Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MEÐ nektina að leiðarljósi. Beatskáldið og baráttu- jaxlinn Allen Ginsberg er allur. Þar með er horfíð af sjónarsviðinu eitt þekktasta, litrík- asta en jafnframt um- deildasta ljóðskáld eftirstríðsáranna í Bandaríkjunum, að mati Geirs Svajisson- ar sem skrifar um skáldið. Nú er ég orðinn gamall maður og á ekki tuttugu ár ólifuð kannski ekki einu sinni tuttugu vikur, kannski, á hverri stundu, verð ég hrifsaður burt til endurfæðingar, ormafæða, kannski hefur það þegar gerst- Hvað veit ég, segir Allen Ginsberg Kannski hefur mig verið að dreyma allan tímann- (Brot úr Ijóðinu Eftir Lalon (1992)) HANN er vaknaður upp úr draumnum hann Allen Ginsberg. Hugsanlega end- urborinn, ef til vill upplýstur og genginn á vit einhvers konar al- heimsvitundarinnar — neindarinnar miklu. Víst er að búddatrúarmaður- inn og gyðingurinn Ginsberg, sem ýmist hefur verið kallaður spámað- ur, dýrlingur eða trúður, hefur mætt dauða sínum, sem bar að árla morguns þann 5. apríl síðastliðinn, af sama æðruleysi og einlægni og hann gekk til móts við viðburðaríkt líf sitt. Irwin Allen Ginsberg fæddist 3. júní 1926 og var því á sjötugasta og fyrsta aldursári þegar hann lést. Banamein hans var krabbamein í lifur en hann hafði um langt árabil þjáðst af skæðri lifrarbólgu sem leiddi til skorpulifrar. Krabbameinið greindist í fyrri viku. Foreldrar hans voru rússneskir gyðingar. Móðir hans Naomi lést um aldur fram á geðsjúkrahúsi 9. júní 1956. Um hana fjallar eitt þekktasta og hugsanlega besta ljóð Ginsberg, tregaljóðið Kaddish. Hún var litrík- ur persónuleiki og mikill kommún- isti. Faðir hans Louis Ginsberg var sósíalisti, lýriskt ljóðskáld og kenn- ari í Paterson í New Jersey. Hann lést úr krabbameini 8. júlí 1976. Iljósaskiptum 13. desember 1994 gafst mér kostur á að berja Allen Ginsberg augum og hlýða á hann flytja nokkur ljóð fyrir framan frægu og hrör- legu bókabúðina Shakespeare & Co. á Signubökkum í Parísarborg, í tilefni af nýútkominni ljóðabók: Cosmopolitan Greetings. Þetta var frekar napurt síðdegi og einhveija tugi manna hafði drifið að til að horfa á gamla manninn lesa upp. Sjálfur var karlinn hálfhrörlegur á að líta, eins og hálfvegis utan við sig og súr á svipinn. En hann lifn- aði allur við þegar hann bytjaði að flytja ljóðin í vita gagnslausa hátalara, í samkeppni við Signu og stöðugan umferðarnið frá Quai de Montebello. Hann lagði sig allan fram, kyijaði af móði ljóðið Hum Bom! um Sprengjuna og sprengj- urnar sem allir, en einkum Banda- ríkjamenn, eru að henda á allt og alla („Whom bomb?/ We bomb you!/ Whom bomb?) og söng há- stöfum CIA Dope Calypso um meinta glæpa- og niðurrifsstarfs- semi bandarísku leyniþjónusturnn- ar CIA í Austurlöndum fjær. Hann flutti líka ljóð og söngva um þjóðfé- lagsástandið í Bandaríkjunum, AIDS, samkynhneigð og gyðing- dóm en líka persónuleg ljóð um horfna ástvini og ákaflega opinská ljóð um eigin breyskleika og krank- leika. Ginsberg lætur sig allt varða í ljóðum sínum. Eftir flutninginn lét ég mig hafa það að híma í nærri klukkustundar langri „röð“ (í landi þar sem hug- takið er verulega á reiki) til að fá fyrstu eiginhandaráritun sem ég hef sóst eftir og fengið um dag- ana. Það var eins og karlinn væri sokkinn inn í sig aftur þar sem hann sat við borð og áritaði vél- rænt á saurblöð fyrir fólk. Hann tók skiljanlega dræmt í óskir um tileinkanir en lét duga að skrifa dagsetningu, nafnið sitt og í mínar bækur (tvö eintök af nýútkomnu ljóðabókinni og gamalt eintak af ljóðabókinni Howl!) skrifaði Gins- berg eina af uppáhalds möntrunum sínum AH sem í huga hans var himinblá og kvíðalaus víðátta. ólið hans Ginsberg, ljóða- bálkurinn ífowl/barst útum gjörvöll Bandaríkin eftir fyrsta flutning þess í Six Galleríinu í San Francisco , 7. október, 1955. Ljóðið var bylting í amerískri ljóða- gerð og upplestur þess markar upphaf á hinum svonefnda beat- skáldskap. í ljóðinu