Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó GrOtt AFTUR A BREIÐTJALDIÐ OG NU ^jVIEÐ RÆNU HLJÓÐI ^ | >« Popsilc.lkinil j PEPSI WA Aðsóknarmesta mynd allra tíma í endurbættri útgáfu fyrir allar kynslóðir. Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Leikstjóri: George Lucas Sýnd kl. 6, 9 og 11.30. H. T. Rás2 Sýnd kl. 6 og 9.10 ★ ★★172 Hl< DV ★ ★★★1/2 SV MBL ★ ★ ★ 1 /2 O.J. Bylgian ★ ★ ★ 1 /2 A.Þ. Dagsljos Sjáðu ÓSKARSVERÐLAUN: Ko|ya BESTA ERLENDA MYNDIN ★★★★ Ó. H. T. Rás 2 ★★★★ Þ. Ó. Bylgjan ★ ★★1/2 H. K. DV ★ ★★l/2 Á. Þ. Dagsljós ★ ★★ 1/21. A. S. Mbl K O L Y „Þessi mynd er galdur sem dáleiðir þig, nær þér gjörsamlega á sitt band og þú óskar þess að hún megi aldrei hætta." Ásgrímur Sverrisson (Land og synir, rit kvikmyndagerðarmanna) Sýnd kl 5, 7, 9.05 og 11.10. Sýnd kl. 9.05 og 11.10. l' r:V \FYRSTU K YN N I ★ ★★ Sýnd kl. 6. Siðustu sýningar! Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15. B. i. 12 ára LEIT Joni Mitchell að dóttur sinni er lokið. Dóttir Joni Mitchell fann móður sína á veraldarvefnum Skemmtilegt ár framundan Breskir danstónlistarmenn hafa veríð tíðir gestir hér á landi undanfarin misseri og heimsækja það enn, því staddur er hér á landi tónlistarmaðurinn John Stapleton. Hann segist öðrum þræði vera hingað kom- inn til að kynna sér íslenska tónlist. ►KILAUREN Gibb var á flakki um veraldarvefinn þegar hún rakst á mynd af söngkonunni Joni Mitchell sem sannfærði hana um að Mitchell væri móð- irin sem hún hafði verið að leita að um nokkra hríð. Gibb, sem nýlega sneri aftur til Toronto í Kanada ásamt þriggja ára syni sínum, Marlin, eftir 19 daga endurfundi með Mitchell á heimili hennar í Los Angeles, hóf leit sína fyrir nokkrum árum með aðeins örfáar staðreyndir í veganesti. Það var síðan ekki fyrr en hún fór inn á heimasíðu Mitch- ell á veraldarvefnum og bar saman 14 atriði, sem þar var að finna, sem pössuðu öll við hana, að hún sannfærðist um að hún væri dóttir hinnar kanadískættuðu söngkonu. „Því meira sem ég las því líkari fannst mér við vera. Hún er söngkona og ég hef áhuga á tónlist og hún er að fást við myndlist og ég mála sjálf. Við áttum greinilega margt sameig- inlegt,“ sagði Gibb, sem er fyrr- verandi fyrirsæta, af þessu til- efni. Þær mæðgur eru einnig nauðalíkar í útliti. Þær eru báð- ar bláeygar, hafa langa fætur og há kinnbein. Mitchell, sem gaf dóttur sína til ættleiðingar fyrir 32 árum, hefur einnig leitað dóttur sinnar undanfarna mánuði. „Það var yndislegt að hitta hana og mér fannst líf mitt hafa náð ákveðinni fullkomnun. Mér fannst samstundis og við hittumst að ég væri komin heim og að við tilheyrðum hvor ann- arri,“ sagði Gibb sem uppgöt- vaði þegar hún var 27 ára að hún hafði verið ættleidd og fékk fimm árum síðar pappíra um raunverulega móður sína frá hagsmunaskrifstofu barna. „Skrifstofan lýsti henni sem vinsælli kanadiskri söngkonu.