Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 19 __________________ERLENT Pílagrímaflug í trássi við refsiaðgerðir SÞ Reuter ÍRASKIR pílagrímar fórna kindum á flugvellinum í Bagdad áður en þeir stiga upp í flugvél sem flutti þá til Saudi-Arabíu í gær. Dubai. Reuter. ÍRAKAR sendu í gær flugvél með pílagríma til Saudi-Arabíu í trássi við refsiaðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem hafði áður hafnað beiðni þeirra um að fá að senda flug- vélar með pílagríma til Mekka. Flugvélin, sem er af gerðinni Ilj- úshín 76, fór frá Bagdad og lenti á flugvellinum í Jeddah. Þetta er í ann- að sinn á þessu ári sem flugvél er heimilað að lenda í Saudi-Arabíu í trássi við refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna. Áður hafði líbýsk flugvél flutt pflagríma til Jeddah 29. mars þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefði bannað slíkt flug árið 1995 vegna sprengjutilræðisins í þotu bandaríska flugfélagsins Pan Am yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988. írösk flugvél flyt- ur pílagríma til Mekka Stjórnarerindrekar í Saudi-Arabíu sögðu að þarlend stjórnvöld teldu sig ekki geta meinað múslimum með gildar vegabréfsáritanir að fara í pílagrímsferðir til Mekka. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti refsiaðgerðirnar gegn Irökum eftir innrás þeirra í Kúveit árið 1990, sem varð til þess að Saudi-Arabía og fleiri Persaflóaríki slitu stjórnmálasambandi við þá. Einn pílagrímanna, sem fóru frá Bagdad, kvaðst staðráðinn í að kom- ast til Mekka eða deyja sem píslar- vottur á leiðinni. Aðrir sögðust vera of veikir til að geta ferðast landleið- ina til Mekka, sem er um 2.000 km. 104 pílagrímar voru í flugvélinni, þar af 40 konur. Háttsettir íraskir embættismenn, þeirra á meðal tveir ráðherrar, voru viðstaddir kveðjuathöfn á flugvell- inum í Bagdad áður en flugferðin hófst. Abdul-Muneim Ahmed Saleh, trúmálaráðherra íraks, sagði stjórn- ina hafa sent flugvélina til Saudi- Arabíu af „mannúðarástæðum". „Við skorum á bræður okkar í músl- imaheiminum að gefa gaum að þessu óréttláta banni, sem heiðingjalöndin hafa sett og arabísk og íslömsk ríki tekið þátt l.“ Um 1.000 írakar fóru landleiðina til Saudi-Arabíu á þriðjudag og voru fyrstu írösku pflagrímarnir sem farið hafa til Mekka frá árinu 1994. Saleh sagði að samtök íslamskra ríkja, OIC, hefðu heimilað írökum að senda 20.000 pílagríma til Mekka á ári en það hefði ekki verið hægt vegna refsiaðgerðanna. Ætiast er til að allir múslimar fari í pílagríms- ferð til Mekka að minnsta kosti einu sinni á ævinni ef þeir geta. Hvar sem á Mégane Classic er litið, segir allt: „Velkomin um borð". Hvertsmá- atriði snýst um að gera ökuferöina ánægjulega. Ökumannssætið er sem hannað sérstaklega fyrir þig og skýringin er einföld: Gott rými fyrir fætur og olnboga, og ekki síst fjölbreyttir stillingarmöguleikar á sætinu. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 553 1236 RENAULT FER Á KOSTUM MEISTARAVERK Mégane Classic er að sjálfsögðu með vökva- og veltistýri og er fjarstýring útvarpsins á armi við stýrið. Öllum öryggisatriðum ervandlega sinnt, þar má m.a. telja loftpúða við framsæti, þrjú þriggja punkta bílbelti og höfuðpúða í aftursætum, bílbeltastrekkjara og höggdeyfa á bílbeltum, krumpusvæði, tvo öryggisbita í hurðum, sérstaklega styrktan topp og botn o.fl. Farangur 5 manna fjölskyldu rúmast auöveldlega í 510 lítra farangursrými þessa fallega bíls. Allt þetta gerir Mégane Classic að einum öruggasta og þœgilegasta bíl sem völ er á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.