Morgunblaðið - 04.04.1997, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.04.1997, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Með íslensk veiðarfæri Hafnfirð- ingur HF til sölu TOGARINN Hafnfirðingur HF, sem legið hefur óhreyfður í Hafnarfjarðarhöfn í tæpt ár, komst í eigu fyrri eigenda sl. haust en fyrirtækið Sjófrost ehf. í Hafnarfirði keypti skipið í maí á síðasta ári og hugðist gera það út á rækjuveiðar á Flæmingjagrunni. Sjófrost ehf. keypti skipið af Karlsen Shipping Company í Halifax í Kanada á síðasta ári. Kanadíska útgerðin fór í innsetningarmál við Sjófrost sl. haust vegna vanefnda á samn- ingum en sátt var gerð í málinu og Sjófrost afhenti fyrri eig- endum skipið. Það hefur síðan verið til sölu, að sögn Lárusar Blöndals, lögmanns, sem sér um mál útgerðarinnar hér á landi. Hann segir ýmsar þreif- ingar hafa verið í gangi við aðila víðs vegar að og þess vegna hafi verið tekið ákvörðun um að fara ekki með skipið frá landinu fyrr en þau mál skýrð- ust. Lárus segir ákeðna aðila erlendis hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að kaupa skipið en fyrirvarar um fjár- mögnun hafi ekki gengið eftir og kaupin því gengið til baka. Aðalfundur ÍS í dag AÐALFUNDUR íslenzkra sjávarafurða verður haldinn að Hótel Sögu árdegis í dag. Fundurinn hefst með ávarpi Þorsteins Pálssonar, sjávarút- vegsráðherra, sem síðan svarar fyrirspumum. Þá verður skýrsla stjórnar flutt, skýrsla forstjóra fyrirtækisins og reikningar kynntir. Að loknum umræðum verður rætt um ráðstöfun hagnaðar, breytingar á samþykktum fé- lagsins og fjallað um tillögu þess efnis að félaginu sé heim- ilt að eiga eigin hlutabréf. Rekstur ÍS var umsvifameiri asíðasta ári en nokkru sinni í sögu félagsins. Seldar afurðir fóru töluvert yfir 100.000 tonn og velta fór yfir 20 milljarða króna. þá jókst hagnaður fé- lagsins verulega. Mestu veldur samningur ÍS og UTRF í Rúss- landi, sem færði ÍS miklar selj- ur af sölu afurða fyrir rúss- neska fyrirtækið. Nokkur óvissa ríkir nú um framhald þeirrar samvinnu og má búast við að hún verði rædd á fundin- um. Aðalfundurinn hefst klukkan 9.00 og er haldinn í Súlasal Hótels Sögu. Grindavík. Morgunblaðið. RÚSSNESKI verksmiðjutogarinn, Ostrovets, sem er á Ieið á úthafs- karfamiðin á Reykjaneshrygg frá Rússlandi, leitaði til hafnar í Njarðvíkurhöfn í vikunni til að fá aðstoð viðgerðarmanna Hampiðj- unnar við að lagfæra flottrollið sem er Hampiðjuframleiðsla. Togarinn vakti athygli þeirra sem leið áttu um hafnarsvæðið fyrir hversu vel hann leit út, ný- málaður, ólíkt rússneskum togur- um sem hingað koma. Auk Hamp- iðjutrollsins héngu i gálgum aftur á skipinu trollhlerar merktir POLY-ICE, J. Hinriksson hf., svo greinilegt er að markaðssetning íslenskra fyrirtælga skilar árangri. Á togaranum er 38 manna áhöfn þar af tveir Þjóðverjar við ráð- gjöf, að sögn eins skipverjans sem gat útskýrt nokkur atriði á ensku fyrir fréttaritara Morgunblaðsins, meðal annars það að skipverjar sem voru við vinnu á dekki í trolli gengu allir inn í kaffihlé eða vodkahlé þegar myndavél sást en trúlega hefur vinnu verið lokið. „Við komum aftur eftir tvo mánuði til Hafnarfjarðar og lönd- um úr fullu skipi af karfa,“ sagði skipveijinn viðkunnanlegi. A<|: tn |(|ii L loðnuskipa r 1. júlí 1996 - 2. apríl 1997 Allar tölur i tormum Varan- Milli Kvóti Aflj staða legt skipa alls Beitir NK123 32.715 18.097 50.812 47.522 3.290 Jón Kjartansson SU111 29.819 15.500 45.319 46.442 -1.123 Hólmaborg SU11 48.268 -5.000 43.268 43.683 -415 Víkingur AK100 49.193 -4.000 45.193 41.605 3.588 