Morgunblaðið - 10.04.1997, Page 4

Morgunblaðið - 10.04.1997, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áburðarsalan Isafold ehf. flytur inn tilbúinn áburð frá Hollandi Verð 15-18% lægra en lista- verð Aburðarverksmiðju VERÐ á áburði sem Áburðarsalan ísafold ehf. hefur hafið innflutn- ing á frá Hollandi er að sögn Þor- steins Þorvaldssonar, sölustjóra ísafoldar, 15—18% lægra en lista- verð frá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Hákon Björnsson, fram- kvæmdastjóri Áburðarverksmiðj- unnar, segir að verðmunurinn til bænda sem kaupi áburð frá verk- smiðjunni t.d. í gegnum Sláturfé- lag Suðurlands sé hins vegar 2-4% þar sem SS láti bændur njóta magnafsláttar sem fáist hjá verksmiðjunni. Áburðarmarkaðurinn hér á landi er 52-54 þúsund tonn á ári og stefnir ísafold að því að ná 10% markaðarins í ár. Þegar eru komin til landsins 1.700 tonn, 1.500 tonn koma til Hafnarfjarðar í næstu viku og 1.400 tonn eru væntanleg til Þorlákshafnar síðar í mánuðinum. Hákon segir samkeppnina við ísafold að sjálfsögðu ha/a í för með sér lakari afkomu Áburðar- verksmiðjunnar, en of snemmt sé að segja til um hver markaðshlut- deild innflutta áburðarins verði. „Við seljum vöruna okkar í gegnum endurseljendur og erum með ákveðinn verðlista í Áburðar- verksmiðjunni. Siðan veitum við endurseljendum magnafslátt, t.d. Sláturfélagi Suðurlands og kaupfé- lögum víða um landið, sem bjóða áburðinn á lægra verði en við kynn- um í okkar verðlista vegna þess að þeir eru að gefa eftir af þessum magnafslætti til viðskiptavina sinna. Ef t.d. er borið saman Slát- urfélagið annars vegar og ísafold hins vegar þá er það verðmunur á bilinu 2-4%. Þeir velja aftur á móti að velja verðlistann okkar til samanburðar þegar þeir eru að kynna verðmuninn, en raunveru- leikinn er ekki þannig,“ sagði Há- kon. Hátt listaverð vekur spurningar Þorsteinn segir að það veki spurningar hvers vegna listaverðið hjá Áburðarverksmiðjunni sé svo hátt sem raun ber vitni, en bændur t.d. á Vestfjörðum og á Austur- landi verði að borga listaverðið fyrir þann áburð sem þeir kaupa. „Það er því hvergi nema þar sem við komum inn sem verðið lækkar raunverulega. Bóndinn borgar 13-15% hærra verð norður á Akur- eyri og bóndinn á Vestfjörðum borgar ennþá meira,“ segir hann. Þorsteinn segir vinnsluaðferðina við framleiðslu hollenska áburðar- ins að öllu leyti vera þá sömu og við framleiðslu íslenska áburðar- ins, en hins vegar sé hollenski áburðurinn ryklaus og með jafnari kornastærð, auk þess sem hann sé rakaminni og kögglist því ekki við geymslu. Efnainnihaldið í báð- um tegundum sé hins vegar alveg sambærilegt. Illvígiir búðar- þjófur BÚÐARÞJÓFUR sem staðinn var að verki í verslun á Grund- arstíg í fyrrakvöld brást ókvæða við afskiptasemi starfsmanna af hnupli hans, svo mjög að starfsfólk taldi öruggast að leyfa honum að fara af vettvangi. Málavextir eru þeir að at- hugull starfsmaður varð þess var að einn viðskiptavinur verslunarinnar var að stinga á sig jógúrtdollu. Þegar afgreiðslufólk bar fram þá frómu ósk að hann skilaði dollunni hið snarasta, trylltist viðkomandi og kastaði þýfí sínu í fólkið og hafði í hótunum við það. Hann lét sig síðan hverfa af vettvangi, en athæfi hans og framferði var tilkynnt til lögregiu sem hefur málið í sínum höndum. Ók á pilt og hvarf ábrott SVÖRT BMW-bifreið ók á pilt við strætisvagnabiðstöð á Nesvegi um klukkan 22.30 í fyrrakvöld og ók bílstjórinn af vettvangi án þess að aðgæta líðan hans. Pilturinn varð ekki fyrir alvarlegum meiðslum, en marðist talsvert mikið. Pilturinn steig út úr strætis- vagni á Nesvegi og hljóp fram fyr- ir hann. Þá kom aðvífandi á leið austur Nesveg svört BMW-bifreið á allmikilli ferð að sögn sjónar- votta og lenti pilturinn á fram- homi hennar og kastaðist upp á gangstétt. Nam staðar andartak Bifreiðin var stöðvuð eitt andar- tak, en síðan ók ökumaður hennar áfram án þess að hafa kannað líð- an piltsins. Hann stóð á fætur skömmu seinna og gekk heimleið- is, þar sem í ljós kom að hann var ekki beinbrotinn en talsvert marinn eftir atvikið. Móðir hans gerði lög- reglu viðvart og er málið nú í hönd- um laganna varða. -----»-♦-»...