Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓN
HALLDÓRSSON
+ Jón Halldórsson
fæddist á Stór-
ólfshvoli í Hvol-
hreppi í Rangár-
vallasýslu 11. októ-
ber 1918. Hann lést
á heimili sínu
Reykjavík 28. mars
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Grensáskirkju 9.
^ apríl.
Það er enginn afi
nema hann reyki pípu.
Þetta voru þín seinustu
orð til mín eftir lítið spjall í gegnum
síma rétt áður en þú kvaddir þennan
heim með reisn. Með þínu lífi sýndir
þú mér hversu einfalt væri að vera
sáttur við lífið og tilveruna. Það er
ekki langt síðan við vorum að ræða
um ýmis mál og þegar þú sagðir við
mig að maður yrði að fara eftir hjart-
anu, að hartað gæfi manni svörin
og að þangað ætti ég að leita. Þetta
var ekki fyrsta ráðið sem þú gafst
mér og ekki það síðasta því að ég
læri mest af því að skoða lífsmáta
þinn sem er umtalaður vegna þess
hversu heill þú varst í allri ákvarð-
anatöku og hversu auðveldlega þér
tókst að láta fólki þykja vænt um
þig. Þú tókst fólki eins og það var
og dæmdir engan, þú varst þér
meðvitandi um vandamál þeirra sem
voru í kringum þig og varst ekki í
rónni fyrr en þú gast skorist i leik-
inn og hjálpað til. Aldrei heyrði ég
þig kvarta yfir neinu sem kom við
þig en þú varst fljótur að taka upp
hanskann fyrir aðra og gerðir allt
sem í þínu valdi stóð til að gera
öðrum lífið létt. Allar þær gjafir og
allt sem þú lagðir á þig til að láta
öðrum líða vel verður aldrei gleymt
heldur geymt í minningu um besta
afa í heimi. Það segir mér líka meira
en mörg orð að allir mínir vinir
þekktu þig sem minn afa og ekki
spara ég orðin þegar ég tala um
þig, elsku afi minn. Núna ertu með-
al ástvina þinna og finnur eflaust
aldrei meiri frið en nú. Þú sagðir
mér að þú hræddist ekki dauðann
og það að deyja væri hinn eðlileg-
asti hlutur, sem og hann er. Þegar
ég horfði á þig í gegnum tárin eftir
að þú hafðir kvatt þennan heim gat
ég séð hversu vel þér leið og hversu
-^sáttur þú mátt vera með þína tilvist
hér í þessu lífi. En erfitt var að
hugsa til þess að þig sæi maður
ekki aftur. Sorgin var mikil og verð-
ur föstudagurinn langi alltaf til að
minna mann á hversu mikið maður
missti þann dag árið 1997.
Aldrei á ég eftir að gleyma öllum
þeim ferðum sem farnar voru með
okkur afastrákana niður að höfn að
skoða bátana og alltaf urðu von-
brigðin jafn mikil þegar enginn bát-
ur fannst með nafni mínu en alltaf
lágu bátar í höfn sem hétu annað-
hvort Nonni, Bjarni, Andri eða Þor-
lákur. En vonbrigðin fóru alltaf þeg-
ar við tókum aukarúnt til að skoða
leigubílastöðina Steindór sem hét
~ það sama og ég. Ófáar voru ferðinar
uppí sumarbústað og allar minningar
um þær snúast um hversu mikið var
gert til að hafa börnin sem ánægð-
ust. Með fáum orðum er hægt að
segja að allar mínar óskir fékk ég
uppfylltar hjá afa og ömmu. Þegar
sjúkdómurinn minn fór að gera vart
við sig þá fjarlægðist ég ykkur en
þið fylgdust alltaf með að allt væri
í lagi. í hvert skipti sem ég hitti
ykkur voru seinustu orð ykkar „ef
það er eitthvað sem við getum gert
eða ef eitthvað er að, ekki hika við
að tala við okkur“. Oft kom ég með
* vandamál, stór og smá og var þeim
alltaf kippt í lag eftir að þið vissuð
um þau. Hversu illa sem sjúkdómur-
inn lék mig datt ykkur aldrei annað
í hug en að ég myndi ná mér sem
ég og gerði með því að gera það
sama og þú, afi góður, gerðir á hveij-
um degi, að lifa í deginum og leyfa
honum að klárast áður en næsti
X verður tekinn fyrir, hafa markmið
og vinna að þeim markvisst. Þetta,
og svo margt fleira,
kenndir þú mér og
sýndir mér fordæmi um
að það væri hægt með
því að gera allt vel sem
þú tókst þér fyrir hend-
ur. En ekki náðist að
vinna á sjúkdómnum
fyrr en amma var farin
yfir móðuna miklu og
tók það mig sárt þegar
það fór að skýrast fyrir
mér að amma væri far-
in og eftir sat afi. Það
gladdi mig mikið í hvert
skipti sem ég gat hjálp-
að þér á einhvern hátt,
hversu lítið sem það var og tók ég
það upp eftir þér að bjóða hjálp
mína hvenær sem er við hveiju sem
er, á öllum tímum sólarhrings og
lærði ég það hjá þér að bara að vita
af því að hjálpin stæði til boða var
mikil hjálp í þessari lífsbaráttu. En
þú varst þannig gerður að þú vildir
ekki vera uppá neinn kominn og var
hugsun þín alltaf hjá þeim sem
minna mega sín.
