Morgunblaðið - 11.04.1997, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.04.1997, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 23 Guðrún Einarsdóttir og Sólveig Eggertsdóttir opna sýningar GUÐRÚN Ein- arsdóttir og Sól- veig Eggerts- dóttir opna sitt hvora sýninguna í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, laugardaginn 12. apríl kl. 16. Guðrún sýnir ný verk unnin í olíu og akryl í efri sölum safnsins. Hún hefur hald- ið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýning- um hér heima og erlendis á undan- förnum árum. Á sýningu Sól- veigar eru verkin „huldir spegiar" og ... svo sem í skuggsjá ...“ sem er innsetning úr gleri. Sýningamar er opnar alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18 og þeim lýkur 27. apríl. Sólveig Eggertsdóttir Tvöföld jassdagskrá í tali og tónum á Jómfrúnni TRÍÓ Ólafs Stephensens leikur á Jómfrúnni, Lækjargötu 4, á vegum djassklúbbsins Múlans. Ólafur Stephensen píanóleikari hefur fengið til liðs við sig leikkon- una Jóhönnu Jónas og munu þau ásamt þeim Tómasi R. Einarssyni kontrabassaleikara og Guðmundi R. Einarssyni trommuleikara flytja tvö- falda dagskrá í tónum og tali. Sú fyrri nefnist Central Park North og fjaliar um Harlem og rithöfundinn Langston Hughes, en sú seinni kall- ast Sjötti djassáratugurinn og er byggð á tónlist New York-djass- píanista á árunum 1950-60. Hljómsveitin hefur leik sinn klukkan 21, en miðaverð á tónleik- ana er kr. 1.000, fyrir eliilífeyrisþega 500 krónur. Tónlistarskóli Reykjavíkur Morgunblaðið/Kristinn NEMENDUR Tónlistarskóla Reykjavíkur. Einsöngvarapróf og frumflutningur Sýnir ljós- myndir í Osló Einsöngs- tónleikar í Norræna húsinu EYRÚN Jónasdóttir mezzo- sópran og Ólafur Vignir Al- bertsson píanóleikari halda ein- söngstónleika í Norræna hús- inu í Reykjavík laugardaginn 12. apríl kl. 16. Aðgangur að tónleiknum er ókeypis. Á efnis- skránni eru ís- lensk og bresk þjóðlög í út- setningum Jórunnar Við- ar, Cecil J. Sharp og Her- bert Hugehes, Sönglög Jóns Ásgeirssonar við ljóð Hall- dórs Laxness, ljóðasöngvar eftir Brahms og Mahler, og aríur úr Brúð- kaupi Figaros eftir Mozart, Faust eftir Gounod og Carmen eftir Bizet. Eyrún söng titilhlutverkið í uppsetningu Nemendaóperu Söngskólans á „Töfraheimi prakkarans" eftir Mauris Ravel í íslensku óperunni 1995. Hún hefur sungið með Módettukór Hallgrímskirkju og Kór Bú- staðakirkju og einnig komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. Hún stundara nú nám við kennaradeild Söngskólans, kennir við Tónlistarskóla Rangæinga og er stjórnandi tveggja kóra þar eystra. Olafur Vignir Albertsson er píanókennari við Söngskólann í Reykjavík. TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík heldur tónleika í Langholtskirkju sunnudaginn 13. apríl kl. 20.30. Tónleikarnir eru fyrri hluti einsöngv- araprófs Xu Wen, sópran frá skólan- um. Einnig verða frumflutt þtjú hljómsveitarverk eftir nemendur sem útskrifast úr tónfræðideild skól- ans í vor. Á efnisskrá eru Forleikurinn að Meistarasöngvurunum frá Nurnberg eftir R. Wagner, aríur úr óperunni Dan Pasquale eftir G. Donizetti, Rigoletto eftir G. Verdi, Rómeó og Júlía eftir Ch. Gounod og Lakme eftir L. Delibes, Glámsaugun eftir Sesselju Guðmundsdóttur, Án tillits eftir Kolbein Einarsson og La Commedia eftir Arnar Bjarnason. Kór Langholtskirkju syngur með hljómsveitinni í verki Sesselju Guð- mundsdóttur. Stjórnandi er Bern- harður Wilkinson. Aðgangseyrir er 500 kr. LJÓSMYND íslenzkrar stúlku, Steinunnar Margrétardóttur, er nú sýnd á menningarhátíð ungs Steinunn myndunum. Margrétar- Prjú verk af