Morgunblaðið - 11.04.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 11.04.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 19 ÚRVERINU Dynex ofurtóg notað í nætur loðnuskipanna DYNEX-ofurtóg frá Hampiðjunni i fellilínum á loðnunótum auðveldar vinnu við fellingu og drátt að mati þeirra loðnuskipstjóra sem hafa not- að efnið í nætumar. Tógið er fléttað og er fjórum sinnum sterkara en polyestertóg af sama sverleika. Dynex tógið er mun léttara og grennra en hefðbundið tóg og með notkun dynex í bæði efri og neðri tein nótarinnar verður vinna við hana mun auðveldari því það kemur þar í stað tveggja til þriggja upp- snúinna kaðla. Þá styttist kast- og dráttartími og minni hætta verður á tildrætti eða snúningum á teinin- Fjórum sinn- um sterkara en hefðbund- iðtóg um, auk þess sem nótin tekur minna pláss um borð. Tognar lítið Dynex tognar mjög lítið, eða um 3% við slit, og lítil hætta er á að SKIPSTJÓRINN Oddgeir Jóhannsson segir það allt annað líf að nota Dynex-ofurtógið. Vinnan verði auðveldari og tógið léttara. nótarteinninn lengist við langtíma- notkun. Ekki er lengur nauðsynlegt að bensla fellilínuna við teininn, heldur er henni einfaldlega stungið í gegnum teininn og stíft fléttað tóg dregið í gegnum lykkjuna sem þar myndast og er engin hætta á að lykkjan dragist til á teininum. Dynex efnið flýtur og eykur þar með flotið í teininum. Allt annað líf Oddgeir Jóhannsson, skipstjóri á Hákoni ÞH, hefur verið brautryðj- andi í notkun dynex tógs á loðnu- nætur og lætur hann vel af reynslu sinni af tóginu, bæði í slæmum veðrum og ekki síst í stórum köst- um. „Það hafa margir verið hræddir við að reyna dynex efnið en við notuðum dynex í efri tein nótarinn- ar hjá okkur alla vertíðina og það sér ekki á tóginu. Ég er ákveðinn í að setja dynex einnig í neðri tein- inn. Vinnan við að fella nótina verð- ur mun auðveldari og strákarnir í korkinum segja að þetta sé allt annað líf. Tógið verður mun léttara og liprara en hefðbundnu tógin sem menn hafa verið að nota jafnvel þreföld. Ég er sannfærður um að þetta er það sem koma skal,“ segir Oddgeir. Árangnrinn við Falk- landið metinn í vor FORSVARSMENN Island Fish- eries Holdings Ltd., sem stofnað var í fyrrahaust í kringum útgerð íslendinga við Falklandseyjar, ætla að meta árangur, útlit og horfur og taka síðan ákvörðun um hvernig framhald verði á starfseminni að afloknu ákveðnu tilraunatímabili, sem lýkur í maí- lok á sama tíma og leigutíma Engeyjar RE lýkur. Aðalvertíð smokkfiskveiða er nú að hefjast og ræður útkoma á henni miklu um framhaldið. Félagið hefur síðan um áramót gert tvö skip út frá Falklandseyj- um, Tjald sem keyptur var af Kristjáni Guðmundssyni á Rifi og Engey, sem Grandi leigði til verkefnisins. Tjaldur hefur nú hætt veiðum og er á leið til lands- ins þar sem fyrri eigandi hefur keypt skipið að nýju, en Engey verður á smokkfiskveiðum út vertíðina. í júní má vænta þess að hún sigli sömuleiðis heim á leið þar sem að Grandi hefur selt skipið nýsameinuðu fyrirtæki Þormóðs ramma á Siglufírði og Sæbergs á Ólafsfírði. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa væntingar manna ekki að fullu og öllu leyti gengið eftir sem helgast fyrst og fremst af ónógum aflabrögðum við línuveiðamar og töluverðu veiðarfæratjóni í upphafi. Því hafi m.a. verið ákveðið að kippa Tjaldi út úr rekstrinum. Rúmgóður tækjasýningarsalur þar sem þú getur prófað tækin tæki til að byggja upp og koma sér í topp form Ein sem getur allt. Vönduð og fullkomin æfingastöð með 5 tækjum auk þrekstiga með tvívirkum dempurum. Einföld I notkun, fyri.ferðarlítil. Engar plötu- eða vfraskiptingar. Meira en 30 æfingamöguleikar. HREYSTI . sporí vöru n us Fosshálsi 1-112 Reykjavík - Sími 577-5858

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.