Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞÁTTASKIL í SAM- KEPPNISMÁLUM SKILYRÐI þau, sem Samkeppnisráð hefur sett fyrir samein- ingu innanlandsflugs Flugleiða og Flugfélags Norður- lands í Flugfélag íslands marka þáttaskil í samkeppnismálum hér á landi. Það hefur ekki gerzt áður að samkeppnisyfirvöld hindri í raun ákveðna þróun á afmörkuðum markaði á þeim forsendum að hún dragi úr samkeppni, þótt þau hafi áður sett skilyrði fyrir samstarfi og eignatengslum fyrirtækja. Um það þarf tæplega að deila að samruni Flugfélags Norðurlands og innanlandsflugs Flugleiða dregur úr sam- keppni. Keppinautum Flugleiða fækkar og samanlagt er mark- aðshlutdeild félaganna í innanlandsflugi um 90%, hvort sem litið er á tekjur eða farþegafjölda. Hið nýja félag yrði þannig markaðsráðandi fyrirtæki og með samrunanum styrkja Flug- leiðir jafnframt markaðsráðandi stöðu sína á umræddum markaði, en slíkt telst til skaðlegra áhrifa á samkeppni sam- kvæmt 17. grein samkeppnislaganna. Aðgerðir Samkeppnisráðs eru ekkert einsdæmi í alþjóðlegu samhengi. Samkeppnisyfirvöld í nágrannalöndunum hafa margoft á undanförnum árum gripið til sams konar aðgerða gegn samruna eða samstarfi fyrirtækja, sem þau hafa talið að hamlaði virkri samkeppni. Flugleiðir hafa tilkynnt, að félagið muni að óbreyttu falla frá sameiningunni og innanlandsflugið verði áfram hluti af starfsemi fyrirtækisins. Líklegt má telja, að forráðamenn fyrir- tækisins skoði nú vandlega stöðu þess í innanlandsflugi. Mik- ið tap hefur verið á þessum þætti rekstrar fyrirtækisins, þótt úr því hafi dregið síðustu misseri. Flugleiðum er ekki skylt að halda uppi flugi innanlands. Fyrirtækið gæti þess vegna tekið ákvörðun um að hætta þeirri starfsemi alveg á þeirri forsendu, að skilyrði Samkeppnisráðs geri því ókleift að reka innanlandsflug með viðunandi hætti. Flugleiðir gætu líka brugðizt þannig við að hætta öllu flugi til annarra staða en þeirra, sem gefa af sér tekjur. Fyrirtækinu er frjálst að velja hvora leiðina sem er. Talsmenn markaðarins mundu hins veg- ar spá því, að í kjölfar slíkrar ákvörðunar Flugleiða mundu minni flugfélögin eflast mjög og ná sér á strik. Aðstæður í samgöngum innanlands eru gjörbreyttar eftir að vegakerfið batnaði. Mikill fjöldi fólks kýs frekar að aka á milli staða heldur en að fljúga enda er það oft ódýrara. Þess vegna má vel vera, að innanlandsflugið beri einfaldlega ekki svo dýrar flugvélar, sem fyrirtækið hefur notað síðustu árin í þessu flugi. Margir munu hins vegar telja það skref aftur á bak og draga úr öryggi, ef minni flugvélar yrðu notaðar í innanlandsflugi. En þeir hinir sömu eru áreiðanlega ekki til- búnir til að greiða helmingi hærri fargjöld til þess að standa undir rekstri dýrari flugvéla eða leggja til að mismunurinn verði greiddur úr ríkissjóði. Starfsaldurslistar flugmanna kunna einnig að skapa Flugleiðum sérstök vandamál í þessu sambandi. Halldór Blöndal, samgönguráðherra, segir í Morgunblaðinu í gær að eðlilegt hefði verið að Samkeppnisstofnun hefði skýrt sjónarmið sín fyrir Flugleiðum og Flugfélagi Norðurlands áður en gengið var frá samrunanum. Félögin þurftu hins vegar ekki ábendingu Samkeppnisstofnunar eða Samkeppnis- ráðs til að átta sig á að samruni þeirra gæti brotið gegn markmiði samkeppnislaganna. Þeim var heimilt, samkvæmt 18. grein Iaganna, að leita