dðttir þeirri sýningu komust áfram á sýninguna í Osló og þar á meðal mynd Stein- unnar „Ást í skóginum". Sýning- in er í Stenersen museum í Osló og þegar henni lýkur verða valin verk til landskeppninnar. Stein- unn sagði í samtali við Morgun- blaðið, að hún hefði svo sem engar framtíðaráætlanir aðrar en að halda áfram að taka ljós- myndir. „Eg nýt þess að taka myndir og er afskaplega þakklát fyrir að fá tækifæri til að sýna þær. Allar myndirnar eru teknar inni í borgum og eiga að sýna okkur þá fegurð, sem þar býr, en okkur sést svo oft yfir í öllum flýtinum." Tónlistardagskrá barna og unglinga TÓNLISTARSKÓLI íslenska Suzukisambandsins býður til tón- leika í Ráðhúsinu um heglina. Fyrstu tónleikarnir heíjast kl. 14 sunnudaginn 13._apríl. Tónlistarskóli Islenska Suzuki- sambandsins tók til starfa haustið 1988. í kynningu segir, að mark- mið hans sé að kenna ungum börnum samkvæmt kennslustefnu japanska fiðluleikarans Shinichi Suzuki, en sú stefna er oft nefnd móðurmálsaðferðin. Hún byggist á þeirri grunnhugmynd að öll börn sem geti lært móðurmál sitt geti einnig lært Ijölmargt annað, m.a. tónlist með sama hætti. Um 170 nemendur stunda nú nám við skólann ár hvert. Kennslugreinar eru píanó, selló og einsöngur. Launakostnaður er greiddur af Reykjavíkurborg, miðað við ákveðinn fjölda kennslustunda, en skólagjöld standa undir öðrum rekstri eins og tíðkast með tónlistarskóla. Tónleikarnir í Ráðhúsinu sunnudaginn 13. apríl munu standa yfir í 45 mínútur. Síðan verður gert hlé og byijað aftur um kl. 15.15. Meðal verka sem flutt verða af nemendum má nefna píanósó- nötu K 545 í c-dúr og K 331 í a-dúr eftir Mozart, Sónötu eftir Scarlatti, Bagatellu eftir Tcherapnin, fiðlusónötur eftir Handel, Schön Rosmarin og Prelludium og Allegro eftir Kreisler, verk eftir Jón Nordal og hið sívinsæla Cardas eftir Monti. Ólafur Vign- ir Albertsson Landsmót yngri bamakóra LANDSMÓT yngri barnakóra verður haldið í Mosfellsbæ laugardaginn 12. apríl. Tón- menntakennarafélag íslands hefur frá árinu 1977 staðið fyrir Landsmóti íslenskra barnakóra og er þetta í ellefta sinn sem það er haldið. Fjöldi þátttakenda hefur vaxið með hveiju móti og er orðinn það mikill að nauðsynlegt reyndist að tvískipta mótinu í yngri og eldri deild. Eldri deildin, kórsöngvarar á aldinum 10-16 ára, sungu saman eina helgi á Laugar- vatni í mars sl. og voru kór- söngvarar á 6. hundrað. í Mosfellsbæ er gert ráð fyrir allt að 400 þátttakendum á aldrinum 7-10 ára. Sýnir þetta vel þá grósku sem á sér stað í kórstarfi barna í grunn- skólum og við kirkjur lands- ins, segir í tilkynningu. Dagskráin er þéttskipuð og munu börnin æfa fram eftir degi lög úr litlu kórlagahefti sem hefur verið tekið saman fyrir mótið. Flatbökuveisla verður um miðbik dagsins og lýkur mótinu með tónleikum í íþróttahúsinu. Þar munu kórarnir syngja hver og einn nokkur lög, en tónleikunum lýkur með samsöng allra barnanna. Tónleikarnir heljast kl. 16, aðgangur er ókeypis. Sýningu Elín- ar og Sigríð- ar að ljúka SÍÐASTA sýningarhelgi er hjá Elínu P. Kolka og Sigríði Einarsdóttur í Gallerí Horn- inu, Hafnarstræti 15. Elín sýnir grafíkverk og Sigríður „gouache11- og vatnslita- myndir. Sýningin heitir í lausu lofti sem vísar til við- fangsefnis flestra myndanna; himingeimsins. Sýningin í Gallerí Horninu verður opin alla daga kl. 11-23.30 og stendur til mið- vikudagsins 16. apríl. QKisag RJóma- sprautur •Terturmeðrjóma •Kökurmeðrjóma • Kaffi með rjóma • ís með rjóma Rjómasprautur og gashylki (passar í allar gerðir) ...^ B_ R Æ Ð U R _N I _R í§)ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.