Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 11 FRETTIR Framtíð Flugfélags Islands í kjölfar ákvörðunar Samkeppnisráðs Biðstaða og óvissa í mál- inu fram í næstu viku Morgunblaðið/Baldur Sveinsson VERÐUR innanlandsflug Flugleiða rekið áfram undir nafni Flugleiða innanlands eða Flugfélags íslands? TEKJUR af leiguflugi hafa verið meira en góð búbót hjá Flugfélagi Norðurlands síðustu árin, ekki síst verkefni á Grænlandi. Forráðamenn Flug- félags íslands íhuga nú næsta skref varðandi fyrirkomulag innan- landsflugsins, en þeim þykja sum skilyrði Samkeppnisráðs hörð. Jóhannes Tómasson kynnti sér stöðu mála. „ÚRSKURÐUR Samkeppnisráðs kom okkur algjörlega í opna skjöldu, í það minnsta það sem snertir skipan í stjórn og takmörkun á áætlun en við erum að skoða málið og tökum ákvörðun um framhald í næstu viku.“ Þetta sagði Páll Halldórsson for- stöðumaður Flugleiða innanlands aðspurður um framtíð Flugfélags íslands í kjölfar ákvörðunar Sam- keppnisráðs síðasta föstudag en ráð- gert var að FÍ tæki til starfa 1. júní næstkomandi. Búið er að ráða nokkra starfs- menn til Flugfélags íslands, m.a. flugmenn og ýmsa lykilstjórnendur sem m.a. hafa losað sig úr störfum hjá öðrum félögum. Var fundur með starfsmönnum FÍ í gær þar sem staðan var rædd. Þá hafa forráða- menn hins væntanlega nýja félags unnið að samningum um verkefni, m.a. leiguflugsverkefnum sem Flug- félag Norðurlands hefur sinnt fyrir Grænlandsflug og eru allumfangs- mikil. Gangi undirbúningurinn til baka er óvíst hvort þessi verkefni lenda aftur hjá FN, þau gætu einnig hafnað á borði Flugleiða. Fari svo er framtíð FN óljós þar sem afkoma félagsins hefur að verulegu leyti byggst á tekjum af leiguflugsverk- efnum. Ljóst er að starfsemin yrði allt önnur og mun umfangsminni en hún er í dag en félagið hefur verið með sex flugvélar í rekstri. Má þvi segja að gangi stofnun FÍ til baka muni það hafa mun hastarlegri áhrif á FN þar sem öll starfsemi félagsins átti að fara undir hatt FÍ en aðeins hluti af starfsemi Flugleiða. Páll Halldórsson sagði ekki afráð- ið hvað yrði með flugmenn sem búið var að ráða. í byrjun febrúar, fljót- lega eftir að kynnt voru áform um stofnun FÍ, voru ráðnir 16 flug- menn. Þeir sóttu strax námskeið, 12 til að öðlast réttindi á Metró, vél sem FN hefur verið með í rekstri og 4 voru á námskeiði til flugs á Fok- ker vélum. Er þessum námskeiðum nýlega lokið. „Við ætlum að halda áfram inn- anlandsflugi svo það verða verkefni fyrir þessa flugmenn, spurning hvernig vinna, en þessir 16 flugmenn voru ráðnir á þeim kjörum sem gilt hafa milli FÍ A og Flugfélags Norður- lands.“ Páll sagði of snemmt að segja hvort flugmennirnir, sem nú hafa að mestu lokið námskeiðunum, hverfi til starfa hjá Flugleiðum eða FN verði ekki af stofn- un FÍ. „Það er hins vegar afar slæmt að lenda í þessari biðstöðu, við erum búnir að vinna að málinu í góðri trú. Óviss- an er slæm fyrir félagið og starfs- fólkið en við vonum að línur skýrist fljótlega í næstu viku,“ sagði Páll. Reglur til að gæta jafnræðis Guðmundur Sigurðsson forstöðu- maður samkeppnissviðs sagði að- spurður í gær, að vegna þeirra breyt- inga sem verða í sumar, að innan- landsflug verður gefið fijálst, myndi stofnunin líklega hafa reynt