Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 68
 & C3> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi <Q> NÝHERii MORGVNBLADIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUaCENTRUMAS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Ásdís Eldsneyti úr út- blæstri álvera? MIKIÐ væri unnið með því að nýta vatnsorku í formi eldsneytis fyrir flota landsins og farartæki. Núver- andi tækni gerir þetta kleift ef notað er vetni eða vetni sem umbreytt hefur verið í metanól með koltvíox- íði sem unnið yrði úr andrúmslofti eða afmörkuðum uppsprettum. Þetta kemur fram í grein eftir Frey Sverrisson í Morgunblaðinu í dag og segir Freyr að með þessu væri hægt að spara stóran hluta þess gjaldeyris sem álver skapa og nú er notaður til kaupa á eldsneyti. Hægt að flytja orkuna út Freyr segir að Japanir séu að þróa tækni til að vinna koltvíoxíð úr út- blæstri orkuvera í stórum stíl til blöndunar við vetni svo að gera megi úr auðmeðfarið eldsneyti. Þannig megi „endurvinna" koltvíoxíð enda- laust sem hjálparefni í orkuflutningi. Slík aðferð gæti reynst hagkvæm- ari en áætlun um sæstreng til Evrópu að sögn Freys. Spara mætti kostnað af gerð strengsins og flytja heldur orkuna í formi metanóls um borð í skipum á hvern þann markað sem hæst byði. Einar Guðmundsson verkfræðing- ur, rekstrarstjóri álversins í Straums- vík, segir að í koltvíoxíði og vetni séu öll efni sem eru í metanóli. „Það er án efa hægt að gera þetta en spum- ingin er aðeins sú að finna aðferð til þess að gera þetta á hagkvæman hátt,“ segir Einar. ■ Efkoltvíoxíð/33 Övissa um starf- semi FI ÓVISSA ríkir um fyrirhugaða starfsemi Flugfélags ísiands í kjölfar ákvörðunar Samkeppn- isráðs um ýmis skilyrði fyrir samruna Flugfélags Norður- lands og Flugleiða innanlands. Forráðamenn FÍ íhuga nú stöð- una og segja hana skýrast í næstu viku. Undanfarnar vikur hafa for- ráðamenn félaganna skipulagt nýtt fyrirkomulag innanlands- flugs, ráðnir hafa verið starfs- menn og gengið frá samning- um um leiguflugsverkefni. ■ Biðstaða og óvissa/11 Háspenna í Garðabæ HAUKAR úr Hafnarfirði vörðu íslandsmeistaratitilinn í hand- knattleik kvenna með því að vinna Stjörnuna 26:24 í æsispennandi og tvíframlengdum úrslitaleik I Garðabæ í gærkvöldi. Haukar sigruðu í fyrstu tveim- ur viðureignunum en Sljarnan jafnaði metin og því þurfti odda- leik til að knýja fram úrslit. And- rúmsloftið var rafmagnað í troð- fullu íþróttahúsinu i gærkvöldi enda miklar sviptingar í 80 mínút- ur. Útlitið var ekki bjart hjá Haukum undir lok venjulegs leik- tíma og í fyrri framlengingunni. Harpa Melsteð og Ragnheiður Guðmundsdóttir, fyrirliði Hauka, voru því að vonum kátar þegar sigurinn var í höfn. ■ Stálum ekki/Cl Rafiðnaðarmenn semja við Rafmagnsveitur ríkisins öðru sinni V erkfalli aflýst VINNUVEITENDASAMBANDIÐ, fyrir hönd Rafmagnsveitna ríkisins, og rafiðnaðarmenn hjá RARIK náðu í gærkvöldi samkomulagi um kjarasamning öðru sinni, en fyrri samningur var felldur í atkvæða- greiðslu. Verkfalli rafiðnaðarmanna hjá RARIK, sem hefur staðið í nokkra daga, hefur verið aflýst. Að sögn Þórarins V. Þórarinsson- ar, framkvæmdastjóra VSÍ, voru einkum gerðar breytingar á þremur atriðum frá fyrri samningi. í fyrsta lagi er gengið með nýjum hætti frá færslu ferða- og fata- skiptagjalds inn í dagvinnukaup, en það hafði valdið óánægju hjá rafiðn- aðarmönnum hjá RARIK að fyrir- tækið hefur greitt þessi gjöld út með öðrum hætti en aðrir. I öðru lagi er gerð breyting á færslu bón- usgreiðslna inn í taxtakaup. Lengri gildistími í þriðja lagi var gildistími samn- ingsins lengdur fram í september árið 2000 og áfangahækkun 1. jan- úar árið 2000 ákveðin. Auk þess hækka laun um 4,7% nú þegar, 4% um næstu áramót og 3,5% 1. jan- Samið við starfs- menn Aburðar- verksmiðjunnar úar 1999, eða álíka og í öðrum samningum. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, sagðist mjög sáttur við samninginn. Það hefði verið markmið RSI að vera ekki með lausa samninga á sama tíma og Verkamannasam- bandið og lausn hefði náðst á þeim vandamálum varðandi færslu greiðslna inn í dagvinnukaup, sem menn hefðu séð í fyrri samningnum. Atkvæðagreiðsla í Aburðarverksmiðj u Kjarasamningur tókst í gær milli Vinnuveitendasambandsins __ og stéttarfélaga starfsmanna Áburð- arverksmiðjunnar í Gufunesi. Samningurinn er svipaður öðrum kjarasamningum, sem gerðir hafa verið að undanförnu, og gildir fram í febrúar árið 2000. Áfangahækkanir samkvæmt samningnum eru þær sömu og í samningum, sem gerðir hafa verið að undanförnu, eða 4,7% nú þegar, 4% um næstu áramót og 3,65% um þarnæstu. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmdastjóra VSÍ, er auk þess tilfærsla á milli launaflokka í neðstu flokkunum, þar sem tekið er mið af því, sem gerzt hefur annars staðar. Sameiginleg atkvæðagreiðsla starfsmanna verksmiðjunnar verð- ur um samninginn og verða úrslit tilkynnt 22. apríl. Samið við hárskerasveina Samningaviðræðum VSÍ og flug- freyja var hætt í húsnæði ríkissátta- semjara í gær og nýr fundur ekki boðaður fyrr en á mánudag í næstu viku. Starfsmenn íslenzka álfélags- ins sátu enn á samningafundi í gærkvöldi en ekki hafði náðst árang- ur í viðræðum. í gærkvöldi tókust hins vegar samningar milli Félags hárgreiðslu- og hárskerasveina og Meistarafélags hárskera. Samningurinn er sam- bærilegur við samninga, sem gerðir hafa verið við önnur iðnsveinafélög. Morgunblaðið/Þorkell STEFÁN Karlsson tekur við handritunum úr hendi Nikulásar Halldórssonar. Afhendingn hand- ritanna að ljúka Sting heldur tónleika á íslandi SÍÐUSTU handritin úr Konungs- bókhlöðu í Kaupmannahöfn komu til landsins með Brúarfossi Eim- skipafélagsins í gær. Nikulás ’=s**Halldórsson, skipstjóri, afhenti Stefáni Karlssyni, forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússonar, tuttugu böggla sem innihéldu handrit allt frá öndverðri fjór- tándu öld, þar á meðal eiginhand- arrit Bjarna Thorarensen og Jón- asar Hallgrímssonar af ljóðum sínum. Síðustu handritin úr Árnastofn- un í Kaupmannahöfn koma til landsins 19. júní í sumar en í til- efni af því verður efnt til málþings um handritin í Reykjavík. í samtali við Morgunblaðið sagði Stefán Karlsson að þessi afhending Dana á handritunum væri af þeirra hálfu stórkostlegur hlutur sem varla nokkur önnur þjóð hefði gert með sama hætti og þeir hafa gert. „Og það þótt þeir hafi ekki látið okkur hafa allt.“ ■ Síðustu handritin/24 BRESKI tónlistarmaðurinn Sting er væntanlegur hingað til lands til tónleikahalds í sumar. Sting Ieikur hér með hljómsveit sinni 25. júní í sumar í Laugar- dalshöll, en hann hyggst nota tímann hér meðal annars til að bregða sér á hestbak. Sting er einn þekktasti popp- tónlistarmaður heims og hefur einnig getið sér orð fyrir kvik- myndaleik. Hann hóf tónlistar- feril sinn með hljómsveitinni Police sem hann stjórnaði og gerði að einni vinsælustu popp hljómsveit heims. Eftir að Sting hóf að koma fram einn hefur hann sent frá sér fjölda hljóm- platna sem náð hafa mikilli hylli. Að sögn Ingvars Þórðarsonar, eins aðstandendatónleikanna, kemur Sting hingað með 26 manna fylgdarlið og 40 tonn af tækjum og tólum fyrir tónleik- ana. Hann segir að Sting dveljist hér aðeins í tvo daga, en hann hafi óskað sérstaklega eftir því að fá að komast á hestbak, enda sé hann mikill hestamaður, eigi meðal annars íslenskan hest. Var mynd af hestinum á umslagi þarsíðustu plötu Stings. Ingvar Þórðarson segir að miðasölu verði líkt háttað og fyrir tónleika Davids Bowies á BRESKI tónlistarmaður- inn Sting. síðasta ári og hefjist miðasala í hraðbönkum Islandsbanka 5. maí næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.