Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 10. APRlL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Hrossaræktarsam-
tök Suðurlands
Stóð-
hestar
kynntir
HROSSARÆKTARSAM-
TOK Suðurlands hafa nú öðru
sinni gefið út veglegan bækl-
ing þar sem kynntir eru stóð-
hestar sem standa félags-
mönnum og öðrum til boða í
vor og sumar. í bæklingnum
í fyrra var aðeins um að ræða
eignar- eða leiguhesta sam-
takanna. Nú var einstakling-
um boðið að vera með sína
hesta til kynningar sem er
góð þjónusta við hrossarækt-
endur.
Alls eru sextíu hestar
kynntir í ritinu sem er vandað
í alla staði. Þar af eru sjö
hestar með heiðursverðlaun
fyrir afkvæmi, sex unghestar
eru kynntir sem væntanlega
verða sýndir í vor og einn er
með byggingardóm. I upplýs-
ingum um hvern hest koma
m.a. fram hæsti dómur sem
hesturinn hefur hlotið ásamt
dagsetningu hans. Þá koma
fram einkunnir kynbótamats
og notkunarstaðir og síma-
númer sem mönnum ber að
hringja í vilji þeir halda undir
viðkomandi hest. Einnig fylg-
ir með mynd af hverjum hesti
og hefur vel til tekist í lang-
flestum tilvika. Þó má finna
þar undantekningar og kemur
vel fram hversu mikilvægt er
fyrir stóðhestseigendur að
eiga góðar myndir af hestum
sínum. Slæm mynd af stóð-
hesti getur spillt verulega fyr-
ir áhuga manna á að halda
undir hann.
Formaður samtakanna,
Kristinn Guðnason, ritar for-
mála í ritið og framkvæmda-
stjórinn, Jón Vilmundarson,
er með fróðlega grein í
miðopnu þar sem hann kynnir
ýmislegt sem er á döfinni og
verið að gera á vegum sam-
takanna og fyrirkomulag
stóðhestahaldsins. Páll Stef-
ánsson dýralæknir er með
grein aftast í ritinu þar sem
hann ijallar lítillega um sæð-
ingar og rifjar upp gagnlegar
upplýsingar fyrir þá sem
hyggjast leiða hryssur undir
stóðhest. Á innsíðu kápu læt-
ur hann fylgja með gang-
málsdagatal fyrir hryssueig-
endur sem hyggjast halda
hryssum sínum á húsi eða
láta sæða.
.Si
Óskalisti
brúðhjónanna
Gjafaþjónusta fyrir
brúðkaupið
(v') SILFURBÚÐIN
Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
- Þar fœröu gjöfina -
Stígnr í
Reiðhöllinni
FÁKSMENN munu halda sýningu
í reiðhöllinni í Víðidal um helgina
þar sem boðið verður upp á ýmis-
legt, hestamönnum og öðrum til
skemmtunar. Má þar nefna að
stóðhesturinn Stígur frá Kjartans-
stöðum mætir á staðinn með mik-
inn flota afkvæma en meðfylgj-
andi mynd er einmitt af afkvæm-
um hans sem fylgdu honum á síð-
asta landsmóti. Sýning á afkvæm-
um Stígs tengist ræktunarhóps-
sýningu Stóra-Hofsræktunarinn-
ar en Stígur hefur einmitt verið
aðalstóðhestur búsins siðustu árin
og nú þegar skilað þar góðu dags-
verki. Auk þess verða þijú önnur
bú með ræktunarhópa, þ.e. Dals-
mynni í Biskupstungum, Gren-
stangi og Miðkot í Landeyjum.
Þá kemur fram á sýningunni fjöldi
stóðhesta og hryssna. TR-klúbb-
urinn, sem gerði garðinn frægan
hér áður og fyrr með vinsælum
glæfraatriðum, mun troða upp á
nýjan leik. Ekki fékkst uppgefið
hvað meðlimir klúbbsins tækju sér
nú fyrir hendur.
