Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 53
FRÉTTIR
Ráðstefna um
græna endurskoðun
FÉLAG löggiltra endurskoðenda
heldur ráðstefnu um umhverfisend-
urskoðun undir yfirskriftinni: Hvers
virði er græn endurskoðun? Til-
gangur ráðstefnunnar er að vekja
athygli á vaxandi kröfum sem gerð-
ar eru til fyrirtækja og stofnana í
umhverfis- og mengunarmálum.
Ráðstefnan er haldin á Grand Hótel
Reykjavík í dag, 23. apríl, kl.
12-17.
Á undanförnum árum hefur það
færst í vöxt að endurskoðendur taki
þátt í umhverfisendurskoðun fyrir-
tækja, segir í fréttatilkynningu. í
sumum löndum, t.d. Danmörku, er
umhverfisendurskoðun eða græn
endurskoðun lögbundin. Tveir sér-
fræðingar starfandi í Danmörku,
Henning K. Nielsen, löggiltur endur-
skoðandi hjá BDO Scanrevision, og
Páll M. Ríkharðsson, umhverfisráð-
gjafi hjá Price Waterhouse, munu
flytja erindi á ráðstefnunni.
Meðal annarra ræðumanna er
Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL, og
Þórhallur Jónasson, gæðastjóri SR-
mjöls, sem fjalla um umhverfisstefnu
fyrirtækja sinna. Magnús Jóhannes-
son, ráðuneytisstjóri umhverfísráðu-
neytis, kynnir þær kröfur sem stjórn-
völd gera til fyrirtækja varðandi
umhverfisvernd og Garðar Ingvars-
son, framkvæmdastjóri markaðs-
skrifstofu iðnaðarráðuneytisins og
Landsvirkjunar, ijallar um græna
endurskoðun sem viðvarandi verk-
efni. Ráðstefnustjóri er Tryggvi
Jónsson, löggiltur endurskoðandi og
formaður FLE.
Ráðstefna um mál-
efni flóttamanna
RAUÐI kross íslands gengst fyrir
ráðstefnu um málefni flóttamanna á
alþjóðadegi Rauða krossins, fimmtu-
daginn 8. maí næstkomandi. Ráð-
stefnan hefst í Norræna húsinu kl.
14 að viðstöddum forseta íslands og
ráðgert er að henni ljúki kl. 17.15.
Jafnframt verður úthlutað rann-
sóknarstyrkjum úr Minningarsjóði
Sveins Björnssonar.
Tilgangur ráðstefnfunnar er að
draga upp mynd af aðstæðum
flóttafólks og fjalla um stuðning
hjálparstofnana og stjórnvalda við
fólk á flótta. Meðal annars verður
fjallað um þann stuðning sem ís-
lendingar hafa veitt flóttafólki og
stefnu stjórnmálaflokkanna í þeim
efnum.
Frummælendur verða: Hans
Thoolen, forstöðumaður Flótta-
mannastofnunar SÞ í Stokkhólmi.
Sigrún Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri Rauða kross íslands. Pétur
Pétursson félagsmálaráðherra.
Zeljka Popovic, úr hópi flóttamann-
anna á ísafírði.
Að erindum frummælenda lokn-
um verða pallborðsumræður með
þátttöku fulltrúa þingflokkanna.
HAMRAHLÍÐARKÓRINN er annar tveggja kóra, sem syngja í hátíðarsal MH á sumardaginn fyrsta.
Kórarnir við Hamrahlíð
syngja inn sumarið
SUMARDAGINN fyrsta, fimmtu-
daginn 24. apríl, halda kórarnir
við Hamrahlíð undir stjórn Þor-
gerðar Ingólfsdóttur upp á sum-
arkomu með skemmtun í hátíðar-
sal Menntaskólans við Hamrahlíð
undir heitinu Vorvítamín.
Kórfélagar, sem eru í kringum
130 í tveimur kórum, halda
tvenna tónleika. Þeir fyrri hefj-
ast kl. 14:30 en hinir seinni kl.
16:30. Húsið verður opnað kl. 14
og er fólki ráðlagt að koma
tímanlega til að fá sæti. Ekkert
kostar inn en seldar verða kaffi-
veitingar í hléi á milli tónleik-
anna. Agóði af sölu veitinga
rennur í ferðasjóð Hamrahlíðar-
kóranna en kórarnir ætla í söng-
ferðir til Kanada og Austurríkis
í sumar. I hléinu munu einnig
verða ýmsar uppákomur.
Á fyrri tónleikunum verða
sungin íslensk lög og mótetta
eftir Bach en á þeim seinni verða
flutt verk frá ýmsum löndum, til
að mynda sígaunaijóð Brahms
og þjóðlagaútsetningar Bartoks.
Kór Menntaskólans við Hamra-
hlíð er nýkominn úr söngferð um
Vestfirði. Hélt kórinn 9 tónleika
á ýmsum stöðum og vakti söngur
hans mikla hrifningu.
Samkomur í
Kristniboðssalnum
Opið hús hjá
Garðyrkju-
skóla ríkisins
NEMENDUR Garðyrkjuskóla
ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verða
með opið hús sumardaginn fyrsta
frá kl. 10-18.
Skólinn er á Reykjum í Ölfusi,
nánari tiltekið fyrir ofan sundlaug-
ina í Hveragerði. í skólanum
stunda 40 nemendur á aldrinum
20-40 ára nám á fimm mismun-
andi námsbrautum: skrúðgarð-
yrkju-, umhverfis-, garðplöntu-,
ylræktar- og blómaskreytinga-
braut.
