Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Síðustu handritin úr Konungsbók- hlöðu komin heim ÞAÐ var heldur kalt og hryssings- legt veður þegar síðustu handritin sem Danir afhenda íslendingum úr Konungsbókhlöðu í Kaup- mannahöfn komu til landsins með Brúarfossi Eimskipafélags ís- lands í gær en liðin eru 26 ár síð- an fyrstu handritin komu til landsins með dönsku varðskipi. Raunar hafa reglulegar handrita- sendingar þó ekki staðið yfir nema tæp 24 ár því að vorið 1971 komu aðeins þau tvö handrit sem voru nefnd sérstaklega í dönsku handritalögunum og reglulegar sendingar hófust ekki fyrr en sumarið 1973. Á sautjánda hundr- að handrita verður afhent úr safni Áma Magnússonar auk um það bil tólf hundruð fornbréfa og fimm þúsund fornbréfaupp- skrifta. Handritin í sjúkrastofu skipsins Stefán Karlsson, forstöðumað- ur Stofnunar Árna Magnússonar, tók við handritunum úr hendi Nikulásar Halldórssonar í Sunda- höfn en þeim hafði verið pakkað vel og vandlega í tuttugu böggia sem geymdir voru í sjúkrastofu skipsins. Nikulás sagði i samtali við blaðamann að handritanna hefði verið vel gætt enda um dýrmætan farm að ræða. „Áður en við feng- um handritin í hendurnar kom sendinefnd frá Konungsbókhlöð- unni í heimsókn i skipið og kann- aði aðstæður. Ég held þeir hafi þó einkum viljað ganga úr skugga um að áhöfninni væri treystandi fyrir þessum gersemum. Siðan stóð til að innsigla herbergið sem þau voru geymd í en ekkert varð úr því. Ég var sá eini sem hafði lykil að herberginu og enginn fór þar inn á leiðinni." Bögglarnir tuttugu voru með mestu varúð bornir úr sjúkrastof- unni og settir í körfu sem svo var hífð í land. Þar tók lögreglan við bögglunum og flutti í Stofnun Árna Magnússonar í Árnagarði. Fyrsti böggullinn sem opnaður var innihélt meðal annars elsta handritið í þessari sendingu, messudagarím frá öndverðri fjórtándu öld með ártíðum ýmissa Vestfirðinga og einnig Sturlunga og Oddaveija. Einnig voru þar eiginhandarrit Bjarna Thorarens- en og Jónasar Hallgrímssonar. Meðal annarra handrita í þessari sendingu eru lögbókarhandrit, það elsta frá sextándu öld, og tvö grallarahandrit frá því um 1600. Meðal yngri handrita eru upp- skriftir af kvæðabók Ólafs Jóns- sonar á Söndum, ævisögu Jóns Indíafara og Sorgarreisu séra Ólafs Egilssonar sem var hertek- inn í Tyrkjaráninu 1627 en látinn laus árið eftir. í sendingunni er einnig bókmenntasaga Jóns Ólafssonar úr Grunnavík og bréfasafn Jóns Árnasonar þjóð- sagnasafnara í 39 öskjum. Stórkostlegur hlutur Stefán segir að fáar sendingar hafi verið jafnstórar og þessi því yfirleitt hafi einungis þijú eða fjögur handrit komið í einu. Að- spurður hvaða merkingu heim- koma handritanna hefði í hans huga sagði Stefán að þau hefðu verið mikil lyftistöng fyrir þá starfsemi sem rækt er í Stofnun Morgunblaðið/Þorkell STEFÁN Karlsson, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, tók við síðustu handritunum, sem komu til Iandsins úr Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn, í gær. MYND af krossfestingunni aftast í elsta handritinu sem barst að þessu sinni sem er messudagarím frá öndverðri 14. öld með ártíðum ýmissa Vestfirðinga og einnig Sturlunga og Oddaveija. Árna Magnússonar, að sinna rannsóknum á sögu, bókmenntum og tungu þjóðarinnar og gera það einkanlega á grundvelli frum- gagna sem eru öðru fremur hand- ritin. „En það var Hka stór þáttur í sjálfstæðisbaráttu okkar að fá handritin heim. Tilfinningin er ekki alveg sú sama nú og þegar fyrstu handritin voru að koma og menn sem lifðu síðasta skeið sjálf- stæðisbaráttunnar tóku á móti þeim. En þessi afhending Dana á handritunum er af þeirra hálfu stórkostlegur hlutur sem varla nokkur önnur þjóð hefði gert með sama hætti og þeir hafa gert. Og það þótt þeir hafi ekki látið okkur hafa allt.