Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 9
FRÉTTIR
Fáar fjölskyldur eftir við
Búrfellsvirkjun
„Ég sat eftir“
„ÉG KOM hingað vorið 1969.
Þá var verið að prófa vélarnar
og safnað saman þeim mann-
skap í landinu sem hafði reynslu
á þessu sviði. Ég sat eftir,“ sagði
Helgi Arason sem verið hefur
aðstoðarstöðvarstjóri Búrfells-
virkjunar frá því hún var gang-
sett.
Helgi og Hólmfríður Haralds-
dóttir kona hans hafa alla tíð
búið í íbúðahverfinu við Búrfells-
virkjun. I upphafi settust 20
starfsmenn virkjunarinnar að í
hverfinu auk starfsmanna verk-
takanna sem á þeim tíma voru
við framkvæmdir á svæðinu.
Þetta hefur breyst, nú eru aðeins
4 eða 5 fjölskyldur eftir með
heimili á svæðinu. „Já, það er
orðið ansi þunnskipað hérna,“
segir Helgi. Starfsmennirnir eru
búsettir á Selfossi og í Reykjavík
og hluti starfsmanna kemur úr
sveitinni, það er að segja Gnúp-
verjahreppi, og næstu hreppum.
Aðeins um 30 starfsmenn eru
á launaskrá Búrfellsvirkjunar
auk þess sem nokkrir starfsmenn
eru við Hrauneyjar og Sigöldu.
Á næstu mánuðum og árum
verða miklar framkvæmdir á
virkjanasvæðinu. Sultartanga-
stífla verður hækkuð og byggt
stöðvarhús og grafin göng og
skurðir Sultartangavirkjunar,
auk vinnu við vatnsmiðlun. Á
vegum verktakanna verða þarna
mörg hundruð manns.
Fluttu með börnunum
Þegar fólkið var sem flest, á
fyrstu árum virkjunarinnar,
voru tvær verslanir i hverfinu
en þær hættu báðar á svipuðum
tíma. Þá var margt ungt fólk í
hverfinu og fjöldi barna í skóla
í Árnesi og síðan á Flúðum.
„Þjóðfélagið hefur breyst.
Þegar við fluttum hingað þótti
flestum sjálfsagt að konurnar
væru heimavinnandi. Eina vinn-
an sem þær gátu fengið hér var
við ræstingar og mötuneyti en
það féll illa að vöktum eigin-
mannanna. Þetta byrjaði þó ekki
Vikutilboð
20-50% afsláttur af herraskyrtum og herrabolum.
Nýtt - Nýtt
Sundföt, kjólar, bolir, blússur og peysur.
Póstsendum.
cos
Glæsibæ, sími 588 5575.
Vönduðu ítölsku gönguskómir
á dömur og herra
Nýr léttur og nettur dömuskór með öndun
• Gritex einangrun með öndun •Vatnsvarið leður •SUPPORT
stuðningur í hæl *Soðin hlífðarrönd upp á hliðar •Bólstraðir ökklapúðar
• TERMOFORM innrisóli • Heil og lokuð tunga (vatnstunga)
• Grófur TREKKING - göngusóli með dempun á herraskónum • Léttur
TREKKING - göngusóli með dempun á dömuskónum • Fást í brúnu
Opið virka daga frá 8-18 og iaugardaga frá 10-14.
Grandagarði 2, Reykjavík, sími 552-8855, grænt númer 8006288.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
HÓLMFRÍÐUR Haraldsdóttir og Helgi Arason á heimili sínu
við Búrfellsvirkjun.
að riðlast fyrr en börnin komust
á framhaldsskólaaldur. Þá varð
fólk að koma upp aðstöðu fyrir
þau í bænum, konurnar fóru á
eftir til að sjá um heimilið þar
því þær höfðu lítið við að vera
hér og þá var orðið stutt í að
karlarnir færu líka,“ segir Helgi
þegar hann er beðinn um að
lýsa þróuninni. Flestir halda þó
hálfu húsi við Búrfellsvirkjun
og fara heim í vaktafríum.
Hestamennska og golf
Helga og Hólmfríði hefur lík-
að vel að búa við Búrfellsvirkj-
un. „Ég hafði mikil verkefni að
hugsa um, að láta þetta allt
ganga. Og ég væri ekki búinn
að vera hér í 27 ár nema af því
að mér hefur líkað vel,“ segir
hann. Þeim fannst Búrfellsvirkj-
un ekki einangruð á meðan þar
bjó margt fólk. „Það er frekar
að maður fái það á tilfinninguna
núna en það vill til að við erum
flest á svipuðum aldri sem búum
hér,“ segir hann.
Um 130 km akstur er til
Reykjavíkur og 70 á Selfoss og
vegirnar hafa batnað ár frá ári.
Nú er bundið slitlag komið á
meginhluta leiðarinnar og unnið
að lagfæringum á versta farar-
tálmanum, veginum um Gauks-
höfða. Þó vegirnir séu góðir
skreppa menn tæplega í bíó eða
leikhús. Það hefur þó komið
fyrir.
Fólkið sem býr við Búrfells-
virkjun kemur saman hálfsmán-
aðarlega til að spila félagsvist.
Landsvirkjun byggði hesthús
fyrir starfsmennina og stunda
nokkrir þá íþrótt. Helgi segist
aldrei hafa tekið þátt í hesta-
mennskunni en hann er þeim
mun áhugasamari um golfið.
Starfsmennirnir eru að koma
sér upp golfvelli, átta holur eru
þegar komnar og von á fleirum.
Segir hann að áhuginn sé að
aukast.
BERGSTAÐASTRÆTI 37, SÍMI: 552 57 00, FAX: 562 30 25, NETFANG: holt@centrum.is
CHATEAUX.
MATREIÐSLUMAÐURARSINS 1997
Hákon Már Örvarsson
VÍNÞJÓNN ÁRSINS 1997
Haraldur Halldórsson
HAFÐU ÞAÐ FYRSTA FLOIÁKS
- ÞAÐ GERUM VIÐ.