Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Helgar-
atskákmót
Hellis
TAFLFÉLAGIÐ Hellir gengst fyrir
helgaratskákmóti 4.-5. apríl 1997.
Mótið verður haldið í félagsheimili
Hellis í Mjódd og hefst föstudaginn
4. apríl kl. 20. Því verður síðan fram-
haldið laugardaginn 5. apríl kl. 14.
Tefldar verða 7 umferðir eftir
Monrad-kerfi á föstudeginum og 4
á laugardeginum. Tímamörkin eru
25 mínútur á skák. 1. verðlaun
15.000 kr., 2. verðlaun 9.000 kr. og
3. verðlaun eru 30.000 kr. Þátttöku-
gjald er 800 kr. fyrir félagsmenn
Hellis og 500 kr. fyrir 15 ára og
yngri og fyrir aðra 1.200 kr. og 800
fyrir 15 ára og yngri.
Mótið verður reiknað til atskák-
stiga.
Málþing í Skálholti
Siðferði og
fjölskyldan
MÁLÞING um siðferði og fjölskyld-
una verður haldið í Skálholti í dag
og á morgun.
„Málþingið er fyrst og fremst
hugsað sem upphaf að frekari um-
fjöllun um efnið siðferði og fjöl-
skyldan úti í samfélaginu," segir í
fréttatilkynningu.
„Málþinginu er ætlað að vera
vettvangur þeirra sem starfa að
málefnum bama og fjölskyldna til
að koma sarnan og bera saman
bækur sínar. Á málþinginu verður
þess vegna lögð megináhersla á
samræðuna. Erindi framsögu-
manna verða stutt, um 10-15 mín-
útur hvert, og í kjölfarið ræða allir
þátttakendur málefnið áfram.
Varðandi áframhald umræðunn-
ar úti í samfélaginu má hugsa sér
fyrirlestraröð á laugardögum í
kirkjum á höfuðborgarsvæðinu,"
segir ennfremur.
STEINAR WAAGE______
/" SKÓVERSLUN "N
Stærðir: 36-41 Litir: Hvítt lakk og svart
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN ^
SÍMI 551 8519
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN ^
SÍMI 568 9212 #
Topptilboð
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Óviðeigandi
þáttur
KONA hringdi og vildi hún
lýsa yfir vanþóknun sinni
á þættinum Enn ein stöðin
sem sýndur var laugardag
fyrir páska á RUV. Hún
segir þáttinn hafa verið
mjög óviðeigandi, það hafi
verið gert grín að píslar-
göngu Jesú Krists og síð-
ustu kvöldmáltíðinni og vill
hún fá að vita hvort ekki
sé haft neitt eftirlit með
því hvað sé sent út til
almennings í sjónvarpinu.
Hún telur að nú hafí verið
of langt gengið.
Þátturinn
um Helga
á Merkigili
ERLA hringdi og vildi hún
þakka fyrir þáttinn um
Helga á Merkigili. Henni
fannst þó vanta að fjallað
væri um drauminn sem
Eggert Skúlason sagði frá
í þættinum ísland í dag
nokkru áður en þátturinn
var sýndur og hún er að
velta því fyrir sér hvort
þátturinn verði ekki endur-
sýndur.
Kaffikönnu
saknað
KÆRI ungi maður sem
fékkst lánaða 36 bolla
kaffíkönnuna mína fyrir
nokkrum mánuðum. Ég bið
þig og/eða hina sem að
láninu stóðu að skila mér
könnunni sem allra fyrst.
Hún var vel merkt með
nafni og símanúmeri.
Kristín F. Fenger.
Góður
þáttur
ÉG VIL vekja athygli á
mjög góðum tónlistarþætti
á FM 94,3 á laugardögum
kl. 1-4 sem heitir í Dæg-
urlandi, þar sem Garðar
Guðmundsson leikur
gamlar og góðar íslenskar
perlur. Lagavalið er
sérlega gott. Ef þú byrjar
að hlusta hlustarðu
örugglega til 4. Með von
um að fleiri uppgötvi
frábæran þátt.
