Morgunblaðið - 23.04.1997, Qupperneq 56
56 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerö
Reyksoðinn lax
sumardaginn
fyrsta
Gaman er að lifa, segir Kristín Gestsdóttir,
þegar maður verður vitni að sprengingu í
náttúrinni eins og nú hefur orðið.
ÞRÁTT fyrir þokugráma á höfuð-
borgarsvæðinu hefur verið hlýtt
og dásamlegt veður eftir allan
snjóinn í vetur. Maður sofnar og
vaknar við fuglakvak. Mest heyr-
ist í lóunni sem kann sér ekki
læti en ég man varla eftir svona
mikilli tónlist af hennar hálfu.
Ég skammast mín svolítið fyrir
að viðurkenna að mér finnst dirr-
indí lóunnar ekki fagur söngur
þó hún boði okkur sumarkomu
en lóan sjálf er falleg og skemmti-
leg. Auðnutittlingarnir eru að
snúast hér í kringum húsið í til-
hugalífinu og þrestirnir eru byrj-
aðir að tína saman í hreiður.
Vonandi er nóg æti fyrir fugia
himinsins og okkur mannfólkið
sem erum í óða önn að taka fram
grill og prófa hvort allt sé í lagi.
Sumir segjast grilla úti allt árið,
en ég skil ekki það fólk. Það
fæst ekki nægur hiti í frosti og
kulda á þeim blikkgasgrillum sem
flestir nota. Nú er sumardagurinn
fyrsti á næsta leiti og vonandi
heilsar hann okkur með sól og
sumaryl en ekki með kuldagjósti
eins og sl. sunnudagur, svo að
flestir geti grillað og jafnvel borð-
að grillmatinn úti.
Eg á í fórum mínum aflangan
blikkkassa, 26 sm á breidd, 38
sm langan og 9 sm háan. Á hon-
um eru smáraufar svo að reykur
geti leitað út. Hann er með loki
á og í honum er grind á smálöpp-
um svo að hún liggi ekki ofan í
reyksaginu. í þessum kassa hefi
ég reyksoðið fisk og hrogn í
a.m.k. 20-25 ár. Ég átti á þeim
árum ekkert gasgrill og notaðist
við tvo litla gasprímusa, keypti
reyksag og hófst handa. Þetta
þættu ekki faglegar aðferðir í
dag. Enn nota ég kassann og set
á gasgrillið. Margir hafa horft
öfundaraugum til kassans. Hægt
er að reyksjóða á þennan hátt
með tveimur djúpum álbökkum
og hvolfa þeim saman. Og jafnvel
setja fleiri en einn bakka á grill-
ið. Grind með löppum þarf þó að
vera í bökkunum og ætti að vera
hægt að verða sér úti um þær.
Bakkarnir liggja ekki svo þétt
saman að skera þurfi raufar í þá.
Reyksag er sett undir grindina
sem fiskurinn er lagður á. Reyk-
sag fæst í veiðarfæraverslunum
og ætlað í grillofna. 1-2 hnefa
af reyksagi þarf á hvern álbakka,
en hægt er að hafa tvo bakka á
flestum grillum. Munið að hvolfa
öðrum bakka yfir. Þetta hefi ég
prófað og tekist vel. Sumardags-
máltíð mín að þessu sinni er uppá-
haldsgrillmatur fjölskyldunnar og
minna gesta, en það er reyksoðinn
lax. Ég set hann að sjálfsögðu í
kassann góða, en verið óhrædd að
nota álbakkana, gangi ykkur vel.
Gleðilegt sumar.
Reyksoðinn lax
1 laxaflak 1 'A-2 kg
safi úr ’Asítrónu
2-3 tsk. salt
nýmalaður pipar
ferskt dill
1. Skafið roðið vel, skerið frá
ugga og hluta af þunnildi og takið
af því himnur, rennið fíngrinum nið-
ur eftir miðju holdhliðs flaksins og
þreifið eftir beinum. Takið þau úr
með flísatöng.
2. Kreistið safa úr 'A sítrónu og
hellið jafnt yfir holdhlið flaksins.
3. Stráið salti og pipar á flakið
og látið bíða meðan þið hitið grillið.
Gasgrill í um 10 mínútur en kolagr-
ill mun lengur eða þar til kolin eru
öll orðin grá.
4. Setjið 2 hnefa af reyksagi á
álbakkann eða meira ef þið eruð
með stærri kassa.
