Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 43 EINAR THORLA CIUS HALLGRÍMSSON + Einar Thorlac- ius Hallgríms- son fæddist á Akur- eyri 26. september 1941. Hann lést á dvalarheimili Sjálfsbjargar, Hát- úni 12, 30. mars síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju 4. apríl. Elsku bróðir. Við þökkum þér hvað þú varst og hvað þú ert okkur. Því verður ekki með orðum lýst. Þegar þú varst lítill bauð mamma þér góða nótt með ljóði, sem hún orti til þín: Nú svífur þú á svefnsins örmum um sólarfögur draumalönd svo langt frá sorg og lífsins hörmum þig leiðir drottins friðarhönd. Hann yfír þinni velferð vaki og vemdi hvar sem liggja spor og gefí að ekkert illt þig saki þín ævi verði fagurt vor. Á stundum uppfylltust þessar óskir mömmu. Fyrstu árin varstu umvafinn kærleika mömmu og pabba og systkina og okkur öllum sólargeisli. Holskefla reið yfir þegar pabbi dó á sjö ára afmælinu þínu og mamma orðin mjög veik. Af eigin rammleik og með hjálp góðra manna komst þú yfir þann krappa sjó. Eg heimsótti þig fyrir 27 árum og fór með þér í róður. Mér leið vel þegar ég sat í flugvélinni á leið aftur til Noregs. Ég fann að þú varst kominn í höfn, hamingjusam- ur, elskaður af konu þinni og börn- um — því dýrmætasta sem þú áttir. Þú hafðir eignast þinn græna lund. Vallý og dætumar stóðu með þér eins og klettar í hafinu í því sem á eftir kom. Svo liðu nokkrir dagar og ný holskefla reið yfir. Höggið af járn- hurðinni olli þér örkumlun. Róðurinn yfír lífsins haf hefur síðan verið þungur en þú lagðir aldrei árar í bát. Sjálfur barst þú sársauka þinn og lagðir hann aldrei á annarra herðar. Þú varst gefandi og allir sem til þín komu fóru frá þér ríkari. Þú sagðir fyrir nokkru þegar þér leið illa: „Þetta er orðinn þungur róður.“ Þú varst orðinn þreyttur. Þér leið eins og mömmu, þegar hún að ævilokum orti: Ég er þreytt og þjáð þrái líkn og náð láttu guð þitt ljós í sál mér skína. Leystu líkams bönd leyfðu að fijáls mín önd fái að líta friðarsali þína. Nú er þinni jarðsiglingu lokið. Þú hefír fengið nýtt skip. Við sjáum þig sigla í Ijúfum blæ að sjóndeildarhring. Seglin eru hvít. Báturinn góður. Fagurt ljós umlyk- ur þig. Sigldu ávallt í Ijósi og friði, elsku bróðir. Ólafur, Eygló og Magnús. Elsku Einar, mér leið alltaf vel í návist þinni, með söknuði kveð ég þig- Elsku tengdam- amma, ég votta þér mína dýpstu samúð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af al- hug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gieymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Magnús Jónsson. Einar, frændi minn var barn náttúrunnar og hann langaði að verða bóndi. Einar var mikill bar- áttumaður og harður af sér. Hann gerði sér ekki rellu út af ströngu lífsstríði enda hafði hann betur, þar til bóndinn ákvað á undurfögrum páskadagsmorgni að hirða óþekkt tún næsta vor. Enginn veit hvaðan Einari kom þessi styrkur en snemma var hart á honum tekið og næst eftir að missa föður sinn missti hann móður sína bamungur. En sé það hollt ungum börnum að missa það, sem þau elskar heitast er það vegna þess að „lífíð gerist í tveimur skaut- um upp á móti sjálfu sér og það er þess vegna sem það er líf. Að hafa misst það, sem maður elskaði heitast, það er ef til vill hið sanna líf, að minnsta kosti sá, sem ekki skilur það, hann veit ekki, hvað er að lifa, hann kann ekki að lifa, - og það sem meira er, hann kann ekki að deyja.