Morgunblaðið - 10.04.1997, Síða 54

Morgunblaðið - 10.04.1997, Síða 54
54 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Dýraglens BETRA LÍF ÁN TÓBAKS f ÉG6BF mGSAE) S&JZT < \pAÐSMÉGVlL SF6&J1) ■———J .&1ÞBSAfZ&SfiEVNIAe> ÖZ&A pAE> [/E&GXJfZ ÓR. 1 ÖóAtiL / j ÉG e/er/ þestojAEiNA TiMA i F&t/HSÖGW! il 1k3$*LjL pK1 l •S **? {°) ° ygt Grettir Tommi og Jenni Ég held að ég hafí uppgötvað Maður slæpist bara þangað til Ieyndarmál lífsins ... það venst... Vinnufélagi deyr SKEMMTILEGUR vinnustaður, vinnufélagar, gefandi starf. Kvennavinnustaður, sjúkrahús, hjúkrunarheimili, elliheimili. Marg- ar konur framfleyta sér af þessari vinnu þó launin séu lág. Aðrar kon- ur koma í vinnuna til að komast í félagskap annarra kvenna, komast út af heimilinu, aðeins til að hvíla sig á krökkunum. Það er líka gef- andi að vinna með sjúklingum, vist- mönnum eða gömlu fólki. Margar konur eru þarna vegna þess að bömin eru farin að heiman, þær hafa mikla ánægju af aðhlynningu, þær finna sjálfstæði sitt aukast, þær hafa sín eigin laun, sem þær framfleyta sér af, njóta að nota fyrir sig sjálfar eða barnabömin. Lífið er í föstum skorðum. Á vinnustað sem þessum er oft mjög mikið reykt. Reykingar eru aðferð til að nálgast annan einstakl- ing. Við skiptumst á sögum, oft nánum persónulegum upplýsingum, treystum öðrum fyrir áhyggjum okkar. Við fáum heilmikið út úr þessu. Fyrirkomulag á vinnustað ýtir oft undir reykingar. Það er talið eðlilegt að einstaklingur sem reykir þurfí að fara og fá sér „reyk“. Við sættum okkur við fíknina og jafnvel hvetjum fólk til að fara í „reyk-pásu“. Ef þú reykir ekki þá þarftu ekki „pásu“. Óbein skilaboð um að það sé betra að reykja. Við sýnum fíkninni skilning. Skilaboðin sem við sendum öðrum á vinnustað eru hins vegar skelfíleg. Sættum okkur við óbeinar reykingar til að hlusta á skemmtilegar sögur, eða til að skiptast á lífsreynslusögum eða til að ná trúnaði. Af hveiju sýna þeir sem reykja ekki tillits- semi? Af hveiju að púa reyk ofan í vinnufélaga, vin, maka, börn, barnabörn? Hvar er umhyggjan? Hvar endar eigingirnin? Á dögunum kom til mín kona sem vinnur á svona vinnustað. „Veistu", sagði hún, „á undanförnum þremur árum hafa átta konur á hæðinni, sem ég vinn á, dáið úr sjúkdómum sem tengjast reykingum. Sú yngsta rúmlega fertug, sú elsta ríflega sextug." Þær dóu úr lungnakrabba og hjartasjúkdómum. Þær veiktust, komu og fóru úr vinnu, dóu. Til- gangslaus dauðdagi, mæður frá unglingum, ömmur frá barnabörn- um, konur frá eiginmönnum. Ein þessara kvenna bara hvarf. Eins og hún hefði aldrei verið til. Veikt- ist, hætti vinnu, dó, var jarðsett í kyrrþey, önnur kom í hennar stað, líkt og hún hefði aldrei verið til. Átta konur á þremur árum, 30-40 kvenna vinnustaður, skeífíleg til- hugsun. Tilgangslaus dauðdagi. F.h. Tóbaksvarnanefndar, Þorsteinn Njálsson. Fornbókabúðin slæmur þáttur Frá Pálmari Smára Gunnarssyni: ÉG GET ekki lengur orða bundist yfír þeirri dagskrá sem Stöð 2 get- ur verið þekkt fyrir að bjóða áskrif- endum sínum. Á ég hér sérstaklega við um þann þátt sem kallast Fornbóka- búðin sem er á dagskrá á sunnu- dagskvöldum hjá þeim nú eftir að þættinum Gott kvöld með Gísla Rúnari virðist hafa verið sparkað út af dagskrá hjá Stöð 2!! Var þátt- urinn með Gísla Rúnari hátíð miðað við þennan Fornbókabúðar-þátt, þó svo að í byijun hafi fólki ekki litist vel á þáttinn með Gísla Rúnari, en eins og áður segir var hann hátíð og það strax í byrjun miðað við þennan ófögnuð er þeir sem virðast öllu ráða hjá Stöð 2 ætla að bjóða okkur áskrifendum upp á nú. Ég skora á þá sem ráða ferðinni hjá Stöð 2, að taka þennan ófögnuð strax af dagskrá og koma með eitt- hvað betra til dægradvalar, þá sér- staklega á sunnudagskvöldum. Veit ég fyrir víst að ég tala fyrir munn margra áskrifenda að Stöð 2. Og vona ég að þeir verði við þessum óskum nú þegar. PÁLMAR SMÁRI GUNNARSSON, Hátúni lOa, 105 Rvík. AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Vantar þig VIN að tala við? Við erum til staðar! VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 öll kvöld 20 - 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.