Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 1
72SIÐURB/C 75. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. APRÍL1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Mesta mengun- arbælið BORGIN Chongqing í Vestur- Kina er liklega mesta meng- unarbæli hér á jörð. Þar eru 10.000 verksmiðjur, sem spúa út 800.000 tonnum af brenni- steinstvísýringi árlega, en hreinsibúnaður er þar næstum óþekktur. í borginni, sem er ein sú fjölmennasta í Kína, þrífst næstum enginn gróður og skóg- urinn í kring er dauður. Krabba- mein og aðrir sjúkdómar eru miklu algengari í Chongqing en annars staðar í landinu og eitt árið hafnaði herinn öllum nýlið- um þaðan vegna heilsuleysis. ---------♦------ Vill verða kanslari í fimmta sinn Bad Hofgastein, Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, hélt upp á 67 ára afmælið í gær með því að tilkynna, að hann hygðist leita eftir endurkjöri í fimmta sinn í kosningum á næsta ári. Kohl, sem tilkynnti ákvörðun sína í viðtali við ARD-sjónvarpið, sagði, að hann teldi það skyldu sína að bjóða sig fram aftur vegna þeirra mörgu og mikilvægu verk- efna, sem framundan væru. í febrúar sl. kvaðst Kohl ekki mundu ákveða framboð fyrr en síð- ar á árinu og kom því yfirlýsing hans nú nokkuð á óvart. Stuðnings- menn hans hafa hins vegar lagt að honum að taka sem fyrst af skarið. Jafnaðarmenn munu ákveða í síð- asta lagi á flokksþingi í apríl að ári hvert verður þeirra kanslaraefni og mætti ætla, að leiðtogi flokksins, Oskar Lafontaine, stæði best að vígi. Hann hefur hins vegar áður beðið lægri hlut fyrir Kohl og stend- ur honum að baki í vinsældum. Því er Gerhard Schröder, forsætisráð- herra jafnaðarmanna í Neðra-Sax- landi, talinn eiga góða möguleika en hann skákar Kohl í vinsældum meðal almennings en er aftur á móti ekki í miklu uppáhaldi hjá vinstrimönnum i eigin flokki. Andstæðingur Mobutus tilnefndur forsætisráðherra Zaire Skæruliðar hafna ráðherrastólum Goma, Kinshasa, París. Reuter. NYSKIPAÐUR forsætisráðherra Zaire, Etienne Tshisekedi, tilkynnti í gær um nýja stjórn landsins en í henni eiga engir fulltrúar Mobutus Sese Seko forseta sæti auk þess sem sex ráðherraembætti voru frá- tekin fyrir skæruliða. Þeir höfnuðu þeim hins vegar í gær og segja að tilnefning Tshisekedis breyti engu um fyrirætlanir þeirra um að steypa Mobutu af stóli. Tshisekedi er svar- inn andstæðingur Mobutus og var skipaður til að stýra samningavið- ræðum við skæruliða sem flestir eru af ættbálki tútsa. Það var stjórnarandstaðan á þingi Zaire sem tilnefndi Tshisekedi sem er 64 ára. Skæruliðar segja skipan hans skipta litlu máli, hann sé valdalaus strengjabrúða Mobutus forseta. Tshisekedi nýtur víðtæks stuðn- ings í Zaire en Mobutu rak hann í tvígang úr embætti forsætisráð- herra, árin 1992 og 1993. Hann var ráðherra í stjórn Mobutus fyrstu árin eftir að hann komst til valda árið 1965 en snerist gegn honum á níunda áratugnum og fór i farar- broddi þeirra sem kröfðust fjöl- flokkakosninga árið 1990. Skæruliðar sakaðir um fjöldamorð Einn starfsmanna flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna hefur sakað skæruliða í Zaire um að hafa framið fjöldamorð á flóttamönnum frá Rúanda og sagði hann flótta- fólk hafa nefnt tölur frá nokkrum hundruðum og upp í tugi þúsunda. Skæruliðar hefðu ekki getað gefið viðhlítandi skýringar á hvarfí fjöl- margra flóttamanna á svæðum sem þeir hefðu farið um. Starfsmenn flóttamannastofnun- arinnar vinna nú að þvi að flytja hútúa frá Rúanda aftur til síns heima en þeir hafa dvalið í fiótta- mannabúðum í Goma í Zaire í tæp tvö ár. Þá hefur flóttamanna- straumurinn frá Zaire aukist en fjöldi fólks hefur komið yfír landa- mærin til