Sigrún Fjóla.
Endursýning
á þætti með
Soffíu Hansen
HILDUR hringdi og vildi
hún beina því til Stöðvar
2 hvort ekki væri mögu-
leiki á því að endursýna
viðtalsþáttinn við Soffíu
Hansen sem sýndur var á
skírdag. Hún veit um
marga sem misstu af þess-
um þætti þar sem þeir
voru annaðhvort ekki í
bænum eða í fermingar-
veislu.
Guðfræðingatal
VINSAMLEGAST, þú sem
ég lánaði Guðfræðingatal-
ið, áritað „Til Bongu frá
Gunnu frænku“ hafðu
samband.
Valborg Lárusdóttir.
„Aðstoð við
aldraða“
GUÐNÝ Jóhannsdóttir
hringdi vegna auglýsingar
frá Austurvegi um „Aðstoð
við aldraða og aðra án
hjálpar ríkisins“. Hún seg-
ist hafa kannað hjá þessu
fyrirtæki hvað þessi þjón-
usta kostaði og var henni
sagt að þessi þjónusta
kostaði kr. 1.500 + vsk. á
klukkustund en í gær
heyrði hún forsvarsmann
fyrirtækisins ræða um
þetta í útvarpinu og þá
sagði hann að verðið væri
kr. lv100 + vsk. Hún vill
fá að vita hvemig stendur
á þessum mismun.
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi: „Ég var að lesa
ristjómarspjall frá Stefáni
Jóni Hafstein í Deginum-
Tímanum, þar sem hann
fer niðrandi orðum um Jes-
úm Krist, hann kallar hann
ögn sérlundaðan lands-
homaflakkara sem var á
leið á krossinn; hann talar
um það líka að það séu til
göfugri menn en kristnir
menn og það séu hindúar.
Svona blað á ekki að sjást
á íslensku heimili."
Vilhjálmur Stefánsson.
Tapað/fundið
Úr tapaðist
GYLLT kvenúr Seiko tap-
aðist 1. apríl á göngustíg
við Ægissíðu eða á Hofs-
vallagötu. Skilvís finnandi
vinsamlega hafí samband
við Ragnheiði “í síma
552-1981.
Dýrahaid
Finka/páfa-
gaukur
ÓSKA eftir finku eða páfa-
gauk. Upplýsingar í sima
587-6413.
Kötturinn Sara
ertýnd
KÖTTURINN okkar, hún
Sara, er týndur og er sárt
saknað. Sara er 14 ára
gömul læða, kolsvört með
langa rófu, frekar fælin.
Hún hefur verið týnd frá
20. mars. Við viljum biðja
þig um að athuga hvort
kisa gæti leynst í geymsl-
um eða kompum sem þú
hefur aðgang að eða hvort
þú hefir orðið var/vör við
svarta kisu sem gæti átt
við Söm. Vinsamlegast
hringið í síma 551-3757,
552-2714, 897-2274 eða
552-6993.
SKÁK
Umsjón Margcir
I’étursson
STAÐAN kom upp á Bunr-
atty Masters, opnu móti
sem fram fór á írlandi í
febrúar. Enski stórmeistar-
inn Jonathan Speelman
hafði hvítt, en skoski al-
þjóðlegi meistarinn Jonat-
han Rowson var með svart
og átti leik.
34. - Dxf2+! 35. Khl
(Eða 35. Kxf2 - Hxd2+
og hvítur sleppur ekki út
úr þráskákunum) 35. —
Dh2+! og kapparnir sömdu
um jafntefli. Nú verður
Speelman að þiggja drottn-
ingarfómina og þá þrá-
skákar svartur.
Ensku stórmeistaramir
Speelman og Daniel King
sigruðu á mótinu ásamt
heimamanninum O’Cin-
neide, sem kom gríðarlega
á óvart. Þeir hlutu 4'A v.
af 6 mögulegum.
Helgaratskákmót Hellis
hefst í kvöld kl. 20 í
Þönglabakka 1 í Mjódd (hjá
Bridgesambandinu). Mót-
inu verður fram haldið á
morgun kl. 14. Verðlaun
eru kr. 30 þús.