Þá hefur vakið athygli í auglýs-
ingum af sýningunni að sagt er
að Spánski reiðskólinn í Vín mæti
á staðinn. Ekki hefur heldur feng-
ist skýring á því hvað liggur á bak
við það. Tæplega mæta þó gæðing-
ar skólans í reiðhöllina því inn-
flutningur hrossa er bannaður sem
kunnugt er. Þá mun á föstudags-
kvöldið á fyrstu sýningunni mæta
í einvígi Hafliði Halldórsson með
gæðinginn Valíant eða Val eins
og hann var kallaður á sýningu
FT á dögunum en þeir slógu þar
eftirminnilega í gegn. Andstæðing-
urinn er enginn annar en íslands-
meistarinn í fjórgangi Ásgeir Svan
Herbertsson með gæðing sinn Far-
sæl frá Arnarholti og má segja að
Hafliði ráðist ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur.
Valdimar Kristinsson
Hestaíþróttamót framhaldsskólanna
Naumur signr Fjöl-
brautar í Breiðholti
FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breið-
holti sigraði annað árið í röð í
keppni framhaldsskólanna í hesta-
íþróttum. Sigurinn var naumur að
þessu sinni því Menntaskólinn við
Hamrahlíð var aðeins 0,8 stigum
neðan við Breiðhyltinga svo litlu
mátti muna. Fjórir keppendur voru
leyfðir í hverri sveit en sigursveitina
skipuðu Guðmar Þór Pétursson,
Sölvi Sigurðarson, Helga S. Val-
geirsdóttir og Elfa D. Jónsdóttir.
Árangur þriggja stigahæstu hvers
liðs var reiknaður inn í stigakeppn-
ina.
Samfara stigakeppni fór einnig
fram einstaklingskeppni sem end-
aði með úrslitum á sunnudags-
kvöldið. Stigahæst í einstaklings-
keppninni varð Ásta Bjarnadóttir,
Fjölbraut í Garðabæ, með 168,1
stig. Hún var einnig stigahæst í
íslenskri tvíkeppni með 124,2 stig.
Glæsilegasta parið var valið Sig-
ríður Pjetursdóttir, Menntaskól-
anum við Hamrahlíð, og Rómur
frá Bakka. Fimmtán skólar tóku
þátt í mótinu að þessu sinni en
keppt var í tölti, fjórgangi og
fimmgangi eins og verið hefur á
fyrri mótum.
Urslit urðu annars sem hér seg-
ir:
Stigakeppni
1. Fjölbraut í Breiðholti, 464,3.
2. Menntaskólinn v/Hamrahlíð,
463,5.
3. Fjölbraut á Suðurlandi, 422,8.
Tölt
1. Ásta D. Bjarnadóttir F.G. á Eldi
frá Hóli,86,8.
2. Drífa Jónasardóttir M.L. á
Skafli frá Hvammi, 83,1.
3. Margrét S. Sigmarsdóttir M.S.
á Mána frá Miðhjáleigu, 8,9.
4. Guðmar Þ. Pétursson F.B. á
Þjóni frá Tjaldanesi, 79,4.
5. Saga Steinþórsdóttir M.H. á
Sunnu frá Reykjavík, 75,3.
6. Borghildur Kristinsdóttir F.S.U.
á Girði frá Skarði, 75,1.
Fjórgangur
1. Ásta D. Bjarnadóttir F.G. á Eldi
frá Hóli, 53,5.
2. Sigríður Pjetursdóttir M.H. á
Rómi frá Bakka, 50,4.
3. Þóra Brynjarsdóttir F.S. á
Kjarna frá Flögu, 50,1.
4. Marta Jónsdóttir F.S. á Sóta frá
Vallanesi, 49,9.
5. Kristín SveinbjarnardóttirM.S.
á Fjóla frá Efri-Brú, 47,3.
6. Helga R. Valgeirsdóttir F.B. á
Spuna frá Syðra-Skörðugili, 41.
