Morgunblaðið - 10.04.1997, Page 41

Morgunblaðið - 10.04.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 41 AÐSENDAR GREINAR Nýgræðingar í flórunni DAGANA 21. og 22. febrúar 1997 stóð Félag garðyrkju- manna fyrir ráðstefnu um innflutning plantna. Yfirskrift ráð- stefnunnar var Ný- græðingar í flórunni - Innfluttar plöntur; saga, áhrif, framtíð. Ráðstefnan var haldin í húsi Ferðafélags ís- lands að Mörkinni 6 í Reykjavík og hana sóttu um 200 manns. Fyrirlesarar á ráð- stefnunni komu víða að. Rúmlega 20 sér- fræðingar af öllum sviðum græna geirans fluttu erindi um áhrif innflutnings plantna á gróðurfar og náttúru íslands. Við- horf fyrirlesaranna til ræktunar og innflutnings á plöntum voru greini- lega ólík og þeir virtust ekki sam- mála um leiðir að sameiginlegu markmiði allra þeirra sem vinna að ræktun: Að klæða landið gróðri. Menn eru ekki á einu máli um það hvaða plöntur á að telja til ís- lensku flórunnar. Á eingöngu að horfa til þeirra plantna sem vaxa hér villtar og hafa gert frá því síð- ustu ísöld lauk? A að telja þær plöntur íslenskar sem hafa þrifist hér í nokkrar kynslóðir, þ.e. hafa náð að fjölga sér með fræi hér á landi og afkvæmin komist á legg? Á kannski að telja til flórunnar all- ar þær plöntur sem einhvern tímann hafa þrifist hér á landi? Ljóst er þó að flóra landsins hefur tekið stakkaskiptum á síðustu öldum og þær breytingar eiga eftir að halda áfram. Spurningin er því: Hvaða sess viljum við láta þessa nýgræðinga fá í íslensku flórunni? Innflutningur á plöntum hófst að ein- hverju marki fyrir um 100 árum. Fram að því hafði eitthvað verið flutt til landsins af plöntum og fræjum en sá innflutningur var ómarkviss. Skipakom- ur voru óreglulegar og íbúar landsins höfðu takmarkaða trú á því að plöntur gætu þrifist í þessu harðbýla landi. Almenningur hafði nóg með það að hafa í sig og á og því voru það frekar efnameiri menn sem lögðu út í gróðurtilraun- ir. Frá síðustu aldamótum hefur innflutningur verið mikill og er nú talið að um 10.000 plöntutegundir og yrki séu til í landinu. Plöntur hafa mismikla aðlögun- arhæfileika. Það kemur í ljós þegar þær eru fluttar úr sínu upprunalega umhverfi og í rysjótt veðurfar eins og á íslandi. Miklir aðlögunarhæfi- leikar eru hins vegar ekki alltaf af hinu góða. Misjafn er sauður í mörgu fé og við íslendingar slepp- um ekki við svörtu sauðina frekar en aðrar þjóðir. Kynnt var þumal- fingursregla sem segir að af 10.000 plöntutegundum og yrkjum í land- inu geti 10 hugsanlega farið úr böndunum og orðið að plágu. Við ættum að læra af reynslu annarra þjóða í þessum efnum en margar Stjómvöld þurfa að setja fram langtímastefnu, segir Guðríður Helga- dóttir, í svokölluðum grænum málefnum. þjóðir hafa komið sér upp listum yfir hættulegar tegundir og tak- marka dreifingu þeirra í löndum sínum. í Danmörku er tröllahvönn á bannlista en hún sáir sér gríðar- lega og hefur auk þess eiturefni í plöntusafa sínum. Á Bretlandseyj- um hefur ákveðin lyngrósategund, Rhododendron ponticum, náð svo mikilli útbreiðslu að hætta er á að hún færi náttúruleg gróðurlendi í kaf. Hafa landsmenn þar orðið að grípa til róttækra ráðstafana til að uppræta hana en ekki^ sér