SVARTUR
leikur og
heldur jafn-
tefli.
íþróttaskór
Tegund: MID
Stærðir: 30-41
Litir: Svartir o.fl.
Verð: 1.795.
OPIÐ
laugardaga
kl. 10-16.
Póstsendum samdægurs
Toppskórinn
v/lngólfstorg • v/Veltusund • S. 552 1212
Víkveiji skrifar...
NÝLEGA spurðist Kristín Ást-
geirsdóttir alþingismaður fyr-
ir um það á Alþingi íslendinga,
hvernig skattgreiðslur skiptust á
milli landshluta og svaraði fjármála-
ráðherra fyrirspurn hennar og er
svar hans númer 782 á 121. löggjaf-
arþinginu.
Ýmsar athyglisverðar upplýsingar
koma fram í svari ráðherra, svo sem
eins og að tekjuskattar einstaklinga
koma að 70,7% hlutum frá Stór-
Reykjavíkursvæðinu eða samtals
rúmlega 22 milljarðar króna. Reyk-
víkingar greiða sem sagt 42,1% alls
tekjuskatts, sem rennur til ríkisins,
og Reyknesingar 28,6%. Þessi tvö
kjördæmi hafa hins vegar aðeins 30
þingmenn af 63 eða 47,6% þing-
mannanna.
Samtals nemur tekjuskattur allra
landsmanna 31,4 milljörðum króna
og þriðja hæsta kjördæmið er með
tekjuskatt að upphæð 8,3 milljarða.
Er það Norðurland eystra.
Þessu til viðbótar eru síðan tekju-
skattar lögaðila, eða fyrirtækja, þar
koma tekjuskattar frá reykvískum
fyrirtækjum, sem nema 65,1% af
heildartekjusköttum landsins, og frá
Reykjaneskjördæmi er hlutfallið
17,4% eða samtals 82,5% allra tekju-
skattsgreiðslna í ríkissjóð.
xxx
RYGGINGAGJALD er annar
skattur, sem einnig eru birtar
tölur um. 77,2% gjaldsins koma frá
áðurnefndum tveimur kjördæmum
sé um lögaðila að ræða. Karlar kjör-
dæmanna greiða hins vegar 65,4%
alls tryggingagjalds, sem karlar á
landinu greiða, og konur í þessum
kjördæmum 67,4% þess trygginga-
gjalds, sem íslenskar konur greiða.
xxx
*
YMISLEGT getur sýnzt skondið,
þegar gluggað er í þingskjöl.
Víkverji rakst á tillögu til þings-
ályktunar um „mótun áætlunar um
afnám ofbeldis gagnvart konum“,
sem flutt er af þremur þingkonum
Kvennalistans. Þetta er auðvitað
mál, sem allir eru sammála um að
sé hið mesta þarfaþing, en hvernig
er unnt að „afnema“ ofbeldi gagn-
vart konum? Víkveija er það ekki
ljóst, en vera kann að einhver les-
enda geti skilgreint það. Hefur of-
beldi gagnvart konum einhvern tíma
verið við lýði á íslandi sem slíkt og
hvar stendur að það sé sérstaklega
heimilt?
En hvað sem því líður, þá fjallar
tillaga kvennanna þriggja um að
Alþingi feli forsætisráðherra að
skipa nefnd til að móta áætlun um
afnám ofbeldis gagnvart konum í
samræmi við yfirlýsingu sem sam-
þykkt var á allsheijarþingi Samein-
uðu þjóðanna 20. desember 1993.
Verið getur að þessi samþykkt Sam-
einuðu þjóðanna eigi við einhvers
staðar í þróunarlöndum, þar sem
kvenréttindi eru af skornum
skammti eða fyrir borð borin. Vík-
veija er hins vegar fyrirmunað að
skilja hvað þessi tillaga þýðir á ís-
landi, þar sem kvenréttindi eru jafn-
gild karlréttindum að lögum og nú
þegar er körlum hérlendis jafnt
bannað að beija konur sem aðra
einstaklinga.