álits ráðsins með formlegum hætti fyrirfram. Samgönguráðherra kveðst hafa tröllatrú á fijálsri sam- keppni í samgöngum en telur að aðgerðir Samkeppnisráðs leiði til óhagræðis. Skilyrði ráðsins eru hins vegar sett til þess að tryggja frjálsa samkeppni, ekki til þess að draga úr henni. Þá kemur það sjónarmið fram af hálfu Flugleiða að „al- gert athafnafrelsi" muni innan skamms ríkja í innanlandsflug- inu, en 1. júlí næstkomandi ganga í gildi hér á landi reglur Evrópusambandsins, sem leyfa erlendum flugfélögum að keppa við íslenzk í innanlandsflugi. Þetta breytir ekki þörf- inni á að setja skilyrði til að tryggja virka samkeppni. Þrátt fyrir athafnafrelsi í flugi innan Evrópusambandsins hafa sam- keppnisyfirvöld þar oft séð sig knúin til að hamla gegn sam- starfi eða samruna flugfélaga, sem þau hafa talið að stuðlaði að markaðsráðandi stöðu og fákeppni. Ákvörðun Samkeppnisráðs í þessu máli markar tímamót vegna þess að hún sýnir að fyrirtæki, sem ráða stórum hluta ákveðins markaðar munu í framtíðinni búa við mun ákveðn- ara aðhald í samkeppnismálum en raunin hefur verið hingað til. Þau munu þurfa að hafa augu á samkeppnislögunum og markmiði þeirra og hugsa sig tvisvar um áður en þau kaupa upp keppinauta sína eða gera við þá bandalög. Samkeppnis- stofnun og Samkeppnisráð hafa sótt í sig veðrið að undan- förnu og í ljósi þessarar ákvörðunar má vænta þess, að sam- keppnisyfirvöld muni í framtíðinni efla varðstöðuna um frjálsa samkeppni og þar með hagsmuni neytenda. 55 milljóna króna ijárveiting frá Dönum til eflingar danskri tungu og menningu á íslandi S‘ KÓLAFERÐALÖG íslenskra nemenda til Danmerkur, námskeið í Danmörku fyrir íslenska kennara og kenn- aranema, danskur sendikennari við Kennaraháskólann, danskir farand- kennarar á Vestfjörðum, Suðurnesj- um og í Reykjavík, gerð kennslu- myndbanda, kaup á nýjum dönskum bókum, myndböndum, kennslufor- ritum og margmiðlunarefni fyrir bókasafn Kennaraháskólans, dansk- ir djasstónleikar og sýning um Grænlandsísinn. Allt þetta er meðal þeirra nýjunga sem fjárveiting frá danska þjóðþinginu hefur gert mögulegar. Um er að ræða fimm milljónir danskra króna, þijár milljónir á fjár- lögum ársins 1996 og tvær á árinu 1997 en í íslenskum krónum talið eru það alls um 55 milljónir. Þessa ákvörðun Dana má rekja til þeirrar umræðu sem upp kom hér á landi árið 1994 eftir að nefnd um mótun menntastefnu lagði til að enska yrði tekin fram yfir dönsku sem fyrsta erlenda mál í grunnskólanum. Sú tillaga gekk ekki eftir en vakti mikla umræðu um þörf íslendinga fyrir tungumálakunnáttu. Að sögn Klaus Otto Kappels, sendiherra Dana á íslandi, var til- efni þingsályktunartillögu Hans Engells, þáverandi formanns danska íhaldsflokksins, um fjárveit- ingu til eflingar danskri tungu og menningu á Íslandi, hinn mikli áhugi sem merkja mátti frá íslendingum. Frumkvæðið komi frá íslendingum Samstarfs- nefnd skipuð full- trúum mennta- málaráðuneyta Danmerkur og ís- lands og fulltrú- um frá danska sendiráðinu tekur ákvarðanir um út- hlutanir styrkja af dönsku fjárveit- ingunni. Sendi- herrann leggur á það mikla áherslu að frumkvæði og óskir komi frá ís- lendingum og því hafi samvinnu- nefndin verið sett á laggirnar. Hann segir að mat verði lagt á áhrif verk- efnanna jafnóðum til þess að tryggja að fjármunum og tíma sé skynsam- lega varið og skili sér sem best. Auður Hauks- dóttir, lektor í dönsku við Kenn- araháskóla Is- lands, segir stuðn- inginn frá Dönum afar kærkominn. „Hann hefur tví- mælalaust haft þau áhrif að færa okkur nær danskri tungu og menn- ingu, ekki síst með því að við höfum fengið inn í skólana lifandi fólk sem talar dönsku. Danska féð hefur gert okkur kleift að festa kaup á dýru efni, svo sem myndböndum og margmiðlunarefni sem glæðir kennsluna lífi og gefur möguleika á að upplifa málið á annan hátt en í gegnum bækumar einar,“ segir Auður. Hún vísar til þess að með fjárveitingunni hafi verið unnt að fá danskan ________ séndikennara að Kenn- araháskólanum og ráða þijá danska farandkennara sem hafa það hlut- verk að örva og styðja dönsku- kennsluna í grunnskólum. Einnig segir hún fjárveitinguna til bóka- safns Kennaraháskólans ómetan- lega. Auður segir stuðning Dana sýna ákveðinn vináttuvott og sam- kennd með annarri norrænni þjóð. „Við sýnum tungu þeirra og menn- ingu virðingu. Þeim finnst það „Færir okkur nær danskri tunguog menningu“ Ýmsar nýjungar eru á döfínni á sviði dönskukennslu í íslenskum skólum, meðal annars fyrir tilstilli myndarlegrar fjárveitingar frá Dönum til eflingar danskri tungu og menningu á íslandi. Margrét Sveinbjörns- dóttir grennslaðist fyrir um hvað verið er að gera fyrir peningana frá Dönum og heimsótti Kennaraháskólann. Morgunblaðið/Ámi Sæberg AUÐUR Hauksdóttir og Ole Berg Sorensen tala dönsku - og ekkert annað en dönsku - við nemendur sína í Kennaraháskólanum. Mjög örugg- fagþekking greinilega skipta máli og sýna það í verki með þessu móti.“ Færni í einum þætti styður annan Frá því að Auður hóf störf við Kennaraháskólann haustið 1995 hefur hún ásamt samstarfsfólki sínu unnið að því að breyta áherslum í dönskukennslunni á þann veg að -------- nemarnir noti dönskuna sem lifandi mál. „Oft er færni í tungumálum skipt í fjóra þætti; talmál, ritun, ______ hlustun og lestur. Hér á landi er mjög rík hefð fyr- ir því að leggja megináhersluna á lestur en talmálsþjálfun hefur verið vanrækt. Okkur þykir hins vegar mikilvægt að þjálfun í þessum færniþáttum haldist í hendur vegna þess að færni í einum þætti styður annan. Auður er hörð á því að tala dönsku og ekkert nema dönsku við nemendur sína, utan jafnt sem innan skólastofunnar. Nemendur lesa allt námsefnið á dönsku, hvort heldur það fjallar um málfræði, bókmennt- ir, danskt samfélag eða kennslu- fræði greinarinnar. Þeir tjá sig og rökræða um þessi efni á dönsku, munnlega jafnt sem skriflega. Danski sendikennarinn, Ole Berg Serensen, undrast það hversu marg- ir kennarar kenni erlend mál á ís- lensku eins og ekkert sé sjálfsagð- ara. „Islenskir dönsku- ----------- kennarar eru að setja sér mjög þröngar faglegar og kennslufræðilegar skorð- ur með því að láta hjá líða að tala dönsku í tímum,“ segir hann. Vinna á svokölluðu málverkstæði er mikilvægur þáttur í dönskunámi hinna tilvonandi kennara. Þangað mæta þeir reglulega til danska sendikennarans og þjálfa mál sitt. Hver einstaklingur fær leiðsögn við sitt hæfi, þar sem aðeins tveir og tveir nemendur í senn koma í tíma til kennarans. Nemendur eru þjálf- aðir í að nota málið við sem ólíkast- ar aðstæður og virkja orðaforða auk þess sem framburður er slípaður með kennslu í hljóðfræði. „Að tala dönsku á að vera tiltölu- lega afslöppuð athöfn. Það á að vera svo sjálfvirkt að fólk geti talað án þess að þurfa sífellt að vera að hugsa um hvort allt sem það segir sé málfræðilega rétt,“ segir Ole Berg Sorensen. Heimasíða, spjallrásir og tölvupóstur Kennaranemarnir fylgjast grannt með því sem efst er á baugi í dönsku þjóðlífi og menningu. Þeir eru t.d. áskrifendur að dönsku dagblöðun- um og hlusta á þætti úr danska útvarpinu. Þá hefur dönskudeildin einnig tekið upplýsingatæknina í sína þjónustu. „Ég vil taka fram að við erum ekki bara að nota tæknina tækninnar vegna, heldur einfaldlega vegna þess að þetta er skjótvirk leið til þess að afla upplýsinga. Það tekur örskotsstund að afla upplýs- inga um það danska efni sem við erum að fjalla um á hveijum tíma. Þetta er einnig kærkomin leið til þess að komast í tengsl við dönsku- mælandi fólk, t.d. kennara eða jafn- vel heila bekki,“ segir Auður. Kennaranemarnir hafa í samráði við kennara sína útbúið heimasíðu fyrir greinina, þar sem finna má á auðveldan hátt hagnýtar upplýs- ingar sem gagnast kennaranemun- um í námi þeirra og dönskukennur- um í starfi. Slóð heimasíðunnar er http://www.khi.i- s/dansk. Spjall- rásir eru notaðar til skriflegra sam- talsverkefna á dönsku. Samskipti kennara og nem- enda fara oft fram í gegnum tölvu- póst — á dönsku að sjálfsögðu. „Þannig gefur tæknin möguleika á að nota málið til tjáskipta á annan hátt en unnt er í hefðbundmni kennslu. í tungu- málanáminu ríður á að neminn noti málið sem oftast og við sem ólík- astar aðstæður,“ segir Auður enn- fremur. Kennaranám verður að lengja Allt er þetta afar jákvætt en þó að mikil gróska sé í dönskukennsl- unni við Kennara- háskólann telur Auður þann tíma sem danskan fær, sem og aðrar val- greinar, allt of stuttan og því knýjandi nauðsyn að lengja kenn- aranámið um eitt ár, eins og svo lengi hefur verið rætt um. Bóklegt nám í hverri valgrein er nú tólf og hálf eining eða sem svarar aðeins tæplega hálfs árs háskólanámi. „Tungumálakennsla krefst mjög öruggrar fagþekkingar af hálfu kennarans. Hann þarf að hafa tungumálið fullkomlega á valdi sínu, -------- kunna reglur um málnotk- un til hlítar, gjörþekkja menningu viðkomandi lands og vita hvernig hann ætlar að bera sig að við kennsluna. Sá tími sem Talmálsþjálf- un hefur verið vanrækt greinin hefur til ráðstöfunar nú er allt of skammur og algjörlega óraunhæft að reikna með því að hægt sé að ná þessum markmiðum. Ef okkur íslendingum er alvara með að bæta kennsluna í skólum lands- ins, hvort heldur er í stærðfræði, eðlisfræði eða erlendum málum, verðum við að gera stórátak í því að efla fagmenntun kennara," segir Auður að síðustu. Farand- kennarar örva dönsku- kennslu VIÐ tungumálakennslu í íslenskum skólum er lögð allt of mikil einhliða áhersla á að lesa texta á kostnað munnlegrar færni. Það er að minnsta kosti skoðun dönsku far- andkennaranna þriggja sem eru hér á landi í vetur, fara á milli skóla og aðstoða íslenska dönsku- kennara. Þær eru Marianne Folm- er Nielsen á Vestfjörðum, Ulla Brink á Suðurnesji'.m og Lotte Kristensen í Reykjavík. Verkefni þeirra er að örva dönskukennslu í skólum landsins, meðal annars með því að fá nem- endur — og kennara þeirra — til þess að tala dönsku í dönskutímum. En það er þröskuldur sem mörgum hefur reynst erfitt að yfirstíga, ekki síst þar sem margir kennarar hafa ekki fagmenntun í tungumál- inu