fyrir endann á þeirri vinnu. Á íslandi eru nú þegar nokkrar tegundir sem hugsanlega gætu orðið að vanda- máli í framtíðinni. Okkur ber því að sýna aðgát og fyrirhyggju við innflutning og dreifingu nýrra plantna. Innflutningi geta fylgt meindýr og sjúkdómar sem ekki eru fyrir í landinu. Skaðvaldar í gróðri eru sem betur fer af skornum skammti á íslandi og viljum við gjarnan halda því þannig. Innfluttir skaðvaldar eiga sér sjaldnast náttúrulega óvini hér á landi og valda því mun meira tjóni en þeir gera í heimalandinu. Við verðum því að hafa reglur um innflutning á plöntuefni og gott Guðríður Helgadóttir eftirlit með innflutningnum. Furu- lúsin og sitkalúsin eru dæmi um innflutta skaðvalda, þær komu hingað til lands með innfluttum plöntum og hafa valdið miklum usla. Kynnt voru ný lög um yrkisrétt sem hafa það að markmiði að vernda rétt þeirra sem búa til ný yrki. Yrki eru plöntuklónar sem ræktaðir eru vegna sérstakra eigin- leika sinna, s.s. blómlitar eða hæð- ar. íslenskir garðyrkjumenn hafa fjölgað erlendum yrkjum án þess að greiða fyrir það tilskilin gjöld en vonandi dettur sú siðlausa starf- semi upp fyrir með tilkomu þessara laga. Þegar plöntur koma til landsins er það góð og gild regla að gefa þeim íslenskt heiti. Vegna þess hve innflutningurinn er ómarkviss eru hugsanlega margir aðilar að fiytja inn sömu plöntutegund og hver og einn gefur henni íslenskt nafn. Sama plantan gengur því undir mörgum nöfnum og veldur það oft á tíðum miklum ruglingi. Hlutverk áhugamanna í ræktun er stórt. Áhugi almennings á garð- rækt fer vaxandi, æ fleiri eiga garða og sumarbústaðir spretta upp eins og gorkúlur um allar sveitir. Fólk sem á sumarbústaði á rýru eða lítt grónu landi vill gjarnan fá plöntur sem geta sáð sér út og bætt þann- ig landgæðin. Það skapar hættu á útbreiðslu óæskilegra plantna. Áhugamenn búa oft yfir gríðarlegri þekkingu á því hvaða plöntur þríf- ast á viðkomandi svæði og geta miðlað þeim fróðleik til annarra ræktenda. Áhugi almennings tak- markast þó ekki eingöngu við garð- rækt. í landinu eru starfandi áhuga- mannahópar sem hafa iandvernd að markmiði sínu og eru þessir hópar í örum vexti. Innflutningur á plöntuafurðum, þ.e. grænmeti, ávöxtum og afskorn- um blómum, er í beinni samkeppni við innlenda framleiðslu. Fram- leiðslukostnaður á innlendri vöru er mun hærri en á sambærilegri erlendri vöru, þrátt fyrir allan jarð- Forsetasoimrinn FYRIR jólin kom út bókin „Berlínar-blús“ með undirtitlinum „Is- lenskir meðreiðarsveinar og fórnarlömb þýskra nasista.“ Tilefni þessarar grein- ar er ritdómur sem birt- ist um hana í menn- ingarpistli DV 11. des. s. 1. Að vonum fær Björn Sv. Björnsson sinn skerf í bókinni en hann gekk til liðs við Þjóðveija í styrjöldinni. Höfundur bókarinnar Ásgeir Guðmundsson hefur víða leitað fanga og mun gagnasöfnun hans í skjalasöfnum vitt og breitt um heimsbyggðina hafa staðið yfir í 5 ár eða næstum eins lengi og heimsstyrjöldin síð- ari. En hvort sem vegmóðum leitar- manninum líkar betur eða verr verður hann að játa að ekkert hafi fundist sem bendli forsetasoninn við óhæfuverk. Þetta eru gleðileg tíðindi fyrir þjóðina en ég á bágt með að trúa að þau komi nokkrum