Morgunblaðið - 10.04.1997, Side 6

Morgunblaðið - 10.04.1997, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 MOEGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fyrstu gámarnir úr Víkartindi opnaðir í Sundahöfn í gærmorgun F armnrinn reyndist yfir- leitt í þokkalegu ástandi Morgunblaðið/Þorkell ALLT virtist þurrt og óskaddað í þessum gámi, sem opnaður var i Sundahöfn í gærmorgun. ÁSTAND farms í fyrstu gámunum úr Víkartindi sem fluttir voru til Reykjavíkur í fyrrakvöld og gær- morgun er þokkalegt, að sögn Andrésar Bridde, fulltrúa í tjóna- deild Eimskips. í gærmorgun var hafist handa við að opna gámana og kanna ástand farmsins, í viðurvist fulltrúa tollstjóra og Könnunar hf. sem er hlutlaus skoðunaraðili. Átta gámar voru komnir til Reykjavíkur í fyrra- kvöld og gert var ráð fyrir að tæk- ist að flytja 12-15 til viðbótar í gær. Síðustu gámunum verður síð- an ekið til Reykjavíkur í dag. Samband haft við eigendur farmsins Þegar Morgunblaðið ræddi við Andrés í Sundahöfn í gærmorgun var búið að tæma fyrsta gáminn og setja innihaldið inn í vöru- skemmu Eimskips og verið að opna annan. Fyrsti gámurinn var dæld- aður á annarri hliðinni og hurðin á honum hafði skekkst nokkuð, þannig að sjór hafði farið inn. Andrés taldi það þó við fyrstu sýn ekki hafa verið til skaða, þar sem farmurinn stendur á pöllum í gám- unum. Annar gámurinn var í betra ásigkomulagi og virtist hann hafa verið alveg þéttur og engin bleyta komist inn i hann. Ingimar Ingason, deildarstjóri tjónadeildar og innra eftirlits, sagði VEL gekk í gær að flytja til Reykjavíkur gáma sem losaðir voru af Víkartindi um síðustu helgi. Um miðjan dag höfðu verið fluttir ell- efu gámar og var stefnt að því að flytja síðustu gámana af þilfari skipsins til borgarinnar í dag. Á félagsfundi Félags íslenskra stórkaupamanna í gær var sam- þykkt ályktun þar sem þess er farið á leit við Ríkissaksóknara að hann hlutist til um að fram fari opinber rannsókn á björgun farms úr Víkartindi eftir strand skipsins. Sérstaklega verði athuguð fram- kvæmd aðgerða og ábyrgð farm- fiytjanda, útgerðaraðila og sýslu- mannsembættisins í Rangárvalla- sýslu. Mikil óánægja kom fram hjá fundarmönnum með það hvernig staðið hefði verið að þessu máli. Yfír 50 félagar í FÍS sóttu fund- inn. Lögmaður félagsins lagði fram minnispunkta og voru hagsmunir eigenda farms ræddir. Fram kom á fundinum að mönnum þótti mikið fum og fát hafa einkennt björgun- arstarfið og blöskraði aðgerðaleysið sem einnig hefði einkennt málið í samtali síðdegis að varan liti yfir- leitt mjög vel út, svo það lofaði góðu um framhaldið. Hann taldi ástæðu til að ætla að ástandið lengi vel. Fundarmönnum þótti erf- itt að henda reiður á hvar ábyrgð manna lægi í þessu máli og vildu þeir fá skýrari línur sem hægt yrði að byggja frekari málarekstur á, þ.e. hugsanlegar skaðabótakröfur. Fram kom að umboðsmenn tiygg- ingafélags Víkartinds hefðu sagt að farmur um borð væri ekki á þeirra ábyrgð og vísað á Eimskip. Eimskip bendi aftur á eigendur skipsins og telji þá vera ábyrga fyrir öllu sem um borð er. Varað við að leggja fram tryggingar Á fundinum var þeirri spurningu velt upp hvort einhver hlutaðeig- andi gæti haft hagsmuni af því að dráttur varð á björgun. Einkum beindu menn sjónum að útgerðar- aðilanum og tryggingafélagi skips- ins í þessu sambandi og þeirri spurningu var velt upp hvort þeir hefðu haft hag af því að lágmarka kostnað við björgunina með þá vit- nesku að leiðarljósi að björgunar- kostnaður kæmi til viðbótar því tjóni sem þegar væri orðið. væri svipað á því sem eftir væri af þeim gámum sem þegar eru komnir á land. Hann sagði að haft hefði verið samband við eigendur Á fundinum var einnig rætt um þá kröfu sýslumannsembættisins í Rangárvallasýslu að krefjast ábyrgðar frá farmeigendum fyrir björgunarkostnaði. FIS hafði varað sína félagsmenn við því að leggja fram tryggingar af þessu tagi að óathuguðu máli. FÍS leggur til við farmeigendur að þeir leggi þær ekki fram fyrr en þeir hafi kannað ástand sinnar vöru. Að öðrum kosti væri hægt að krefja menn um hlut- deild í björgunarkostnaði jafnvel þótt þeir væru búnir að tapa öllum sínum farmi. Trygging hugsanlega lækkuð Sýslumannsembættið í Rangár- vallasýslu hefur gert kröfu um að eigendur farms ábyrgist hluta í björgunarkostnaði og hefur verið rætt um sem nemur 100% verð- mætis farms þeirra eins og hann var þegar hann fór um borð í skip- ið. Gengju farmeigendur að þessu gætu þeir jafnvel þurft að greiða tvisvar sinnum fyrir farminn sem svo reyndist hugsanlega ónýtur. FÍS hefur