“ (H.L. úr Fegurð himinsins.) Eftir lát móður sinnar sleit Einar áfram barnsskóm sínum að Klaust- urhólum í Grímsnesi hjá Björgvini bónda og Guðnýju. Þar minnist ég okkur fyrstu funda, - hann rétt kominn á táningsárin og ég sjö árum yngri. Ferðir mínar austur áttu eftir að verða miklu fleiri því að nokkur sumur flæktist ég þar fyrir vinnandi fólki. Löngu, löngu síðar rifjuðum við aftur og aftur upp þessar sælu minningar. Hann varð alltaf glettinn og gamansamur og... „man ég víst hve hlýtt hann hló, hversu augað geislum sló og hve brosið bað og dró blendin svör og fyndin." (Ö.A.) Síðar fluttist Einar til okkar er hann gekk í framhaldsskóla. Hann gekk mér í bróður stað og á þessum viðkvæmu unglingsárum kippti hann sér ekki upp við að drusla ungum frænda sínum til fundar við félaga sína. Eitt sinn um vetur flaug snjóbolti úr hópnum og hitti gang- andi vegfaranda, sem varð valtur á fótum. Það sá undir sólana á öllum en Einar fór við annan mann og baðst afsökunar. Mér er enn minnis- stætt hvað mér fannst „töff“ að þora þetta og var ákaflega stoltur af frænda mínum fyrir vikið. Ég vissi ekki þá að einkunnarorðin „drengskapur, virðing og vinátta" höfðu verið valin sem grafskrift föður hans og afa míns og nafna. Eplið hafði ekki fallið langt frá eik- Einar gekk í bændaskóla og stefndi aftur í sveitina en í millitíð- inni átti hann leið suður með sjó og lærði skipasmíðar. Þar átti hann eftir að lifa sinar bestu stundir með Valgerði og dætrum sínum Elínu, Laufeyju og Ólöfu, sem varla var staðin í fæturna, þegar Einar varð fyrir slysi á sjó, sem átti eftir að halda honum örkumla við rúm- stokkinn í þijá áratugi. En Einar barðist til að lifa með þeim tak- mörkunum sem honum voru settar og naut ástar og umhyggju Val- gerðar konu sinnar og dætra og síðar barnabarna. Án þeirra hefði lífið verið honum óbærilegt. Megi faðmur hvíldarinnar um- vefja Einar frænda minn að eilífu. Helga og Hallgrímur. Sá látni kvaddi lífið sem sigur- vegari. Þó var meira lagt á hann en margan manninn. Hann slasað- ist illa við vinnu á sjó fyrir mörgum árum. Þá var hann í blóma lífsins — orkumikill ungur maður, tæplega þrítugur, sem naut lífsins, átti góða glæsilega konu og þijú indæl börn. Hann lamaðist af völdum slyssins og gat sig lítið eða ekkert hreyft upp frá því. Engu að síður hélt hann andlegum kröftum ótrúlega vel. Svo vel var Einar Hallgrímsson gerður, að sál hans hélt áfram að vera sterk og einkenndist af vissu æðruleysi. Það var lærdómsríkt að hitta hann og blanda geði við hann. Nærvera hans minnti alltaf á dýpt lífsins og alvöru. Hins vegar var það háttur hans að glæða orðræður með glettni — og sérstakri birtu sem stafaði af nálægð hans. Einar Hallgrímsson var alinn upp á gömlu Akureyri í góðu húsi af góðu fólki kominn, sonur hjónanna Laufeyjar Jónsdóttur, sem ættuð var af Suðurlandi með austfírskt ívaf, og Hallgríms Einarssonar ljós- myndara, sem var artisti á borð við Jón Kaldal í portrett-ljósmyndun og í almennri ljósmyndun. Einar var af seinna hjónabandi Hallgríms, sem var af ætt Jónasar Hallgríms- sonar skálds og af Thorlaciuskyni — á öðrum og fímmta við skáld- mæringinn Jónas. Einar fór ungur að heiman frá Akureyri. Lá leiðin suður. Hann stundaði sjómennsku á bátum og skipum um hríð — lagði stund á skipasmíði í Njarðvíkum og var orðinn útlærður