gefí þér styrk á þessari sorgarstundu og við biðj- um hann að varðveita afa. Elsku afi, við viljum þakka þér fyrir allan þann kærleika og stuðn- ing sem þú gafst okkur og minn- ingin um yndislegan afa mun ætíð lifa í hjarta okkar. Þín elskandi sonarbörn, Finnur, Sigvaldi og Sigríður Gunnarsbörn. + Útför föður okkar og tengdaföður, STEFÁNS DAVÍÐSSONAR, Haugi, er lést þann 29. mars, fer fram frá Melstaðakirkju mánudaginn 7. apríl kl. 14.00. Jarðsett verður í Kirkjuhvammi. Böm og tengdabörn. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð í dag milli kl. 13.00 og 15.00 vegna útfarar MAGNÚSAR M. BRYNJÓLFSSONAR. Niðursuðuverksmiðjan Ora ehf. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR BOGADÓTTIR, Hvanneyrarbraut 42, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju á morgun, laugardaginn 5. apríl, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Hjartavernd. Þóra Svanbergsdóttir, Rúnar Hilmarsson, Guðleifur Svanbergsson, Kolbrún Daníelsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, PÉTURS BJÖRNSSONAR, Fjarðarbakka 6, Seyðisfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Seyðisfjarðar. Valgerður Emilsdóttir og aðrir aðstandendur. + Útför elskulegs föður okkar, fósturföður, tengdaföður, bróður og afa, EYJÓLFS BJÖRNSSONAR, Vötnum, Ölfusl, fer fram frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 5. april kl. 11.00. Aldls Eyjólfsdóttir, Höskuldur Halldórsson, Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, Þórður Kr. Karlsson, Soffía Adolfsdóttir, Stefán Már Símonarson, Aldís Björnsdóttir, Geir Höskuldsson, Viktor Elf Sverrisson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, langamma og langalangamma, LÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma, Hrísey, verður jarðsungin frá Hríseyjarkirkju daginn 5. apríl kl. 14.00. Kristln Þorsteinsdóttir, Jóhann Guðmundsson Valdís Þorsteinsdóttir, Alfreð Konráðsson, Steinar Þorsteinsson, Mari Frydendal, Þóra Þorsteinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.