að setja svipaðar reglur og koma fram í ákvörðun Samkeppnisráðs um FÍ. Hugsanlega hefði orðið að setja Flugleiðum innanlands svipaðar reglur til að gæta jafnræðis, form þeirra hefði verið annað en slíkt hefði trúlega átt sér stað vegna stöðu Flugleiða. Guðmundur sagði aðspurður um ummæli samgönguráðherra í Mbl. í gær um að Samkeppnisráði hlyti að hafa verið kunnugt um væntanlegan samruna, að stofnunin hefði ekki það hlutverk að blanda sér í viðræður fyrirtækja um samruna eða hluta- bréfakaup. „Hins vegar er sérstak- lega gert ráð fyrir því í samkeppnis- lögum," segir Guðmundur, „að fyrir- tæki geti leitað álits Samkeppnisráðs áður en gengið er frá samningum um samruna eða yfir- töku, en það kusu aðilar máls FÍ hins vegar ekki að gera.“ Guðmundur minntist einnig á ummæli ráð- herra varðandi hagræðingu og virka samkeppni: „Samkeppnisráð er með ákvörðun sinni að aðstoða sam- gönguráðuneytið í því að skapa grundvöll fyrir virka samkeppni í innanlandsfluginu. Ráðuneytið hefur ákveðið að fella niður öll sérleyfi í innanlandsflugi frá 1. júlí næstkom- andi og með því er opnað fyrir sam- keppni í þessari grein. Hins vegar er það nánast náttúrulögmál að þar sem fyrirtæki hefur 90% markaðs- hlutdeild og fær að leika lausum hala getur aldrei ríkt virk sam- keppni. Það að setja leikreglur, sem stuðla að því að jafnræði ríki með þeim fyrirtækjum sem á markaðnum starfa og gera nýjum keppinautum kleift á ná fótfestu, dregur ekki úr þjónustu við þá sem á henni þurfa að halda né hagræðingu. Þvert á móti má ætla að virk samkeppni leiði til betri þjónustu og lægra verðs.“ Flugmenn bíða átekta Ólafur S. Guðmundsson, einn þeirra flugmanna sem hafði sagt upp starfi sínu, kvaðst vera alveg rólegur og sagði flugmenn myndu bíða átekta, taldi að FÍ myndi hefja starf- semi með vorinu þrátt fyrir skilyrði Samkeppnisráðs. Ólafur starfaði hjá Leiguflugi ísleifs Ottesen og sagðist ísleifur að- spurður ekki óvanur því að ala upp flugmenn fyrir stærri flugfélögin. Hann kvaðst finna til með þeim flugmönnum sem ráðnir hefðu verið til FÍ, ljóst væri að meiri tíma hefði þurft til undirbúnings fyrir flug- rekstur félagsins. Þrír fastráðnir flugmenn hjá ís- landsflugi og einn flugvirki höfðu einnig ráðið sig til FÍ og sagði Gunn- ar Þorvaldsson stjórnarformaður ís- landsflugs að þeim hefði verið gefínn eftir uppsagnarfrestur þar sem þeirra var óskað á námskeið strax. Hefur íslandsflug þegar ráðið menn í stað þeirra og sagði Gunnar því með öllu óljóst hvort þeir ættu aftur- kvæmt til íslandsflugs yrði ekki af stofnun FÍ. „Þetta álit Samkeppnisráðs hefur í sjálfu sér ekki áhrif hjá okkur en við vorum reyndar hissa á hve skel- eggir þeir eru í skoðunum," sagði Gunnar er hann var spurður um skoðun íslandsflugs á skiíyrðum sem Samkeppnisráð setur fyrir tilurð Flugfélags Islands. Jafna þarf aðstöðu á flugvöllum Gunnar sagðist líta á þetta sem framtíðarálit Samkeppnisráðs, burt- séð frá því hvort af stofnun Flugfé- lags íslands yrði eða ekki og að kappsmál íslandsflugs væri að geta búið við jafnar leikreglur. „Við höf- um lagt mest upp úr því að hið opinbera sjái til þess að við fáum jafna aðstöðu i öllum flugaf- greiðslubyggingum. Við höfum þurft að beijast fyrir hverjum fermetra, erum komn- ir með aðstöðu á Egilsstöðum, í Vestmannaeyjum og á ísafirði en höfum enga aðstöðu á Akureyri, sem er okkur kappsmál. Það er ekki nóg að veita frelsi í fluginu sjálfu ef ekki er hægt að fá jafna aðstöðu á flugvöllunum," segir Gunnar enn- fremur. Lagt fram frumvarp um atvinnu- lýðræði ÞINGFLOKKUR jafnaðarmanna hefur lagt fram á Alþingi frum- varp um atvinnulýðræði og á það að auka áhrif starfsmanna innan fyrirtækja. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Einarsson. í frumvarpinu er lagt til að í stjórn hlutafélags sem er skráð á Verðbréfaþingi Islands skuli eiga sæti einn stjórnarmaður kosinn á almennum fundi starfsmanna. Halda skal starsfmannafund þar sem allir fastráðnir starfsmenn eiga seturétt, hafa atkvæðisrétt og eru kjörgengir. Kjósa skal einn úr þeirra hópi til setu í stjórn fyrir- tækisins til eins árs í senn. Þessi stjórnarmaður hefur flest þau sömu réttindi og skyldur og aðrir stjórnarmenn. Hlutverk hans er að fá upplýsingar um reksturinn, koma fram með skoðanir starfs- manna og ræða stefnu og stjórnun fyrirtækisins út frá öðru sjónar- horni en aðrir stjórnarmenn. Flutningsmenn tillögunnar segja að Islendingar séu mjög á eftir nágrannaþjóðum í atvinnulýð- ræði. Rökin fyrir auknum áhrifum starfsmanna séu m.a. að með auknu upplýsingastreymi er hægt að ná hagkvæmum áhrifum á rekstur fyrirtækja og á stöðu starfsmanna. Bætir starfsanda „Aukið atvinnulýðræði bætir starfsanda í fyrirtæki, veitir stjórn- endum aðhald, bætir kjör og eykur lýðræðislega stjórnunarhætti. At- vinnuiýðræði er góð aðferð til að styrkja fyrirtæki, auka framleiðni og hækka laun, auk þess sem þessi leið eykur eftirlit sem er nauðsyn- legt í heimi vaxandi samkeppni. Þótt eigendur fyrirtækja fari með hið formlega vald hafa áhrif og völd æðstu stjórnenda aukist verulega á síðari árum. Atvinnu- lýðræði vinnur gegn óeðlilegri valdasamþjöppun æðstu stjórn- enda fyrirtækja,“ segir í greinar- gerð. Þar er einnig upplýst að heildar- umsvif 35 fyrirtækja á Verðbréfa- þingi árið 1995 hafi verið yfir 110 milljarðar kr. Starfsmannafjöldi þessara fyrirtækja var yfir 10.000 manns. Markaðsvirði þessara 35 fyrirtækja sé nú yfir 110 milljarð- ar. Þijú öfiugustu félögin á Verð- bréfaþingi séu Eimskipafélag ís- lands, íslandsbanki og Flugleiðir. Hluthafar í þessum þremur félög- um eru um 25.000 talsins. ♦ ♦ ♦----- Réttindalaus ókátré UNGUR maður fékk lánaða bifreið í reynsluakstur hjá bílasölu í Skeif- unni í fyrradag og reyndist það auðsótt. Þegar bílnum var hins vegar skilað nokkru seinna, urðu forsvarsmenn bílasölunnar varir við að ökutækið hafði orðið fyrir tjóni. Þeim þótti þessi niðurstaða ekki viðunandi og gerðu iögreglu við- vart um málið. Þá kom í ljós að ökumaðurinn var réttindalaus og viðurkenndi hann að hafa ekið um Oskjuhlið i reynsluakstri sínum og ekið á tvö tré með þeim afleiðing- um að þau brotnuðu og bifreiðin skemmdist. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verða viðeigandi ráðstaf- anir gerðar vegna aksturs manns- ins án réttinda, auk þess sein gert er ráð fyrir að hann verði krafinn skaðabóta fyrir það tjón sem hann olli. Framtíð FN gæti verið óljós Nýráðið starfsfólk býður átekta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.