Zambíu undanfarna daga. Amnesty Pyntingar í Rússlandi London. Reuter. AMNESTY International for- dæmdi í gær harðlega kerfis- bundnar pyntingar í Rúss- landi og sagði höfundur skýrslu um þessi mál, að Borís Jeltsín, forseti landsins, bæri sína ábyrgð á ástandinu. Mariana Katzarova, sem tók skýrsluna saman, nefnir ýmis dæmi um pyntingar á föngum og sakborningum og segir, að þær eigi sér stað þegar fólk er í gæsluvarð- haldi eða í fangelsi og í hern- um. Katzarova sagði að Jeltsín hefði bætt gráu ofan á svart með tilskipunum um aukna baráttu gegn glæpum en með þeim hefði verið leyft að halda fólki í 30 daga einangr- un í stað tveggja sólarhringa áður. Netanyahu, forsætisráðherra Israels Afram byggt hvað sem hver seeir Jerúsalem. Reuter. ^ ^ BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær, að stjórn sín myndi áfram leyfa nýbyggðir gyðinga á hernumdu svæðunum hvað sem liði mótmælum Palestínumanna. Kvaðst hann mundu færa Bili Clinton, forseta Bandaríkjanna, þau skilaboð en þeir eiga fund með sér í Washington í næstu viku. „Við munum halda áfram við nýja hverfíð í Austur-Jerúsalem og við munum reisa ný hús í byggðum gyðinga á Vesturbakkanum. Um það er ekki meira að segja,“ sagði Netanyahu á fundi með flokks- bræðrum sínum í Likudflokknum í Tel Aviv í gær. Gagnrýndi hann einnig palestínsk yfirvöld harðlega og sakaði þau um að hafa gefið hermdarverkamönnum „grænt ljós“. Beðið eftir Clinton Palestínumenn krefjast þess að ísraelar hætti við að reisa nýja hverfíð í A-Jerúsalem og eru nú bundnar vonir við að Clinton leggi hart að Netanyahu að verða við því. Hassan Asfour, einn helsti samn- ingamaður Palestínumanna, sagði í gær, að yfirlýsing Netanyahus væri enn einn steinninn í dysina þar sem hann hefði huslað friðarsamning- ana. Jafnframt væri hún áminning til Bandaríkjastjómar um að fara að bregðast af alvöru við ruddaleg- um kröfum ísraelsstjórnar. Mótmælin gegn byggingarfram- kvæmdum ísraela í A-Jerúsalem héldu áfram í dag, 15. daginn í röð, og settu námsmenn á svið táknræna útför friðarsamninganna við Israel. Reuter PALESTÍNSKIR námsmenn efndu til táknrænnar útfarar friðar- samninganna við ísraela í gær og á spjöldum, sem þeir báru, mátti m.a. lesa, að banamein þeirra hefði verið Netanyahu. Vilja bóluselja við lifrarbólgu BELGÍSKIR læknar hafa hvatt til allsheijar- bólusetningar við lifrarbólgu B og segja þeir, að það sé ódýrari kostur en að meðhöndla þá, sem sýkjast. Lifrarbólguveiran er önnur helsta ástæðan fyrir krabbameini nú á dögum á eftir reykingum að þvi er fram kemur í Keuters-frétt. I grein, sem belgíski læknirinn Pierre van Damme og samstarfsmenn hans skrifa í Breska læknablaðið, segja þeir, að þótt bóluefni við lifrarbólgu B hafi verið til í tíu ár sé það óvíða notað í almennri bólusetningu. Sé hún almennt ekki talin svara kostnaði en van Damme er á öðru máli. Talið er að þriðjungur mannkyns hafi smitast af veirunni. Engin ákvörðun hér Haraldur Briem smitsjúkdómafræðingur sagði í viðtali við Morgunblaðið, að þessi mál væru ávallt til skoðunar hér en ekki hefðu ver- ið teknar neinar ákvarðanir um almenna bólu- setningu barna eins og gert væri sums staðar í Suðaustur-Asíu þar sem sjúkdómurinn væri hvað algengastur. Talið væri, að hér smitaðist einn af hverju þúsundi en gangurinn væri sá, að langflestir læknuðust sjálfkrafa en 1-5% fengju skorpulifur eða krabbamein. Haraldur sagði, að um 1990 hefði verið lifrar- bólgu B-faraldur meðal eiturlyfjaneytenda hér á landi en nú væri lifrarbólga C viðvarandi í þeim hópi. Yrði hún að varanlegum sjúkdómi í 75% tilfella og við henni væri ekkert lyf til. ■ Veira í beijum/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.