tekur Ginsberg upp þráðinn, einkanlega löngu ljóðlínurnar, frá Walt Whitman, og tvinnar saman við súrrealíska strengi úr evrópskri ljóðagerð sem rekja mátil Rimbaud, Appollinaire, Lorca o. fl. Lengd ljóðlínanna mið- ast stundum við lengd (frá)öndun- ar. Modernistinn William Carlos Williams hvatti Ginsberg inn á þessa braut sem eru m.a. áhrif frá Whitman. Howltjáir órólegantíð- aranda á einstakan hátt sem er augljós í fyrstu Iínum ljóðsins, sem ég treysti mér ekki til að íslenska: „I saw the best minds of my gener- ation destroyed by madness, starv- ing hysterical naked,/dragging themselves through the negro streets at dawn looking for an angry fix, angelheaded hipsters burning for the ancient heavenly connection to the starry dynamo in the machinery of night...“ Ljóð- ið var líka sérstakt vegna hispurs- lausra kynlífslýsinga sem hneyksl- uðu marga og urðu til þess að út- gefandi var dreginn fyrir rétt, 1956, fyrir klám og brot á siðferð- islöggjöf. Ákæruvaldið varð að lúta í lægra haldi en það er umhugs- unarefni að enn í dag, eftir ritskoð- unarlög sem Reaganstjórnin kom í gegn, er útvarpsflutningur Howl, og fleiri ljóða bannaður, nema að næturlagi. Þó er ljóðið að sjálf- sögðu kennt við alla háskóla í Bandaríkjunum. Beat-skáldin voru þegar grannt er skoðað býsna sundurleitur hópur en það sem sameinar þau er andstaða og viðbragð gegn smáborgaralegri neysluhyggju og yfirdrepsskap sem ætlaði allt lifandi að drepa á eftirstríðsárunum. Enska orðið „beat“ getur þýtt „taktur“ en merkingin sem beat-skáldin ætluðu sérstaklega var sú sem felst í slangur-frasanum „to be beat“ þ.e. að vera búinn að vera, á síðasta snúningi, þreyttur á lífinu og tilver- unni. Þeir brutu í bága við viðtekn- ar venjur og siði, lifðu bóhemlifn- aði, reyktu gras, sniffuðu spítt og stunduðu fijálst kynlíf. Þeir báru líka hæfilega mikla virðingu fyrir skáldskap og þorðu að bijóta gegn hefðinni. Skáldskapur beatkyn- slóðarinnar er að einhveiju leyti andsvar við því sem sumir hafa kallað „siðferðilegt raunsæi" eftir- stríðsáranna í bandarískum skáld- skap og var eins konar endurvakn- ing á raunsæi þar vestra með að- aláherslu á siðferði frekar en pólí- tík. Beat-skáldin eiga skyldleika með súrrealistum en stefnuskrá eða manifesto vantar: Beat-skáld- skapurinn er stefnulaust andóf. Þeir beittu að vissu marki afbrigð- um af sumum tæknibrögðum súr- realista; þeir reyndu að skrá niður drauma sína og hugsanir ómeng- aðar. Ginsberg stefndi að tilfinn- ingalegri útrás einstaklingsins til að yfirvinna siðferðilega kúgun borgaralegs þjóðfélags. Hann vildi fanga hversdagslega reynslu í ljóð, ná straumkviðunni í töluðu máli, og var undir áhrifum frá jassinum, óhlutbundna málverkinu, Zen, hækunni, og áðurnefndum skáld- feðrum. Form ljóðanna var ekki fyrirfram ákveðið heldur réðist af skrifunum: ímyndirnar voru settar fram um leið og þær komu upp í hugann. „Fyrsta hugsun, besta hugsun," er þekkt mottó Beat- skálda. Veður af uppákomunni í San Tröllum með- an við tórum TÓNLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Verk eftir ýmsa höfunda. Judith Ganz sópran, Þorgeir Andrésson ten- ór, Jónas Ingimundarson, píanó; karlakórinn Fóstbræður undir stjóm Áma Harðarsonar. Langholtskirkju, þriðjudaginn 8. april kl. 20.30. FYRSTU tónleikar karlakórsins F’óstbræðra af fernum áætluðum í Langholtskirkju (8., 9., 10. og 12. þ.m.) hófust á þriðjudagskvöldið var við ágæta aðsókn. Andstætt ríkj- andi hefð var ýtt úr vör með há- punkti, frábærri útsetningu Hjálm- ars H. Ragnarssonar á sígilda þjóð- laginu við grafskrift Sæmundar nokkurs Klemenzsonar, þess er „Krists undir merki kröptugt barð- ist,“ sem Hjálmar, Fóstbræður og Árni Harðarson gerðu í sameiningu svo áhrifamikil skil, að vandséð var hvernig ætti að trompa. Það gekk líka eftir. Því þó margt væri tilkomumikið á téðu söng- kvöldi, stóð óður íslendinga til þekkta sjómannsins (ef svo mætti kalla) upp úr sem logi