Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Metfé á
skákmóti
Moskvu. Reuter.
VERÐLAUNAFÉ á heimsmeist-
aramóti Alþjóðaskáksambandsins
(FIDE) næsta vetur verður fimm
milljónir dollara, jafnvirði 350
milljóna króna, og hefur aldrei
verið meira.
Nýtt fyrirkomulag verður á
mótinu og er því ætlað að auka
vinsældir þess og gera sigur eftir-
sóknarverðari, að sögn Kírsans Ilj-
úmzhínovs, forseta FIDE. Falla
menn úr leik við tap og umhugsun-
artími verður styttur. I undanúr-
slitum yrðu tefldar sex skákir og
4-8 í úrslitaviðureigninni.
Teflt í Kalmykíu
Mótið verður háð 16. desember
nk. til 8. janúar 1988 í heimaborg
Iljúmzhínovs, Elísta, sem er í rúss-
neska sjálfstjórnarlýðveldinu Kal-
mykíu. Keppendur verða um eitt-
hundrað og verða tefldar átta
umferðir. Heimsmeisturum FIDE,
Anatólí Karpov, og skáksambands
atvinnumanna (PCA), Garrí Kasp-
arov, hefur verið boðin þátttaka
og þurfa þeir ekki að mæta til leiks
fyrr en í undanúrslitum.
Reuter
EIGANDI „Markgreifans af Granby“, Tony Bowler, er hér að
afgreiða Tony’s-bjór en ölið er ekki við hann kennt, heldur Tony
Blair, leiðtoga Verkamannaflokksins. Stuðningsmenn íhalds-
flokksins geta fengið sinn „John“ og kjósendur Fijálslyndra demó-
krata sinn „Paddy“ þótt um eina og sama mjöðinn sé að ræða.
Þijár vikur fram að kosningunum í Bretlandi
Dregnr heldur sam-
an með flokkunum
London. Reuter.
BILIÐ milli stóru flokkanna í Bret-
landi, Verkamannaflokksins og
Ihaldsflokksins, hefur minnkað
nokkuð samkvæmt skoðanakönnun,
sem birt var í gær. í annarri könnun
kemur fram, að sú ákvörðun stríðs-
fréttaritarans Martin Bells að bjóða
sig fram gegn Neil Hamilton, einum
þingmanni íhaldsflokksins, sem sak-
aður hefur verið um mútuþægni,
nýtur mikils stuðnings meðal kjós-
enda.
I könnun ICM-stofnunarinnar,
sem dagblaðið Guardian birti í gær,
hefur stuðningur við íhaldsflokkinn
aukist um tvö prósentustig og er nú
34% en Verkamannaflokkurinn
stendur í stað með 46%. Munurinn
er því aðeins 12 prósentustig og sá
minnsti frá því á síðasta ári.
Þess ber að geta, að kannanir ICM
sýna ávallt minni mun á flokkunum
en aðrar kannanir og er ástæðan sú,
að reiknað er með, að sumir kjós-
enda íhaldsflokksins séu tregari til
að gefa upp stuðning sinn við hann
en almennt gerist með kjósendur
annarra flokka.
Gallup-könnun, sem Daily Tel-
egraph birti, sýnir, að fylgi við
Verkamannafiokkinn hefur minnkað
um tvö prósentustig og er nú 51%
og stuðningur við Ihaldsflokkinn
minnkað um eitt prósentustig og er
32%. í þessari könnun kom fram,
að aðeins tíundi hver kjósandi taldi
líklegt, að John Major yrði næsti
forsætisráðherra Bretlands.
Samkvæmt MORI-könnun styðja
55% kjósenda þá ákvörðun Martin
Bells, fyrrverandi stríðsfréttaritara
hjá breska útvarpinu, BBC, að bjóða
sig fram gegn Neil Hamilton, þing-
manni íhaldsflokksins í Tatton á
Norðvestur-Englandi.
Kjarnorkuslysið 1 Japan
Rannsókn vegna
yfirhylmingar
Tókýó. Reuter.
RYUTARO Hashimoto, forsætis-
ráðherra Japans, brást í gær
ókvæða við yfirhylmingu ríkisfyrir-
tækis, sem annast endurvinnslu
kjarnorkuúrgangs, og fyrirskipaði
rannsókn á mesta kjarnorkuslysi í
sögu landsins. Stjórnendur fyrir-
tækisins höfðu viðurkennt að rang-
ar upplýsingar hefðu komið fram
í skýrslu um slysið.
„Ég er svo reiður að ég er orð-
laus,“ sagði Hashimoto eftir að
hafa falið eftirlitsmönnum Vísinda-
og tæknistofnunar Japans að hefja
skyndileit á skrifstofum fyrirtækis-
ins og leggja hald á gögn um slysið.