skipasmið- ur, þegar ólánið skall yfir. Eins og fyrr segir, þá hélt Einar sálarkröftum ótrúlega lengi — nær allan tímann, sem hann lifði eftir slysið. Það var eins og drottinn gæfi honum líkn í þraut. Hann hélt sinni dæmalausu reisn sínkt og heilagt, enda átti hann til fólks að telja, sem alltaf hefur haldið sinni reisn á hveiju sem hefur dunið. Það er eins og sumt fólk lifí lífinu eins og í hetjukvæði, sem heldur alltaf áfram. Þegar Einar var hittur að máli var ekkert óþægilegt að horfa upp á fötlun hans. Hann var sterk- ur persónuleiki. Hann minnti alltaf á stríðshetju, sem hafði fórnað sér fyrir eitthvað göfugt — eða ef til vill sýndi hann manni leið inn á guðsvegu. Romain Rolland segir í Johanni Kristofer, að ekkert sé feg- urra í þessu lífi en heiðarleg mann- eskja. Slík fegurð fannst í viðmóti Einars og — lýsti upp umhverfið — og sýndi ljóslega, að hann var sigur- vegari í orðsins fyllstu merkingu — sál, sem ekki var hægt að deyða með nokkru móti. Því lifír Einar alltaf. Með fáeinum orðum langar mig inni. Steingrímur St.Th. Sigurðsson. að minnast elskulegs tengdaföður míns, sem lést á páskadag. Það sem einkenndi Einar var hve jákvæður og brosmildur hann var, þrátt fyrir mikla fötlun og að lífíð fór ekki alltaf mjúkum höndum um hann. Söngur var honum mjög mikil- vægur og yfírleitt fékk hann alla til að syngja með sér. Ánægjulegar minningar á ég um allar ferðimar til og frá Njarðvík, þar sem mikið var sungið og spjall- að í bílnum og er mér oft hugsað til þess sem okkur fór á milli um lífið og tilgang þess. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og f tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög. BJÖRN THORS + Björn Thors blaðamaður fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1923. Hann lést á Land- spítalanum 26. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 1. apríl. Mig langar til að minnast ástkærs upp- eldisföður míns með fáeinum orðum. Hann kom inn í líf mitt þegar ég er aðeins tólf ára gömul og ég er sannfærð um það, að hann hafði mikil og djúp áhrif á uppeldi mitt. Ég er yngst fjögurra systkina og eru 9 ár á milli mín og bróður míns. Ég var því orðin ein eftir í kotinu hjá mömmu, þegar þau gengu í hjónaband. Bjöm var af gamla skólanum, eins og það er kallað þegar menn eru aldir upp við breska hefðar- hætti, því „herramaður" var hann mikill og mikið gáfumenni. Mér eru minnisstæð vorin sem við sátum saman í skálanum á Melabrautinni á Seltjarnarnesi, þar sem hann hlýddi mér yfír fyrir prófín og hon- um dugði ekki að hlýða mér yfir það sem stóð í bókunum heldur lét hann ýmsan annan fróðleik frá sér um sama umræðuefnið til þess að auðga huga minn ennþá meira. Hann var hafsjór af fróðleik og ætíð ef einhvem vantaði vitneskju um gamla eða nýja tíma, hvort sem það var landafræði, stærðfræði eða bara eitthvað allt annað, þá vissi hann það. Hann var eins og besta alfræðiorðabók. Hann var mér ómetanlegur faðir og kynnti mér, meðal annars, mitt helsta áhugamál, hestamennskuná. Seinna á mínum ferli þegar mér bauðst að fara til starfa erlendis sem fyrirsæta og þegar ég ákvað að taka þátt I hinum ýmsu keppnum var hann alltaf boðinn og búinn til alls og sífellt að hvetja mig til dáða ásamt móður minni. Þegar vel gekk, þá sagði hann svo oft: „Þetta hefur hún frá mér.