Morgunblaðið - 04.04.1997, Side 2

Morgunblaðið - 04.04.1997, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugleiðir og flugvirkjar sömdu í gær Samið var um nýtt vaktafyrirkomulag FLUGVIRKJAR og Flugleiðir skrifuðu undir nýjan kjarasamning um kl. 15 í gær eftir meira en sólarhrings fundarsetu. Samning- urinn gildir til 15. febrúar árið 2000 og felur í sér sömu grunn- kaupshækkanir og samningar sem gerðir hafa verið á síðustu vikum, að sögn Jakobs Þorsteinssonar, formanns Flugvirkjafélags íslands. Millilandaflug verður því með eðli- legum hætti í dag. Meginágreiningurinn i kjaradeil- unni var um vinnutilhögun í við- haldsstöð Flugleiða í Keflavík. Jak- ob sagði að sl. sumar hefðu Flug- leiðir breytt vinnutilhögun og nýtt sér 30 ára gamalt ákvæði í samn- ingum sem aldrei hefði verið notað. Þetta hefði haft í för með sér um- Heilsufar atvinnuflugmanna Ellefu hafa misst skírteini á áttaárum ELLEFU handhafar atvinnu- flugskírteinis misstu réttindi sín á árunum 1988 til 1995 af heilsufarsástæðum. Reglur Alþjóða flugmálastofnunar- innar kveða á um að atvinnu- flugmenn gangist tvisvar á ári undir læknisskoðun. Með því á að tryggja öryggi í flugi og að flugmenn geti ekki stundað starf sitt nema heilbrigði þeirra sé tryggð. Þessir ellefu flugmenn misstu réttindin varanlega en fyrir kemur einnig að flug- menn missa skírteini tíma- bundið meðan læknisrannsókn eða meðferð stendur yfir. „Auk þessara læknisskoð- ana tvisvar á ári ber flug- mönnum einnig skylda til að tilkynna trúnaðarlækni Flug- málastjómar þurfi þeir að leita læknis utan reglulegra skoð- ana og það á enginn að geta flogið ef heilsufar hans leyfir það ekki,“ segir Kristján Eg- ilsson, formaður Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir mjög ákveðnar reglur gilda um þessi mál og að í raun sé stétt flugmanna, ein stétta, seld undir þá sök að atvinnuöryggi þeirra sé til skoðunar á sex mánaða fresti. Strajigar reglur eiga rétt á sér Kristján segir að með fram- förum í læknisfræði valdi ein- staka sjúkdómar ekki lengur missi atvinnuflugskírteinis, svo sem kransæðastífla. Með hjáveituaðgerð megi laga slíka sjúkdóma en alvarlegri hjarta- sjúkdómar leiði hins vegar til skírteinismissis svo dæmi sé tekið. Um 300 atvinnuflug- menn eru starfandi hérlendis en handhafar atvinnuflugskír- teinis eru um 470. Kristján segir ljóst að reglur sem þess- ar eigi rétt á sér enda verði það að vera hafið yfír allan vafa að heilsufar flugmanna geti nokkru sinni ógnað ör- yggi í atvinnuflugi. talsverða tekjurýmun þar sem ákveðin verk hefðu verið unnin í dagvinnu sem áður voru unnin í næturvinnu. Flugvirkjar hefðu krafíst þess að þessu yrði breytt þannig að þeir héldu óbreyttum launum. Á þetta hefðu Flugleiðir fallist á endanum. Hann sagði að lausnin hefði falist í því að breyta vinnutímanum og taka upp nýtt vaktafyrirkomulag. Jakob sagði að auk þess hefði næturvinnuhlutfallið verið lækkað gegn því að fá hækkun á grunn- kaupi á móti. Þetta fæli ekki í sér kauphækkanir umfram það sem aðrir hefðu samið um. Þá hefði verið endurnýjaður samningur um ferðatíðni milli Reykjavíkur og Keflavíkur. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og borgarfulltrúamir Alfreð Þorsteinsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lýstu þvi yfir við umræður í borgarstjóm í gærkvöldi að ekki væri ástæða til að ætla ann- að en að bjóðendur í útboði Hita- veitu Reykjavíkur á hverfilsamstæð- um í orkuver á Nesjavöllum hefðu notið jafnræðis. Borgarfulltrúamir vísuðu allir á bug fullyrðingum Guðrúnar Zoéga, borgarfulltrúa sjálfstæðismanna, um að borgarráð hefði að kvöldi annars páskadags unnið myrkraverk með því að afgreiða málið og ganga að tilboði Mitsubishi Corporation þvert á tilmæli fjármálaráðuneytis um að útboðsframkvæmdir yrðu stöðvaðar vegna kæru, sem borist hefði frá fyrirtækinu Sumitomo. Sagði Vil- hjálmur að málflutningur Guðrúnar væri henni ekki til sóma. Borgarstjóri sagði að boðað hefði verið til borgarráðsfundar í skyndi til að tryggja hagsmuni Reykjavík- urborgar. Fuiltrúar borgarinnar Jakob sagðist vera þokkalega sáttur við þennan kjarasamning og myndi mæla með því við sína félags- menn að hann yrði samþykktur. Styrkir viðhaldsstöðina í fréttatilkynningu frá Flugleið- um segir að samningurinn sé á svip- uðum nótum og aðrir samningar á almennum vinnumarkaði. Meðal nýmæla í samningnum séu ákvæði um nýtt vaktafyrirkomulag sem auki sveigjanleika í starfseminni og gefí fyrirtækinu færi á að sækja fleiri verkefni á alþjóðlegan við- haldsmarkað. Þetta kæmi því til með að styrkja starfsemi viðhalds- stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og auka starfsöryggi. Guðrún Zoega sakar borgarráð um að hafa fram- ið myrkraverk hefðu lýst þeirri afstöðu sinni á fundi með fulltrúum ráðuneytisins að það hefði ekki lögsögu í málinu og borg- in væri í fullum rétti að afgreiða það. Vilhjálmur sagði að langvarandi dráttur á afgreiðslu málsins hefði getað þýtt hundruð milljóna króna skaða fýrir borgina. Guðrún Zoéga efaðist um að borg- aryfirvöld hefðu farið að landslögum við meðferð málsins. Taldi hún vafa- samt að frávikstilboð Mitsubishi, sem gengið hefði verið að, væri gilt þar sem það hefði ekki verið lesið upp við opnun tilboða að viðstöddum fulltrúum bjóðenda. Ingibjörg Sólrún sagði óumdeilt að frávikstilboð Mitsubishi hefðu verið fullgild, jafnvel þótt þau hefðu Tilrauna- dæling lofar góðu STARFSMENN Jarðborana hf. luku í fyrradag við borun eftir heitu vatni í Þykkvabæ þegar jarðborinn Narfi var kominn niður á 1.412 metra dýpi. í framhaldi af því fór svo fram í gær tilraunadæling holunnar og er árangurinn framar björtustu vonum, en upp fengust 10-12 sekúndulítrar af 70 gráða heitu vatni. Að sögn Þóris Sveinbjörnssonar borstjóra, streymir 80-90 gráða heitt vatn inn í hoiuna á nokkrum stöðum neðan 1100 metradýpis. „Það er trúlegt að lokaút- koman verði e.t.v. eitthvað færri sekúndulítrar en við erum að fá núna, en hitinn á vatninu verður sennilega um eða yfir 80 gráður, sem verður að teljast mjög góður árangur," sagði Þórir. ekki verið lesin upp. Þeirra hefði skýrt verið getið í tilboðsgögnum. Hún viðurkenndi á hinn bóginn að það hefðu verið mistök að lesa ekki upp frávikstilboð við opnun tilboða en mikilvægt væri að bjóðandi gyldi þess ekki. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson taldi málsmeðferð hafa verið eins vand- aða og kostur var en sérstök áhersla hefði verið lögð á að leita sérfræði- aðstoðar við að meta tilboðin. Vilhjálmur undraðist hins vegar með hvaða hætti fjármálaráðuneytið hefði blandað sér í málin með því að vísa kæru fulltrúa Sumitomo til kærunefndar útboðsmála. Vilhjálmur fullyrti að aðgerðir ráðuneytisins væru lögbrot og þess vegna mætti líta svo á að borgarráð hefði með samþykkt sinni annan páskadag komið í veg fyrir lögbrot. Sagði hann fulla ástæðu til þess að ríki og sveitarfélög tækju upp við- ræður um hvernig meðhöndla bæri ágreiningsmál, sem upp kynnu að koma vegna útboða sem þessa. BRESKA rokkhljómsveit- in Skunk Anansie með söngkonuna Skin fremsta í flokki. Skunk Anansie i til Islands i BRESKA rokkhljómsveitin Skunk Anansie er væntanleg hingað til lands og heldur tón- leika í Laugardalshöll 10. maí næstkomandi. Hljómsveitin er meðal vinsælustu hljómsveita hérlendis og hefur síðasta plata | hennar selst afar vel hér á landi. Hljómsveitin Skunk Anansie er fjögurra ára gömul og með vinsælustu hljómsveitum Bret- lands. Nýjasta breiðskifa hljómsveitarinnar, Stoosh, hef- ur notið mikillar hylli hér á landi og er nú meðal söluhæstu hljómplatna nokkru eftir að hún kom út. Lög af henni hafa mörg komist inn á vinsælda- lista. Skunk Anansie heldur tón- leika í Laugardalshöll 10. maí næstkomandi eins og áður er getið og íslenskar hljómsveitir munu hita upp. Ekki hefur ver- ið gengið frá því hvaða hljóm- sveitir það verða. Snæfellsnes Spýtnabrak , úr Skeiðar- , árbrú rekur áland SPÝTNABRAK sem greinilega er frá brú eða bryggju hefur fundist í Stakkhamarsfjöru á sunnanverðu Snæfellsnesi að undanförnu og telur t Bjami Alexandersson, bóndi á : Stakkhamri, að þar sé um að ræða í dekk úr Skeiðarárbrú, en hluti af ' henni fór í Skeiðarárhlaupinu í nóv- ember síðastliðnum. Bjami segist í samtali við Morg- unblaðið hafa fundið um fimmtán til tuttugu planka sem séu um tvær og hálf tomma á þykkt og sjö tommu breiðir. „Það er augljóst að þeir eru úr brú eða bryggju og því tel ég helst að megi rekja þá til Skeiðarár- I brúar," segir hann. | Bjarni segir ennfremur að þessi . reköld komi honum ekki á óvart, því ’ ýmislegt gefi til kynna að straumur- inn liggi í þessa átt í kringum land- ið. I annálum hafí hann til dæmis lesið að hafís hafí aldrei komið inn á Faxaflóann að norðanverðu heldur að sunnanverðu og því farið suður með Austfjörðum og vestur fyrir Reykjanes. Meiddist í ! bílveltu BIFREIÐ valt skammt frá Hítará á Snæfellsnesi um klukkan 19.30 í gær og var ein kona flutt á Sjúkrahúsið í Stykkishólmi í kjölfarið með áverka. Þrír voru í bifreiðinni þegar hún valt og virðist sem ökumaður hennar hafi misst vald á henni sökum hálku, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. f Áverkar konunnar voru minni en I búist var við þegar komið var á slys- stað, þar sem bifreiðin er gjörónýt. I - Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Umræður í borgarstjórn um meðferð tilboða í hverfla Fyrirtæki talin hafa notið jafnræðis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.