“ Stefán segir að stofnunin sé vel í stakk búin til að taka við handrit- unum. „Það er vel að okkur búið hérna en auðvitað væri gott að geta búið enn betur; það er að verða ansi þröngt um okkur og þar að auki myndum við vilja hafa meira fé til ráðstöfunar, bæði til myndagerðar eftir hand- ritunum og til útgáfu." í vor og sumar eru síðustu handritin væntanleg úr Árnasafni í Kaupmannahöfn en gert er ráð fyrir því að afhendingunni ljúki formlega að morgni fimmtudags- ins 19. júní við setningu tveggja daga málþings um handrit. A málþingið hefur stofnunin boðið um fimmtiu Dönum sem hafa eitt- hvað haft með rannsóknir á hand- ritunum að gera. Blóðugir fingur, illa lyktandi tær Hópur tilvonandi útskriftamema frá The Bristol Old Vic Theatre School á Englandi sýnir leikritið Northern Lights eftir Frederick Harrison í Þjóðleikhúskjallaranum næstu þrjú kvöld. Orri Páll Ormarsson stakk við stafni í kjallaranum og hitti Gunnar Sigurðsson leikstjóra og fólk hans að máli. SÚ VAR tíð að breskar stúlkur hleyptu heimdrag- anum og hófu störf í ís- lenskum fiystihúsum. Vistin í fásinninu var hins vegar oft og tíðum enginn dans á rósum og ósjaldan voru taugarnar þandar til hins ýtrasta. Undir þeim kring- umstæðum voru þolinmæði og sjálfsagi kærkomnar dyggðir, svo ekki sé minnst á sanna vináttu. Saga þriggja slíkra stúlkna er sögð í leikriti Bretans Fredericks Harrisons, Northern Lights, sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúskjall- aranum í kvöld. Að sýningunni standa tilvonandi útskriftamemar frá The Bristol Old Vic Theatre School á Englandi með Gunnar Sigurðsson leikstjóra ! broddi fylk- ingar. Tvær aðrar sýningar eru fyrirhugaðar, á morgun og laugar- dag, en ekki er loku fyrir það skot- ið að efnt verði til aukasýningar á sunnudagskvöld. Verkið verður frumsýnt ytra í næsta mánuði. Hluti af lokaprófi Gunnars við The Bristol Old Vic Theatre School er að setja á svið leikrit en braut- skráning hans verður í júlí næst- komandi. Kveðst hann öðru fremur hafa valið Northern Lights vegna tengslanna við ísland. „Harrison skrifaði verkið sér- staklega fyrir farandleikhópinn Hull Truck Theatre Company fyrir um það bil áratug. Um það leyti var fjöldinn allur af breskum stelp- um að vinna í fiski á Vestfjörðum og Harrison ákvað að skella sér hingað og sjá hvemig lífi þeirra væri háttað. Bar hann niður á Suðureyri við Súgandafjörð, þar sem hann eyddi þremur vikum í að kanna staðhætti og taka viðtöl. Northern Lights er afrakstur þess- arar ferðar. Þetta er raunsönn lýs- ing á iífí þessara stúlkna — þær komu með fullt af vandamálum með sér,“ segir Gunnar sem veit hvað hann syngur — var á sínum tíma bæði á vertíð á Suðureyri við Súgandafjörð og á Tálknafirði. ísaðar gellur Hull Truck Theatre Company sýndi verkið víðsvegar um Bretland á ofanverðum síðasta áratug og Morgunblaðið/Golli TRACEY (Mali Harries) og Jenny (Phoebe McEnery Beacham) bregða á leik í verbúðinni. féll það, að sögn Gunnars, í fijóa jörð, bæði hjá gagnrýnendum og almenningi. Um svipað leyti var þýdd útgáfa verksins, ísaðar gell- ur, sýnt hér á landi á vegum Al- þýðuleikhússins í leikstjórn Hávars Siguijónssonar. Átti sú