Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 33 AÐSENDAR GREIIMAR Ef koldíoxíð væri útflutnings- vara væri allt með felldu FYRRI grein lauk með því að lýst var nokkuð aðferð í sam- skiptum þjóða og fyrir- tækja og hagkvæmri stöðu framleiðenda í skjóli lágs orkuverðs. Merki þess að fram- leiðendur þekki og nýti sér þessa stöðu má finna í samningatækni Columbia Ventures við íslensk stjórnvöld. Mér virðist sem stjórnend- um fyrirtækisins hafi tekist að hræða okkur með tilvitnunum í möguleika á að flytja álver sitt til Venesúela i stað Grund- artanga. Allt í einu virtist kosturinn betri en nokkru sinni fyrr og róa varð öllum árum að þessu marki, sem áður hafði ef til vill ekki verið svo augljóst. Af hlaust sú reginvilla í samningaaðferð að stjórnvöld létu tilbúinn þrýsting mótaðilans hafa áhrif á mat stöðunnar, ef til vill án þess að íhuga eigin styrk, og hugs- anlega aðra kosti en nokkurn samn- ing við Columbia Ventures. Annars er það önnur saga, að stjórnvöld spilla ítrekað samnings- stöðu sinni með því að líta á hvern möguleika sem sinn síðasta. Þannig setja þau sig sjálf í tímaþröng. Einn- ig skiptir þar máli viðhorf í hönnun orkuvera. Þar er alltaf hugsað stórt svo að jaðarorkueining sé sem ódýr- ust og samkeppnishæfust þegar dregur til úrslita um næstu verk- smiðju álframleiðenda, þótt minni jarðvarmastöðvar séu mun vænni gagnvart umhverfinu og jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Til marks um þenslu á álmarkaði má nefna að ekki eru nema örfá ár siðan framleiðendur tóku sig saman um að draga úr framleiðslu til að hækka heimsmark- aðsverð. Einnig er það markvert að margir helstu notendur áls í iðnaði, eins og Audi bílaverksmiðjurnar, nota nýtt ál. Á1 er kjör- ið til endurvinnslu, og þá oft betra en nýtt til _ „ . bílaframleiðslu vegna Freyr Svernsson eiginleika sinna. Samt er auðveldara og jafnvel ódýrara að nota nýjan málm sem notið hefur ríkisstyrkja þeirra landa sem viljug- ust eru til orkusölu án tillits til að- stæðna. Telja má að áhrif álvers á Íslandi sé lítil viðbót við heildarmagn koltví- oxíðs í andrúmsloftinu. En áhrifin vega þyngst gagnvart eigin ímynd og stefnu í íslenskri iðnþróun. Með nýju álveri risi ný varða á braut til iðnþróunar sem stefnir þvert á veg annarra vestrænna ríkja. Þrátt fyrir einstakar aðstæður á íslandi stefnir í allt að 14 prósenta aukningu á losun koltvíoxíðs hér á þessum áratug, og er þar ekki talin með mengun frá iðnaði. Þótt aðild- arríki rammasamningsins hafi skuldbundið sig til að hefta losun gróðurhúsalofttegunda, svo að heild- armagn þeirra verði ekki meira um aldamót en það var árið 1990, eru stjórnvöld að hugleiða stóriðjufram- kvæmdir sem mundu auka losun Með nýju álveri risi ný varða á braut iðnþróun- ar, segir Freyr Sverris- son í seinni grein sinni, sem stefnir þvert á veg annarra vestrænna ríkja. koltvíoxíðs um nær 60 prósent. Þar á ofan koma aðrar gróðurhúsaloft- tegundir sem samanlagt mundu valda meira en tvöföldun „gróður- húsamengunar". Það yrði okkur til málsbóta ef þjóðarframleiðsla ykist þeim mun meira. En svo yrði líklega ekki eins og meðfylgjandi mynd gefur til kynna. Svo kynni að fara innan tíð- ar að losun koltvíoxíðs á Islandi á hverja einingu þjóðarframleiðslu yrði hærri en í Þýskalandi sem berst nú í bökkum við að minnka notkun kola. Meðan aðrar þjóðir Vestur-Evr- ópu reyna að losa sig við stóriðju sína til þróunarlanda (og íslands), og auka þess í stað áherslu á há- tækni og þjónustu, heldur Island sig við hugsunarhátt liðinna tíma þegar þungaiðnaður skipti sköpum fyrir velmegun þjóða. Það á ekki lengur við, og hvergi síður en á íslandi. Til úrbóta Fyrsta verk okkar ætti að vera að skilgreina takmark