Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997
LISTIR
MCRGUNBLAÐIÐ
Pétur
mikli of
stór biti
ÞAR til fyrir nokkrum mánuðum
var georgiski myndhöggvarinn
Surab Tsereteli sá sem fékk öll
bestu verkefnin þegar prýða átti
Moskvu með listaverkum. Sextíu
metra há stytta sem hann gerði
af Pétri mikla, og verið er að koma
fyrir á stalli við Moskvuf^ót,
reyndist hins vegar of stór biti
fyrir borgarbúa. Hafa athafna-
samir íbúar hafið undirskrifta-
söfnun til að losna við styttuna.
Vantar aðeins nokkra tugi þús-
unda undirskrifta til þess að hægt
verði að krefjast almennrar at-
kvæðagreiðslu um Pétur mikla.
Óánægjunnar varð fyrst vart í
febrúar og ekki voru margar vikur
liðnar áður en borgarstjórinn, Júrí
Lusjkov, sem sagt er að vifji verða
næsti forseti landsins, lét undan
enda vili hann ekki hætta á
óánægju almennings. Komið var á
fót nefnd sem í eiga sæti fulltrúar
borgarstjórnar og þeirra sem vilja
styttuna burt og hefur nefndin tvo
mánuði til að skila áliti. Hafa
mótmælendurr sett undirskrifta-
söfnunina í salt þar til niðurstaða
nefndarinnar liggur fyrir. Segir
einn forvígismanna mótmælenda
þá munu hefja söfnun að nýju
verði þeir ekki sáttir við niðurstöð-
una og því megi fastlega búast við
því að styttan verði tekin niður.
Pólitík - ekki list
Sá sem fer fyrir andstæðingum
styttunnar og myndhöggvarans
Tsereteli heitir Marat Gelman og
er eigandi gallerís í Moskvu. Hann
segir Tsereteli ekki viðurkenndan
listamann, hans sé óvíða getið i
uppsláttarritum um listamenn.
Hins vegar hafi hann haft góð
pólitísk sambönd, allt frá timum
Leonids Bresjnevs.
Aleksej Klimenko, sem sæti á í
ráðgjafarnefnd um listaverkaval
Moskvuborgar, er ómyrkur í máli
er hann lýsir starfsaðferðum Tser-
etelis. Segir hann myndhöggvar-
ann ævinlega kynna fjölda út-
færslna um staðsetningu og stærð,
sem séu ræddar fram og aftur en
þegar komi að þvi að ræða pen-
ingamálin segist hann munu
greiða verkið úr eigin vasa. Reikn-
ingurinn berist svo þegar verkið
sé komið á sinn stað.
Þegar skipun um styttuna af
Pétri mikla hafi borist ráðgjafar-
nefndinni hafi menn fyllst skelf-
MOSKVUBÚAR eru búnir að fá nóg af listaverkum Surabs
Tseretelis og vi\ja 60 metra styttu hans af Pétri mikla, sem
verið er að koma fyrir í borginni, á brott.
ingu, en ekkert hafi verið hægt
að gera því ákvörðun um að hún
skyldi rísa hafi verið undirrituð
af Borís Jeltsín Rússlandsforseta.
Sjálfur segir borgarstjórinn að
sér hafi verið sagt ósatt um stytt-
una í upphafi, fullyrt hafi verið
að hún ætti að vera 7 metra há
og ætti að standa annars staðar.
Raunin varð hins vegar sú að
Pétur mikli verður hærri en frels-
isstyttan í New York.
Sjálfur vill Tseretelis ekkert
segja nema það að hann hafi feng-
ið verkefnið eftir „heiðarlega
samkeppni".
Lokíð við sinfóníu Elgars
Söngleikur
á Selfossi
NEMENDAFÉLAG Fjölbrauta-
skóla Suðurlands frumsýnir i
kvöld söngleikinn Kostir hins
villta lífernis, eftir Björn Þór
Jóhannsson, Björgvin Rúnar
Hreiðarsson, Éyrúnu Björgu
Magnúsdóttur, Lenu Björk Krist-
jánsdóttur og Rúnar Þórarins-
son. Lög og textar eru frumsam-
in og hljómsveitina skipa fimm
ungir menn sem allir nema við
Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Frumsýning verður í kvöld,
fimmtudag, á Hótel Selfossi kl.