Þú varst mikill reglumaður og
allt varð að hafa sína röð og reglu.
Skipulag á öllum hlutum hjá þér var
til fyrirmyndar og alltaf mátti gott
batna.
Það er ekki hægt að minnast þín
með orðum án þess að minnast á
það hversu mikill safnari þú varst.
Allt sem komst í hendur þér var
dýrmætt og þess virði að geyma til
seinni tíma enda vannstu mörg verð-
laun fyrir frímerkja- og kortasöfn-
un. Þá er þess að minnast er þú
komst á daginn með allskyns frí-
merki og kort til að deila áhuga-
máli þínu með barnabörnum og
skiptir öllu góssinu á milli þeirra og
hjálpaðir til við að halda þessu öllu
saman í röð og reglu. Fallega heimil-
ið þitt á Nálsgötu 86 gat lýst þinni
manngerð á margan hátt. Fyrir
mann sem ekki hafði komið til þín
reglulega var hægt að vera í langan
tíma að skoða allt það sem þú hafðir
í kringum þig og allt átti sína sögu.
Þar á meðal var eitt sverð sem allt-
af varð áhugaverðara þangað til einn
daginn að þú gafst þér góðan tíma
til að segja mér söguna í kringum
þetta sverð og leyfðir mér að halda
á því og tókst myndir af mér með
það. Þetta var dæmigert fyrir þig;
að gera ævintýri úr öllu svo að ég
gleymdi mér um stund. Það er eins
og það hafi gerst í gær þegar ég
minnist þess þegar ég var polli og
var með flensu eða hita. Þú komst
reglulega í heimsókn og gafst þér
góðan tíma til að vera hjá mér og
komst alltaf með eitthvað að drekka
og narta í. Þetta lagðir þú í vana
þinn að gera þegar einhver var veik-
ur. Þú varst fólki innan handar til
að gera allt sem í þínu valdi stóð
til að láta öllum líða sem best. Þær
voru ekki fáar ferðinar sem þú fórst
til barnabarnabarns eins með malt
í veikindum þess enda fékkstu viður-
nefnið afi malt. Þú varst mikiil dýra-
vinur og minnist ég þess að fyrsta
dýrið sem ég eignaðist var naggrís
sem þú gafst okkur bræðrunum. Öll
dýr áttu uppá pallborðið hjá þér og
tók það þig sárt að sjá þau deyja.
Alltaf voru öll dýr velkomin inná
þitt heimili og ekki voru fáar ferðirn-
ar með hundinn minn uppí sumarbú-
stað til þín þar sem þú naust þín í
botn að sjá hversu honum leið vel
þar. Það tekur mig sárt að vita að
þú sért horfinn frá ástvinum þínum,
en til annarra ástvina ertu kominn
og það er nokkuð ljóst að þú unir
þér vel á þeim stað. Þú saknaðir
ömmu mikið en nú ertu komin til
hennar. Ég á eftir að sakna þín sárt
og minnast þín á hveijum degi þang-
að til ég kem til þín. Ég hætti ekki
að læra af þér og kem til með að
hafa þig sem fordæmi svo lengi sem
hægt er. Þú sýndir mikið æðruleysi
og raunsæi er þú horfðst í augu við
dauðann enda gastu verið sáttur við
líf þitt og þína daga, það er sagt
að ekki sé þeim erfitt að deyja sem
lifað hefur góðu lífi. Það er ekki
sama að eigi afa eða AFA, og vil
ég þakka þér fyrir að vera afi í raun
og hafa alltaf verið til staðar þegar
mest lá á. Ég kem aldrei til með að
vera samur eftir að þú fórst, því segi
ég:
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það,
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því,
sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli.