Undanfarin ár hefur skapast sú
hefð að hafa skólann opinn annað
hvert ár fyrir almenning sumar-
daginn fyrsta. Árið 1995 komu um
6.000 gestir í heimsókn. Á þessum
árstíma er 1.400 fm garðskáli sem
er stór hluti af skólahúsinu allur
í blóma. Mörg gróðurhús eru á
svæðinu og flest þeirra verða opin.
Gestum sem heimsækja skólann
þennan dag er boðið að fara ókeyp-
is í sundlaugina í Laugaskarði í
Hveragerði.
Opið hús í
leikskólum í
Seljahverfi
born og starfsfólk leikskólanna
í Seljahverfi verða með opið hús
laugardaginn 26. apríl nk. Þá bjóða
börnin vinum og vandamönnum
og öllum sem vilja kynna sér starf-
semi og menningu leikskólanna í
heimsókn.
Leikskólarnir fimm í Seljahverfi
hafa formlegt samstarf sín á milli.
I því felst m.a. samstarf um ýmsa
árvissa viðburði, s.s. öskudag, opið
hús og sérstaka hátíð í tilefni þjóð-
hátíðar.
Leiskólarnir verða opnir sem hér
segir: Leikskólinn Jöklaborg v/
Jöklasel kl. 9.30-12.30, Leikskól-
inn Seljaborg v/Tungusel kl.
10- 13, Leikskólinn Hálsaborg
v/Hálsasel kl. 10.30-13.30, Leik-
skólinn Hálsakot v/Hálsasel kl.
11- 14 og Leikskólinn Seljakot
v/Rangársel kl. 11.30-14.30.
Fjársöfnun
Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar
UM SUMARMÁL gengst Hjálpar-
stofnun kirkjunnar fyrir fjársöfnun
undir yfirskriftinni: Sendum þeim
sumargjöf. 56.000 gíróseðlar hafa
verið sendir út á aldurshópinn
40-75 ára. Þeir eru stílaðir á karla
og einhleypar konur, segir í frétta-
tilkynningu.
Fjárframlögum verður varið til
að senda föt sem safnast hafa á
áfangastað og til kaupa á öðrum
neyðargögnum t.d. orkukexi,
heilsu- og skólapökkum, sápu,
tjöldum o.fl. sem óskað hefur verið
eftir fyrir flóttamenn frá fyrrum
Júgóslavíu, Tsjetsjeníu og Angóla.
Hitaveitustokk-
urinn genginn
HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer
í miðvikudagskvöldgöngu sinni
með rútu frá Hafnarhúsinu kl. 20
og Toppstöðinni við Elliðaárnar kl.
20.20.
Gangan hefst við elstu borholu
Hitaveitur Reykjavíkur á Reykjum
í Mosfellsbæ, gengið niður Varmá
og yfir á Hitaveitustokkinn til
Reykjavíkur að Úlfarsá. Jón Guð-
mundsson á Reykjum slæst í hóp-
inn. Stansað verður í brekkunni
ofan við gömlu sundlaugina á Ála-
fossi og einnig farið í sérstaka
heimsókn í tilefni dagsins. Allir eru
velkomnir.
Djass og þjóðlög 1
Bústaðakirkju
DANSKA hljómsveitin Bazaar
heldur tónleika í Bústaðakirkju í
kvöld kl. 20.30.
Blómamessa og
tónleikar í Víði-
staðakirkju
BLÓMAMESSA verður að venju
sumardaginn fyrsta í Víðistaða-
kirkju kl. 14. Þar mun herra Sigurð-
ur Sigurðarson, vígslubiskup, pred-
ika og minnst verður 20 ára afmæl-
is sóknarinnar.
Systrafélag Víðistaðasóknar
verður með sumarkaffi og að lok-
inni guðsþjónustu og kl. 16 heldur
Kór Víðistaðasóknar tónleika í
kirkjunni undir stjórn organistans
Úlriks Ólasonar. Flutt verður messa
í d dúr op. 86 eftir Dvorak. Undir-
leikari verður Guðjón Halldór Ósk-
arsson.
Djasstónleikar
í Þorlákshöfn
NORRÆNA félagið í Þorlákshöfn
stendur fyrir djasstónleikum í
Duggunni í Þorlákshöfn sumardag-
inn fyrsta, fímmtudaginn 24. apríl,
kl. 20.30.
Það er danska djassbandið Bazz-
ar sem er á tónleikaferðalagi á ís-
landi sem mun spila, en í því eru
Peter Bastian, Anders Koppel og
Flemming Quist Moller, allt heims-
frægir danskir djasstónlistarmenn.
■ AÐALFUNDUR Félags um
skjalasljórn verður haldinn mið-
vikudaginn 23. apríl kl. 15.30 í
Skólabæ að Suðurgötu 26,
Reykjavík. Á dagskrá verður
skýrsla stjómar, reikningar félags-
ins bornir upp til samþykktar, ár-
gjald ákveðið, kosning stjórnar og
varamanns, kosning tveggja endur-
skoðenda og önnur mál. Að loknum
venjulegum aðalfundarstörfum
mun Magnús Guðmundsson,
skjalavörður Háskóla íslands, leiða
umræður um Mannlíf og skjala-
vörslu. Honum til aðstoðar verða
Birgir Thorlacius, fyrrum ráðu-
neytisstjóri í menntamálaráðuneyti,
og Svava H. Friðgeirsdóttir,
bókasafnsfræðingur í Skjalasafni
Landsbanka íslands.
SAMKOMURