Morgunblaðið - 23.04.1997, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Frumvarp um að tekjur maka skerði ekki lífeyrisgreiðslur almannatrygginga
Skerðing byrjar við 37.000
króna mánaðartekjur maka
Fjórir þingmenn stjómarandstöðu segja
að fjölskyldur lífeyrisþega lendi í fátæktar-
gildru jaðarskatta og vilja breyta lögum
um almannatryggingar.
Elli“ og örorkulífeyrir og tekjutrygging
Meðaltal á mánuði árin 1981 til 1996, eingreiðslur frá 1989 meðtaldar.
1. febrúar 1992 hækkaði tekjutrygging öryrkja en ekki ellilífeyrisþega.
Elli- og örorkulífeyrir Tekju- trygging Tekjutrygging Tekjutrygging ellilífeyrisþega öryrkja
1981 kr. 1.366 kr. 1.430
1982 1.999 2.193
1983 2.912 3.501
1984 3.497 4.803 ol
1985 4.851 7.014
1986 6.003 8.796 írfo
1987 7.606 12.550 r XX
1988 9.200 16.562
1989 10.191 19.243
1990 11.125 21.069
1991 11.943 23.349
1992 12.260 kr. 24.032 kr. 24.654
1993 12.329 25.217 25.924
1994 12.329 25.005 25.706
1995 12.822 25.612 26.330
1996 13.373 26.614 27.360
1. sept. 1989 var greidd í fyrsta skiptið eingreiðsla á tekjutryggingu og síðan
hefur það verið gert tvisvar til fjórum sinnum á ári.
1. febrúar 1992 hófst tekjutenging á elli- og örorkulífeyri.
Ellilífeyrir skerðist um 30% ef árstekjur fara yfir ákveðna upphæð (nú kr. 836.205).
Örorkulífeyrir skerðist um 25% ef árstekjur fara yfir ákveðna upphæð (nú kr. 853.453).
1. febrúar 1992 hækkaði tekjutrygging öryrkja um 2,8%, en ekki tekjutrygging
ellilífeyrisþega. Tekjutrygging ellilífeyrisþega og öryrkja skerðist um 45% ef
árstekjur fara yfir ákveðna upphæð (nú kr. 221.013).
LAGT var fram á Alþingi á mánu-
dag frumvarp til breytinga á lögum
um almannatryggingar þess efnis
að tekjur maka hafi ekki áhrif á
tekjutryggingu lífeyrisþega. Frum-
varpið var síðan dregið tilbaka á
þriðjudag því umboðsmaður Alþing-
is hefur til athugunar hvort skoða
eigi lagagrundvöll heimildar til slíks
í reglugerð. Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir segir að flutningsmenn
vilji ekki að frumvarpið trufli af-
greiðslu umboðsmanns.
Samkvæmt núgildandi reglum
skerðist tekjutrygging um leið og
tekjur maka fara yfir 37.000 krónur
á mánuði og hún fellur niður hafi
maki rúmlega 150.000 krónur í
heildarlaun á mánuði samkvæmt
upplýsingum frá Tryggingastofnun.
Full tekjutrygging ellilífeyrisþega
er 25.097 krónur á mánuði en
25.800 hjá örorkulífeyrisþega.
Flutningsmenn frumvarpsins eru
Ásta R. Jóhannesdóttir, Margrét
Frímannsdóttir, Kristín Ástgeirs-
dóttir og Össur Skarphéðinsson.
í greinargerð með frumvarpinu
segja flutningsmenn það réttlætis-
mál að sá sem ekki getur séð sér
farborða með því að vinna fyrir sér
fái lágmarksframfærslu úr sameig-
inlegum sjóðum velferðarkerfisins.
„Þeir sem missa vinnu sína fá
greiddar atvinnuleysisbætur óháð
tekjum maka. Þær nema sem svarar
lágmarkslaunum og ættu því að
vera lágmarksframfærslueyrir. Eins
og málum er nú háttað skerða tekj-
ur maka lífeyrisgreiðslur og hefst
skerðingin er tekjur maka fara yfir
um 36.800 krónur en örorkugreiðsl-
ur skerðast af tekjum maka við
37.000 krónur. Ungt íjölskyldufólk
sem missir heilsu sína fær því oft
aðeins 13.000 króna grunnlífeyri
úr tryggingakerfmu."