(Æðruleysisbænin)
Ég þakka enn og aftur fyrir allt
og allt, elsku besti afi minn. Takk
fyrir samveruna og hafðu það nú
sem best.
Steindór Halldórsson.
Elsku afi.
Þegar ég kynntist honum Bjarna
mínum fyrir um fjórum árum, eign-
aðist ég afa, nokkuð sem ég hafði
aldrei áður kynnst. Og þú varst svo
sannarlega afi minn. Hvað þú varst
góður maður, skemmtilegur og dug-
legur og reyndist okkur Bjarna Frey
alltaf svo vel og svo líka dóttur okk-
ar, Karenu Margréti, sem nú skilur
ekkert í því af hveiju hún fær ekki
að fara með pabba sínum að sækja
afa með skeggið.
Alla fallegu munina sem þú bjóst
til úr perlunum, saumaðir eða föndr-
aðir á annan hátt og gafst okkur
Bjarna eða dóttur okkar mun ég
alltaf varðveita ásamt öllum góðu
minningunum um þig.
Elsku afi, ég kveð þig nú í hinsta
sinn með sorg og söknuð í hjarta
og ég veit að nú hefur þú fundið
Dísu þína aftur.
Elsku Kristján, Sigga, Halldór,
Steinunn, Ellý, börn og barnabörn,
ég bið guð að varðveita ykkur í þess-
ari miklu sorg.
Friðrika Þórleifsdóttir.
Kveðja frá Félagi
frímerkjasafnara
Hinn 28. marz sl. lézt einn af elztu
og tryggustu félagsmönnum FF eft-
ir alllöng veikindi, Jón Halldórsson
húsgagnabólstrari. Ekki verður
sagt, að mikið hafi farið fyrir honum
innan félags okkar, enda var hann
þeirrar gerðar að hann kaus yfirleitt
að halda sig sem mest til hlés í fé-
lagsstarfinu. Hins vegar var hann
ævinlega tillögugóður, þegar á
reyndi, og ekki lá hann á liði sínu á
frímerkjasýningum, hvort sem var
við að setja þær upp eða taka nið-
ur. Munaði þar mjög um liðsstyrk
hans og útsjónarsemi. Þá var Jón
skemmtilegur félagi, hvort sem var
innan félags eða utan. Minnist ég
alveg sérstaklega, hversii þægilegir
ferðafélagar hann og Ásdís, kona
hans, voru í þeirri einu hópferð, sem
farin hefur verið á vegum FF á frí-
merkjasýningu erlendis, þ.e. á
STOCKHOLMIU 74. Veit ég, að
þeir, sem þá ferð fóru og muna,
taka áreiðanlega undir með mér,
þegar ég segi, að þau hjón settu
sérstakan svip á þá daga, sem við
áttum saman í Stokkhólmi sumarið
1974, með glaðværð sinni og hlýju
viðmóti. Og nú eru þau bæði horfin
úr hópi vina og vandamanna.
Ekki man ég nákvæmlega, hve-
nær fundum okkar Jóns Halldórs-
sonar bar fyrst saman innan FF, en
á þeim vettvangi kynntist ég honum
og söfnun hans. Var ailtaf gaman
að koma til hans á vinnustaðinn á
Vatnsstíg, þar sem hann bólstraði
upp gömul húsgögn og hressti við á
marga vegu. Fóru umræðuefni þá
oft mjög á dreif, enda kom Jón víð-
ar við í söfnun sinni en bæði ég og
margir aðrir fóru. Mátti segja, að
þau væru ekki mörg söfnunarsviðin,
sem hann sneiddi með öllu hjá.
Innan frímerkjasöfnunar varð
kunnast stimplasafn hans á 20 aura
Safnahúsfrímerkinu frá 1925. Sýndi
hann það safn á mörgum sýningum.
Mun hann með þeirri söfnun hafa
átt dijúgan þátt í, að margir félagar
FF fetuðu í fótspor hans. Þá varð
Jón snemma kunnur kortasafnari og
átti mjög fjölbreytt safn íslenzkra
landslagskorta. En hann kom enn
víðar við.
Svo sem þeir vita, sem muna ein
sextíu til sjötíu ár aftur í tímann,
voru ísienzkar landslags- og skipa-
myndir settar í sígarettupakka fyrir
og um 1930 og eins líka myndir af
öðrum toga, svo sem myndir af ís-
lenzkum leikurum og jafnvel úr ís-
lenzkum fornsögum. Öllu þessu efni
hélt nafni minn til haga og gat oft
miðlað öðrum úr söfnum sínum og
eins margs konar fróðleik um þessa
sérstöku útgáfustarfsemi. Varð að
vonum oft gestkvæmt á verkstæðinu
hjá honum, enda komu þar margir,
sem vildu losna við þessa hluti, og
svo aðrir, sem voru að freista þess,
að ná saman heilu seríunum. Hygg
ég, að allir hafi farið ánægðir af
fundi Jóns, en auðvitað hver á sinn
hátt. Þannig setti hann sérstakan
svip á söfnun sína og umhverfi, sem
margir minnast áreiðanlega með
þakklæti nú að leiðarlokum.