Stjórnendur fyrirtækisins viður-
kenndu á þriðjudagskvöld að rang-
ar upplýsingar hefðu komið fram
í skýrslu um sprengingu, sem varð
11. mars í kjarnorkuendurvinnslu-
stöðinni í Tokaimura, 160 km norð-
austur af Tókýó. 37 starfsmenn
stöðvarinnar urðu fyrir lítilsháttar
geislamengun.
Getur leitt
til lögsóknar
Fyrirtækið hefur sætt harðri
gagnrýni fyrir að skýra yfirvöldum
of seint frá slysinu. Endurvinnslu-
stöðin hefur einnig verið gagnrýnd
fyrir slæmar eldvarnir og úrelta
tækni.
í skýrslu fyrirtækisins sagði að
starfsmenn þess hefðu staðfest að
eldur, sem kviknaði í stöðinni, hefði
verið slökktur. Eldurinn blossaði
aftur upp níu klukkustundum síðar
og olli sprengingu og geislamengun
í andrúmsloftinu.
„Reyndin var sú að enginn stað-
festi að eldurinn hefði verið slökkt-
ur. Starfsmenn stöðvarinnar vissu
þetta en héldu að ekki væri hægt
að breyta skýrslunni eftir að hún
var gerð opinber," sagði Hiromasa
Nakano, framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, á blaðamannafundi á
þriðjudag.
„Ég trúði því að það væru engar
lygar í skýrslunni," sagði Toshiyuki
Kondo, stjórnarformaður fyrirtæk-
isins og kvaðst harma rangfærsl-
urnar í skýrslunni.
Talsmaður Vísinda- og tækni-
stofnunarinnar sagði að skýrslan
væri opinbert skjal og samkvæmt
lögum bæri fyrirtækinu að afhenda
stjórninni eintak af henni. „Slíkar
rangfærslur geta leitt til lögsókn-
ar,“ bætti hann við.
Kynþroskaskeiðið
hefst fyrr en áður
Chapel Hill. Reuter.
NÝ rannsókn bendir til þess að kyn-
þroskaskeið bandarískra stúlkna
heflist fyrr en áður, hugsanlega
vegna vöru sem hefur meira af kyn-
hormónum kvenna en verið hefur.
„Við vitum ekki hver skýringin
er,“ sagði dr. Marcia Herman-Gidd-
ens, sem stjórnaði rannsókninni.
„Þetta eru eintómar vangaveltur, en
við veltum því fyrir okkur hvort
vaxandi notkun varnings með
estrógen geti haft áhrif.“
Herman-Giddens nefndi nauta-
kjöt, plastefni, hársnyrtivörur og
skordýraeitur sem dæmi um siíkar
vörur. Hún sagði að rannsókn hefði
bent til þess að tengsl væru á milli
minni sæðisframleiðslu karla og
estrógens og því væri ekki ólíklegt
að vörurnar hefðu áhrif á ungar
stúlkur.
Rannsóknin benti ennfremur til
þess að svartar stúlkur hæfu kyn-
þroskaskeiðið fyrr en hvítar stúlkur
og Herman-Giddens kvaðst ekki
hafa skýringu á því.
Rannsóknin benti þó ekki til að
kynþroskaskeiðinu lyki fyrr en áður.
EÞ gagnrýnir meint
mannréttindabrot í ESB
Strassborg. Reuter.
Norðmenn svartsýnir eftir fund með Sir Leon Brittan
Telja refsitolla vera
nær óhjákvæmilega
Brussel. Morgunblaðið
EVROPUÞINGIÐ gagnrýnir
ýmis aðildarríki Evrópusam-
bandsins fyrir meint brot á
mannréttindum. Þetta kemur
fram í þriðju ársskýrslu þingsins
um mannréttindi í ESB.
Þingið ræðst á Bretland, Belg-
íu og Grikkland fyrir að stað-
festa ekki bókun við mannrétt-
indasáttmála Evrópu um afnám
dauðarefsingar. Þá leggst þingið
gegn öllum tegundum líknar-
dráps.
Skilgreining grundvallar-
mannréttinda útvíkkuð
Lengi hefur verið deilt um það
hvort svokölluð efnahagsleg og
félagsleg réttindi eigi að teljast
til algildra mannréttinda. Evr-
ópuþingið, þar sem sósíalistar
eru öflugasti flokkahópurinn, fer
nú í fyrsta sinn þá leið í skýrslu
sinni að skilgreina lágmarks-
tekjutryggingu, aðgang að lækn-
isþjónustu og húsnæði og rétt á
hreinu umhverfi sem grundvall-
armannréttindi. Þingið gagnrýn-
ir m.a. Bretland fyrir að taka
ekki þátt í stórum hluta félags-
málastefnu ESB.