efnahagsþró- unar okkar. Líklega er markmiðið ekki að framleiða málma. Vandinn Hvers eiga borgar- starfsmenn að gjalda? í NÓVEMBER sl. lagði samninga- nefnd Reykjavíkurborgar fram meginmarkmið borgaryfirvalda í komandi kjarasamningaviðræðum. í þeim er m.a. lögð áhersla á að huga sérstaklega að bættum kjörum lág- launahópa og draga úr launamis- mun. í þeim samningaviðræðum, sem hafa átt sér stað milli Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar og borg- aryfirvalda undanfarna mánuði, hef- ur lítil sem engin umræða átt sér stað um launamál. Samninganefnd starfsmannafélagsins lagði fram skriflega kröfugerð þ. 3. desember 1996 og fullmótaðar launakröfur þ. 4. mars sl. í þeim er m.a. gert ráð fyrir 80.000 kr. lágmarkslaunum í iok samningstímabilsins 1. janúar 1999. Þann 2. apríl gerði samninga- nefnd Reykjavíkurborgar starfs- mannafélaginu munnlegt gagntilboð sem er á svipuðum nótum ef ekki lægra en lægstu samningar sem nú hafa verið gerðir og búið er að fella. Samkvæmt útreikningum hagfræð- ings BSRB á þessu tilboði verða lægstu laun (launaflokkur 602-230) 61.335 kr. við lok samningstímans 1. janúar árið 2000. Er þetta tilboð til þess að bæta kjör láglaunahópa? Á vinnustaða- fundi fyrir skemmstu lýsti borgar- starfsmaður þessari stefnu ágæt- lega. Hann sagði: „Þetta er ekki spurning um peninga heldur sjálfs- virðingu." Hvers eiga borgarstarfs- menn að gjalda? Á fyrrnefndum fundi samninga- nefndanna þ. 2. apríl sl. lagði samn- inganefnd Reykjavíkurborgar til að gerð yrði bókun í komandi samning- um um að gerð verði kjarakönnun um samanburð á launum borgar- starfsmanna og starfsmanna ann- arra sveitarfélaga, könnun sem fæli ekki í sér fyrirheit um breytingar. í umræðum í borgarstjórn þ. 20. mars Einar Ólafsson Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir Jakob Frímann Þorsteinsson Þetta er ekki einvörð- ungu spurning um pen- inga, segja Einar 01- afsson, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir og Jakob Frímann Þor- steinsson, heldur einnig um sjálfsvirðingu. sl. sagði borgarstjóri „ef það er stað- reynd að fólk hér sem vinnur sam- bærileg störf, ber sambærilega ábyrgð og hefur sambærilega menntun, er lægra launað en í öðrum sveitarfélögumn, þá er það auðvitað áhyggjuefni sem við þurfum að tak- ast á við og reyna að vinda ofnn af.“ Samanburður á launum borgar- starfsmanna og starfsmanna ann- arra sveitarfélaga var gerður árið 1991 í samvinnu Starfsmannafélags er að fínna viðvarandi aðferð til hagvaxtar í stað einfaldrar gjaldeyr- issköpunar af sölu hráefnis sem skapar fá störf og dugar enn síður til þess að auka fjölbreytni í efnahag- skerfinu. Mikið væri unnið með því að nýta vatnsorku í formi eldsneytis fyrir flota landsins og farartæki. Núver- andi tækni gerir þetta mögulegt ef notað er vetni, eða vetni sem um- breytt hefur verið í metanól með koltvíoxíði sem unnið yrði úr and- rúmslofti eða afmörkuðum upp- sprettum. Þar mundi sparast stór hluti þess gjaldeyris sem álver skapa og nú er notaður til kaupa á elds- neyti. Japanir eru að þróa tækni til að vinna koltvíoxíð úr útblæstri orkuvera í stórum stíl til blöndunar við vetni svo að gera megi úr auð- meðfarið eldsneyti. Þannig má „end- urvinna" koltvíoxíð endalaust sem hjálparefni í orkuflutningi og með- Með því að velja efnahagsþróun íslands farveg aukinnar mengunar fyrir hveija einingu þjóðarfram- leiðslu, og binda þjóðarhag í enn nýja fjötra hráefnissölu í stað unn- innar vöru, skipar ísland sér í hóp þróunarlanda frekar en þeirra fáu sem megna að tileinka sér bestu aðferðir sem mögulegar eru. Við ættum hins vegar að kostgæfa að nýta aðstöðu okkar sem best með því að leggja eigin orku, þekkingu og getu á