og því lítið sjálfstraust og litlar forsendur til þess að tala það við börnin. „Það gefur þeim meira sjálfs- traust og hvatningu þegar þau upplifa að þau geta tjáð sig á mál- inu,“ segir Lotte. „Þó að við séum ekki nema eina til fjórar vikur í senn í hverjum skóla finnum við strax að krakkarnir verða mót- tækilegri og óhræddari við að tala, þannig að það þarf ekki að taka svo ýkja langan tíma að ryðja stærstu hindrununum úr vegi,“ segir Ulla. Dönskukennsla fari fram á dönsku — ekki íslensku Þær lýsa undrun sinni yfir því að ekki sé prófað munnlega í Vantar meira danskt áreiti í umhverfið STÖLLURNAR Ingibjörg Anna Arnarsdóttir, Sunna Viðarsdóttir og Steinunn Bjarnadóttir eru á 2. ári í Kennaraháskólanum. Þær eru sammála um að það vanti meira danskt áreiti í umhverfið, danskar myndir í kvikmyndahúsin, danska tónlist í útvarpið og þar fram eftir götunum. Og svo auðvitað fleiri áhugasama og vel menntaða kenn- ara. Þær eru upprennandi dönsku- kennarar og eitt er víst: Ekki vant- ar áhugann og eldmóðinn hjá þeim. Það er ekki laust við að blaðamað- ur fyllist bjartsýni fyrir hönd dan- skrar tungu — og íslenskrar æsku. Á öðru ári hefja kennaranemar nám í tveimur valgreinum sem verða þeirra aðalkennslugreinar í framtíðinni þó að kerfið geri reyndar ráð fyrir að þeir geti líka kennt allar hinar greinarnar! Ingi- björg Anna og Sunna völdu báðar dönsku og íslensku en Steinunn dönsku og ensku. Öll kennsla fer fram á dönsku Allar eru þær mjög ánægðar með dönskukennsluna í Kennaraháskól- anum og segja áhuga kennaranna og metnað vera svo smitandi og hvetjandi að ekki sé hægt annað en að hrífast með. Öll kennslan fer fram á dönsku — og það nær reynd- ar langt út fyrir veggi skólastof- unnar. „Það kemur t.d. aldrei annað til greina en að tala dönsku við Auði, líka þegar við hittum hana hérna á göngunum. Meira að segja þegar við hringjum heim til hennar utan skólatíma verðum við að gjöra svo vel að tala dönsku," segir Sunna. „Þetta hvetur okkur auðvitað til þess að tala dönsku við okkar nem- endur þegar við förum út í grunn- skólana að kenna,“ bætir Steinunn FARANDKENNARARNIR Lotte Kristensen, Marianne Folmer Nielsen og Ulla Brink virða fyrir sér úrvalið af nýjum dönskum bókum á bókasafni Kennaraháskólans. dönsku nema í mesta lagi á stúd- entsprófi. „Tilgangurinn með því að læra tungumál hlýtur að vera sá að við getum talað við annað fólk,“ segir Marianne. Jafnvel þó að kennari telji sig ekki sérlega færan í dönskunni er nauðsynlegt að hann tali hana við nemendur sína, því hvar ættu þeir annars að heyra málið talað? Þær eru sem sagt allar á því, að nauðsynlegt sé að dönskukennsla fari meira fram á dönsku. „Áhrifin frá engilsaxneskri menningu eru gífurleg. Það gerist oftar en ekki þegar ég kem inn í bekkina að lítill pjakkur réttir upp hönd og segir eins og ekkert sé sjálfsagðara „Do you speak Engl- ish?