“ Áður en fundum þeirra bar saman hafði nokkur fjöldi kvenna haft samband við Mitch- ell og sagst vera dóttir hennar. BRESKIR danspostular hafa verið tíðir gestir hér á landi undanfarin ár og sækja margir í að koma hing- að. Nýjasti gesturinn í þeim hópi er John Stapleton, sem hefur meðal annars unnið sér til frægðar að setja sama vin- sæla safnplöturöð, Dope on Plastic, en fjórða bindið í þeirri útgáfu hefur notið mikillar hylli hér und- anfarið. /, John Stapleton segist fást við sitthvað um þessar mundir, þar á meðal ekki síst undirbún- ing að næstu Dope on Plastic skífu, sem verði samsafn sígildra laga frá níunda og tíunda áratugn- um. Af þeirri plötu hefur lagið Remember Me með Blueboy orðið gríðarlega vinsælt og hann segir að vinsældirnar hafi komi á óvart, „að minnsta kosti hversu vinsælt lagið varð og er, því þó að ég hafi verið sannfærður um að það ætti eftir að ná hylli, átti ég ekki von öðrum eins vinsældum. Þetta er alltaf happdrætti því mér fannst hvert einasta lag á plötunni frá- bært.“ John Stapleton segist fá grúa laga sendan á hveijum degi, en hann sé líka fastagestur í öllum plötuverslunum að leita að nýrri tónlist, sérstaklega lögum á plöt- um sem kannski séu ekki fluttar inn til Bretlands nema í fáeinum eintök- um. „Það koma góð lög úr ólíkum áttum, ég komst til að mynda _ yfir plötur frá Ástr- alíu með þónokkru af lögum sem ég hafði ekki heyrt áður og mjög góð lög inni á milli. Fyrir stuttu var ég líka á ferð í Hollandi og keypti þá plötubunka með afbragðslögum sem ég hafði ekki heyrt áður. Það er því víða að finna góða tónlist, þó að sam- keppnin sé hörð og fjölmargir að gefa út tónlist. Eg er sífellt að kynnast danstónlist ólíkra landa og tónlistin er sífellt að breytast þann- ig að segja má að það sé sífellt eitthvað nýtt að gerast. Reyndar er svo mikið að gerast í danstónlist um allan heim að ógerningur er að kynnast nema litlu broti af því; maður þyrfti að flytja til viðkom- andi landa og búa þar einhvern tíma til að fá almennilega nasasjón af því sem er í gangi.“ John Stapleton segir að víða sé að finna sérkenni í danstónlistinni og þá þjóðerniseinkenni, þó segir hann ekki auðvelt að átta sig á ástæðunni. „Belgísk tónlist er ansi harkaleg, þýsk vélræn, spænsk og ítölsk mýkri og svo mætti lengi telja.“ John Stapleton segir að danstón- list sé að þróast í margar áttir sam- tímis í Bretlandi, sem er vel að hans mati. „Tónlist eins og Chemic- al Brothers flytja á eftir að verða gríðarlega vinsæl á þessu ári og platan þeirra eftir að seljast mjög vel. Samtímis þeirri þróun er jungle enn að sækja í sig veðrið og það er líka mikil hreyfing í nýrri gerð house-tónlistar. Þetta ár á eftir að verða skemmtilegt fyrir þá sem á annað borð hafa gaman af tónlist.“ John Stapleton er hingað kominn til að leika tónlist úr safni sínu og segist meðal annars ætla að gefa nasajón af því sem hann hyggst setja á næstu safnskífu, 'Dope on Plastic, en hann hafi gaman af að hræra saman ólíkum hlutum. „Ég hyggst taka með mér eins mikið af plötum og ég get og sjá hvað setur, en ekki má gleyma því að með í för verður Crash Slaughter, hiphop plötusnúður, þannig að mik- ið verður skrámað.“ John Stapleton segir að sig hafi langað að koma til íslands í langan tíma og því sé hann spenntur yfir því að fá loks tækifæri til að sækja heim land og þjóð. „Vonandi á ég síðan eftir að komast á snoðir um nýja, skemmtilega tónlist á Islandi sem ég get notað á safnplötu síð- ar.“ John Stapleton og Crash Slaug- hta skemmta í kvöld á skólaböllum, í Hinu Húsinu kl. 17.00 á morgun og unglingaballi í Fjörgyn um kvöldið og loks í Tunglinu laugar- dagskvöld. Hljómsveitin Súrefni leikur með öll kvöldin, en hún fagn- ar útgáfu fyrstu plötu sinnar um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.