Morgunblaðið - 10.04.1997, Side 27

Morgunblaðið - 10.04.1997, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 27 LISTIR ÍBÚAR Kardemommubæjar á leiksviði í Húsavík. Morgunblaðið/Silli Nýjar bækur Ný Jónasarútgáfa KVÆÐI og sögur eftir Jónas Hallgrímsson er komin út. Þessi nýja útgáfa á Kvæð- um og sögum er byggð á grunni fyrri útgáfu frá 1957 og sniði hennar fylgt. í henni er safnað saman öllum þekktum kvæðum Jónasar á dönsku. Þá er einnig prentuð ferðadagbók_ hans, Salt- hólmsferð. í þessari nýju Jónas Hall- útgáfu eru því öll kvæði og grímsson sögur Jónasar komin á eina bók. Þá er fremst prentuð ritgerð Halldórs Laxness „Smákvæði það“ um Gunn- arshólma og bragsnilld Jónasar. Páll Valsson, lektor í ís- lensku við Uppsalaháskóla bjó bókina til prentunar. Útgefandi er Mál og menning. Kvæði og sögur er 375 bls., unnin í Prent- smiðjunni Odda hf. Verð 3.980 krónur. Karde- mommu- bær á Húsavík Morgunblaðið. Húsavík. LEIKFÉLAG Húsavíkur og leik- flokkur framhaldsskólans frum- sýndu um síðustu helgi sjónleik- inn Fólk og ræningjar í Karde- mommubæ eftir Thorbjörn Egn- er. Húsið var fullsetið og leik- stjórinn, Sigurður Hallmarsson, og leikarar ákaft hylltir í leikslok og þeim þökkuð góð og skemmti- leg sýning. Bastían bæjarfógeta lék Svav- ar Jónsson og konu hans lék Guðrún K. Jóhannsdóttir, Tóbías gamla lék Þorkell Björnsson og Soffíu frænku Anna Ragnars- dóttir. Þetta eru þekktir leikarar á sviði Húsvikinga og skiluðu vel hlutverkum sínum. Einnig má hrósa ungmennunum, ræningj- unum Kasper, Jesper og Jónatan, sem leiknir voru af Kristjáni Halldórssyni, Valgeir Sigurðs- syni og Hjálmari Boga Hafliða- syni. Sviðsmyndin, „stór bær með fögrum byggingum", var gerð af Sigurði Hallmarssyni, Svein- birni Magnússyni og fleirum. Var hún glæsileg og segja má sértakt þrekvirki að geta gert hana svo góða, sem raun var á, á þeirri litlu senu sem í leikhúsinu er. Um ljós og hljóð sáu Jón Arnkels- son og Einar Halldór Einarsson. Sex manna hljómsveit sá um tónlistina undir sljórn Lászlo Czenek. Það er skynsamlegt framtak leikfélagsins að vinna þessa sýn- ingu í samvinnu við hina ungu nemendur og leikara í fram- haldsskólanum. Það mun verða til viðhalds og eflingar starfsemi leikfélagsins í framtíðinni. Verslun Undir pari RÁÐHILDUR Ingadóttir opn- ar verslun í sýningarrými Und- ir pari, Smiðjustíg 3, föstudag- inn 11. apríi kl. 20. Verslunin verður opin frá kl. 20-23, fimmtudaga, föstu- daga og laugardaga. Til sölu verður fatnaður, fjölfeldi og bréf með teikning- um og upplýsingum um loga- rithmiskan, arkimedískan, innanmyndaðan og utanmynd- aðan spíral, lykkjuhreyfingu Merkúrs og brautir halastjarn- anna Hyakutake og Hale- Bopp. Sýningin stendur yfir í tvær helgar eða til 19. apríl. ;tt -20. apríl 15% afsláttur Grænt númer Húsasmiðjunnar 800 6688 Mmiið fríkortið! 50 írípiiiiktar fyrir hverjar 1000 kr við staðgreiðslu o" ef greitt er með kreditkorti. V w HÚSASMIÐJAN Húsasmiðjan er opin: Verslun Skútuvogi 16 • Sími 525 3000 Opið mán. - fös. 8 -18 Lau. 10- 16 Sun. 12-16 Timbursala Súðarvogi 3 -5 • Sími 525 3000 Opið mán. - fös. 8 -12 og 13 -18 Lau. 10- 14 Verslun og timbursala Helluhrauni 16, Hafnarfirði Slmi 565 0100 Opið mán. - fös. 8-18 Lau. 9- 13 Verslun og timbursala Smiðjuvöllum 5, Keflavlk Sími 421 6500 Opið mán. - fös. 9-18 Lau. 10-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.