Júpiter ÞH 61 50.040 -9.003 41.037 37.876 3.161 Höfrungur AK 91 51.625 -14.674 36.951 36.774 177 Grindvíkingur GK606 37.592 0 37.592 36.688 904 Þorsteinn EA810 45.943 -4.500 41.443 35.490 5.953 Antares VE18 9.880 23.484 33.364 34.573 -1.209 Börkur NK122 30.264 7.000 37.264 34.499 2.765 Kap VE 4 25.141 10.040 35.181 34.139 1.042 Sigurður VE15 40.036 -8.000 32.036 33.144 -1.108 Jón Sigurðsson GK 62 10.040 19.933 29.973 32.753 -2.780 Bjarni Ólafsson AK 70 29.930 4.000 33.930 32.186 1.744 Elliði GK445 35.602 0 35.602 31.575 4.027 Hákon ÞH250 32.864 -600 32.264 31.332 932 ísleifur VE 63 31.776 0 31.776 30.679 1.097 Háberq GK 299 36.603 -2.120 34.483 29.572 4.911 Sighvatur Bjarnas. VE 81 11.773 20.140 31.913 29.287 2.626 Sunnuberg GK199 26.268 3.112 29.380 29.049 331 Guðmundur VE 29 33.359 -4.500 28.859 28.674 185 Oddeyrin EA210 24.253 0 24.253 26.630 -2.377 Huginn VE 55 24.253 2.740 26.993 26.548 445 Björg Jónsdóttir ÞH 321 10.878 14.846 25.724 25.991 -267 Gullberg VE 292 28.304 -1.000 27.304 25.695 1.609 Faxi RE 241 26.392 1.985 28.377 25.643 2.734 Þórður Jónsson EA350 23.028 2.500 25.528 25.498 30 Örn KE13 46.278 -18.000 28.278 25.383 2.895 Svanur RE 45 25.141 0 25.141 25.354 -213 Guðmundur Olafur ÓF 91 24.029 0 24.029 24.974 -945 Gígja VE340 30.953 -4.100 26.853 24.924 1.929 Súlan EA300 26.479 -2.600 23.879 23.617 262 Húnaröst SF 550 31.909 -8.919 22.990 22.466 524 Dagfari GK 70 23.364 -4.000 19.364 20.442 -1.078 Víkurberg GK 1 23.473 -3.000 20.473 18.454 2.019 Arnarnúpur ÞH 272 0 16.388 16.388 15.777 611 Þórshamar GK 75 31.909 -14.250 17.659 15.665 1.994 Sólfell VE640 16.069 -255 15.814 15.040 774 Guðrún Þorkelsd SU 211 25.811 -9.000 16.811 14.702 2.109 Bergur VE 44 25.840 -8.300 17.540 14.652 2.888 Júlli Dan ÞH364 0 13.275 13.275 12.846 429 Bergur Vigfús GK53 0 9.500 9.500 11.517 -2.017 Heimaey VE1 13.484 -2.484 11.000 11.026 -26 Jóna Eðvalds SF 20 6.385 4.319 10.704 10.758 -54 Sigla Sl 50 0 9.917 9.917 10.127 -210 Glófaxi VE300 0 7.857 7.857 8.277 -420 Arnþór EA16 14.846 -7.746 7.100 7.205 -105 Arney KE 50 0 6.550 6.550 6.434 116 Venus HF 519 6.385 -6.385 0 0 0 Eyvindur Vopni NS 70 7.662 -7.662 0 0 0 Hersir ÁR4 24.253 -24.253 0 0 0 Blængur NK117 32.797 -32.797 0 0 0 Pétur Jónsson RE 69 4.093 -4.024 69 0 69 SAMTALS: 1.276.999 1.276.999 1.233.186 43.613 Heimild: Fiskistöfa ítreka aðstoð við Albani Róm, Aþenu, Madríd. Reuter. ÓVÆNT andstaða hefur komið upp á ítalska þinginu við fyrirhugaða þátttöku í herliði sem sent verður til Albaníu, væntanlega í næstu viku. Lýsti flokkur kommúnista því yfir í gær að hann hygðist ekki styðja tillögu Romanos Prodis for- sætisráðherra þar um en þetta er í fyrsta sinn í stjórnartíð hans sem kommúnistar hafa lýst sig svo ein- dregið andvíga ætlunum stjórnar- innar, sem þeir styðja. í gær hélt forsætisráðherra Albaníu, Bashkim Fino, hins vegar til Grikklands þar sem hann átti fundi með fulltrúum Evrópusambandsins (ESB) og Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu (ÖSE), en þeir fullvissuðu hann um stuðning stofnananna við Alb- ani og að landsmenn myndu fá matvæla- og efnahagsaðstoð, auk friðargæslu. Greidd verða atkvæði í næstu viku á ítalska þinginu um þátttöku í 5.000 manna herliði sem senda á til Albaníu. Búist er við að allt að helmingur hermannanna verði ít- alskur. Andstaða kommúnista nú kemur á óvart en Prodi hafði tryggt sér stuðning allra stjórnarflokka, að kommúnistum frátöldum, við fyrirætlanirnar. Ekki er þó talið að andstaða þeirra muni koma í veg fýrir þátttöku ítala og leiðtogi kommúnista, Fausto