Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ . 1 MYIMDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Neeson og McGregor Jedi-riddarar LIAM Neeson, Ewan McGregor, Kate Winslet og Natalie Portman hafa öll verið orðuð við nýju „Star Wars“ mynd Georges Lucas. Sam- kvæmt blaðafulltrúa Lucas, Lynne Hale, hefur enginn verið ráðinn enn til þess að leika í myndinni og Lucas hefur gefið skyn að hann vilji óþekkta leikara í aðalhlut- verkin. Það er einnig ódýrara þeg- ar haft er í huga að skærustu karlkynsstjörnur Hollywood taka 20 milljónir dollara fyrir mynd. Kannski að Lueas skipti um skoð- un enda eru Bretarnir ódýrara vinnuafl. Neeson og Lucas hafa fundað nokkrum sinnum en til greina kemur að Neeson leiki nýja per- sónu, Jedi-riddara sem er læri- meistari Obis Wans Kenobis og Anakans Skywalkers (þ.e. Svart- höfði áður en hann þjónar myrkra- völdunum). Talað hafði verið um að Kenn- eth Branagh færi með hlutverk hins unga Obis Wans Kenobis en nú þykir annar Breti líklegri til að hreppa hlutverkið. Lucas á að hafa rætt við breska nýstirnið LIAM Neeson og Ewan McGregor berjast líklega hlið við hlið sem Jedi-riddarar í nýju „Star Wars“ myndinni. Ewan McGregor um að vera arf- taki Alecs Guinness. Hvaða hlutverk Kate Winslet og Natalie Portman eiga að leika í myndinni er ekki ljóst en leiða má að því líkur að Winslet verði móðir Lukes Skywalkers. Áhorfendur verða að bíða spenntir eftir að myndin komi í kvikmyndahús en upptökur eiga að hefjast í Leaves- den kvikmyndatökuverinu í Lond- on síðar á þessu ári. Mynd um gjöminga- listamann verðlaunuð KVIKMYNDIN „Sick“: The Life and Death of Bob Flanagan, Super Masochist“ fékk verðlaun á Los _ Angeles Independent kvikmynda- hátíðinni sem nú fer fram í Los Angeles. I ár voru í fyrsta sinn veitt sér- stök áhorfendaverðlaun en þau samanstanda af peningum og ann- arri aðstoð við kvikmyndagerðar- mennina sem eiga sigurmyndir há- tíðarinnar. „Sick“, sem leikstýrt er af Kirby Dick, segir sögu gjöminga- listamannsins Bobs Flanagans, sem lést árið 1995, en hann var einkum þekktur fyrir að gera eigin sjálfs- pyntingarhvöt að umijöllunarefni í list sinni. Verk Flanagans voru sýnd á myndlistarsýningu í Mokka kaffi fyrir fáeinum árum. apríltilboð -M 158 kr. y f DekkjahreinsirT\ Sámur, 11. CMarabou 4j Ajfl . súkkulaði 3 stk. " W kr.J CCoca Cola ^0% \ 1/2 lítra dós fcr. J létfir þér Kfíð MYNDBÖND Tölvutryllir Háskólakennari á ystu nöf (Twilight Man) Spcnnumynd ★ ★ ★ Framleiðandi: Ted Kurdyla. Leik- stjóri: Craig R. Baxles. Handrits- höfundur: Pablo F. Fenjeves og Jim Korris. Kvikmyndataka: David Connell. Tónlist: Gary Chang. Aðal- hlutverk: Tim Matheson og Dean Stockwell. 95 mín. Bandaríkin. Cic myndbönd 1997. Útgáfudagur: 8. apríl. Myndin er bönnuð bömum innan 12 ára. HÁSKÓLAKENNARI verður fyrir barðinu á að því virðist í fyrstu grimmlyndislegum prakkarastrikum tölvusnillings, en brátt taka hrekkim- ir á sig banvænni mynd og á kennar- inn þá fótum sínum fjör að launa undan lymskulegum þrjótnum og lög- reglunni. Hér er á ferð- inni einkar vel heppnuð spennu- mynd í anda „The Net“ og sjónvarps- þátta á borð við „The X-Files“. En ólíkt þessum tveim samsæriskrydd- uðu titlum, íjallar „Háskólakennari á ystu nöf“ um leik kattarins að mú- sinni. Músin er leikin af Tim Mathe- son og stendur hann sig afskaplega vel í hlutverki hins örvinglaða kenn- ara, en kötturinn er skemmtilega ofleikinn af Dean Stockwell, sem hefur ekki verið svona góður síðan hann var í „Blue Velvet“. Það er einn- ig góð tilfinning að sjá loksins mynd þar sem lögreglan reynir eftir fremsta megni að trúa sögu hins ofsótta einstaklings, þó svo að hún sé hæpin í besta falli. Aðdáendur „The X-Files“ ættu að hafa gaman Spilling alls staðar Jack Reed IV: Löggumorð (Jack Reed IV: One of Our Own) Spcnnumynd ★ ★ Framleiðandi: Steve Krantz. Leik- stjóri: Brian Dennehy. Handritshöf- undur: Brian Dennehy og Bill Philips. Kvikmyndataka: Ron Ori- eux. Tónlist: Lee Holdridge. Aðal- hlutverk: Brian Dennehy, Susan Ruttan og Charles S. Dutton. 