Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Með íslensk veiðarfæri Hafnfirð- ingur HF til sölu TOGARINN Hafnfirðingur HF, sem legið hefur óhreyfður í Hafnarfjarðarhöfn í tæpt ár, komst í eigu fyrri eigenda sl. haust en fyrirtækið Sjófrost ehf. í Hafnarfirði keypti skipið í maí á síðasta ári og hugðist gera það út á rækjuveiðar á Flæmingjagrunni. Sjófrost ehf. keypti skipið af Karlsen Shipping Company í Halifax í Kanada á síðasta ári. Kanadíska útgerðin fór í innsetningarmál við Sjófrost sl. haust vegna vanefnda á samn- ingum en sátt var gerð í málinu og Sjófrost afhenti fyrri eig- endum skipið. Það hefur síðan verið til sölu, að sögn Lárusar Blöndals, lögmanns, sem sér um mál útgerðarinnar hér á landi. Hann segir ýmsar þreif- ingar hafa verið í gangi við aðila víðs vegar að og þess vegna hafi verið tekið ákvörðun um að fara ekki með skipið frá landinu fyrr en þau mál skýrð- ust. Lárus segir ákeðna aðila erlendis hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að kaupa skipið en fyrirvarar um fjár- mögnun hafi ekki gengið eftir og kaupin því gengið til baka. Aðalfundur ÍS í dag AÐALFUNDUR íslenzkra sjávarafurða verður haldinn að Hótel Sögu árdegis í dag. Fundurinn hefst með ávarpi Þorsteins Pálssonar, sjávarút- vegsráðherra, sem síðan svarar fyrirspumum. Þá verður skýrsla stjórnar flutt, skýrsla forstjóra fyrirtækisins og reikningar kynntir. Að loknum umræðum verður rætt um ráðstöfun hagnaðar, breytingar á samþykktum fé- lagsins og fjallað um tillögu þess efnis að félaginu sé heim- ilt að eiga eigin hlutabréf. Rekstur ÍS var umsvifameiri asíðasta ári en nokkru sinni í sögu félagsins. Seldar afurðir fóru töluvert yfir 100.000 tonn og velta fór yfir 20 milljarða króna. þá jókst hagnaður fé- lagsins verulega. Mestu veldur samningur ÍS og UTRF í Rúss- landi, sem færði ÍS miklar selj- ur af sölu afurða fyrir rúss- neska fyrirtækið. Nokkur óvissa ríkir nú um framhald þeirrar samvinnu og má búast við að hún verði rædd á fundin- um. Aðalfundurinn hefst klukkan 9.00 og er haldinn í Súlasal Hótels Sögu. Grindavík. Morgunblaðið. RÚSSNESKI verksmiðjutogarinn, Ostrovets, sem er á Ieið á úthafs- karfamiðin á Reykjaneshrygg frá Rússlandi, leitaði til hafnar í Njarðvíkurhöfn í vikunni til að fá aðstoð viðgerðarmanna Hampiðj- unnar við að lagfæra flottrollið sem er Hampiðjuframleiðsla. Togarinn vakti athygli þeirra sem leið áttu um hafnarsvæðið fyrir hversu vel hann leit út, ný- málaður, ólíkt rússneskum togur- um sem hingað koma. Auk Hamp- iðjutrollsins héngu i gálgum aftur á skipinu trollhlerar merktir POLY-ICE, J. Hinriksson hf., svo greinilegt er að markaðssetning íslenskra fyrirtælga skilar árangri. Á togaranum er 38 manna áhöfn þar af tveir Þjóðverjar við ráð- gjöf, að sögn eins skipverjans sem gat útskýrt nokkur atriði á ensku fyrir fréttaritara Morgunblaðsins, meðal annars það að skipverjar sem voru við vinnu á dekki í trolli gengu allir inn í kaffihlé eða vodkahlé þegar myndavél sást en trúlega hefur vinnu verið lokið. „Við komum aftur eftir tvo mánuði til Hafnarfjarðar og lönd- um úr fullu skipi af karfa,“ sagði skipveijinn viðkunnanlegi. A<|: tn |(|ii L loðnuskipa r 1. júlí 1996 - 2. apríl 1997 Allar tölur i tormum Varan- Milli Kvóti Aflj staða legt skipa alls Beitir NK123 32.715 18.097 50.812 47.522 3.290 Jón Kjartansson SU111 29.819 15.500 45.319 46.442 -1.123 Hólmaborg SU11 48.268 -5.000 43.268 43.683 -415 Víkingur AK100 49.193 -4.000 45.193 41.605 3.588 Júpiter ÞH 61 50.040 -9.003 41.037 37.876 3.161 Höfrungur