20.30. Önnur sýning verður 15.
apríl og þriðja sýning 16. apríl.
Verkið fjallar um unga krakka
sem eru í vímuefnaneyslu og þau
sjá bara það góða við það, en
eftir hörmulegan atburð fara
krakkarnir að sjá að þau stefna
ekki í rétta átt og fara að hugsa
um hin réttu gildi lífsins, segir í
tilkynningu frá nemendafélag-
inu.
Leikstjóri er Guðmundur Karl
Sigurdórsson, fyrrverandi nem-
andi FSU.
ÞEIRRI ákvörðun erfingja enska tónskáldsins
Edwards Elgars að gefa landa hans, Anthony
Payne, leyfi til að ljúka við ófullgerða sinfóníu
Elgars hefur ekki verið tekið hljóðalaust í Bret-
landi. Hafa margir áhyggjur af því að verkið
verði eyðilagt og að með þessu séu óskir tón-
skáldsins virtar að vettugi.
„Ég reikna með því að ljúka verkinu innan
3-4 mánaða. Þetta er jafnskemmtilegt og að
semja eigið verk,“ segir Payne í samtali við
Aftenposten. Gert er ráð fyrir að verkið verði
flutt haustið 1998.
Elgar var fæddur 1857 og lést 1934 og er
nokkurs konar þjóðtónskáld Breta. Hann samdi
fjölmörg kór- og kammerverk en er þekktastur
fyrir hljómsveitarverk sín. Á meðal þeirra voru
marsar undir heitinu Pomp and Circumstance,
Gátutilbrigðin og sellókonsert.
BBC pantaði 3. sinfóníuna hjá Elgar
skömmu fyrir lát hans. Hann náði ekki að ljúka
við hana og í endurminningum W.H. Reed,
stjórnanda Lundúnasinfóníunnar, segir að tón-
skáldið hafi haft miklar áhyggjur vegna þessa.
Hann hafi hitt Elgar nokkrum mánuðum áður
en hann lést og hafi tónskáldið fengið hann
til að lofa sér því að enginn fengi að eiga við
sinfóníuna, sem var þá eitt hundrað fjörutíu
og ein síða að lengd. Tónskáldið hugðist brenna
nóturnar en hætti við er Reed og dóttir Elg-
Norskir í anddyri
Norræna hússins
EDWARD Elgar ANTHONY Payne
náði ekki að ljúka hyggst ljúka við
við 3. sinfóníu sína. verk Elgars.
ars, Clarice, hétu honum því að þessi ósk yrði
virt.
Payne fullyrðir hins vegar að skömmu áður
hafi Elgar sagt við vini sína að ef til vill myndi
einhver ljúka við verkið eftir fimmtíu ár. Payne
segir verkið ætíð hafa heillað sig, þótt hann
hafi meiri áhuga á því að semja eigin tónlist.
Hefur hann fengist við verkið í hjáverkum
undanfarna tvo áratugi.
Áhyggjur af verki Elgars
Ófuligerðu sinfóníunnar er ekki getið í
uppflettiritum og margir eru þeirrar skoðun-
ar að hún sé til marks um það að Elgar
hafi verið farið að förlast. Payne segir ekk-
ert hæft í slíkum fullyrðingum.
BBC á réttinn að því sem Elgar samdi, en
sjóður, sem erfingjar Elgars stýra, ákvað að
leyfa Payne að ljúka við sinfóníuna. Það gerð-
ist síðasta sumar en komst fyrst í hámæli fyr-
ir skömmu er Daily Telegraph hafði veður af
því. Þar lýsti tónlistargagnrýnandinn og ævi-
söguritari Elgars, Michael Kennedy, miklum
áhyggjum vegna vinnu Payne. Segir hann að
margir muni snúast öndverðir gegn verkinu
enda bregði Payne sér í hlutverk snillings, til
að ljúka því. Sjálfur segist Payne ekki ímynda
sér að hann standi Elgar á sporði. Hann hafi
reynt að samsama sig verkinu og ljúka því.