97 mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1997. Útgáfudagur: 8. apríl. Myndin er bönnuð bömum innan 16 ára. ÞETTA er fjórða myndin í hinni vinsælu sjónvarpsmyndaröð um hinn þungbúna lög- reglumann Jack Reed, fjölskyldu hans og sam- starfsmenn. I þetta sinn fæst hann við mál þar sem ung kona er næstum því drep- in af tveimur eit- urlyfjaneytend- um, en í staðinn fellur félagi Jacks fyrir byssukúlu frá þeim. Þegar nán- ar er að gáð kemur í ljós að mennirn- ir hafa verið ráðnir til að drepa kon- una af einhverjum ástæðum og þá taka hjólin að snúast. Löggumorð er sísta myndin í Jack Reed-myndaröðinni, en það segir Nr.; var Lag Flytjandi 1. i (1) Block rockin'beats Chemical brothers 2. ; (3) Encore une fois Sash 3. i (-) Around the world Daft punk 4. i (22) Pöddur Botnleðja 5. 1(12) Switchstonce Qaurashi 6. ! (2) Eye Smashing Pumpkins 7. i (4) Reody to go Republica 8. i (5) Song 2 Blur 9. i (9) Minn hinsti dons Páll Óskar Hjálmtýsson ío.i (ii) Lozy Suede 11.1(13) The boss Braxtons 12.1(16) Talk show host Radiohead 13.: (15) Who do you think you ore Spice girls 14.: (6) Staring at the sun U2 15.1, (7) Spin spin sugar Sneaker Pimps 16.; (-) You got the love The source 17.'; (18) Hypnotize Notorious B.I.G. 18.i (-) Flash BBE 19. i (8) Local god Everdear 20. i (19) Shady lane Pavement 21.: (-) Its no good Depeche mode 22.: (24) Into my arms Nick Cave 23.; (28) Before today E. b. t. g. 24.; (-) All that 1 got is you Ghostface killah 25.i (10) Firewater burn Bloodhound gang 26.i (26) Hush Kula Shaker 27.i (20) Outta space Jimi Tenor 28.1(21) On and on Erika Badu 29.1(17) Star people George Micheal 30.1(14) i Remember me Blueboy af uppbyggingu myndarinnar og ör- ugglega hlakkar í einhveijum þegar illmennið er kynnt til sögunnar, en hann er ekki ólíkur erkifjanda Muld- ers og Scully í útliti og háttemi. Öll tæknvinna er til fyrirmyndar og handritið er uppfullt af brögðum og brellum til að afvegaleiða kennarann og um leið áhorfendur. Þessi mynd kom mér svo mikið á óvart að ég horfði á hana tvisvar sama kvöldið og hafði gaman af. Ottó Geir Borg ekki að hún sé slæm heldur nokkuð um gæði hinna þriggja. Leikurinn er það sem stendur uppúr í mynd- inni og er ávallt gaman að sjá hinn ýturvaxna Dennehy í hlutverki Reeds og samstarfsmönnum hans eru gerð einkar góð skil af þeim Dutton og félögum. Helsti gallinn við myndina er sá að fjölskylda Re- eds er orðin helst til stöðnuð og hægir saga hennar á framvindu myndarinnar. Aðdáéndur Dennehys ættu að gleðjast yfir þessari mynd, en aðrir ættu að athuga hinar myndirnar í myndröðinni áður en þessi verður fyrir valinu. Ottó Geir Borg MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Ást og skuggar (OfLove and Shadows) ★ ★ Stolt Celtic - liðsins (Celtic Pride) ★ ★ 'h Töfrandi fegurð (Stealing Beauty) ★ ★ ★ Eyja Dr. Moreau (The Island of Dr. Moreau) ★ 'h Ihefndarhug (Heaven’s Prisoner) *'/i Skriftunin (Le Confessional) ★ ★ ★ ★ Margfaldur (Multiplicity)★ ★ 'h Hættuleg ást (Sleeping With Danger) ★ Draumar og brimbretti (Blue Juice)* ★ Draumurinn um Broadway (Manhattan Merengue) I nunnuklaustri (Changing Habits) ★ ★ Morðstund (A Time to Kill)★ ★ ★ Ibúð Joe (Joe’s Apartment) ★ 'h Alaska (Alaska) ★ ★ Tryggingasvindl (Escape Clause) ★ ★ 'h Drápskrukkan (The KillingJar)★ 'h Stóra blöffið (The Great White Hype)-k ★ Hin fullkomna dóttir (The Perfect daughter)★ 'h Englabarn (Angel Baby)* ★ 'h Fatafellan (Striptease) ★ ★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.