Morgunblaðið - 10.04.1997, Side 19

Morgunblaðið - 10.04.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 19 __________________ERLENT Pílagrímaflug í trássi við refsiaðgerðir SÞ Reuter ÍRASKIR pílagrímar fórna kindum á flugvellinum í Bagdad áður en þeir stiga upp í flugvél sem flutti þá til Saudi-Arabíu í gær. Dubai. Reuter. ÍRAKAR sendu í gær flugvél með pílagríma til Saudi-Arabíu í trássi við refsiaðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem hafði áður hafnað beiðni þeirra um að fá að senda flug- vélar með pílagríma til Mekka. Flugvélin, sem er af gerðinni Ilj- úshín 76, fór frá Bagdad og lenti á flugvellinum í Jeddah. Þetta er í ann- að sinn á þessu ári sem flugvél er heimilað að lenda í Saudi-Arabíu í trássi við refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna. Áður hafði líbýsk flugvél flutt pflagríma til Jeddah 29. mars þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefði bannað slíkt flug árið 1995 vegna sprengjutilræðisins í þotu bandaríska flugfélagsins Pan Am yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988. írösk flugvél flyt- ur pílagríma til Mekka Stjórnarerindrekar í Saudi-Arabíu sögðu að þarlend stjórnvöld teldu sig ekki geta meinað múslimum með gildar vegabréfsáritanir að fara í pílagrímsferðir til Mekka. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti refsiaðgerðirnar gegn Irökum eftir innrás þeirra í Kúveit árið 1990, sem varð til þess að Saudi-Arabía og fleiri Persaflóaríki slitu stjórnmálasambandi við þá. Einn pílagrímanna, sem fóru frá Bagdad, kvaðst staðráðinn í að kom- ast til Mekka eða deyja sem píslar- vottur á leiðinni. Aðrir sögðust vera of veikir til að geta ferðast landleið- ina til Mekka, sem er um 2.000 km. 104 pílagrímar voru í flugvélinni, þar af 40 konur. Háttsettir íraskir embættismenn, þeirra á meðal tveir ráðherrar, voru viðstaddir kveðjuathöfn á flugvell- inum í Bagdad áður en flugferðin hófst. Abdul-Muneim Ahmed Saleh, trúmálaráðherra íraks, sagði stjórn- ina hafa sent flugvélina til Saudi- Arabíu af „mannúðarástæðum". „Við skorum á bræður okkar í músl- imaheiminum að gefa gaum að þessu óréttláta banni, sem heiðingjalöndin hafa sett og arabísk og íslömsk ríki tekið þátt l.“ Um 1.000 írakar fóru landleiðina til Saudi-Arabíu á þriðjudag og voru fyrstu írösku pflagrímarnir sem farið hafa til Mekka frá árinu 1994. Saleh sagði að samtök íslamskra ríkja, OIC, hefðu heimilað írökum að senda 20.000 pílagríma til Mekka á ári en það hefði ekki verið hægt vegna refsiaðgerðanna. Ætiast er til að allir múslimar fari í pílagríms- ferð til Mekka að minnsta kosti einu sinni á ævinni ef þeir geta. Hvar sem á Mégane Classic er litið, segir allt: „Velkomin um borð". Hvertsmá- atriði snýst um að gera ökuferöina ánægjulega. Ökumannssætið er sem hannað sérstaklega fyrir þig og skýringin er einföld: Gott rými fyrir fætur og olnboga, og ekki síst fjölbreyttir stillingarmöguleikar á sætinu. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 553 1236 RENAULT FER Á KOSTUM MEISTARAVERK Mégane Classic er að sjálfsögðu með vökva- og veltistýri og er fjarstýring útvarpsins á armi við stýrið. Öllum öryggisatriðum ervandlega sinnt, þar má m.a. telja loftpúða við framsæti, þrjú þriggja punkta bílbelti og höfuðpúða í aftursætum, bílbeltastrekkjara og höggdeyfa á bílbeltum, krumpusvæði, tvo öryggisbita í hurðum, sérstaklega styrktan topp og botn o.fl. Farangur 5 manna fjölskyldu rúmast auöveldlega í 510 lítra farangursrými þessa fallega bíls. Allt þetta gerir Mégane Classic að einum öruggasta og þœgilegasta bíl sem völ er á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.