Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 53 I 3 I > ) I J 9 I I « \ í 4 4 4 ( ( ( ( FRÉTTIR V er kamannaf élagið Dagsbrún Rangfærsl- um mótmælt MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Dags- brún: „í frétt Morgunblaðsins fimmtu- daginn 3. apríl sl. birtir blaðið álykt- un frá aðalfundi Mjólkursamsölunnar í Reykjavík sem haldinn var 21. mars sl. I ályktuninni er veist að Verka- mannafélaginu Dagsbrún með röng- um fullyrðingum og segir þar m.a.: „Ósanngjarnt er að Mjólkursamsalan skuli vegna eðlis starfsemi sinnar vera ítrekuð notuð með þeim hætti sem raun ber vitni til að auka ver- kallsþrýsting Dagsbrúnar." Bent er á í því sambandi að ýmsir samkeppn- isaðilar, s.s. gosdrykkjaframleiðend- ur, geti starfað áfram óáreitt í verk- falli Dagsbrúnarmanna. Verkamannafélagið Dagsbrún vill benda á að síðan 1977 hefur aðeins einu sinni verið boðað verkfall hjá Mjólkursamsölunni. Árið 1991 var boðað verkfall en það kom aldrei til framkvæmda vegna þess að samið var áður en til þess kom. Þá komu hins vegar til framkvæmda bæði verk- föll hjá skipafélögum og olíufélögum. Þess vegna á það við engin rök að styðjast þegar sagt er að Mjólk- ursamsalan hafi ítrekað verið notuð í verkfallsátökum Dagsbrúnar. Það er mjög ósmekklegt að bera fram rangfærslur af þessu tagi á viðkvæmu stigi afgreiðslu kjara- samninga. Dagsbrún vill benda á að félagið hefur ætíð átt í vinsamlegum sam- skiptum við Mjólkursamsöluna, sér- staklega meðan fyrirtækið var ekki aðili að Vinnuveitendasambandi ís- lands.“ -----»--------- Helgarferð til Mallorca í TILEFNI 5 ára afmælis ferðaskrif- stofunnar Heimsferða, verður hún með sérstaka hvítasunnuferð til Mall- orca hinn 15. maí. Um er að ræða eina af mörgum sérferðum á sérkjör- um, sem fyrirtækið býður upp á í tilefni afmælisins. I fréttatilkynningu frá ferðaskrif- stofunni segir að flogið verði utan á fimmtudagseftirmiðdegi kl. 17.15 og dvalið á Palma Nova-ströndinni fram á mánudag. Beint flug er báðar leiðir og íslenskir fararstjórar Heimsferða bjóða kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Verð ferðarinnar er frá 19.930 krónum, flug og gisting á þriggja og flögurra stjömu hótelum. -----------♦ ♦ ♦----- Vitni vantar LÖGREGLAN í Reykjavík leitar að vitni að ákeyrslu eða tjónvaldinum, en um er að ræða atvik sem átti sér stað miðvikudaginn 2. apríl sl. Þá var ekið á mannlausa bifreið, LV-503, af gerðinni Honda Aecord, einhvern tímann á milli klukkan 13 og 16, annað hvort á stæði fyrir utan Blómaval eða á lóð Landspítal- ans við Barónsstíg. Vitni að atburðum og þá helst öku- maður bílsins sem tjóninu olli, eru beðin að hafa samband við rannsókn- ardeild lögreglunnar í Reykjavík. -----------♦ ♦ ♦----- Sunnudaga- skólaferð * Arbæjarkirkju SUNNUDAGASKÓLI Árbæjar- kirkju fer í sitt árvissa ferðalag í lok vetrarstarfsins laugardaginn 12. apríl. Farið verður sem leið liggur til Þingvalla, staðurinn skoðaður og fjölskyldustund verður í Þingvalla- kirkju og farið verður í leiki. Lagt verður af stað frá Árbæjar- kirkju kl. 12 og fyrirhuguð heim- koma verður milli kl. 16 og 17. Nánari upplýsingar og skráning er í kirkjusíma föstudaginn 11. apríl milli kl. 12-15. VILLA Nova, Sauðárkróki. ANGRÓ, Seyðisfirði. GUDMANNS minde, Aðalstræti 14, Akureyri. 