Fimmgangur
1. Guðmar Þ. Pétursson F.B. á
Snoppu frá Stykkishóimi, 57,5.
2. Þóra Brynjarsdóttir F.S. á Tý
frá Hafsteinsstöðum, 55,8.
3. Sigríður Pjetursdóttir M.H. á
Þöll frá Ríp, 55,5.
4. Anna Ingimarsdóttir F.N.V.S. á
Þokkabót, 55,4.
5. Jóhanna Claessen M.R. á
Blakki, 52,9.
6. Haraldur Arnbjörnsson F.S. á
Blæ frá Reynisstað, 50,2.
Gömlujaxl-
arnir efstir
atvinnumanna
HESTAR
Ví ð i v e11 i r
TÖLTMÓT
Fáksmenn héldu laugardaginn 5.
apríl mót á svæði sínu Víðivöllum
þar sem keppt var í sex flokkum
í tölti. Fyrirhuguð skeiðkeppni var
felld niður þar sem ekki þóttu
aðstæður fyrir hendi.
GÓÐ þátttaka var í flestum
flokkum og ljóst að fjölgun
keppnisflokka örvar hesta-
menn til þátttöku í keppnum
sem þessum. Keppni var nokk-
uð jöfn í flestum flokkum og í
atvinnumannaflokki börðust
gömlu jaxlarnir, Sigurbjörn
Bárðarson, Gunnar Arnarson
og Ragnar Hinriksson sem
hafði sigur.
Úrslit urður annars sem hér seg-
ir:
Kvennaflokkur
1. Þóra Þrastardóttir á Hrafni
frá Ríp.
2. Svava Kristjánsdóttir á Dára
frá Keldudal.
3. Berglind Ragnarsdóttir á
Sólon.
4. Sigrún Haraldsdóttir á Vindi
frá Syðri-Löngumýri.
5. Edda Rún Ragnarsdóttir á
Fríði.
Áhugamenn
1. Bjarni Karlsson á Væng.
2. Sigurþór Jóhannesson á
Garpi frá Arnarhóli.
3. Ásgeir Rafn Reynisson á
Ófeigi frá Svarfhóli.
4. Guðmundur Gíslason á Kviku
frá Hvítárbakka.
5. Jens Pétur Högnason á Móz-
art frá Þverá, Hún.
Atvinnumenn.
1. Ragnar Hinriksson á Móbrá
frá Dalsmynni
2. Gunnar Arnarson á Sprota
frá Arabæ.
3. Sigurbjörn Bárðarson á Skör-
ungi frá Enni, Skag.
4. Helgi Leifur Sigmarsson á
Fjöður frá Minni-Ólafsvöll-
um.
5. Róbert Petersen á Kölska.
Ungmenni
1. Hrafnhildur Guðmundsdóttir
á Ögra frá Vindási.
2. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir
á Hjöi’vari frá Selfossi.
3. Haukur Hauksson á Þór frá
Dalsmynni.
4. Edda Sóley Þorsteinsdóttir á
Loga frá Árbakka.
5. Lára Magnúsdóttir á Nös frá
Beinárgerði.
Unglingar
1. Viðar Ingólfsson á Fiðringi
frá Ögmundarstöðum.
2. Erna Sigurðardóttir á Vík-
ingi.
3. Árni Björnsson á Grá frá
Arnarstöðum.
4. Anna Þórdís Rafnsdóttir á
Boða frá Syðra-Skörðugili,
Skag.
5. Valdimar Ómarsson á Salvari
frá Álfhólum.
Börn
1. Sylvía Sigurbjörnsdóttir á
Hauki frá Akureyri.
2. Sólveig Pétursdóttir á Ög-
mundi frá Ögmundarstöðum.
3. Guðbjörg B. Snorradótir á
Flugu frá Dalsmynni.
4. Sigurþór Sigurðsson á Feng
frá Hafsteinsstöðum.
5. Þóra Matthíasdóttir á Styrmi
frá Þúfu.
Valdimar Kristinsson