Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
URVERINU
REGIN Grímsson ásamt stjórnendum Noble House Seafood fyrir framan skipasmíðastöðina í Guy
Reisti 1.800 fermetra
skipsmíðastöð í Guyana
REGIN Grímsson bátasmiður hefur
reist skipasmíðastöð í Guyana í
Suður-Ameríku í samvinnu við þar-
lenda útgerð og hyggst þar smíða
um 30 plasttogara fyrir útgerðina,
auk annarra tilfallandi verkefna.
í Guyana mun Regin smíða 22
metra plasttogara fyrir Noble
House Seafood og reiknar hann
með að fyrsta skipinu verði hleypt
af stokkunum í haust og ætlar hann
að smíðuð verði um 15 skip í stöð-
inni á ári. „Noble House Seafood
rekur tvær rækjuverksmiðjur, eina
í Guyana og eina í Surinam. Þeir
gera út um 30 rækjutogara og hafa
hug á því að endurnýja allan flot-
Hyggst smíða um
15 skip áári
ann. Þá vantar skip þar sem hægt
er að frysta rækjuna um borð. Þetta
er geysilega öflugt fyrirtæki, þeim
hefur gengið allt í haginn, enda
rækjuveiðin verið góð og eftirspurn-
in og verðið sömuleiðis."
Reistu húsið á 6 vikum
Regin fór til Guyana i janúar sl.
og hóf að reisa húsnæði undir skipa-
smíðarnar í samvinnu við útgerðar-
fyrirtækið. Skipasmíðastöðin er um
1.800 fermetrar og lofthæðin er um
14 metrar. „Það tók 15 manns að-
eins um 6 vikur að reisa húsið frá
grunni. Við höfðum engar vélar né
tæki, allt var gert með handafli,
utan þess að við fengum krana í
hálfan dag til að hífa upp fyrir
okkur sperrurnar. Það vakti sér-
staka athygli mína hve fólkið þarna
er duglegt og vinnusamt. Það skort-
ir alla tækniþekkingu og verklag
og vinnur alla vinnu með handafli.
Það er ótrúlega fijótt að læra og
hefur gríðarlegan áhuga á því að
kynnast tækjum og aðferðum. Ég
hef meðal annars verið beðinn um
að kenna því rafsuðu, plastiðn og
tréverk," segir Regin.
Fimmtán fiskiskip sóttu
um leyfi til makrílveiða
SAMKVÆMT samkomulagi við
færeysk stjórnvöld er íslenskum
skipum heimilt á árinu 1997 að
veiða í lögsögu Færeyja 1000 lestir
af makríl og 2000 lestir af Hjalt-
landssíld, sunnan 62. norðlægrar
breiddargráðu.
Alls bárust 15 umsóknir um veið-
arnar en ekki hefur verið ákveðið
hvernig veiðiheimildum verður út-
hlutað. Samkvæmt heimiidum
Morgunblaðsins sækja flestir um
vegna makrílveiðiheimildarinnar.
Ef öll skipin færu til veiðanna og
jafnt yrði skipt á milli skipa kæmu
ekki nema 66.6 tonn í hlut hvers
skips og því má búast við að ein-
hver skip heltist úr lestinni.
íslendingar hafa litla reynslu af
markrílveiðum en hafa haft heimild
til veiða í færeyskri lögsögu sl. tvö
ár. Jóna Eðvalds SF frá Hornafirði
er eina skipið sem hefur nýtt sér
heimildina til þessa en ekki gengið
sem skyldi á veiðunum. Ingólfur
Ásgrímsson, skipstjóri á Jónu Eð-
valds SF, segir í samtali við Morg-
unblaðið að líklega verði þriðja til-
raunin gerð í sumar. „Við sluppum
fyrir hom í fyrrasumar og höfðum
þá rétt fyrir kostnaði. Sumarið 1995
vorum við of seint á ferðinni og
fengum nánast ekki neitt en von-
andi hefur maður öðlast einhveija
reynslu," segir Ingólfur.
Þau skip sem sóttu um veiðamar
í ár eru nótaskipin Jón Kjartansson
SU, Guðrún Þorkelsdóttir SU,
Hólmaborg SU, Jóna Eðvalds SF,
Sighvatur Bjarnason VE, Kap VE,
Antares VE, Hersir ÁR, Bjarni Ól-
afson AK, Elliði GK, Árnamúpur
ÞH, Júpíter ÞH og Júlli Dan GK,
auk togarans Venusar HF og Sig-
urfara ÓF.
Af nótaskipunum em aðeins fjög-
ur útbúin kælibúnaði en Ingólfur
segir það gríðarlega mikilvægt á
þessum veiðum. „Sjávarhiti á veiði-
svæðinu var um 15 gráður í fyrra
og því þurfti að kæla aflann bæði
hratt og mikið, því makríllinn er
viðkæmur í þessum hita,“ segir
Ingólfur.