AK 91 51.625 -14.674 36.951 36.774 177 Grindvíkingur GK606 37.592 0 37.592 36.688 904 Þorsteinn EA810 45.943 -4.500 41.443 35.490 5.953 Antares VE18 9.880 23.484 33.364 34.573 -1.209 Börkur NK122 30.264 7.000 37.264 34.499 2.765 Kap VE 4 25.141 10.040 35.181 34.139 1.042 Sigurður VE15 40.036 -8.000 32.036 33.144 -1.108 Jón Sigurðsson GK 62 10.040 19.933 29.973 32.753 -2.780 Bjarni Ólafsson AK 70 29.930 4.000 33.930 32.186 1.744 Elliði GK445 35.602 0 35.602 31.575 4.027 Hákon ÞH250 32.864 -600 32.264 31.332 932 ísleifur VE 63 31.776 0 31.776 30.679 1.097 Háberq GK 299 36.603 -2.120 34.483 29.572 4.911 Sighvatur Bjarnas. VE 81 11.773 20.140 31.913 29.287 2.626 Sunnuberg GK199 26.268 3.112 29.380 29.049 331 Guðmundur VE 29 33.359 -4.500 28.859 28.674 185 Oddeyrin EA210 24.253 0 24.253 26.630 -2.377 Huginn VE 55 24.253 2.740 26.993 26.548 445 Björg Jónsdóttir ÞH 321 10.878 14.846 25.724 25.991 -267 Gullberg VE 292 28.304 -1.000 27.304 25.695 1.609 Faxi RE 241 26.392 1.985 28.377 25.643 2.734 Þórður Jónsson EA350 23.028 2.500 25.528 25.498 30 Örn KE13 46.278 -18.000 28.278 25.383 2.895 Svanur RE 45 25.141 0 25.141 25.354 -213 Guðmundur Olafur ÓF 91 24.029 0 24.029 24.974 -945 Gígja VE340 30.953 -4.100 26.853 24.924 1.929 Súlan EA300 26.479 -2.600 23.879 23.617 262 Húnaröst SF 550 31.909 -8.919 22.990 22.466 524 Dagfari GK 70 23.364 -4.000 19.364 20.442 -1.078 Víkurberg GK 1 23.473 -3.000 20.473 18.454 2.019 Arnarnúpur ÞH 272 0 16.388 16.388 15.777 611 Þórshamar GK 75 31.909 -14.250 17.659 15.665 1.994 Sólfell VE640 16.069 -255 15.814 15.040 774 Guðrún Þorkelsd SU 211 25.811 -9.000 16.811 14.702 2.109 Bergur VE 44 25.840 -8.300 17.540 14.652 2.888 Júlli Dan ÞH364 0 13.275 13.275 12.846 429 Bergur Vigfús GK53 0 9.500 9.500 11.517 -2.017 Heimaey VE1 13.484 -2.484 11.000 11.026 -26 Jóna Eðvalds SF 20 6.385 4.319 10.704 10.758 -54 Sigla Sl 50 0 9.917 9.917 10.127 -210 Glófaxi VE300 0 7.857 7.857 8.277 -420 Arnþór EA16 14.846 -7.746 7.100 7.205 -105 Arney KE 50 0 6.550 6.550 6.434 116 Venus HF 519 6.385 -6.385 0 0 0 Eyvindur Vopni NS 70 7.662 -7.662 0 0 0 Hersir ÁR4 24.253 -24.253 0 0 0 Blængur NK117 32.797 -32.797 0 0 0 Pétur Jónsson RE 69 4.093 -4.024 69 0 69 SAMTALS: 1.276.999 1.276.999 1.233.186 43.613 Heimild: Fiskistöfa ítreka aðstoð við Albani Róm, Aþenu, Madríd. Reuter. ÓVÆNT andstaða hefur komið upp á ítalska þinginu við fyrirhugaða þátttöku í herliði sem sent verður til Albaníu, væntanlega í næstu viku. Lýsti flokkur kommúnista því yfir í gær að hann hygðist ekki styðja tillögu Romanos Prodis for- sætisráðherra þar um en þetta er í fyrsta sinn í stjórnartíð hans sem kommúnistar hafa lýst sig svo ein- dregið andvíga ætlunum stjórnar- innar, sem þeir styðja. í gær hélt forsætisráðherra Albaníu, Bashkim Fino, hins vegar til Grikklands þar sem hann átti fundi með fulltrúum Evrópusambandsins (ESB) og Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu (ÖSE), en þeir fullvissuðu hann um stuðning stofnananna við Alb- ani og að landsmenn myndu fá matvæla- og efnahagsaðstoð, auk friðargæslu. Greidd verða atkvæði í næstu viku á ítalska þinginu um þátttöku í 5.000 manna herliði sem senda á til Albaníu. Búist er við að allt að helmingur hermannanna verði ít- alskur. Andstaða kommúnista nú kemur á óvart en Prodi hafði tryggt sér stuðning allra stjórnarflokka, að kommúnistum frátöldum, við fyrirætlanirnar. Ekki er þó talið að andstaða þeirra muni koma í veg fýrir þátttöku ítala og leiðtogi kommúnista, Fausto Bertinotti, segist ekki ætla