úr kviku. Söngur kórfélaga var kröftugur en þjáll og geislaði af þeirri karl- mennskulegu reisn sem verið hefur aðal norrænna karlakóra. „Hinn forni fjandi," sighneigðin í inntón- un, var nú nánast á bak og burt; síðustu leifar birtust sem örlítið þreytulegur hljómur hér og þar, og þá helzt í eldri karlakórslögunum, eins og í næsta lagi, Eikur sá ég eftir Sigfús Einarsson. Líkt og með veðrið skiptust á hæðir og lægðir. Næsti toppur var Dýravísusyrpa Jóns Leifs, sem kór- inn söng af fjaðurmögnuðum gáska. Fyrsti gestur kvöldsins, Judith Ganz frá Texas, birtist þar næst ásamt Jónasi Ingimundarsyni og söng þrjú gullaldarlög, Draumalandið, Þei þei og ró ró og Sjá dagar koma á nærri óaðfinnanlegri íslenzku við undir- leik Jónasar og undir-„ú“ kórsins. Frú Ganz, sem eins og muna má barst hingað fyrir skikkan Alnetsins sl. haust, söng af innlifun, þó að mig minni að hafí verið heldur bjart- ara yfir röddinni fyrir hálfu ári. Undirtektir voru hins vegar afar hlýlegar, og fyrri hluta tónleikanna lauk með tveim ósviknum áheyrend- asmellum, rússneska þjóðlaginu Kvöldljóð, sem Árni mótaði afar fallega (það vantaði bara balalæk- urnar) og hinu sænsk-eistneska þjóðlagi Bmðardans (úts. Vejlo Tormis 1930), þar sem hrynþungt stapp og klapp kórfélaga poco a poco crescendo gerðu hvort tveggja að vekja manni gæsahúð og ugg um að pallurinn myndi hrynja við Fóstbræður. átökin, sem ku annars einsdæmi í sögu kórsins. Vissulega „flott núm- er“ eins og sagt er - nema hvað blístur kórfélaga hefði mátt vera hreinna. Eftir hlé kom að frumflutningi „De ramis cadunt folia“ eftir Hróðmar I. Sigurðsson við orgel- undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Reyndar var hér aðeins um fyrsta hluta tónverksins að ræða, og ork- aði tvímælis hvort tónskáldinu eða kórnum var greiði gerður með slíku sýnishorni, sérstaklega vegna þess að sá hluti sem hér birtist var frem- ur einlitur og gæti hæglega gefið kolranga hugmynd um heildarhrif verksins. Það er því með fyrirvara um það sem koma skal að maður vogi sér að nefna, að þetta „torsó“ tónverksins verkaði allnokkru dauf- ara í bragði en maður átti von á frá Hróðmari, jafnvel þunglama- legt, en - sem sagt - vera má að Eyjólfur eigi eftir að hressast. Hið kostulega Skeggstæðislög- mál Páls Pampichlers við jafnkostu- legan limrutexta Þorsteins heitins Valdimarssonar gerði verðskuldaða lukku; sömuleiðis Kall sat undir kletti, hið síferska „þjóðlag" Jór- unnar Viðar, þar sem tremóló-bord- únstónn píanósins vekur grun um að „kordur" gamla nautnaseggsins hafí verið mandólínsstrengir. Seinni gestur kórsins kom fram að því loknu, Þorgeir J. Andrésson tenór, sem lýsti nýjast íslenzka söngfestingu í óperu Jóns Ásgeirs- sonar, Galdra-Lofti í fyrravor. Söng Þorgeir ýmist einn eða með undir- söng fjögur atriði úr samnefndu verki, fyrst hina sérkennilegu aríu Lofts um Rauðskinnu Gottskálks grimma, sem gerir svo feikilegar kröfur til m.a. raddsviðs, að óttast má að verði söngvurum svipuð ógn og Þristur Rachmaninoffs píanist- um. Það var fyrst nú er undirritað- ur hafði prentaðan texta til hliðsjón- ar að hann uppgötvaði, að markviss stefræn uppbygging aríunnar á sér enga hryn- eða rímræna samsvör- um í nánast hreinum prósatextan- um, og má undrum sæta hvernig Jóni tekst samt að laða fram drama- tískt ferli, jafnvel hér við píanóund- irleik, sem verður aldrei nema svip- ur hjá sjón meðan litrík orkestrun tónskáldsins er í fersku minni. Að öðru leyti kvað mest að biskupa- kórnum (Hví atar þú?), þar sem Fóstbræður mynduðu sérlega áhrif- amikið andsvar við einsönginn, svo og að bláendi Niðurlags, er fjaraði út á ógnvænlegu feigðarurri 2. bassa. Eftir Hermannakórinn úr Faust eftir Gounod tók við sægur auka- laga. Var Ut i vor hage áberandi fallegast mótað, en öllu var þó vel tekið, jafnvel „lummum" eins og Tröllum meðan við tórum, sem lá við að yrði að áhrínsorðum. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.