Reuter
HELMUT Kohl (t.v.) ásamt Paavo Lipponen, forsætisráðherra
Finnlands, sem kom í opinbera heimsókn til Þýskalands í gær.
Meirihlutinn
andvigur Kohl
- en býst samt við endurkjöri hans
Bonn. Reuter.
GÓÐUR meirihluti Þjóðveija vill
ekki, að Helmut Kohl verði endur-
kjörinn kanslari Þýskalands en býst
samt við, að svo verði. Kemur þetta
fram í skoðanakönnun, sem birt var
í gær.
Kohl tók af skarið um framboð
sitt á næsta ári á 67 ára afmæli
sínu í síðustu viku en samkvæmt
skoðanakönnuninni, sem birtist í
vikublaðinu Die Zeit í dag, eru 57%
andvíg endurkjöri hans en 59%
telja, að hann nái kosningu eftir
sem áður. Um 63% sögðust telja
Kohl hafa mesta forystuhæfileika
en næstur honum og langt á eftir
kom Gerhard Schröder, forsætis-
ráðherra jafnaðarmanna í Neðra
Saxlandi, með 20% og Oskar La-
fontaine, leiðtogi Jafnaðarmanna-
flokksins, fékk aðeins atkvæði 7%.
Líklegt er, að annarhvor þeirra
Schröders eða Lafontaines verði
kanslaraefni jafnaðarmanna en það
verður hugsanlega ekki ákveðið
fyrr en á næsta ári.
Jafnaðarmenn
með mest fylgi
Jafnvel stuðningsmenn jafnaðar-
manna töldu Kohl meiri leiðtoga en
Schröder eða 48% á móti 32% en
Lafontaine fékk 10% meðal þeirra.
Kjósendur hafa þó aðeins óbein
áhrif á kjör kanslarans þvi að það
er sambandsþingið, sem velur hann.
Vinsældir Kohls og samsteypu-
stjórnar kristilegra demókrata og
frjálsra demókrata hafa dvínað
mikið vegna mikils atvinnuleysis og
vegna þess hve stjórninni hefur
gengið illa að koma á umbótum í
skatta- og lífeyrismálum. í skoð-
anakönnuninni kvaðst 41% ætla að
kjósa jafnaðarmenn í næstu kosn-
ingum, 35% studdu kristilega demó-
krata, 11% græningja og 5% fijálsa
demókrata.
Danskur maður
skotinn á Kúbu
Havana. Reuter.
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ á
Kúbu sagði í gær að danskur ferða-
maður hefði verið skotinn til bana
á svæði, sem herinn hefði bannað
óbreyttum borgurum að fara á.
Danskir fjölmiðlar sögðu að her-
menn hefðu skotið ferðamanninn,
Joachim Lovschall, sem var 26 ára,
eftir að hann hefði ekki orðið við
fyrirmælum þeirra um að fara af
bannsvæðinu.
Kúbverska fréttastofan Prensa
Latina hafði eftir Marianela Ferri-
ol, taismanni utanríkisráðuneytis-
ins, að „þessi sorglegi atburður“
hefði átt sér stað 29. mars. Daninn
hefði ekki verið með persónuskilríki
og því hefðu yfirvöld ekki komist
að nafni hans fyrr en á föstudag.
Ferriol kvaðst ekki vilja veita
frekari upplýsingar um málið og
sagði ráðuneytið hafa heitið fjöl-
skyldu hins látna fullri þagmælsku.
Ráðuneytið hefði skýrt dönskum
yfirvöldum frá atburðinum og hafið
rannsókn á málinu.
oll limmtudagskvold
Fræðsla
& fjör
í Tölvukjör
«... .Tölvukjör
Tolvur
verslun
heimilanna
Mytfd & hljóð yfir Internetið
/ Líttu við í kvöld og kynntu þér hvernig þú getur unnið með mynd & hljóð í samskiptum
þínum á Internetinu. Nær óendanlegir möguleikar í óravíddum netsins!
Stafræn myndavél
Munið vinsælu gjafabréfin
Frábær nýjung frá Sony sem
gerir þér kleyft að taka kyrr- og
lifandi myndir í lit á stafrænu formi.
Tilvalið til að setja á netið!
Aðeins kr. 19.900.-
Prenthugbúnaður fyrir Internetið y
Skemmtilegur hugbúnaður frá Canon sem auðveldar útprentun
gagna af Internetinu og að tengir upplýsingar af netinu við
þin gögn - afar athyglisverður hugbúnaður! Aðeins kr. 1.990.- j
Fræðsla & fjör í Tölvukjör - öll fimmtudagskvöld til kl. 22:00
TttlMUKIlR
Faxafeni 5
108 Reykjavík
Sími 533 2323
Fax 533 2329
tolvukjor@itn.is
Opiö virka daga 12:00-18:30
fimmtudaga 12:00-22:00
og laugardaga 10:00-16:00 A