Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 10. APRlL 1997 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Hrossaræktarsam- tök Suðurlands Stóð- hestar kynntir HROSSARÆKTARSAM- TOK Suðurlands hafa nú öðru sinni gefið út veglegan bækl- ing þar sem kynntir eru stóð- hestar sem standa félags- mönnum og öðrum til boða í vor og sumar. í bæklingnum í fyrra var aðeins um að ræða eignar- eða leiguhesta sam- takanna. Nú var einstakling- um boðið að vera með sína hesta til kynningar sem er góð þjónusta við hrossarækt- endur. Alls eru sextíu hestar kynntir í ritinu sem er vandað í alla staði. Þar af eru sjö hestar með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, sex unghestar eru kynntir sem væntanlega verða sýndir í vor og einn er með byggingardóm. I upplýs- ingum um hvern hest koma m.a. fram hæsti dómur sem hesturinn hefur hlotið ásamt dagsetningu hans. Þá koma fram einkunnir kynbótamats og notkunarstaðir og síma- númer sem mönnum ber að hringja í vilji þeir halda undir viðkomandi hest. Einnig fylg- ir með mynd af hverjum hesti og hefur vel til tekist í lang- flestum tilvika. Þó má finna þar undantekningar og kemur vel fram hversu mikilvægt er fyrir stóðhestseigendur að eiga góðar myndir af hestum sínum. Slæm mynd af stóð- hesti getur spillt verulega fyr- ir áhuga manna á að halda undir hann. Formaður samtakanna, Kristinn Guðnason, ritar for- mála í ritið og framkvæmda- stjórinn, Jón Vilmundarson, er með fróðlega grein í miðopnu þar sem hann kynnir ýmislegt sem er á döfinni og verið að gera á vegum sam- takanna og fyrirkomulag stóðhestahaldsins. Páll Stef- ánsson dýralæknir er með grein aftast í ritinu þar sem hann ijallar lítillega um sæð- ingar og rifjar upp gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem hyggjast leiða hryssur undir stóðhest. Á innsíðu kápu læt- ur hann fylgja með gang- málsdagatal fyrir hryssueig- endur sem hyggjast halda hryssum sínum á húsi eða láta sæða. .Si Óskalisti brúðhjónanna Gjafaþjónusta fyrir brúðkaupið (v') SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - Stígnr í Reiðhöllinni FÁKSMENN munu halda sýningu í reiðhöllinni í Víðidal um helgina þar sem boðið verður upp á ýmis- legt, hestamönnum og öðrum til skemmtunar. Má þar nefna að stóðhesturinn Stígur frá Kjartans- stöðum mætir á staðinn með mik- inn flota afkvæma en meðfylgj- andi mynd er einmitt af afkvæm- um hans sem fylgdu honum á síð- asta landsmóti. Sýning á afkvæm- um Stígs tengist ræktunarhóps- sýningu Stóra-Hofsræktunarinn- ar en Stígur hefur einmitt verið aðalstóðhestur búsins siðustu árin og nú þegar skilað þar góðu dags- verki. Auk þess verða þijú önnur bú með ræktunarhópa, þ.e. Dals- mynni í Biskupstungum, Gren- stangi og Miðkot í Landeyjum. Þá kemur fram á sýningunni fjöldi stóðhesta og hryssna. TR-klúbb- urinn, sem gerði garðinn frægan hér áður og fyrr með vinsælum glæfraatriðum, mun troða upp á nýjan leik. Ekki fékkst uppgefið hvað meðlimir klúbbsins tækju sér nú fyrir hendur. Þá hefur vakið athygli í auglýs- ingum af sýningunni að sagt er að Spánski reiðskólinn í Vín mæti á staðinn. Ekki hefur heldur feng- ist skýring á því hvað liggur á bak við það. Tæplega mæta þó gæðing- ar skólans í reiðhöllina því inn- flutningur hrossa er bannaður sem kunnugt er. Þá mun á föstudags- kvöldið á fyrstu sýningunni mæta í einvígi Hafliði Halldórsson með gæðinginn Valíant eða Val eins og hann var kallaður á sýningu FT á dögunum en þeir slógu þar eftirminnilega í gegn. Andstæðing- urinn er enginn annar en íslands- meistarinn í fjórgangi Ásgeir Svan Herbertsson með gæðing sinn Far- sæl frá Arnarholti og má segja að Hafliði ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Valdimar Kristinsson Hestaíþróttamót framhaldsskólanna Naumur signr Fjöl- brautar í Breiðholti FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breið- holti sigraði annað árið í röð í keppni framhaldsskólanna í hesta- íþróttum. Sigurinn var naumur að þessu sinni því Menntaskólinn við Hamrahlíð var aðeins 0,8 stigum neðan við Breiðhyltinga svo litlu mátti muna. Fjórir keppendur voru