Hin síðustu ár urðu Jóni allþung
í skauti og þá ekki sízt eftir fráfall
konu hans, sem var honum samhent
í einu og öliu og fylgdist vel með
honum og söfnun hans. Þegar ég
hitti Jón fyrir nokkrum vikum, var
honum orðið vel Ijóst, að stundaglas-
ið var senn að tæmast, en því tók
hann með sömu ró og stillingu og
hann sýndi í öllu dagfari sínu.
Um leið og við kveðjum þennan
hollvin FF, sendum við börnum hans
og fjölskyldum þeirra samúðarkveðj-
ur okkar.
Jón Aðalsteinn Jónsson,
varaformaður FF.
Góðvildin var greypt í huga og sál
og geislaði frá hveijum andlitsdrætti.
Glettni og kímni gæddi allt sitt mál,
græskulaust, en létti skap og bætti.
Sumum er sú hjálparhendi léð,
að hika aldrei nætur jafnt sem daga.
Geta ekkert aumt né dapurt séð,
án þess helst að bæta eða laga.
(J.J.)
Er kemur að leiðarlokum er svo
margs að minnast. Mér er þakklæti
efst í huga er ég kveð góðan vin,
Jón Halldórsson, og þakka öll liðnu
árin og þá sérstaklega góðu sam-
verustundirnar í Eilífsdal.
Sumarið 1979 voru auglýst tvö
sumarhús með viku millibili í Eilífs-
dal í Kjós. Ásdís og Jón Halldórsson
keyptu Hlíð 36 en undirrituð og
hennar maður Hlíð 35. Það er yndis-
lega sumarfagurt í Eilífsdal, Esjan
umlykur dalinn á þijá vegu en í
vestur sér út á Hvalfjörðinn og yfir
til Skarðsheiðar og Ákrafjalls. Það
tókust fljótlega mjög góð kynni milli
nágrannanna í Hlíð 35 og 36 og
alltaf var mikill samgangur þar á
milli, og oft fórum við saman í smá
ferðalög, vítt og breitt um svæðið,
út í Maríuhöfn, Brynjudal og til
Þingvalla og víðar. Við spáðum í
ræktunina hvert hjá öðru, og áttum
frábærar stundir saman. Jón Hall-
dórsson var myndarmaður og mikill
vinur vina sinna, barngóður og hlý
persóna, umtalsgóður en hafði sínar
skoðanir á mönnum og málefnum
og stóð fast á sínu ef svo bar undir.
Hann var mikill listunnandi, hann
átti mikið og gott frímerkjasafn, og
fékk verðlaun fyrir, og mikið safn
gamalla póstkorta af skipum og tog-
urum frá fyrri tíð og var mjög
smekklega frá þessu öllu gengið og
gaman að skoða það. Hann var mik-
ið snyrtimenni í allri umgengni og
þau Dísa mjög samhent með það og
frábærlega gestrisin. Fyrr á árum
stundaði Jón sjósókn á togurum, en
seinna lærði hann húsgagnabólstrun
og var mjög góður og vandaður
handverksmaður.
Kristján og Halldór, synir Jóns
og Dísu, eru myndarmenn og eiga
sínar fjölskyldur í Reykjavík og Elín-
borg dóttir Dísu einnig, henni reynd-
ist Jón sem besti faðir og þótti mjög
vænt um þau öll.
Jón missti mikið þegar Dísa féll
frá og erfið hafa árin verið síðan,
hann oft mikið veikur og einn, en
alltaf bar hann sig vel og vildi búa
áfram á Njálsgötuni í íbúðinni sinni,
og börnin hans litu alltaf vel til með
honum.
En nú er öllum þrautum lokið og
ég veit honum hefur verið vel fagn-
að, og hans hafa beðið vinir í varpa.
Og vorið er í nánd og aftur grænkar
og grasið grær yfir sporin okkar
vinanna sem áttum svo mörg yndis-
leg sumur í Eilífsdal en rósirnar og
fjölæru blómin og trén, sem við öll
settum niður í Hlíð 36 og 35 við
sumarhúsin okkar, bera þess vitni
að þar fóru mildar hendur um við-
kvæmar rætur.