Fátæktargildra jaðarskatta
Heimildin er byggð á reglugerð
sem sett var árið 1995 og segja
flutningsmenn ákvæði hennar hafa
í för með sér að fjölskyldur lífeyris-
þega lendi í fátæktargildru jaðar-
skatta. „Áðurnefnd reglugerð virð-
ist ekki eiga sér stoð í
lögum og virðist auk þess
andstæð lagaákvæðinu
sem hún byggir á en í
17. grein almannatrygg-
ingalaganna segir að
tekjur bótaþega umfram
ákveðið mark skuli skerða tekju-
tryggingu. Ekkert er minnst á maka
í greininni. í 11. grein þar sem fjall-
að er um skerðingu tekjutryggingar
vegna atvinnutekna er talað um
tekjur einstaklinga og hjóna hvors
um sig.“
Þá benda flutningsmenn á að
reglugerðin kunni að bijóta í bága
við 65. grein stjómarskrárinnar þar
sem segir að allir skuli vera jafnir
fyrir lögum, sem og 11. grein stjóm-
sýslulaga, þess efnis að stjórnvöld
skuli gæta samræmis og jafnræðis
í lagalegu tilliti og að óheimilt sé
að mismuna á grundvelli þjóðfélags-
stöðu eða af sambærilegum ástæð-
um.
Ásta R. Jóhannesdóttir varpar
fram þeirri spurningu hvort ódýrara
sé fyrir sjúka eða fatlaða og óvinnu-
færa að sjá sér farborða
en fríska og atvinnulausa.
Þá segir hún að tekju-
tenging á lífeyrisgreiðsl-
um almannatrygginga sé
77-100% á ákveðnu
tekjubili. „Sem þýðir að
ríkið tekur til baka í sumum tilfellum
hveija krónu sem kemur til viðbótar
lífeyrisgreiðslunum," segir hún.
Fjárhagslegir erfiðleikar
Ekki er til samantekt um þann
fjölda einstaklinga sem tekjutrygg-
ingin bitnar harðast á og segir
Ásta Ragnheiður þurfa að skoða
skattskýrslur til þess að meta það.
Hún nefnir sem dæmi fjölskyldu
þar sem fjölskyldufaðirinn veikist
alvarlega og er úrskurðaður 75%
öryrki. „Bætur öryrkja eru reiknað-
ar hvert ár og miðað við að fjöl-
skyldan hafi sambærilegar tekjur
og árið áður, samkvæmt skattfram-
tali. Því skerðast greiddar bætur í
samræmi við tekjur hjóna fyrra ár
en hluta þess höfðu þau bæði unn-
ið fulla vinnu. Þegar kemur að
greiðslu örorkubóta ná
þær ekki helmingi tekna
árið áður sem gerir fjöl-
skyldunni mjög erfitt fyr-
ir fjárhagslega.
Eiginkonan tekur því á
sig mikla yfirvinnu, en
þarf auk þess að sinna sínum veika
manni, til þess að ná endum saman.
Síðan fá þau bréf frá Trygginga-
stofnun ríkisins þar sem segir að
tekjur þeirra hjóna, það er eiginkon-
unnar, hafi verið miklu meiri en
gert var ráð fyrir. Því skerðast
bæturnar enn meira og verða
kannski tæpar tíu þúsund krónur á
mánuði næsta árið.
Síðan er öryrkjanum gert að end-
urgreiða Tryggingastofnun upp-
hæðina sem hann fékk ofgreidda í
fyrra þegar miðað var við lægri tekj-
ur. Eiginkonan treystir sér hins veg-
ar ekki til til þess að auka við sig
vinnuna enda dugir sólarhringurinn
ekki til. Auk þess myndi það skerða
bæturnar enn meira. Fjölskyldan á
því enga leið út úr vítahringnum
og ég þekki dæmi þess að fjölskyld-
ur í þessari stöðu hafi sundrast og
hjónabandið endað með raunveru-
legum skilnaði því það er eina leiðin
til þess að komast af fjárhagslega.
Að því búnu fær lífeyrisþeginn full-
ar bætur, sem eru reyndar hærri
en þegar hann var með fjölskyldu
á framfæri, og makinn heldur auk
þess sínum tekjum," segir Ásta
Ragnheiður.
Samkvæmt upplýsingum frá
Tryggingastofnun skerðist tekju-
trygging um 45% hafi viðkomandi
skattskyldar tekjur, aðrar en trygg-
ingabætur, yfir frítekjumarki. Ef
miðað er við almennar tekjur hefst
skerðing á tekjutryggingu ellilíf-
eyrisþega við 18.418 krónur á
mánuði og 12.892 krónur ef miðað
er við tekjur annars hjóna. Tekju-
trygging fellur niður við 73.189
krónur á mánuði hjá einstaklingi
en 68.664 krónur hjá öðru hjóna.
Lágmarksskerðing á tekjutrygg-
ingu örorkulífeyrisþega er miðuð
við sömu upphæð og hjá ellilífeyris-
þegum en tekjutryggingin fellur
niður við 75.751 krónu á mánuði
hjá einstaklingi og 70.226 hjá öðru
hjóna.
31.978 krónur á mánuði?
Samkvæmt upplýsingum frá
T ryggingastofnun byrjar tekju-
trygging öryrkja að skerðast ef
hans eigin vinnutekjur eru hærri en
221.013 krónur á ársgrundvelli. Ef
tekjur maka eru hærri én 442.026
krónur á ári skerðast tekjur örorku-
lífeyrisþegans. Vinnutekjur hans
mega sem sagt ekki fara yfír 36.835
krónur eigi öryrkinn að halda fullri
tekjutryggingu.
Ef makinn er með 840.000 króna
árstekjur fær öryrkinn 18.338
krónur í tekjutryggingu.
Ef hann hefur unnið sér
inn einhvern lífeyrisrétt
gæti upphæðin numið
13.640 krónum sem gerir
31.978 krónur á mánuði.
Þá gæti hann átt rétt á
barnalífeyri sem er rúmar 11.000
krónur á mánuði fyrir barn. í sum-
um tilfellum er hlutfall örorku
framreiknað hjá lífeyrissjóði ef við-
komandi hefur starfað í nokkur ár
en niðurstaðan er mjög mismun-
andi eftir sjóðum. Tekjutrygging
fellur niður ef maki hefur hærri
árstekjur en 1.818.026 krónur,
samkvæmt upplýsingum frá Trygg-
ingastofnun ríkisins.
Heilbrigð-
isráðherra
tilKína
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra hélt
áleiðis til Kína í gær í opinbera
heimsókn í boði heilbrigðisráðherra
Kína. Heimsóknin hefst formlega
árdegis hinn 24. apríl í Peking og
stendur til laugardagsins 3. maí.
Með heimsókninni er endurgoldin
heimsókn heilbrigðisráðherra Kína
sem var hér á landi ásamt sendi-
nefnd í september sl. Heimsóttar
verða ýmsar heilbrigðisstofnanir í
Peking, Xian og Shanghai og heil-
brigðisráðherra mun eiga viðræður
við ráðherra og embættismenn.
Þá verður ráðherra viðstaddur
undirritun viðskiptasamnings milli
Lýsis hf. og kínverskra aðila um
sölu á lýsi. Upphaf þess er rakið
til heimsóknar kínverska ráðherr-
ans til íslands í september sl. en
þá komst á viðskiptasamband sem
nú hefur tekist að þróa í verulega
sölu á þessari náttúruafurð til Kína.
í fylgdarliði ráðherra verða: Dav-
íð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóri,
Hrafn Pálsson deildarstjóri og Þórir
Haraldsson, aðstoðarmaður ráð-
herra.
-----»■»-»"..
Formaður Læknafé-
lags Reykjavíkur
Ummælum
formanns
trygginga-
ráðs mótmælt
GESTUR Þorgeirsson, formaður
Læknafélags Reykjavíkur, kveðst
fagna niðurstöðu áfrýjunarnefndar
samkeppnismála hvað varðar úr-
skurð samkeppnisráðs frá því í jan-
úar sl. um samning Trygginga-
stofnunar ríkisins og Læknafélags
Reykjavíkur. Einkum segist hann
ánægður með staðfestingu þess að
takmörkun á aðgengi lækna að
samningi um sérfræðilæknishjálp
sé andstæður samkeppnislögum.
„Sérfræðingar töldu sig geta
búið við niðurstöðu samkeppnisráðs
frá því í janúar hvað varðar gjald-
skrá en geta einnig fellt sig við þá
niðurstöðu sem nú er komin frá
áfrýjunarnefndinni þess efnis að
aðilum sé heimilt að semja um
gjaldskrá,“ segir Gestur.
„Ég mótmæli harðlega þeim
ummælum sem fram komu hjá
Bolla Héðinssyni, formanni trygg-
ingaráðs, í Morgunblaðinu um helg-
ina, að takmörkunarákvæði samn-
ingsins sé frá læknum komið. Það
er alrangt og víðsfjarri sannleikan-
um því að krafan um þetta atriði
er til komin frá Tryggingastofnun
og læknar hafa eytt mánuðum og
árum í að beijast gegn því,“ segir
hann.
Reglugerð
virðist ekki
eiga sér stoð
í lögum
Ódýrara
fyrir óvinnu-
færa að fram-
fleyta sér?
Starfsmenn SYR skora á stjórn fyrirtækisins að hætta nú þegar við tengingar á leiðum
Naumur tími til skipt-
ing’a skapar hættu
FÉLAGSFUNDUR haldinn 14. apríl
sl. í 9. deild Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar, sem í sitja allir
starfsmenn Strætisvagna Reykja-
víkur, skorar á stjórn SVR að hætta
nú þegar við tengingar á leiðum í
Mjódd og Ártúni, þar sem í ljós
hafi komið að farþegar geti ekki
treyst á að þær gangi upp.
I áskoruninni segir ennfremur að
það valdi óþarfa álagi á vagnstjóra
sem oftast standi í kappakstri til
þess að reyna að standa undir þeim
væntingum sem farþegar SVR geri
til fyrirtækisins.
Fundur með trúnaðar-
mönnum í vikunni
í ályktun sem félagsfundurinn
sendi frá sér segir m.a. að vagn-
stjórar og fulltrúar þeirra hafi orð-
ið fyrir harðræði af hálfu yfirmanna
og stjórnar fyrirtækisins frá því að
leiðakerfisbreytingin átti sér stað í
ágúst sl. Ennfremur segir að allar
skiptingar farþega milli vagna séu
nú svo naumar að oft séu farþegar
á harðahlaupum milli vagna og
yfir götur og að þetta skapi augljós-
lega erfíðleika og hættur fyrir far-
þegana. Sagt er vitað um eitt slys
sem rekja megi til þessa ástands.
Árni Þór Sigurðsson, formaður
stjómar SVR, sagði í samtali við
Morgunblaðið að ályktunin kæmi
honum algerlega í opna skjöldu.
Hann sagði stjómina hafa átt ágæt
samskipti við starfsmenn um þær
nýju breytingar sem ákveðið hefur
verið að gera á leiðakerfínu og taka
eiga gildi 15. maí nk. Ámi sagðist
ekki hafa vitað um ályktunina fyrr
en hann heyrði af henni í fjölmiðlum.
Hún hafí fyrst komið inn á stjómar-
fund hjá SVR á mánudag. „Ég mun
hitta trúnaðarmenn starfsmanna í
vikunni til að fara yfir þessi mál og
vita hvað er á ferðinni,“ sagði hann.
Ákveðin samskiptavandamál
Aðspurður um samskiptaörðug-
leika þá sem talað er um í ályktun
starfsmannafundarins segir Árni
ljóst að ákveðin vandamál séu í sam-
skiptum stjórnenda og starfsmanna
og þau mál sé nú verið að skoða
heildstætt. Honum hafí, ásamt for-
stjóra SVR, verið falið að fara nán-
ar yfír málið og leggja tillögur til
úrbóta fyrir stjórnina.
Hvað varðar slys það sem minnst
er á i ályktuninni kveðst hann ekki
kannast við það. „En ég tel þetta
mjög alvarlega ásökun sem þarna
kemur fram og mér leikur foivitni
á að vita hvað átt er við með þess-
ari fullyrðingu. Það er eitt af því
sem ég mun ræða við trúnaðar-
mennina á fundi okkar.“
Sigurbjörn Halldórssson trúnað-
armaður sagðist í samtali við Morg-
unblaðið í gær ekki vilja tjá sig um
málið að svo stöddu.
I
!
!
i