sýning einnig velgengni að fagna. Gunnari var sjálfum falið að velja leikara til þátttöku í sýning- unni og kveðst hann vitaskuld hafa valið „ijómann af því liði sem út- skrifast í sumar", svo sem hann tekur til orða. Fimm hlutverk eru í sýningunni. Stúlkumar þijár eru leiknar af Mali Harries, Belinda Kelly og Phoebe McEnery Beac- ham. ísraelsmaðurinn Oded Fehr fer með hlutverk íslensks frysti- hússverkstjóra og Barry Satchwell Smith leikur breskan diplómat en svo skemmtilega vildi til að sessu- nautur hans í flugvélinni á leið til landsins var einmitt breski sendi- herrann á íslandi. Hefur hann, að sögn Smiths, hug á að mæta á sýninguna. Æfíngar hófust í Bristol í febrú- ar og segir leikstjórinn að margvís- leg vandamál hafi komið upp í fyrstu. „Leikararnir áttu erfitt með að setja sig í spor persónanna í verkinu og þótti textinn skjóta skökku við á köflum: „Svona talar ekki nokkur maður,“ sögðu þau. Ég var auðvitað á öðru máli og ákvað því að leita leiða til að fara með hópinn til íslands svo hann gæti kynnst þessum heimi frá fyrstu hendi.“ Rófan gekk og fyrir rúmum tveimur vikum var hópurinn kom- inn til Tálknafjarðar. Þar dvaldist hann í fáeina daga við æfingar og var tekið með kostum og kynjum, að því er allir vilja koma á fram- færi. Fóru leikararnir meðal annars í starfskynningu í frystihúsið og fengu meira að segja að taka til hendinni. „Það var mikil upplifun," ljúka þeir sundur einum munni. Mikil lífsreynsla Til að launa Tálknfirðingum gestrisnina afréð hópurinn að sýna eina sýningu vestra. „Þá fyrst rann upp fyrir þeim ljós,“ segir Gunnar um hina bresku félaga sína. „Text- inn hlaut að vera raunsær, því það skildu hann allir í salnum — jafn- vel þótt þeir skildu ekki ensku.“ „Dvölin á Tálknafirði var mikil lífsreynsla," segir Phoebe McEnery Beacham og Belinda Kelly bætir við að eftir hana hafi þau sannar- lega séð Northern Lights í nýju ljósi. „Það hjálpaði okkur mikið að fá tækifæri til að kynna okkur sögusvið leikritsins og ræða við fólkið á staðnum." Fimmmenningarnir gera góðan róm að dvöl sinni á íslandi — hér sé gott að vera. Þótt ótrúlegt megi virðast hafi veðrið hins vegar kom- ið þeim í opna skjöldu en Gunnar mun víst hafa haldið því fram að hér um slóðir voraði um svipað leyti og á Bretlandseyjum. „Við hefðum svo sem átt að geta sagt okkur að það væri ekki alveg sannleikanum samkvæmt," segir Mali Harries. „Það var reyndar blíðskaparveður þegar við komum til landsins en við vorum ekki fyrr komin vestur en á skall stórhríð." Þrátt fyrir þetta fullyrða þau að veðráttan hafi ekki slegið þau út af laginu — nema síður sé. Há- punktur dvalarinnar til þessa hafi hins vegar verið er þau sáu norður- ljósin fyrir vestan. „Norðurljósin voru ótrúleg og með því tilkomu- mesta sem ég hef augum litið," segir Fehr og félagar hans taka í sama streng. „Þetta var í fyrsta og eina skipti frá því ég kynntist þeim sem þau hafa verið orðlaus — öll sem eitt,“ segir Gunnar leik- stjóri og brosir í kampinn. Sérstakur gestur í sýningunni í Þjóðleikhúskjallaranum verður Bubbi Morthens sem flytja mun lög sín, eitt af öðru eftir því sem sög- unni vindur fram. „Þegar ég ákvað að koma heim með sýninguna þótti mér strax tilvalið að leita á náðir Bubba enda falla fjölmargir textar hans einstaklega vel að þessu verki,“ segir Gunnar en Bubbi hef- ur samið lag, ísaðar gellur, sérstak- lega af þessu tilefni og verður það frumflutt á sýningunni í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.