Guði vertu falinn, með þökk fyrir
allt. Ástvinum þínum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Samt er í samfylgd
sumra manna
andblær friðar
án yfirlætis,
áhrif góðvildar,
inntak hamingju
þeim sem njóta nær.
(G.B.)
Guðrún S. Guðmundsdóttir.
Þau eru orðin allmörg árin síðan
kynni okkar hjóna við þau Jón Hall-
dórsson og Dísu hófust. Jón fæddist
á Stórólfshvoli í Hvolhreppi 11.
október 1918, eða sama árið og
Björn bróðir minn fæddist á Þjót-
anda. Af þessum uppruna kom það
að hann fór að safna átthagasafni
með stimplum og bréfum úr Rang-
árvallasýslu. Þegar Jón lauk dvalar-
skeiði lífs síns í sveitasælunni gerð-
ist hann sjómaður um hríð, en síðan
húsgagnabólstrari, en það starf
stundaði hann til æviloka.
Ævifélaga sinn, hana Ásdísi Víd-
alín Kristjánsdóttur hitti hann svo
í Hafnarfirði. Hún var fædd 3. júní
1918, en þau gengu í hjónaband
árið 1945. Hún er dáin fyrir nokkr-
um árum. Þá sýndi Jón hversu stórt
og tryggt hjarta hans var, þótt sjúkt
væri orðið er hann hélt uppi stöðug-
um ferðum að gröf hennar og eign-
aðist jafnvel vini meðal fuglanna í
kirkjugarðinum.
Jón var einn af stofnendum
Hauka í Hafnarfirði, en í þeim hópi
voru einnig mágur minn og systir
hans, síðar eiginkona mín. En Jón
var stórtækur á sviði félagsmála.
Við þekktumst þegar vel í kringum
1966, en þá tókum við, ásamt
nokkrum fleiri, höndum saman um
að stofna Klúbb Skandinavíusafn-
ara og fleiri klúbba er svo mynduðu
Landssamband íslenskra frímerkja-
safnara. Þeir urðu margir fundirnir
sem við sátum saman og ræddum
félagsmál frímerkjasafnara. Ég á
Jóni og Dísu stóra skuld að gjalda,
fyrir alla þeirra aðstoð, vináttu og
trygglyndi á þessum árum. Hann
mætti alltaf á fundi og ef þurfti að
hugsa um kaffi stóð aldrei á hjálp
Dísu. Þau komu oft á heimili okkar
og við til þeirra. Minnist ég þess frá
sextugsafmæli mínu, að það var
haldið fyrst á heimili okkar í
Strandasýslu og svo daginn eftir á
heimili okkar í Hafnarfirði. Þá voru
ekki margir í framreiðslunni og
kona mín orðin þreytt. Þá var það
að Ásdís og önnur vinkona okkar
hjóna tóku yfir í eldhúsinu og gerð-
ust þeir bestu veitendur fyrir hönd
okkar hjóna. Þannig var alltaf öll
framkoma Jóns og Dísu við vini sína.
Gætu þau hjálpað var það gert.
Við hjón vorum ekki á landinu
þega Ásdís kvaddi þennan heim og
áttum því ekki möguleika á að
kveðja hana. Þegar við svo hittum
Jón og sáum söknuð hans, báðum
við að mega í nokkru endurgjalda
þeirra löngu tryggð og vináttu.
Á seinni árum höfum við Jón
stundum verið að ganga um svæðið
neðan við Arnarhraunið, þar sem
kálgarðurinn sem hann Dóri heitinn
Teits, faðir hans, hafði_ hlaðið og svo
móðir hans annast. í haust, eftir
að byggingarframkvæmdir hófust
þarna, fór þessi blettur smámsaman
að hverfa.
En snúum okkur aftur að frí-
merkjasafnaranum Jóni Halldórs-
syni. Hans uppáhaldssafn var
stimplasafnið með eins mörgum
stimplum og mögulegt var að finna
á 20 aura frímerkinu með Safnahús-
inu. Hann sýndi þetta safn oft og
fékk fjölda verðlauna fyrir það,
stundum réttlát en því miður oftar
ekki nógu góð. Þetta var lengi vand-
ræðabarnið hans, en því vænna þótti
honum um það. Annað safnið sem
einnig lá nærri hjarta hans, var
Rangárvallasýsla. Auk þessa átti
hann mörg önnur söfn.
Hinn söfnunaráhuginn lá í korta-
söfnun, ekki aðeins póstkorta og
þeirra flest voru póstflutt, heldur