leyfðir í hverri sveit en sigursveitina skipuðu Guðmar Þór Pétursson, Sölvi Sigurðarson, Helga S. Val- geirsdóttir og Elfa D. Jónsdóttir. Árangur þriggja stigahæstu hvers liðs var reiknaður inn í stigakeppn- ina. Samfara stigakeppni fór einnig fram einstaklingskeppni sem end- aði með úrslitum á sunnudags- kvöldið. Stigahæst í einstaklings- keppninni varð Ásta Bjarnadóttir, Fjölbraut í Garðabæ, með 168,1 stig. Hún var einnig stigahæst í íslenskri tvíkeppni með 124,2 stig. Glæsilegasta parið var valið Sig- ríður Pjetursdóttir, Menntaskól- anum við Hamrahlíð, og Rómur frá Bakka. Fimmtán skólar tóku þátt í mótinu að þessu sinni en keppt var í tölti, fjórgangi og fimmgangi eins og verið hefur á fyrri mótum. Urslit urðu annars sem hér seg- ir: Stigakeppni 1. Fjölbraut í Breiðholti, 464,3. 2. Menntaskólinn v/Hamrahlíð, 463,5. 3. Fjölbraut á Suðurlandi, 422,8. Tölt 1. Ásta D. Bjarnadóttir F.G. á Eldi frá Hóli,86,8. 2. Drífa Jónasardóttir M.L. á Skafli frá Hvammi, 83,1. 3. Margrét S. Sigmarsdóttir M.S. á Mána frá Miðhjáleigu, 8,9. 4. Guðmar Þ. Pétursson F.B. á Þjóni frá Tjaldanesi, 79,4. 5. Saga Steinþórsdóttir M.H. á Sunnu frá Reykjavík, 75,3. 6. Borghildur Kristinsdóttir F.S.U. á Girði frá Skarði, 75,1. Fjórgangur 1. Ásta D. Bjarnadóttir F.G. á Eldi frá Hóli, 53,5. 2. Sigríður Pjetursdóttir M.H. á Rómi frá Bakka, 50,4. 3. Þóra Brynjarsdóttir F.S. á Kjarna frá Flögu, 50,1. 4. Marta Jónsdóttir F.S. á Sóta frá Vallanesi, 49,9. 5. Kristín SveinbjarnardóttirM.S. á Fjóla frá Efri-Brú, 47,3. 6. Helga R. Valgeirsdóttir F.B. á Spuna frá Syðra-Skörðugili, 41. Fimmgangur 1. Guðmar Þ. Pétursson F.B. á Snoppu frá Stykkishóimi, 57,5. 2. Þóra Brynjarsdóttir F.S. á Tý frá Hafsteinsstöðum, 55,8. 3. Sigríður Pjetursdóttir M.H. á Þöll frá Ríp, 55,5. 4. Anna Ingimarsdóttir F.N.V.S. á Þokkabót, 55,4. 5. Jóhanna Claessen M.R. á Blakki, 52,9. 6. Haraldur Arnbjörnsson F.S. á Blæ frá Reynisstað, 50,2. Gömlujaxl- arnir efstir atvinnumanna HESTAR Ví ð i v e11 i r TÖLTMÓT Fáksmenn héldu laugardaginn 5. apríl mót á svæði sínu Víðivöllum þar sem keppt var í sex flokkum í tölti. Fyrirhuguð skeiðkeppni var felld niður þar sem ekki þóttu aðstæður fyrir hendi. GÓÐ þátttaka var í flestum flokkum og ljóst að fjölgun keppnisflokka örvar hesta- menn til þátttöku í keppnum sem þessum. Keppni var nokk- uð jöfn í flestum flokkum og í atvinnumannaflokki börðust gömlu jaxlarnir, Sigurbjörn Bárðarson, Gunnar Arnarson og Ragnar Hinriksson sem hafði sigur. Úrslit urður annars sem hér seg- ir: Kvennaflokkur 1. Þóra Þrastardóttir á Hrafni frá Ríp. 2. Svava Kristjánsdóttir á Dára frá Keldudal. 3. Berglind Ragnarsdóttir á Sólon. 4. Sigrún Haraldsdóttir á Vindi frá Syðri-Löngumýri. 5. Edda Rún Ragnarsdóttir á Fríði. Áhugamenn 1. Bjarni Karlsson á Væng. 2. Sigurþór Jóhannesson á Garpi frá Arnarhóli. 3. Ásgeir Rafn Reynisson á Ófeigi frá Svarfhóli. 4. Guðmundur Gíslason á Kviku frá Hvítárbakka. 5. Jens Pétur Högnason á Móz- art frá Þverá, Hún. Atvinnumenn. 1. Ragnar Hinriksson á Móbrá frá Dalsmynni 2. Gunnar Arnarson á Sprota frá Arabæ. 3. Sigurbjörn Bárðarson á Skör- ungi frá Enni, Skag. 4. Helgi Leifur Sigmarsson á Fjöður frá Minni-Ólafsvöll- um. 5. Róbert Petersen á Kölska. Ungmenni 1. Hrafnhildur Guðmundsdóttir á Ögra frá Vindási. 2. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir á Hjöi’vari frá Selfossi. 3. Haukur Hauksson á Þór frá Dalsmynni. 4. Edda Sóley Þorsteinsdóttir á Loga frá Árbakka. 5. Lára Magnúsdóttir á Nös frá Beinárgerði. Unglingar 1. Viðar Ingólfsson á Fiðringi frá Ögmundarstöðum. 2. Erna Sigurðardóttir á Vík- ingi. 3. Árni Björnsson á Grá frá Arnarstöðum. 4. Anna Þórdís Rafnsdóttir á Boða frá Syðra-Skörðugili, Skag. 5. Valdimar Ómarsson á Salvari frá Álfhólum. Börn 1. Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Hauki frá Akureyri. 2. Sólveig Pétursdóttir á Ög- mundi frá Ögmundarstöðum. 3. Guðbjörg B. Snorradótir á Flugu frá Dalsmynni. 4. Sigurþór Sigurðsson á Feng frá Hafsteinsstöðum. 5. Þóra Matthíasdóttir á Styrmi frá Þúfu. Valdimar Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.