-. Klippt af 1.220 bílum frá áramótum LÖGREGLAN í Reykjavík hafði í gær svipt rúmlega 1.220 bifreiðar númeraplötum frá áramótum vegna vanrækslu á lögbundinni bifreiðaskoðun, eða liðlega tólf bifreiðar á sólarhring að meðal- tali. Seinustu tvo sólarhringa hef- ur verið klippt af 72 bifreiðum. Lögreglan hefur um nokkurt skeið fylgst grannt með óskoðuð- um bifreiðum og þeim tilvikum þar sem eigendur þeirra hafa ekki staðið skil á bifreiðagjöldum eða tryggingum. Talsverðar tekjur Eigendur bifreiða sem klippt er af þurfa að greiða á milli 2.000 og 5.000 króna í sekt samkvæmt ákvörðun ríkissaksóknara frá 1992, og því má áætla tekjur ríkis- sjóðs af þessum aðgerðum á milli 2,4 og 6,1 milljónar króna. Að þessum fjársektum viðbættum er veruleg fýrirhöfn fyrir bíleigendur að koma bifreiðum sínum i skoðun, auk fjárútláta af þessum sökum. Hlýindi verða næstu daga Víða hætta á kali í túnum syðra HLÝTT veður verður á landinu að minnsta kosti fram á þriðjudag næstkomandi með sunnan og suð- vestanátt og verður hitastig á bil- inu 4-8 stig. Að sögn Harðar Þórðarsonar. veðurfræðings hjá Veðurstofu íslands, verður hitastig nálægt frostmarki norðanlands í dag en síðan fer veður þar hlýn- andi. Talsvert frost er I jörðu og mik- il svellalög á túnum víða sunnan- lands, að sögn Sveins Sigurmunds- sonar hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Hann segir því mikla hættu á kali og þá sérstaklega í Skaftártungu og á Skeiðum. Norðanlands er einnig mikið frost í jörðu og að sögn Ólafs Vagnssonar hjá Búnaðarssam- bandi Eyjafjarðar nær frostið víða niður á 65-70 sentimetra dýpt. Hins vegar telur hann almennt ekki mikla hættu á kali I túnum en svell hafi þó verið lengi á túnum á einstaka bæ. Reki úr Jonnu SF HBfn. Morjfunblaðið. FYRIR skömmu fannst rekin flís- peysa á fjörum vestan við Papós í Lóni. Að sögn lögreglunnar á Höfn í Hornafirði er staðfest að peysan tilheyrði einum skipverj- anna á Jonnu SF enda fundust á henni skilríki sem tóku af allan efa. Jonna SF fórst í Meðaljands- bugt þann 13. október sl. Á tæp- lega hálfu ári hefur peysuna því rekið a.m.k. 90-100 sjómílur. Leiðir það hug manna að því að meira kunni að hafa rekið úr bátnum á fjörur í Austur-Skafta- fellssýslu. Morgunblaðið/Kristinn Vatnsaustur á Vatnsstíg NÚ þegar vorið er að ganga í vinna í skurði á Vatnsstíg og garð hefst jarðvinna af fullum hann þurfti af og tii að ausa krafti. Þessi maður var að vatni. Andlát RAGNHEIÐUR HAFSTEIN lGNHEIÐUR Haf- in, ekkja Jóhanns .fstein, fyrrverandi sætisráðherra og ■manns Sjálfstæðis- kksins, er látin, 76 i að aldri. Ragnheiður var dd 23. júlí árið 1920, ttir hjónanna Hauks ors, forstjóra í ykjavík, og Sofíu ru Thors. Hún lauk identsprófi frá mntaskólanum í ykjavík árið 1938. Þá um haustið gift- hún Jóhanni Hafstein og hélt imili þeirra eftir það. Jóhann andaðist árið 1 Ragnheiður tók inn þátt í félagss Sjálfstæðisflokksii með manni sínuii síðari árin skipaði gjaman heiðurssa framboðslistum flc ins fyrir alþingis borgarstjórnarkosi ingar í Reykjavík. Þau Jóhann eig ust þijá syni, I innanhússarkitekt sem lézt árið I Jóhann Júlíus f kvæmdastjóra Reykjavík og Pétur Kristján hí réttardómara í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.