“ Þá hlýn-; < aði mér um hjartarætur og fannst ég vera hluti af honum. Ég gæti endalaust talið upp skemmtileg atriði, sem gerðust á þessum 23 árum en það yrði ekki í anda Bjöms að upphefja hann. Börnin mín þijú eiga eftir að sakna afa í Koti mikið, en það var hann alltaf kallaður af bamabörnum sínum og vinum þeirra í götunni. Við emm nefnilega svo lánsöm að hafa fengið að búa í næsta húsi við ömmu Gull og afa í Koti. Sérstaka kveðju vill Steinar Torfi, 10 ára, senda afa sínum en hann hefur átt erfitt með að skilja við afa sinn. Þeir eyddu mörgum klukku- tímum saman á dag við að spjalla ýmislegt eða horfa á hand- og fót- boltann í sjónvarpinu og var þá oft erfítt að sjá hvor þeirra væri 10 ára. Bjöm átti fjögur böm frá fyrra hjónabandi, þau Kjartan, Stefán, Björn og Systu, sem ég þekki best og er sama íjúfmennið og pabbi sinn. Þeim öllum vil ég senda samúðar- kveðjur. . „ Eitt er víst í þessu lífí, öll deyjum við að lokum. Að missa foreldri eða eiginmann er erfítt, maður heldur alltaf að maður eigi þau endalaust og geti gengið að þeim vísum. Elsku mamma mín, þú ert ekki ein. Það kemur sá tlmi í lífi okkar allra að það er gott að vita að alltaf er einhver til staðar, til að hugsa um mann og skynja tilfínningar í sorg sem þessari. Mundu því alltaf, að þú átt marga að. Bestu kveðjur koma að austan frá A Helgu, Einari og börnum, einnig frá Inger og Óla og frá Jóhanni, Jennýju og börnum. En Jóhann reyndist Birni mikill styrkur og stoð síðustu dagana. Að síðustu er kveðja frá Vil- hjálmi, Unni Bimu, Steinari Torfa og Villa Skúla. Með kveðju, Unnur Steinsson. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR + Guðrún Jónsdóttir fæddist í Loðmundarfirði 26. maí, 1918. Hún lést á Landspítalan- um hinn 17. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Bú- staðakirkju 25. mars. Föstudaginn 14. mars, tveimur dögum fyrir ferminguna mína, hringdi Rúna og sagðist vera að fara á sjúkrahús, í erfíða hjartaað- gerð. Hún sagðist því ekki geta komið í ferminguna. Á mánudaginn hringir Álfrún dóttir hennar og seg- ir að hún hafí veikst skyndilega og því hafí hún ekki komist í aðgerðina sem hún hefði átt að fara í. Rúna var besta vinkona hennar Siggu ömmu. Henni fannst hún alltaf eiga í honum pabba. Hún var alltaf eins og amma okkar og hringdi alltaf á afmælisdögunum okkar. Ef hún hringdi ekki vissum við að það var eitthvað að. Það skipti hana miklu að öllum liði vel. Hún var okkur mjög trygg, aldrei fann maður á henni þótt eitthvað væri að. Hún hugsaði alltaf um hvernig öðrum* liði, henni fannst það ekki skipta miklu máli þótt hún væri ekki alveg hress, það myndi lagast. Rúna og Siggi eru í hugum okk- ar krakkana, sem einn hjartkær og einlægur vinur. Elsku Siggi, Rúna okkar er frá okkur farin en minn- ingin lifír skýr og kær. Elsku Siggi, Alfrún, Jón Friðrik og fjölskyldur, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og umvefja. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvíl- ast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um réttá^* vegu fyrir sakir naftis síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert þjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur.) Sigurður, Magnea, Sólveig og Guðmundur. Erfidrykkjur HOTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 Upplýsingar í síma 568 9000 inninii^, ^Erfidrykkjur M P E R L A N Slmi 562 0200 TlIIIIIIIlf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.