Evrópuþingmenn gagnrýna
Grikkland fyrir að leggja hömlur
á fundahöld þjóðernis- og trúar-
minnihluta og benda á að mann-
réttindasáttmálinn leyfi því að-
eins skorður við fundahöldum að
þau ógni öryggi ríkisins.
Irland er átalið fyrir lög, sem
banna birtingu hvers konar efnis
þar sem hvatt er til fóstureyðing-
ar, og Austurríki fyrir lög um
lögaldur til holdlegs samræðis,
sem talinn eru mismuna samkyn-
hneigðum.
Frakkland og Þýzkaland eru
gagnrýnd fyrir að leyfa æ fleiri
sveitarfélögum að banna betl.
Misnotkun á börnum
fordæmd
Evrópuþingið hrósar Grikk-
landi fyrir frumvarp til laga, sem
myndi leyfa mönnum, sem
samvizku sinnar vegna vilja ekki
gegna herþjónustu, að sinna þess
í stað samfélagsþjónustu.
Þá fær Svíþjóð lof fyrir áform
um að banna vörzlu barnakláms.
Fram til þessa hefur ekki verið
lagt bann við því í Svíþjóð og
Danmörku að hafa slíkt efni í
fórum sínum. Þingmenn for-
dæma „afdráttarlaust" hvers
konar misnotkun á börnum en
nefna ekki afstöðu danskra
sljórnvalda til barnakláms sér-
staklega.
BJ0RN Tore Godal, utanríkisráð-
herra Noregs, og Karl Eirik Schjott-
Pedersen, sjávarútvegsráðherra
Noregs, áttu í gær fund með Sir
Leon Brittan, fulltrúa fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins (ESB) um fyrirhugaða refsitolla
sambandsins á norskan lax.
Fundurinn stóð yfir í röskar 30
mínútur og kynntu ráðherrarnir Sir
Leon ítarlega afstöðu Norðmanna
og ræddu við hann um næstu skref
framkvæmdastjórnarinnar. Sagði
Brittan hann hafa verið tímabæran
og gagnlegan en vildi ekkert gefa
út á hvort afstaða framkvæmda-
stjórnarinnar til refsitolla á norskan
lax hefði breyst. Norðmenn eru hins
vegar svartsýnir á að sú sé raunin
og telja líklegast að refsitollar verði
lagðir á.
Brittan rakti ástæður fyrir þess-
um aðgerðum ESB í stuttu máli,
en eins og fram hefur komið telur
framkvæmdastjórnin þörf á 14%
refsitolli á norskan lax sem fluttur
er inn til aðildarríkja Evrópusam-
bandsins, vegna meintra undirboða
norskra laxeldisstöðva í skjóli ríkis-
styrkja.
Sagði Brittan að ekki væri hér
um verndaraðgerðir að ræða, heldur
aðgerðir til að tryggja eðlilega sam-
keppni á jafnréttisgrundvelli, og
væru aðgerðir af þessu tagi í sam-
ræmi við reglur Alþjóða viðskipta-
stofnunarinnar (WTO). Þá benti
hann á að samkvæmt EES-samn-
ingnum væri heimilt að grípa til
slíkra aðgerða á þeim sviðum sem
sameiginlegar reglur ESB næðu
ekki til.
Ekki meirihluti í ráðherraráði
fyrir refsiaðgerðum
Norska blaðið Aftenposten hefur
eftir heimildarmönnum innan ESB
í gær að meirihluti muni ekki nást
fyrir tillögum framkvæmdastjórn-
arinnar undirboðsnefnd ráðherra-
ráðsins sem á að gefa álit sitt á
þeim. Þjóðveijar og Danir hafi lýst
sig andvíga henni og Svíar muni
einnig greiða atkvæði gegn henni.
Sömu heimildir herma hins vegar
að framkvæmdastjórnin muni engu
að síður hrinda þessum aðgerðum
í framkvæmd.
Talsmaður norsku sendinefndar-
innar við Evrópusambandið sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
Norðmenn byggjust við því að fram-
kvæmdastjórnin myndi leggja um-
ræddan refsitoll á, hugsanlega
strax í næstu viku. Hann sagði
Norðmenn hins vegar telja að með
viðræðum sínum við aðildarríki ESB
á undanförnum dögum hefði þeim
tekist að vinna málstað Noregs
betri skilning fyrir aðra lotu, eins
og hann orðaði það, en ráðherraráð
ESB þarf að taka afstöðu til þess
hvort gera skuli refsitollana varan-
lega 6 mánuðum eftir að þeir eru
settir á til bráðabirgða.
i
I
I
i
\
>