Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áburðarsalan Isafold ehf. flytur inn tilbúinn áburð frá Hollandi Verð 15-18% lægra en lista- verð Aburðarverksmiðju VERÐ á áburði sem Áburðarsalan ísafold ehf. hefur hafið innflutn- ing á frá Hollandi er að sögn Þor- steins Þorvaldssonar, sölustjóra ísafoldar, 15—18% lægra en lista- verð frá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Hákon Björnsson, fram- kvæmdastjóri Áburðarverksmiðj- unnar, segir að verðmunurinn til bænda sem kaupi áburð frá verk- smiðjunni t.d. í gegnum Sláturfé- lag Suðurlands sé hins vegar 2-4% þar sem SS láti bændur njóta magnafsláttar sem fáist hjá verksmiðjunni. Áburðarmarkaðurinn hér á landi er 52-54 þúsund tonn á ári og stefnir ísafold að því að ná 10% markaðarins í ár. Þegar eru komin til landsins 1.700 tonn, 1.500 tonn koma til Hafnarfjarðar í næstu viku og 1.400 tonn eru væntanleg til Þorlákshafnar síðar í mánuðinum. Hákon segir samkeppnina við ísafold að sjálfsögðu ha/a í för með sér lakari afkomu Áburðar- verksmiðjunnar, en of snemmt sé að segja til um hver markaðshlut- deild innflutta áburðarins verði. „Við seljum vöruna okkar í gegnum endurseljendur og erum með ákveðinn verðlista í Áburðar- verksmiðjunni. Siðan veitum við endurseljendum magnafslátt, t.d. Sláturfélagi Suðurlands og kaupfé- lögum víða um landið, sem bjóða áburðinn á lægra verði en við kynn- um í okkar verðlista vegna þess að þeir eru að gefa eftir af þessum magnafslætti til viðskiptavina sinna. Ef t.d. er borið saman Slát- urfélagið annars vegar og ísafold hins vegar þá er það verðmunur á bilinu 2-4%. Þeir velja aftur á móti að velja verðlistann okkar til samanburðar þegar þeir eru að kynna verðmuninn, en raunveru- leikinn er ekki þannig,“ sagði Há- kon. Hátt listaverð vekur spurningar Þorsteinn segir að það veki spurningar hvers vegna listaverðið hjá Áburðarverksmiðjunni sé svo hátt sem raun ber vitni, en bændur t.d. á Vestfjörðum og á Austur- landi verði að borga listaverðið fyrir þann áburð sem þeir kaupa. „Það er því hvergi nema þar sem við komum inn sem verðið lækkar raunverulega. Bóndinn borgar 13-15% hærra verð norður á Akur- eyri og bóndinn á Vestfjörðum borgar ennþá meira,“ segir hann. Þorsteinn segir vinnsluaðferðina við framleiðslu hollenska áburðar- ins að öllu leyti vera þá sömu og við framleiðslu íslenska áburðar- ins, en hins vegar sé hollenski áburðurinn ryklaus og með jafnari kornastærð, auk þess sem hann sé rakaminni og kögglist því ekki við geymslu. Efnainnihaldið í báð- um tegundum sé hins vegar alveg sambærilegt. Illvígiir búðar- þjófur BÚÐARÞJÓFUR sem staðinn var að verki í verslun á Grund- arstíg í fyrrakvöld brást ókvæða við afskiptasemi starfsmanna af hnupli hans, svo mjög að starfsfólk taldi öruggast að leyfa honum að fara af vettvangi. Málavextir eru þeir að at- hugull starfsmaður varð þess var að einn viðskiptavinur verslunarinnar var að stinga á sig jógúrtdollu. Þegar afgreiðslufólk bar fram þá frómu ósk að hann skilaði dollunni hið snarasta, trylltist viðkomandi og kastaði þýfí sínu í fólkið og hafði í hótunum við það. Hann lét sig síðan hverfa af vettvangi, en athæfi hans og framferði var tilkynnt til lögregiu sem hefur málið í sínum höndum. Ók á pilt og hvarf ábrott SVÖRT BMW-bifreið ók á pilt við strætisvagnabiðstöð á Nesvegi um klukkan 22.30 í fyrrakvöld og ók bílstjórinn af vettvangi án þess að aðgæta líðan hans. Pilturinn varð ekki fyrir alvarlegum meiðslum, en marðist talsvert mikið. Pilturinn steig út úr strætis- vagni á Nesvegi og hljóp fram fyr- ir hann. Þá kom aðvífandi á leið austur Nesveg svört BMW-bifreið á allmikilli ferð að sögn sjónar- votta og lenti pilturinn á fram- homi hennar og kastaðist upp á gangstétt. Nam staðar andartak Bifreiðin var stöðvuð eitt andar- tak, en síðan ók ökumaður hennar áfram án þess að hafa kannað líð- an piltsins. Hann stóð á fætur skömmu seinna og gekk heimleið- is, þar sem í ljós kom að hann var ekki beinbrotinn en talsvert marinn eftir atvikið. Móðir hans gerði lög- reglu viðvart og er málið nú í hönd- um laganna varða. -----»-♦-»...