“ — án þess að hafa nokkurn tíma lært ensku í skóla. Þetta sýn- ir okkur hvað það hefur geysilega mikið að segja að börnin heyri tungumálið talað í kringum sig. Þannig myndi norræn sjónvarpsrás hafa ótrúlega mikil áhrif, því að þar með væri danskt talmál komið inn í umhverfið," segir Lotte. Ulla talar um danskt sjónvarps- efni fyrir börn og unglinga sem væri vel til þess fallið að vekja áhuga nemenda á málinu. Hún nefnir sérstaklega unglingaþáttinn Transit, sem svipar til þáttarins Ó í íslenska sjónvarpinu. Góðar viðtökur i skólunum Dönsku farandkennararnir hafa fengið góðar viðtökur í þeim skól- um sem þeir hafa heimsótt. „Allir dönskukennararnir sem við höfum hitt hingað til eru mjög jákvæðir og opnir fyrir því sem við höfum fram að færa,“ segir Marianne. Þær leggja allar á það mikla áherslu að þær séu ekki komnar til þess að segja íslenskum kennur- um fyrir verkum heldur til að miðla af reynslu sinni. Þá er enn ósvarað hinni sígildu spurningu hvernig hinir erlendu gestir kunni við sig á Islandi. Lofs- yrðin um sundlaugarnar og heitu pottana eru ekki spöruð og heldur ekki lýsingarnar á fagurri fjalla- sýn, þorrablótunum, hjálpsemi og gestrisni landans. „Eitt er alveg víst,“ segir Marianne með fjarrænt blik í augum, „ég á eftir að sakna fjallanna á ísafirði." KENNARANEMARNIR Ingibjörg Anna Arnarsdóttir, Sunna Viðarsdóttir og Steinunn Bjarnadóttir. við, „þannig að það skilar sér.“ Hópur dönskunema úr Kennara- háskólanum fór til Danmerkur á námskeið í jólafríinu. Ingibjörg Anna, Sunna og Steinunn eru sam- mála um að þeim tíma hafi verið vel varið. Fyrir utan að silja minnst tvo fyrirlestra á dag, fara í skoðun- arferðir um Norður-Sjáland og borða ógrynnin öll af hinum víð- fræga danska mat var farið í heim- sóknir í kennaraskóla og grunn- skóla. Þær segja námskeiðið hafa verið vel skipulagt í alla staði og mjög gagnlegt. Að heyra talaða dönsku í nokkra daga stanslaust hafí gefíð þeim mikið og svo hafi hópurinn auðvitað þjappast mun betur saman. Landafræði á dönsku og danskt rapp Eftir jól komu svo fjórir af dönsku kennaranemunum sem þau heimsóttu í eins mánaðar æfinga- kennslu í nokkra af grunnskólum Reykjavíkur. „Það tókst bara mjög vel þjá þeim að kveikja áhuga á dönskunni. Mér fannst það reyndar nokkuð djarft hjá þeim að kenna landafræði á dönsku en það gekk nú samt. Svo spiluðu þau líka danskt rapp sem höfðaði mjög til krakkanna," segir Ingibjörg Anna. Eitt af því sem þeim Ingibjörgu Onnu, Sunnu og Steinunni verður tíðrætt um er hversu lítil rækt hafi verið lögð við talmálið í dönskukennslu hér á landi, a.m.k. fram að þessu. Ofuráhersla hafi verið á málfræði og bókmennta- fræðilegri greiningu texta en svo sé fólk tæplega fært um að panta sér kaffibolla i Kaupmannahöfn, hvað þá meira. Þetta horfi þó von- andi til betri vegar með nýjum áherslum í kennaranáminu en það taki þó allt sinn tíma. Þær benda líka á að ástandið sé ekki alls stað- ar jafn slæmt, margir kennarar leggi sig verulega fram og nái góðum árangri með nýstárlegri « kennsluaðferðum en tíðkast hafi hingað til. Þær segjast læra mikið á tím- unum á málverkstæðinu, þar sem nemendur mæta einu sinni í viku, tveir og tveir saman, í hálftíma spjall til danska sendikennarans og þjálfa hagnýta málnotkun og framburð. Einnig þykir þeim sem nýr heimur hafi opnast þeim á al- netinu, sem þær nota óspart til heimildaröflunar. Þá fara þær líka óhikað inn á spjallrásirnar og tala dönsku. Því þær eru sér meðvitað- . ar um mikilvægi þess að fylgjast * með tíman'im og taka upplýsinga- tæknina í sína þjónustu. Eða eins og Auður Hauksdóttir lektor hefur brýnt fyrir þeim: „Þið eruð dönsku- kennarar framtíðarinnar og eigið eftir að vera í kennslu þangað til 2050. Og þá þýðir ekki að silja bara og pijóna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.