45 milljónir til við- halds gamalla húsa Á FUNDI Húsfriðunarnefndar ríkisins þann 2. apríl sl. voru sam- þykktar styrkveitingar úr Hús- friðunarsjóði fyrir árið 1997. Veittir voru 158 styrkir, samtals að upphæð 44.795.000, aðaliega til endurbygginga og viðhalds gamalla húsa um land allt. Sú nýbreytni var tekin upp á síðasta ári að veita stóra styrki, að upphæð ein milljón hver, til verkefna í hveijum landshluta í samræmi við nýja stefnumörkun Húsfriðunarnefndar. Þessi styrk- ur hefur nú verið hækkaður í 1.100.000 kr. Eftirtalin hús fengu slíkan styrk: Vesturgata 3, Hlaðvarpinn, Reykjavík, byggingarár 1885- 1903, Pakkhús í Flatey, 1865- 1918, Edinborgarhúsið, ísafirði, 1907, Villa Nova, Sauðárkróki, 1903, Gudmanns Minde, Aðal- stræti 13, Akureyri, 1836 og An- gró, Seyðisfirði, byggt árið 1881. Ennfremur var veittur 900.000 kr. styrkur til Syðstabæjarhúss- ins í Hrísey. Aukin áhersla hefur verið lögð á gerð húskannana samhliða útgáfu leiðbeininga um gerð þeirra, en veittir voru 700.000 kr. styrkir til þessara verkefna í Hafnarfirði og á Sauð- árkróki. Húsfriðunarnefnd stjórnar Húsfriðunarsjóði en hlutverk sjóðsins er að veita styrki til við- halds og endurbóta á friðuðum húsum og mannvirkjum. Enn- fremur til húsa, sem hafa menn- ingarsögulegt eða listrænt gildi að mati nefndarinnar. Sjóðurinn styrkir einnig verkefni sem stuðla að rannsóknum á íslensk- um byggingararfi og útgáfu rita þar að lútandi. í Húsfriðunarnefnd sitja eftir- taldir: Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt, formaður, Guðný G. Gunnarsdóttir, forstöðumaður Minjasafns Akureyrar, Guð- mundur Gunnarsson, arkitekt, Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrarbakkahrepps og Þór Magn- ússon, þjóðminjavörður. Fram- kvæmdastjóri Húsfriðunarnefnd- ar er Magnús Skúlason, arkitekt. Hvaða ííki fá fyrst inngöngu í NATO? PAVOL Hamzík, utanríkisráðherra Slóvakíu, flytur erindi um stækkun NATO séða frá bæjardyrum Slóvaka á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varð- bergs í Skála, 2. hæð, Hótel Sögu, í dag kl. 17. „Sú stund nálgast að Norður-Atl- antshafsbandalagið ákveður hvaða ríki fyrrum Austur-Evrópu fái fyrst fulla aðild að bandalaginu. Umræð- an um stækkunina í austur hefur magnast stig af stigi undanfarin 2 til 3 ár. Nýverið var hún til að mynda efst á baugi leiðtogafundar Clintons og Jeltsíns í Helsinki. Utanríkisráðherra Slóvakíu, Pavol Hamzík, er væntanlegur í opinbera heimsókn til íslands og hafa félögin beðið hann um að flytja erindi um stækkun NATO séða frá bæjardyr- um Slóvaka. Pavol Hamzík er fæddur í ágúst 1954 í Tékkóslóvakíu sem þá var. Hann lauk stúdentsprófi frá laga- deild Comenius háskólans í Brat- islava árið 1978. Hamzík stundaði almenn lögfræðistörf um nokkurra ára skeið eða þar til hann hóf störf í tékkneska utanríkisráðuneytinu 1984. Hann var í sendiráði Tékkósló- vakíu í Danmörku 1985-89, þegar hann hóf þriggja ára nám við The Diplomatic Academy í Moskvu. Hann var varaformaður tékknesku sendinefndarinnar á ráðstefnunni um Samningana um fækkun venju- legra vopna í Evrópu (CFE) í Vín 1991-92. Hamzík sat í sendinefnd lands síns á Ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu - RÖSE. Á j árunum 1993-94 var hann formaður 5 sendinefndar Slóveníu á ráðstefnu UNO og svo ráðstefnu Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu - ÖSE í Vín sama ár. Frá 1994 til 1996 var Hamzík sendiherra Slóvakíu í Bonn. Hamzík varð utanríkisráð- herra Slóvakíu í ágúst 1996. Hann og eiginkona hans eiga tvær dætur. Fundurinn er opinn félagsmönnum SVS og Varðbergs, auk þess öllu áhugafólki um erlend málefni og þró- un öryggis- og stjórnmála í Evrópu. S taðgreiðslu verð: 9.800 kr. húsgögn Ármúla 44 • sími 553 2035
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.