því hvatt félagsmenn til þess að kanna vel ástand farmsins þegar hann berst til Reykjavíkur og taka ákvörðun síðan um ábyrgð sína í samræmi við verðmæti hans. Sérstakt fyrirtæki, Könnun ehf., hefur verið ráðið til þess að yfir- fara farminn úr Víkartindi. Á fundi hjá sýslumanninum í Rangárvallasýslu í gærkvöldi, sem fulltrúar Eimskips og lögmaður útgerðar Víkartinds sóttu, var m.a. rætt um hve stórs hlutfalls af verð- mæti farms ætti að krefjast af farmsins um leið og vörur þeirra voru komnar úr gámunum og þeim gefinn kostur á að koma og skoða ástand vörunnar. farmeigendum sem ábyrgð fyrir björgunarkostnaði. Guðjón Braga- son, fulltrúi sýslumanns, sagði að á fundinum yrðu rædd atriði sem sneru að því hvernig farmi yrði komið til eigenda, trygginga og annars slíks. „Það verður náttúrulega gerð krafa um tryggingu frá eigendum farms vegna björgunarkostnaðar en það verður reynt að finna flöt á því að hún verði ekki 100% verð- mæti farmsins. Það er þó alls óvíst hvort sá flötur finnst,“ sagði Guð- jón. Hann kvaðst sjálfur vera hlynnt- ur því að gerð yrði krafa um 100% verðmæti farms. Hann segir að kostnaður við það að ná gámum úr Víkartindi og flytja þá til Reykjavíkur muni, gróflega áætl- að, verða á bilinu 50-100 milljónir kr. 5% af olíu eða minna lekið út Umhverfisráðuneytið hefur tek- ið saman greinargerð um mengun og hreinsunaraðgerðir vegna strands Víkartinds. Þar segir að talið sé að um 20 tonn af olíu hafi lekið niður í lestar skipsins eða út í umhverfið. Lítilsháttar olíumengunar hafi orðið vart í fjör- um í nágrenninu. Það sé þó ljóst að sú mengun sé aðeins lítið þrot af því sem gæti hafa orðið við strand af þessari stærðargráðu sem sést á því að nú er talið að 5% eða minna af olíu um borð í Víkartindi hafi lekið út í umhverf- ið en langmestum hluta hennar verið dælt í !and. Lögreglan tók ölvaða unglinga Foreldrar ósáttir við afskipti LÖGREGLAN hafði afskipti af fimmtán unglingum við verslunarmiðstöð í Eddufelli um seinustu helgi, en hluti hópsins reyndist undir 16 ára aldri og nokkrir einstaklingar voru undir áhrifum áfengis. Lögreglan flutti þá ungl- inga sem voru undir aldri á lögreglustöð og foreldrar þeirra voru látnir vita, auk þess sem foreldrar þeirra barna sem voru undir áhrifum áfengis voru látnir vita. Áfengi veitt vegna páskaleyfis Lögreglan hafði jafnframt samband við fulltrúa foreldra- gæslu í hverfinu sem lýsti sig almennt ánægða með þetta fyrirkomulag löggæslu, þ.e. að sækja hverfin heim um helgar til að fylgjast með þessum þáttum. „Ekki virðast allir foreldrar jafn ánægðir með þessar að- gerðir, því skömmu áður höfðu nokkrir slíkir samband við lögreglu eftir að sautján unglingar voru færðir á lög- reglustöð 22. mars og lýstu yfir óánægju sinni. Lögreglumenn reyndu að útskýra fyrir viðkomandi til- gang aðgerðanna, þ.e. að halda í heiðri reglur um úti- vist og stemma stigu við áfengisneyslu unglinga. Hjá sumum foreldrum kom hins vegar hið athyglisverða í ljós; þeir höfðu gefið börnum sín- um bjór til neyslu á þeim for- sendum að þau væru komin í páskafrí úr skóla og þyrftu að lyfta_ sér upp,“ segir Omar Smári Ármannsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn í Reykjavík. „Þetta viðhorf er furðulegt að okkar mati, þegar sem flestir reyna að draga úr eða koma í veg fyrir neyslu ung- menna á áfengi og öðrum vímugjöfum, og höfða til hinna fullorðnu sem góðra fyrirmynda. Við vonum hins vegar að þessar kvartanir hafi verið á misskilningi byggðar, því að það hlýtur að vera takmark bæði for- eldra og yfirvalda að börn og ungmenni verði ekki háð ávanabindandi efnum.“ Barn ók á myndbanda- leign STARFSMÖNNUM og við- skiptamönnum myndbanda- leigu á Höfðabakka brá óþyrmilega í brún um klukkan 17 á þriðjudag, þegar bifreið þeyttist á glugga á leigunni og mölvaði hann. Málavextir voru þeir að kona ein hafði átt erindi í myndbandaleiguna og yfir- gefið bifreið sína fyrir utan fyrirtækið til að sinna erind- inu innandyra. Hún gleymdi hins vegar lyklum í kveikjulás bifreiðar- innar, og notaði barn sem beið í bifreiðinni tækifærið og setti bílinn í gang. Við það skall hann á rúðuna með þeim afleiðingum að hún brotnaði og nokkrar skemmd- ir urðu á gluggaumgjörð, en ekki urðu meiðsl á fólki. Vilja opinbera rannsókn á bj örgnn farmsins Stórkaupmenn hafa faríð fram á opinbera rannsókn á björgun farms úr Víkartindi. Félagsmenn gagnrýna mjög drátt á björgun- araðgerðum og vilja skýrari línur um hvar ábyrgðin liggi til þess að byggja frekari málarekstur á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.