þeim á óvart sem kynnst hafa Birni. Ég átti því láni að fagna að vera samstarfsmaður hans um nokkurt skeið. Reyndar ekki í heimsstyij- öldinni, enda var ég þá ekki fædd- ur, heldur við Vélskóla íslands en þar lauk Björn starfsævi sinni. í bók Ásgeirs kemur fram að Björn gekk aldrei í Nasistaflokkinn en þeir Hrafn og Illugi gera því skóna í bók sinni „íslenskir nas- istar“ sem kom út fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir að bókin kveði í raun upp mjög jákvæðan dóm um þátttöku Björns í styijöldinni þykir bókmenntafræðingnum Ármanni Daníel Sigurðsson Jakobssyni við hæfi að láta eftirfarandi orð falla í mennin- garpistli DV: „Saga Bjarnar Sv. Björnssonar er sorg- arsaga, ekki aðeins hans heldur líka ís- lensku þjóðarinnar. Það er þjóðarskömm að sonur forseta þessa nýja lýðveldis skyldi vinna ofbeld- isverk í þágu nas- ista. En með þessu verður þjóðin að lifa og draga þann lær- dóm að við erum ekki endilega heilagri en aðrir.“ Skrif þessi eru í senn ósanngjörn og skammarleg. Þegar menningar- skríbentinn vegur að nær níræðum öldungnum með stílvopni úr laun- sátri má hann vita að fátt muni verða um varnir hjá fyrrum ungum og hraustum hermanninum. Björn hafði verið búsettur í Þýsicalandi um árabil er hann bauð sig fram til herþjónustu skömmu eftir innrás Þjóðveija í Rússland sumarið 1941. Ekkert staðfast hafði þá komið fram er bendlaði Þjóðveija við óhæfuverk. ísland var þá hersetið af Bandamönnum. Björn verður því ekki sakaður um landráð nema síður sé. Hann gekk ekki í rangan her hvað það varðar. Hundruð þúsunda erlendra sjálf- boðaliða gengu til liðs við her Hitl- ers, þar af mikill fjöldi frá Norður- löndunum. í þessu samhengi er rétt að geta þess að það voru Rúss- ar sem fyrstir stórveldanna réðust inn í Skandinavíu er þeir réðust á Finna 30. nóvember 1939. Það er löngu upplýst að það voru ekki hin- Saga Björns Sv. Björns- sonar er engin sorgar- saga, segir Daníel Sig- urðsson, heldur einfald- lega saga mannrauna. ar eiginlegu hersveitir sem unnu hin alræmdu óhæfuverk nasista heldur hinar svonefndu sérsveitir (Sondereinheiten) sem komu á eftir þýsku heijunum og unnu óhæfu- verkin í kyrrþey. Þrátt fyrir að styijöldin þróaðist út í ótrúlega vil- limennsku á báða bóga tekst for- setasyninum að varðveita sinn betri mann og haida haus í blóðbaðinu. Hann gerir sig ekki sekan um ódæði af neinu tagi. Upplýsingar um feril hans í styijöldinni hníga ótvírætt í þá átt að þrátt fyrir her- mannsbúninginn hafi valmenni en ekki varmenni verið á ferð. Seinni hluta stríðsins starfaði Björn sem yfirmaður stríðsfrétta- ritaradeildar Þjóðveija í Danmörku. í september 1944 er honum fyrir- skipað af þýskum yfirboðurum sín- um að skunda í danska ríkisútvarp- ið og gerast yfirmaður þess um tíma en Þjóðvetjar voru þá að herða tökin á þjóðinni enda farnir að ótt- ast innrás Vesturveldanna í Dan- mörku. Björn á vitaskuld ekki ann- arra kosta völ en að hlýða fyrir- skipuninni enda eiðsvarinn. Þetta vandasama verk tekst Birni að leysa án þess að til átaka komi. Saga Björns Sv. Björnssonar er engin sorgarsaga eins og Ármann heldur fram heldur einfaldlega saga mannrauna. Það er fráleitt að halda því fram að