5. Smyijið grindina úr álbakkan-
um (kassanum) með matarolíu,
skerið flakið í tvennt og leggið hlið
við hlið á grindina, roðið snúi niður.
6. Setjið lok á kassann eða hvolf-
ið álbakka yfir álbakkann sem fisk-
urinn liggur á. Látið vera á grillinu
í um 15 mínútur við mesta hita á
gasgrilli en í miðrim á kolagrilli.
Þá á flakið að hafa tekið svolítinn
gulbrúnan lit.
7. Vont er að ná flakinu af grind-
inni og er best að setja fat undir
grindina og bera fiskinn þannig
fram. Gott er að hafa heitt vatn á
fatinu því fiskurinn kólnar fljótt.
Meðlæti: Soðnar kartöflur, hrá-
salat, smjör eða kryddsmjör og heitt
snittubrauð.
Athugið: Ef þið viljið matbúa
meira, hafið þá fiskinn tilbúinn og
skellið á grillið um leið og þið takið
fyrri skammtinn af því.
IDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Hagsmunasamtök
vegna líkamsárása
ÉG VAR 16 ára gamall
þegar ég lenti tvisvar sinn-
um í líkamsárásum. Eftir
seinni árásina var mér
synjað um áverkavottorð
af iækni. Seinna kom í ljós
alvarlegur heilaskaði og
fékk ég því aldrei neinar
bætur frá árásarmannin-
um. Ég tel að það eigi að
vera sérhagsmunasamtök
bótaþega sem lenda í lík-
amsárásum, þetta er ekki
síður alvarlegur glæpur en
nauðgun. Það er skrítið
að ofbeldismenn geti
gengið lausir og eyðilagt
líf fólks. Ég hef fengið
ranga meðhöndlun hjá
réttargeðlækni eftir erfiða
ævi - það er allt of algengt
að geðlyfjum sé dælt í fólk
sem hefur orðið fyrir heila-
skaða. Er ekki alveg eins
gott fyrir geðlækna að
hafa fólk ruglað inn á geð-
deildum eins og útúrdóp-
að? Og svo vil ég óska
samtökunum gegn lækna-
mistökum til hamingju
með að vera til.
Jónas Bjarki
Gunnarsson.
Tapað/fundið
Hálsmen tapaðist
STÓRT hálsmen án keðju
tapaðist 1. apríl sl. við
Sundaborg 13, vörumót-
tökuna hjá Bónus eða inni
í sömu verslun. Skilvís
finnandi vinsamlega hafi
samband við Bergþóru í
síma 533-1900 eða
553-8884.
Dýrahald
Gefins kettlingar
YNDISLEGIR kettlingar
fást gefins á gott heimili.
Þeir verða tilbúnir að fara
frá mömmu sinni í byijun
maí. Uppl. í síma 554-3311.
Sókrates er týndur
SVARTUR, geltur högni,
með hvítar lappir, hvítt
trýni og hvítur á bringu,
hvarf frá Faxatúni í
Garðabæ fimmtudaginn
17. apríl. Hann er með
dökkgræna glansandi ól og
merktur. Hans er sárt
saknað. Ef einhver hefur
orðið var við hann er hann
vinsamlega beðinn að
hringja í síma 565-7618.
Gefins kettlingar
YNDISLEGUR heimilis-
köttur var að eignast fal-
lega kettlinga, þeir fást
gefins á gott heimili. Upp-
lýsingar í síma 565-6519.
VIÐ ÆGISÍÐU
Morgunblaöið/ Knstinn
SKÁK
Umsjðn Margcir
Pétursson
STAÐAN kom upp á árlega
Melody Amber mótinu í
Mónakó. Þar tefla tólf af
bestu skákmönnum heims
tvöfalda umferð, eina at-
skák og eina hálftíma
blindskák! Þessi staða kom
upp í blindskák. Anatólí
Karpov (2.760) var með
hvítt, en Vladímir Kramn-
ik (2.740) hafði svart og
átti leik.
22. - Re4! 23. fxe4 (23.
Bfl — Dh5 breytti engu)
23. - Hxf2 24. Kxf2 -
Dxh2+ 25. Kel - Dxg3+?
(Kramnik hefði getað
þvingað Karpov til upp-
gjafar með því að leika 25.