Bertinotti, segist ekki ætla að fella stjórnina. Stuðningur við stjórn Finos Fino, forsætisráðherra Albaníu, hélt í gær til Aþenu, þar sem hann fundaði með grískum embættis- mönnum, Austurríkismanninum Franz Vranitzky, fulltrúa ÖSE, og Hans van Mierlo frá Hollandi en Hollendingar fara nú með forystu í ESB. „Skilaboð þessara viðræðna voru þau að albanska þjóðin nýtur stuðnings samfélags þjóðanna við að koma á eðlilegu ástandi í Alban- íu að nýju,“ sagði Fino eftir fund- inn. Stjórnmálaskýrendur telja að glæsilegar móttökur í Aþenu og sú staðreynd að fulltrúar ÖSE og ESB flýttu sér til fundar við hann séu stuðningsyfirlýsing við stjóm Finos, en hann hefur boðað til kosninga í júní. Á fundinum lofuðu Grikkir Alb- önum láni að upphæð um 5,6 millj- arða ísl. kr. Þá fá Albanir aðstoð við að byggja upp albanska herinn, ÖSE mun hafa eftirlit með kosning- unum og herlið á vegum Sameinuðu þjóðanna mun reyna að tryggja að allt þetta, svo og matvælaaðstoð, nái fram að ganga. Átta leikmenn og þjálfari lands- liðs 21 árs og yngri í fótbolta yfir- gáfu lið sitt í gær, þar sem það er á keppnisferð á Spáni, og beiddust hælis. Þeir vom færðir til yfír- heyrsiu hjá lögreglu. Samið um veiðar ESB við Senegal ESB fellst á að borga meira cr. EVROPUSAMBANDIÐ og stjórn- völd í Senegal hafa náð samkomu- lagi um að framlengja fiskveiði- samning sinn um fjögur ár. Sam- kvæmt endurskoðuðum samningi hækkar gjaldið, sem ESB greiðir fyrir aðgang að fiskimiðum Seneg- als, auk þess sem sambandið fellst á að hvíla miðin með reglubundnum hætti. Nýja samkomulagið gengur í gildi 1. maí næstkomandi. Fyrri samning- ur, sem gilti í tvö ár, rann út í októ- ber síðastliðnum. Samkvæmt honum hafði ESB greitt Senegal níu milljón- ir ECU (730 milljónir króna) á ári fyrir aðgang að miðunum. Senegal krafðist þess að greiðsl- an yrði tvöfölduð en ESB bauð að- eins tíu milljónir ECU. Er sam- komulag náðist ekki fóru stjórnvöld í Dakar fram á að skip frá ríkjum ESB yfirgæfu efnahagslögsögu landsins. Samkvæmt nýja samkomulaginu samþykkir ESB að greiða 12 millj- ónir ECU á ári (tæplega milljarð króna) fyrir veiðileyfin. Jafnframt er í samningnum kveðið á um reglu- bundinn, mánaðarlangan „líffræði- legan hvíldartíma" fyrir fiskimiðin. Samningurinn kveður á um að 148 skip frá ríkjum ESB megi veiða í lögsögu Senegals. Evrópusambandið veitir fjármuni til mannúðar- mála í Albaníu Brussel. Morgnnblaðið FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur ákveðið að veita sem samsvarar rösklega 160 milljónir íslenskra króna til mann- úðarmála í Alba- níu, í ljósi óstöð- ugleika undan- farinna vikna. Mannúðarskrif- stofa sambands- ins, ECHO, mun hafa umsjón með fjárveitingum en Rauði krossinn mun hins vegar sjá um dreifingu matvæla og lyfja. Styrk þessum verður fyrst og fremst varið til opinberra heil- brigðisstofnana í Albaníu á borð við elliheimili, spítala og munað- arleysingjahæli, en samkvæmt skýrslu sendinefndar, sem ESB sendi nýverið til Albaníu, hefur ástandið þar komið hvað harðast niður á vistmönnum þessara stofnana. Gert er ráð fyrir að um 10.000 vistmenn muni njóta þessa styrks. í yfirlýsingu sem fram- kvæmdastjórnin sendi frá sér vegna þessa er lýst yfir auknum áhyggjum af öryggi þeirra sem sinna hjálparstarfi í Albaníu, í Ijósi töku ítalskra lækna sem gísla nýverið. Segist framkvæmda- stjórnin fylgjast grannt með þró- un mála, svo tryggja megi hjálp- arstafsmönnum nægilega vernd við störf sín. EVRÓPA^ i I : I ► i I í i i v i i b I r > I \-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.