Þeir gagnrýnendur sem hafa tjáð sig um
málið í Bretlandi virðast á því að fyrst verið sé
að ljúka við sinfóníu Elgars,sé best að Payne
vinni verkið, hann muni líklega valda minnstum
skaða. Þá hafa erfingjar Elgars vísað ásökunum
um að þeir vilji græða fé á verkinu á bug, minna
á að réttur þeirra til að taka ákvarðanir um
verk tónskáldsins standi aðeins til 2004 og þeir
hafi viljað ráða hvemig yrði að því staðið að
ljúka við sinfóníuna.
SÝNING á verkum sjö norskra
myndlistarmanna verður opnuð á
morgun, fimmtudag, kl. 18 í and-
dyri Norræna hússins. Sýningin
verður opin daglega frá kl. 9-19,
sunnudaga frá kl. 12-17 og henni
lýkur 11. maí.
Listamennirnir heita Evy Skaar,
Siv Jorstad, Harry Borr, 0yvind
Botn, Finn Egil Eide, Inge Rotevatn
og Elisabeth Steen, sem er mynd-
höggvari.
Listamennimir eru allir búsettir í
Eiði sem er sveitarfélag í Vestur-
Noregi. Þeir eru félagar í listamanna-
samtökum í Sogni og Fjarðafylki og
í Norska myndlistarbandalaginu. El-
isabeth Steen er einnig meðlimur í
Norska myndhöggvarafélaginu og
Oyvind Botn og Finn Egil Eide eru
í Landssamtökum norskra málara.
0yvind og Inge Rotevatn eru auk
þess félagar í Félagi teiknara.
Listamennimir koma með sýning-
una í tengslum við menningarheim-
sókn til Akureyrar og Húsavíkur og
stendur Lýðháskólinn í Fjarðafylki
fyrir henni. Það verða einnig settar
upp sýningar á Akureyri og Húsavík,
m.a. á gömlum vefnaði, textíl og
heimilisiðnaði sem Björg Kaarstad,
forstöðumaður Heimilisiðnaðarfé-
lagsins á Eiði, hefur safnað saman.
ATRIÐI úr söngleiknum
Kostir hins villta lífernis.
Síbelíusar-
plata Vánská
vinsælust
LESENDUR brezka tónlistar-
tímaritsins Classic CD völdu sem
beztu útgáfu síðasta árs á sjald-
gæfum verkum geislaplötu BIS-
útgáfunnar, þar sem Lahti-sínfó-
níuhljómsveitin leikur fimmtu sin-
fóníu Síbelíusar, En Saga, undir
stjórn Osmo Vánská.
Tímaritið tilnefndi fímm plötur
í sextán flokkum og rösklega tíu
þúsund lesendur þess tóku þátt í
atkvæðagreiðslum. Síbelíusar-
platan hlaut 41% atkvæða, sem
var annað mesta atkvæðamagn
til efsta sætis, en í tveimur öðrum
flokkum hlutu sigurvegararnir
42% atkvæðanna. í umsögn blaðs-
ins er hljómsveitinni hrósað og
Osmo Vánská er sagður gera
kraftaverk við flutning hinnar
upphaflegu gerðar eins af meist-
araverkum Síbelíusar.
Tvær plötur deildu titlinum
„plata ársins“ og er það í fyrsta
skipti sem tvær plötur hljóta jafn-
mörg atkvæði í keppni tímarits-
ins. Önnur platan er safn léttra
brezkra klassískra verka, sem
New London Orchestra leikur
undir stjórn Ronalds Corps. Plat-
an heitir „British Light Music
Classic" og verður fylgt eftir í
þessum mánuði með annarri safn-
plötu sömu gerðar. Hin plata árs-
ins er með „Duke Bluebeard’s
Castle" eftir Béla Bartok. Þar
spilar Berliner Philharmonic Orc-
hestra undir stjóm Bernards Hait-
inks og Anne Sofie von Otter og
John Tomlisson syngja hlutverk
Bláskeggs og konu hans.
Nú var í fyrsta skipti úthlutað
verðlaunum fyrir framúrskarandi
ævistarf í þágu tónlistarinnar og
varð fiðlusnillingurinn Yehudi
Menuhin fyrir valinu. Menuhin er
nú 81 árs og lávarður að tign. En
aldurinn ber hann vel, því í tímarit-
inu segir, að þegar honum var til-
kynnt um valið var hann af kappi
að undirbúa tónleikaferð og hann
kennir af krafti við skólann sem
hann stofnaði 1963 í Cobham í
Surrey og ber nafn hans.