Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 27 LISTIR ÍBÚAR Kardemommubæjar á leiksviði í Húsavík. Morgunblaðið/Silli Nýjar bækur Ný Jónasarútgáfa KVÆÐI og sögur eftir Jónas Hallgrímsson er komin út. Þessi nýja útgáfa á Kvæð- um og sögum er byggð á grunni fyrri útgáfu frá 1957 og sniði hennar fylgt. í henni er safnað saman öllum þekktum kvæðum Jónasar á dönsku. Þá er einnig prentuð ferðadagbók_ hans, Salt- hólmsferð. í þessari nýju Jónas Hall- útgáfu eru því öll kvæði og grímsson sögur Jónasar komin á eina bók. Þá er fremst prentuð ritgerð Halldórs Laxness „Smákvæði það“ um Gunn- arshólma og bragsnilld Jónasar. Páll Valsson, lektor í ís- lensku við Uppsalaháskóla bjó bókina til prentunar. Útgefandi er Mál og menning. Kvæði og sögur er 375 bls., unnin í Prent- smiðjunni Odda hf. Verð 3.980 krónur. Karde- mommu- bær á Húsavík Morgunblaðið. Húsavík. LEIKFÉLAG Húsavíkur og leik- flokkur framhaldsskólans frum- sýndu um síðustu helgi sjónleik- inn Fólk og ræningjar í Karde- mommubæ eftir Thorbjörn Egn- er. Húsið var fullsetið og leik- stjórinn, Sigurður Hallmarsson, og leikarar ákaft hylltir í leikslok og þeim þökkuð góð og skemmti- leg sýning. Bastían bæjarfógeta lék Svav- ar Jónsson og konu hans lék Guðrún K. Jóhannsdóttir, Tóbías gamla lék Þorkell Björnsson og Soffíu frænku Anna Ragnars- dóttir. Þetta eru þekktir leikarar á sviði Húsvikinga og skiluðu vel hlutverkum sínum. Einnig má hrósa ungmennunum, ræningj- unum Kasper, Jesper og Jónatan, sem leiknir voru af Kristjáni Halldórssyni, Valgeir Sigurðs- syni og Hjálmari Boga Hafliða- syni. Sviðsmyndin, „stór bær með fögrum byggingum", var gerð af Sigurði Hallmarssyni, Svein- birni Magnússyni og fleirum. Var hún glæsileg og segja má sértakt þrekvirki að geta gert hana svo góða, sem raun var á, á þeirri litlu senu sem í leikhúsinu er. Um ljós og hljóð sáu Jón Arnkels- son og Einar Halldór Einarsson. Sex manna hljómsveit sá um tónlistina undir sljórn Lászlo Czenek. Það er skynsamlegt framtak leikfélagsins að vinna þessa sýn- ingu í samvinnu við hina ungu nemendur og leikara í fram- haldsskólanum. Það mun verða til viðhalds og eflingar starfsemi leikfélagsins í framtíðinni. Verslun Undir pari RÁÐHILDUR Ingadóttir opn- ar verslun í sýningarrými Und- ir pari, Smiðjustíg 3, föstudag- inn 11. apríi kl. 20. Verslunin verður opin frá kl. 20-23, fimmtudaga, föstu- daga og laugardaga. Til sölu verður fatnaður, fjölfeldi og bréf með teikning- um og upplýsingum um loga- rithmiskan, arkimedískan, innanmyndaðan og utanmynd- aðan spíral, lykkjuhreyfingu Merkúrs og brautir halastjarn- anna Hyakutake og Hale- Bopp. Sýningin stendur yfir í tvær helgar eða til 19. apríl. ;tt -20. apríl 15% afsláttur Grænt númer Húsasmiðjunnar 800 6688 Mmiið fríkortið! 50 írípiiiiktar fyrir hverjar 1000 kr við staðgreiðslu o" ef greitt er með kreditkorti. V w HÚSASMIÐJAN Húsasmiðjan er opin: Verslun Skútuvogi 16 • Sími 525 3000 Opið mán. - fös. 8 -18 Lau. 10- 16 Sun. 12-16 Timbursala Súðarvogi 3 -5 • Sími 525 3000 Opið mán. - fös. 8 -12 og 13 -18 Lau. 10- 14 Verslun og timbursala Helluhrauni 16, Hafnarfirði Slmi 565 0100 Opið mán. - fös. 8-18 Lau. 9- 13 Verslun og timbursala Smiðjuvöllum 5, Keflavlk Sími 421 6500 Opið mán. - fös. 9-18 Lau. 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.