- Hf8! Eftir 26. exd5 -
Rf3+ 27. Bxf3 - Hxf3
væri þá öllu lokið. Nú nær
Karpov að skipuleggja
vörnina) )26. Kd2 — d4
27. Kc2 - Dg2 28. Rc3 -
d3+ 29. Kbl - Dg5 30.
Bfl — De7 31. Bh3 — Hd6
32. Bd2 - b5 33. Ra2 -
Dh4 34. Bxe6 — Dxe4 35.
Rc3 - Dh4 36. Hfl -
Hd8 37. e4 - Dh2 38.
Dd5 - He8 39. Bd7 - Rc4
Karpov hefur tekist að
snúa vöm í sókn og í þess-
ari stöðu getur hann mátað
í sex leikjum! Hann sá ekki
mátið, enda var þetta
blindskák og tíminn orðinn
knappur.
Nú getur þú, lesandi
góður, reynt að rekja skák-
ina hingað í huganum frá
stöðumyndinni og ef þú
sérð mátið á mínútu eða
svo, þá gætir þú skákað
sjálfum Karpov
í blindskák!
Það skaðar
ekki að reyna.
Við skoðum
mátið á morg-
un.
Heildarstað-
an eftir þijár
umferðir: 1.
Kramnik 5 v.
af 6 möguleg-
um, 2. Van
Weíy 4 72 v.
3.-4. Topalov
og Anand 4 v.
5.-7. Nikolic,
Piket og Shirov _3'/2 v.,
8,—10. Lautier, ívantsjúk
og Karpov 2 72 v., 11.
Andersson 72 v., 12.
Ljubojevic 0 v.
SVARTUR leikur og vinnur.
Yíkveiji skrifar...
EINS og gengur og gerist á
Víkveiji stundum erindi við
banka og þá er ýmist sem hann
notfærir sér þá þjónustu sem hægt
er að fá í bönkum í gegnum síma
eða hann gerir sér ferð á staðinn.
Víkveiji á nokkur viðskipti við ís-
landsbankann í Lækjargötu, sem
áður var Iðnaðarbankinn. Þar svar-
ar kona í símann, á þann hátt, að
Víkveiji telur að hún gæti tekið að
sér að halda símaþjónustunámskeið
fyrir fyrirtæki og stofnanir. Nú er
það ekki svo að Víkveiji þekki þessa
ágætu símadömu á nokkurn hátt,
en þó hefur hann komist að því að
hún heitir Guðrún og er kölluð
Dúna. Þeir sem ekki fara í gott
skap við að hringja í Islandsbanka
og fá hina glaðlegu og liðlegu þjón-
ustu frá Dúnu, eru að líkindum
ólæknandi fýlupúkar.
OFT hefur það hvarflað að Vík-
verja að fyrirtæki og stofnan-
ir geri sér ekki nægilega góða grein
fyrir því hversu geysilega þýðingar-
mikið það er fyrir orðspor þeirra,
að símaþjónusta þeirra sé góð.
Blaðamenn þurfa að sjálfsögðu að
nota síma mikið við vinnu sína og
leita til fyrirtækja og stofnana.
Reynsla þeirra af slíkum samskipt-
um er ærið misjöfn. Hjá opinberum
stofnunum og í stjórnkerfinu er
ekki óalgengt að svarað sé með
vélrænni röddu, þar sem nafn fyrir-
tækisins eða stofnunarinnar er
nefnt. Eftir að erindi hefur verið
borið upp heyrist gjarnan frá hinum
enda línunnar „Augna“ og svo kem-
ur hringingarsónninn þegar hringt
er á þann sem beðið var um að fá
að ræða við. Það er ótrúlega al-
gengt að þeir sem svara í síma,
gefi sér ekki einu sinni tíma til
þess að ljúka við orðið augnablik,
áður en skipt er yfir á næsta við-
mælanda.
xxx
ÓTT heldur væri lítill lofthiti
hér á suðvesturhorninu um
helgina, var veður afskaplega fai-
legt og margir nýttu sér það til
útivistar. Þannig mátti sjá ótrúleg-
an fjölda sundlaugargesta í laugum
borgarinnar á laugardag og sunnu-
dag. Raunar var ástandið slíkt í
Laugardalslauginni síðdegis á
sunnudag, að það var eins og hver
fersentimetri laugar og stéttar væri
skipaður fólki sem naut útiverunn-
ar, sleikti sólskinið og dembdi sér
svo í heita pottinn til þess að ná
úr sér hrollinum eftir sólbaðslegu.