Morgunblaðið - 10.04.1997, Side 21

Morgunblaðið - 10.04.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 21 __________ERLENT__________ Japanir deila um styrj aldar söguna Tókýó. Reuter. NYTT skólaár hófst í Japan á mánudag og eins og stundum áður eru strax komnar upp deilur um útlistun sögubókanna á þátttöku eða framferði Japana í síðari heims- styrjöld. Nú snúast þær um það, sem segir um konumar, kynlífs- þrælana, sem neyddar voru til fylgi- lags við japanska hermenn. Sagnfræðingar telja, að japanski herinn hafi þrælkað um 200.000 asískar konur með þessum hætti en samt er um það deilt hvort þær hafi í raun verið neyddar til að vinna á vændishúsunum. Hefur þessi deila einnig vakið upp spumingar um ímynd Japana, stöðu þeirra meðal annarra Asíuþjóða og hvernig stefna ríkisins í varnar- og utanrík- ismálum er mótuð. Vilja nýjan söguskilning Japanir hneyksluðu mjög ná- grannaríki sín, Kína, Suður-Kóreu og fleiri, árið 1982 þegar ekki var talað um innrás þeirra í þessi lönd í síðari heimsstyrjöld, heldur aðeins um „framsókn", en nú finnst jap- önskum hægrimönnum of langt gengið í frásögnum af framferði jap- anska hersins. Segja þeir, að sögu- skilningurinn sé farinn að einkennast af „sjálfspyntingarhvöt", sem marx- ískir fræðimenn hafi kynt undir ára- tugum saman. Finnst þeim sem föð- urlandsást sé orðið að skammaryrði og undirlægjuhátturinn svo mikill, að þjóðin geti ekki lengur rætt sín öryggismál af ótta við að móðga Kínveija og Kóreumenn. Ftjálslyndir menn og vinstrisinn- ar segja aftur á móti, að gangist Japanir ekki við fortiðinni, muni þeir annaðhvort endurtaka sín fyrri afglöp eða verða eins konar útlagar í samfélagi Asíuríkjanna. Japanskir þjóðemissinnar segja, að engar sannanir séu fyrir því, að konurnar hafi verið þvingaðar til fylgilags við hermennina og halda því fram, að verði því haldið að 13 til 15 ára gömlum nemendum, muni margir þeirra fara að skamm- ast sín fyrir þjóðernið. Siðferðilegt svarthol Hægrisinnaðir fræðimenn í Jap- an vilja beita sér fyrir ritun nýrra sögubóka þar sem þjóðarstoltið fái að njóta sín en rithöfundurinn Naoki Inose, sem hefur skrifað mikið um sögu Japans á þessari öld, segir, að hvorki fijálslyndir menn sé hægrimenn komi auga á það, sem mestu skiptir. „Þeir átta sig ekki á samheng- inu, sem er á milli stjómmálakerfis- ins fyrir stríð, sem leiddi til atburð- anna í styijöldinni, og ríkisstjórn- anna eftir stríð, sem vilja oft ekki kannast við neina ábyrgð. Hér er um að ræða pólitískt svarthol í miðju stjómkerfinu, sem veitir enga leiðsögn hvað varðar siðferðileg gildi. Það leiddi til þess, jafnt fyrir stríð sem eftir, að meira eða minna sjálfstæðar stofnanir, herinn á stríðsárunum og ráðuneytin nú á dögum, fóru og fara sínu eigin fram án tillits til annarra," segir Inose. Kynning í Söru í dag og á morgun frá kl. 13.00-18.00 $ara Bankastræti 8, s. 551 3140 SVALADRYKKU HÚÐARINNAR ESTEE LAUDER 100% Time Release Moisturizer with BioMineral Water Sannkallaður svaladrykkur fyrir húðina, einstök rakagæf blanda sem tryggir húðinni lífræna vatnslausn í allt að 12 stundir. Lausnin er styrkt með rúmlega 70 steinefnum og auðveldar húðinni að taka í sig raka og binda hann. Olíulaust. Hressir upp á húðina, hún verður ótrúlega mjúk og svöl. Tryggir varanlega vellíðan. Fálð ykkur 100% Time Release Moisturizer frá Estée Lauder strax í dag, nú dugar ekkert minna. Verð kr. 3.150. Með 100% Time Release Moisturizer fylgir: Fruition Extra 6 ml Pure Velvet Mascara 5 ml Estée Lauder pleasures 4 ml spray Estée Lauder snyrtitaska Mc Gordon Gallabuxur 1 stk. 1.980 á 2 stk. 2.980 ■ Vinnuskyrtur ffjií Flispeysur DRESS MANN Ath Sendum i póstkrófu. Grænt númer 800-5730. Simi 562-9730. Fax 562-9731 LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.