borð alþjóðlegs samstarfs um þróun og nýtingu nýrrar tækni. Þeir sem ekki þekktu til álvera kynnu að halda að í Straumsvík væri koltvíoxíðsverksmiðja með ál sem aukaafurð. Þess vegna getum við harmað að skilgreining umhverf- isráðuneytisins á mengun frá nýju álveri er röng; koltvíoxíð er ekki útflutningsvara heldur mengun ein, og telst öll ábyrgð á henni okkar eigin. Að lokum vil ég segja að það er merki þess að mikið bjátar á þegar svo margir bregðast við af mikilli ástríðu í umræðu um stóriðju. Lík- lega liggur meira við en eitt álver. Þá er stund til að hugleiða hvernig efnahagsþróun á íslandi þurfi að vera háttað í framtíðinni, að hún færi þjóðinni allri samkennd og stolt, en ekki súr í auga. ferð. Reyndar gæti slík aðferð reynst hagkvæmari en áætlun um sæstreng til Evrópu. Spara mætti kostnað af gerð strengsins og flytja heldur ork- una í formi metanóls, um borð í skipum, á hvern þann markað sem hæst byði. í Þýskalandi eru veittir styrkir sem nema u.þ.b. fjórum milljörðum króna árlega til rannsókna og þró- unar tækni til nýtingar vetnis sem eldsneytis. Þjóðverjar hafa einnig varið tugum milijarða á síðustu árum til umhverfisverndar í öðrum löndum og oft í þeim tilgangi að skapa eigin tækni og umhverfis- vænum vörum markaði. Þróunars- amvinna við lönd eins og Þýskaland og Japan gæti lagt grunn að sam- göngukerfi á íslandi þar sem ein- göngu væri notuð innlend orka, og mun fyrr en flesta grunar. Hvergi eru aðstæður til_ þróunar slíkrar tækni betri en á íslandi. í áætlun fyrir ísland er gert ráð fyrir að nýjar verksmiðjur verði reistar með jöfnu millibili fram til 2010, þ.e. álver á Grundartanga og stækkun járnblendiverksmiðjunnar fyrir árið 2000, álver á Keilisnesi 2005 og magnesíumverksmiðja fyrir 2010. Áætlun fyrir Þýskaland mið- ast við áætlanir IBRD um hagvöxt og tölur frá WEC um koltvíoxíð. Samkvæmt núverandi stefnu ætlar Þýskaland að draga úr losun koltví- oxíðs mun meira fyrir árið 2010 en gert er ráð fyrir í þessu línuriti, eða um 30 prósent frá því sem var 1990. Hér er þess í stað gert ráð fyrir að dragi úr losun koltvíoxíðs um 6 pró- sent í samræmi við tölur frá WEC. Höfundur er við doktorsnám við Fletcher School of Law and Diplomacy í Boston í Bandaríkjunum. Reykjavíkurborgar og Reykjavíkur- borgar. Sá samanburður leiddi í ljós að starfsmenn Reykjavíkurborgar voru almennt lægra launaðir en starfsmanna annarra sveitarfélaga. Samkvæmt nýjasta hefti Kjararann- sóknarnefndar opinberra starfs- manna (KOS, okt. 1996) hefur borg- arstarfsmaðurinn að meðatali 8% lægri dagvinnulaun en maður í sam- bærilegu starfi hjá nágrannasveitar- félögunum og er munurinn 12% þeg- ar heildarlaun eru skoðuð. Grundvöllur góðrar þjónustu hjá borginni er starfsfólkið. Hluti af ímynd borgarinnar er fólkið sem þar starfar. Því betur sem búið er að starfsmönnum, því hæfari eru þeir að sinna starfi sínu af þekkingu og alúð. Það hlýtur því að skjóta skökku við að þessir starfsmenn séu minna metnir en starfsmenn annarra sveit- arfélaga og ekki til sóma fyrir Reykjavíkurborg. Höfundar eru í samninganefnd Starfsmannafélags Reykja víkurborgar. Byggingaplatan \^][S(2X§ sem allir hafa beðið eftir ^ílllSsÆ' byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gölf byggingaplatan er eldþolin vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi ^Ællsí©5 byggingaplatan er hægt að nota úti sem inni ^5B[ð©S' byggingaplatan er umhverfisvæn byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. ÞÞ &co Leitið frekari upplýsinga Þ. ÞORGRÍNSSON & CO ÁRMÚLA 29 • S: SS3 8640 & S68 6100 Brúðhjón Allur bordbunadur Glæsilcq gjdfdvara Bníðdihjónalistar VERSLUNIN Lnugnvegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.