Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sig. Fannar. HANS, Peter og Sigfried á fullu við að svara áhugasömum út varpsmönnum frá öðrum löndum. Alþjóðleg utvarps- sending frá Islandi Selfossi - Þrír erlendir áhugamenn -- um útvarpssendingar frá mismun- andi löndum voru staddir á Selfossi yfir páskana þar sem þeir sendu út útvarpsmerki á stuttbylgju um allan heim. Mennirnir koma frá Þýskalandi og segja þeir þetta uppátæki sitt koma til vegna sér- stöðu íslands í heiminum. „Við er- um hluti af hópi nokkur þúsund áhugamanna sem safna útvarps- sendingum frá öðrum löndum," segja Þjóðveijarnir. Hér á landi eru ekki margir sem stunda þess iðju og þess vegna töldu þeir að það myndi vekja athygli á meðal ann- arra áhugamanna ef sendingar þeirra bærust frá Islandi. Þeir félagarnir voru á íslandi yfir páskana, gistu í Gesthúsum á Selfossi og létu vel af dvöl sinni. „Við erum fyrst og fremst komnir hingað til þess að stunda áhuga- mál okkar en okkur líst þannig á aðstæður að við viljum endilega koma aftur og vinna að stærri verkefnum hér á landi.“ Útvarps- mennirnir sögðust hafa haft mikið fyrir því að koma upp búnaði sínum á tjaldsvæðinu á Selfossi. í búnað- inum eru tvö 10 metra loftnet, tölv- ur og útvarpsmagnari. Þeir segjast hafa öll tilskilin leyfi til útvarps- sendinganna, svo fremi sem þær séu á áður ákveðinni útvarps- bylgjutíðni. X. HANS, Peter og Sigfried við útvarpsloftnetin sem þeir settu upp á Selfossi. Þjóðveijamir höfðu ekki miklar áhyggjur af búnaði sínum, vonuðust til þess að vetrarvindamir væm hættir að blása en brá heldur í brún þegar blaðamaður sagði þeim frá veðráttunni síðustu páska, þegar páskahretið setti allt í kaf hér á Suðurlandi. * I fótspor feðranna Vaðbrekku, Jökuldal - Orri Hrafnkelsson trésmiður á Egils- stöðum ákvað nú á vordögum að ganga sömu leið og afi hans, Elias Jónsson, gekk fyrir níutíu árum. Orri gekk frá Aðalbóli í Hrafn- kelsdal níutíu og sex kílómetra leið útí Torfastaði í Hlíð. Elías gekk þessa leið á vordögum fyr- ir níutíu árum vegna þess að hann var að festa kaup á jörð- inni Torfastöðum vorið 1907 en Elías flutti frá Aðalbóli útí Tor- fastaði á því ári. Tildrög þess að Elías flutti frá Aðalbóli voru þau að einhver krankleiki var í krökkum hans og læknir ráð- lagði Elíasi að flytja með krakk- ana að sjó. Orri lagði af stað frá Aðalbóli klukkan fjögur að morgni ásamt Ardísi dóttur sinni er gekk af stað með föður sínum áleiðis eða út í Hákonarstaði um þrjátíu kíló- metra en þar skildi með þeim er ellin sigraði æskuna. Frá Hall- geirsstöðum síðustu tíu-tólf kíló- metrana gekk eiginkona hans, Valgerður Valdimarsdóttir, með honum, „skemmtilega kvöld- göngu“. Orri, sem er 58 ára, gekk þessa 96 kilómetra leið á 16 klukkutím- Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ORRI Hrafnkelsson á göngu í spor feðranna við Staðará er rennur við bæinn Hofteig á Jökulal en þar hafði hann lokið um 60 kílómetrum af göngunni. um en hann stansaði þrisvar á leiðinni; á Hákonarstöðum, Skjöldólfsstöðum og að síðustu á Hallgeirsstöðum. Orri var kom- inn í Torfastaði korter fyrir tólf um kvöldið. Orri sagðist vera í þokkalegri æfingu miðað við nútímafólk og nokkuð vel hefði gengið en hann hafi verið orðinn dálítið þreyttur síðasta kafla leiðarinnar. Orri fékk gott veður fyrstu 70-80 kílómetra göngunnar en þá gerði vestnorðvestan strekking, sex til sjö vindstig, er blés á hlið honum og gerði það gönguna erfiðari um tíma. Orri segist hafa farið að spá í þessa gönguferð fyrir nokkrum árum því hann hafi vitað að Elías afi hans hafi gengið þessa leið á útmánuðum árið 1907 og nú látið slag standa er níutíu ár voru lið- in frá því afi hans gekk þessa sömu leið. Gönguleiði var þokkalegt þótt gengið væri eftir veginum en Orra fannst hann nokkuð harður með köflum og reyndi að ganga meðfram honum en það var ekki gott heldur þvi það markaði nokkuð í snjóinn og Orri var á strigaskóm. Ohætt er að fullyrða að Orri hafi verið betur skóaður en afi hans Elías fyrir níutíu árum en Elías mun hafa gengið þessa leið á sauðskinnsskóm. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir DJASSAÐ með Árna ísleifs. Söngkona er Margrét Lára Þórarinsdóttir. Samfelldur djass í 6 vikur Egilsstöðum - Haldið var djass- kynningarkvöld í Pizza 67 á Egilsstöðum fyrir skömmu. Til- efnið var að auk Pizza 67 munu Café Nielsen, Ormurinn og Hót- el Valaskjálf bjóða til skiptis upp á djass á hveiju kvöldi í sex vik- ur næsta sumar. Auk þess mun Egils öl styrkja þetta verkefni. Það er frumkvöðull djassins á Egilsstöðum, Árni ísleifs, sem skipuleggur tónlistarflutning- inn en hann mun nú standa fyr- ir Djasshátíð Egilsstaða í 10. sinn nú í lok júní. Morgunblaðið/Silli FRAMKVÆMDASTJÓRINN Norman Dennis kynnir sjúkrahúsfatnað. Eigendaskipti á Prýði hf. á Húsavik Húsavík - Saumastofan Prýði hf. á Húsavík var stofnað 1973 sem al- menningshlutafélag og var Húsa- víkurbær þá stærsti hluthafinn. Framleiðsla félagins hefur verið margbreytileg en fyrst voru aðal- lega unnar flíkur úr ullarefnum bæði fyrir innlendan og erlenda markað. Auk þess hefur verið á vegum félagsins rekin viðgerðar- þjónusta á fatnaði fyrir almenning. Reksturinn gekk vel lengi framan af eða þar til erlendi markaðurinn brást og þá eignaðist Húsavíkurbær fyrirtækið að mestu og starfsmönn- um fækkaði. Fyrir nokkru auglýsti bærinn svo fyrirtækið til sölu og var kaupandinn að því þrjár konur á Húsavík þær Auður Gunnarsdótt- ir, Sigrún Ingvarsdóttir og Janice Dennis. Stór þáttur í framleiðslunni nú síðustu árin hefur verið saumaskap- ur á fatnaði, sérhannaður fyrir sjúkrahús. Konurnar hyggjast auka þá framleiðslu sem líkað hefur vel jafnframt því að afla fyrirtækinu nýrra verkefna. Norman Dennis hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Fyrirtækið er til húsa á sama stað. Nýr námsmöguleiki hjá Framhaldsskólanum í Eyjum Boðið upp á fjarnám í Kennaraháskólanum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HÓPURINN sem er að hefja námið í Eyjum ásamt forsvarsmönn um Kennaraháskólans og Framhaldsskólans í Eyjum. Vestmannaeyjum - Fyrir skömmu hófst í Framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum nám í uppeldis- og kennslufræðum en náminu er stjórnað frá Kennaraháskóla Is- lands. Þetta er Qamám að hluta með tölvusambandi en einnig koma kennarar til Eyja og eins er ráð- gert að nemendurnir fari til náms í Reykjavík fjórum til fímm sinnum meðan á náminu stendur. Fram- haldsskólnn í Eyjum leggur til hús- næði fyrir námið og nemendurnir hafa aðgang að þeim búnaði sem í skólanum er. Við setningu námsins fluttu ávörp Ólafur Proppé, aðstoðarrekt- or Kennaraháskólans, Gunnar Árnason, lektor, en hann hefur yfir- umsjón með náminu, Ólafur Hreinn Siguijónsson, skólameistari Fram- haldsskólans í Eyjum, og Árni John- sen, alþingismaður. í máli þeirra kom fram að nám með þeim hætti sem hér um ræðir er sífellt að verða algengara í dag og víða um land eru hópar í námi sem stjómað er frá Kennaraháskólanum. 20 nemendur eru í Eyjum og þar af eru nokkrir starfandi kenn- arar við Framhaldsskólann en annars koma námsmennirnir úr ýmsum greinum, því einungis er miðað við að þeir sem hefja nám í uppeldis- og kennslufræðunum séu búnir að læra sína sérgrein, en ekki er þörf á að það nám sé á háskólastigi. Boðið var upp á sams konar nám í Eyjum árin 1988 til 1989 og gafst það mjög vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.