þjóðin þurfi að skammast sín fyrir þátttöku forsetasonarins í styijöldinni, miklu fremur getur hún verið stolt yfir hans óflekkaða hermannsferli. Það þarf vonandi ekki að taka það fram að Björn hefur mjög ósennilega haft nokkra hugmynd um voðaverk nasista, frekar en flestir aðrir, fyrr en að styrjöldin var á enda. Aftur á móti fékk hann á austurvígstöðv- unum miklu meira en nasaþef af voðaverkum Stalíns á eigin þegn- um. Ef það er eitthvað sem þjóðin þarf að skammast sín fyrir frá þessum tíma þá er það miklu frem- ur fyrir þá staðreynd að hafa ekki andæft betur en raun ber vitni gegn hernáminu en í stað þess grætt á tá og fíngri á mesta blóð- baði sögunnar. Undanskilin skömminni er þó íslensk sjómanna- stétt sem vann undir skelfilegum kringumstæðum og missti marga sína. Höfundur er kennari við Vélskóla íslands. ORIENT /emiingarúr Fallegt tvílitt stálúr* frá ORIENT Hæfir vel í leik og starfi Vatnsvarið allt að 30 m Verð fir. 11.975 ‘Nikkelfrítt G udurið Álfabakka 16. s. 587 0706. AxeC Eiríksson, úrsmiður, Aðalstræti 22. ísafirði. s. 456 3023. varmann og rafmagnið sem við höfum nóg af. Smæð innlends markaðar og íslenskt veðurfar setja innlendri framleiðslu einnig skorð- ur. Með raflýsingu hefur tekist að lengja ræktunartímann í gróður- húsum þannig að nú skapast störf í ylrækt allt árið í stað árstíðabund- inna starfa áður fyrr. Hljóta garð- yrkjubændur að hafa áhyggjur af væntanlegum stóriðjuframkvæmd- um því ekki er útlit fyrir að raforku- verð til garðyrkjubænda lækki með aukinni stóriðju. Til fróðleiks má geta þess að fyrir hvert starf í stór- iðju þarf þrisvar sinnum meiri orku en fyrir hvert starf í ylrækt. Alþjóðasamningar þeir sem ís- land er aðili að sýna að þjóðir heims eru að vakna til vitundar um nauð- syn þess að mynda heilsteypta stefnu í verndun gróðurfars og nátt- úru. Vaxandi fólksfjöldi á jörðinni verður að haldast í hendur við aukna ræktun á plöntum og betri nýtingu á glöntuafurðunum og verðum við íslendingar að bera sömu byrðar og aðrir í þeim efnum. Niðurstaða þessarar ráðstefnu hlýtur því að vera sú, að nauðsyn- legt er að samræma landnýtingar- áætlanir hinna ýmsu aðila, s.s. land- græðslu, skógræktar, landbúnaðar, o.s.frv. Áður en lagt er af stað í þessar framkvæmdir á skilyrðis- laust að fara fram umhverfismat. Verður það að teljast eðlileg krafa þar sem aukin gróðursetning og innflutningur plantna koma til með að breyta umhverfi okkar og hafa áhrif á það gróður- og dýralíf sem fyrir er í landinu. Stjórnvöld þurfa að setja fram langtímastefnu í grænu málunum svokölluðu og þar þurfa fagaðilar og áhugamenn að geta komið sínum sjónarmiðum að. Stjórn Félags garðyrkjumanna vill þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn og hjálpuðu til við að gera þessa ráðstefnu eins glæsi- lega og raun bar vitni. (« F.h. Félags garðyrkjumanna. Höfundur er ritari í stjórn Félags garðyrkjumanna ogkennir við Garðyrkjuskóla ríkisins. Hún valdi skartgrípi frá Silfurbúðinni (Q) SILFURBÚÐIN vXy Kringlunni 8-12 «Sími 568 9066 - Þarfœröu gjöfina - Glœsileg hnífapör (Q) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfœrðu gjöfina -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.