að fella stjórnina. Stuðningur við stjórn Finos Fino, forsætisráðherra Albaníu, hélt í gær til Aþenu, þar sem hann fundaði með grískum embættis- mönnum, Austurríkismanninum Franz Vranitzky, fulltrúa ÖSE, og Hans van Mierlo frá Hollandi en Hollendingar fara nú með forystu í ESB. „Skilaboð þessara viðræðna voru þau að albanska þjóðin nýtur stuðnings samfélags þjóðanna við að koma á eðlilegu ástandi í Alban- íu að nýju,“ sagði Fino eftir fund- inn. Stjórnmálaskýrendur telja að glæsilegar móttökur í Aþenu og sú staðreynd að fulltrúar ÖSE og ESB flýttu sér til fundar við hann séu stuðningsyfirlýsing við stjóm Finos, en hann hefur boðað til kosninga í júní. Á fundinum lofuðu Grikkir Alb- önum láni að upphæð um 5,6 millj- arða ísl. kr. Þá fá Albanir aðstoð við að byggja upp albanska herinn, ÖSE mun hafa eftirlit með kosning- unum og herlið á vegum Sameinuðu þjóðanna mun reyna að tryggja að allt þetta, svo og matvælaaðstoð, nái fram að ganga. Átta leikmenn og þjálfari lands- liðs 21 árs og yngri í fótbolta yfir- gáfu lið sitt í gær, þar sem það er á keppnisferð á Spáni, og beiddust hælis. Þeir vom færðir til yfír- heyrsiu hjá lögreglu. Samið um veiðar ESB við Senegal ESB fellst á að borga meira cr. EVROPUSAMBANDIÐ og stjórn- völd í Senegal hafa náð samkomu- lagi um að framlengja fiskveiði- samning sinn um fjögur ár. Sam- kvæmt endurskoðuðum samningi hækkar gjaldið, sem ESB greiðir fyrir aðgang að fiskimiðum Seneg- als, auk þess sem sambandið fellst á að hvíla miðin með reglubundnum hætti. Nýja samkomulagið gengur í gildi 1. maí næstkomandi. Fyrri samning- ur, sem gilti í tvö ár, rann út í októ- ber síðastliðnum. Samkvæmt honum hafði ESB greitt Senegal níu milljón- ir ECU (730 milljónir króna) á ári fyrir aðgang að miðunum. Senegal krafðist þess að greiðsl- an yrði tvöfölduð en ESB bauð að- eins tíu milljónir ECU. Er sam- komulag náðist ekki fóru stjórnvöld í Dakar fram á að skip frá ríkjum ESB yfirgæfu efnahagslögsögu landsins. Samkvæmt nýja samkomulaginu samþykkir ESB að greiða 12 millj- ónir ECU á ári (tæplega milljarð króna) fyrir veiðileyfin. Jafnframt er í samningnum kveðið á um reglu- bundinn, mánaðarlangan „líffræði- legan hvíldartíma" fyrir fiskimiðin. Samningurinn kveður á um að 148 skip frá ríkjum ESB megi veiða í lögsögu Senegals. Evrópusambandið veitir fjármuni til mannúðar- mála í Albaníu Brussel. Morgnnblaðið FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur ákveðið að veita sem samsvarar rösklega 160 milljónir íslenskra króna til mann- úðarmála í Alba- níu, í ljósi óstöð- ugleika undan- farinna vikna. Mannúðarskrif- stofa sambands- ins, ECHO, mun hafa umsjón með fjárveitingum en Rauði krossinn mun hins vegar sjá um dreifingu matvæla og lyfja. Styrk þessum verður fyrst og fremst varið til opinberra heil- brigðisstofnana í Albaníu á borð við elliheimili, spítala og munað- arleysingjahæli, en samkvæmt skýrslu sendinefndar, sem ESB sendi nýverið til Albaníu, hefur ástandið þar komið hvað harðast niður á vistmönnum þessara stofnana. Gert er ráð fyrir að um 10.000 vistmenn muni njóta þessa styrks. í yfirlýsingu sem fram- kvæmdastjórnin sendi frá sér vegna þessa er lýst yfir auknum áhyggjum af öryggi þeirra sem sinna hjálparstarfi í Albaníu, í Ijósi töku ítalskra lækna sem gísla nýverið. Segist framkvæmda- stjórnin fylgjast grannt með þró- un mála, svo tryggja megi hjálp- arstafsmönnum nægilega vernd við störf sín. EVRÓPA^ i I : I ► i I í i i v i i b I r > I \-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.