-. Klippt af 1.220 bílum frá áramótum LÖGREGLAN í Reykjavík hafði í gær svipt rúmlega 1.220 bifreiðar númeraplötum frá áramótum vegna vanrækslu á lögbundinni bifreiðaskoðun, eða liðlega tólf bifreiðar á sólarhring að meðal- tali. Seinustu tvo sólarhringa hef- ur verið klippt af 72 bifreiðum. Lögreglan hefur um nokkurt skeið fylgst grannt með óskoðuð- um bifreiðum og þeim tilvikum þar sem eigendur þeirra hafa ekki staðið skil á bifreiðagjöldum eða tryggingum. Talsverðar tekjur Eigendur bifreiða sem klippt er af þurfa að greiða á milli 2.000 og 5.000 króna í sekt samkvæmt ákvörðun ríkissaksóknara frá 1992, og því má áætla tekjur ríkis- sjóðs af þessum aðgerðum á milli 2,4 og 6,1 milljónar króna. Að þessum fjársektum viðbættum er veruleg fýrirhöfn fyrir bíleigendur að koma bifreiðum sínum i skoðun, auk fjárútláta af þessum sökum. Hlýindi verða næstu daga Víða hætta á kali í túnum syðra HLÝTT veður verður á landinu að minnsta kosti fram á þriðjudag næstkomandi með sunnan og suð- vestanátt og verður hitastig á bil- inu 4-8 stig. Að sögn Harðar Þórðarsonar. veðurfræðings hjá Veðurstofu íslands, verður hitastig nálægt frostmarki norðanlands í dag en síðan fer veður þar hlýn- andi. Talsvert frost er I jörðu og mik- il svellalög á túnum víða sunnan- lands, að sögn Sveins Sigurmunds- sonar hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Hann segir því mikla hættu á kali og þá sérstaklega í Skaftártungu og á Skeiðum. Norðanlands er einnig mikið frost í jörðu og að sögn Ólafs Vagnssonar hjá Búnaðarssam- bandi Eyjafjarðar nær frostið víða niður á 65-70 sentimetra dýpt. Hins vegar telur hann almennt ekki mikla hættu á kali I túnum en svell hafi þó verið lengi á túnum á einstaka bæ. Reki úr Jonnu SF HBfn. Morjfunblaðið. FYRIR skömmu fannst rekin flís- peysa á fjörum vestan við Papós í Lóni. Að sögn lögreglunnar á Höfn í Hornafirði er staðfest að peysan tilheyrði einum skipverj- anna á Jonnu SF enda fundust á henni skilríki sem tóku af allan efa. Jonna SF fórst í Meðaljands- bugt þann 13. október sl. Á tæp- lega hálfu ári hefur peysuna því rekið a.m.k. 90-100 sjómílur. Leiðir það hug manna að því að meira kunni að hafa rekið úr bátnum á fjörur í Austur-Skafta- fellssýslu. Morgunblaðið/Kristinn Vatnsaustur á Vatnsstíg NÚ þegar vorið er að ganga í vinna í skurði á Vatnsstíg og garð hefst jarðvinna af fullum hann þurfti af og tii að ausa krafti. Þessi maður var að vatni. Andlát RAGNHEIÐUR HAFSTEIN lGNHEIÐUR Haf- in, ekkja Jóhanns .fstein, fyrrverandi sætisráðherra og ■manns Sjálfstæðis- kksins, er látin, 76 i að aldri. Ragnheiður var dd 23. júlí árið 1920, ttir hjónanna Hauks ors, forstjóra í ykjavík, og Sofíu ru Thors. Hún lauk identsprófi frá mntaskólanum í ykjavík árið 1938. Þá um haustið gift- hún Jóhanni Hafstein og hélt imili þeirra eftir það. Jóhann andaðist árið 1 Ragnheiður tók inn þátt í félagss Sjálfstæðisflokksii með manni sínuii síðari árin skipaði gjaman heiðurssa framboðslistum flc ins fyrir alþingis borgarstjórnarkosi ingar í Reykjavík. Þau Jóhann eig ust þijá syni, I innanhússarkitekt sem lézt árið I Jóhann Júlíus f kvæmdastjóra Reykjavík og Pétur Kristján hí réttardómara í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.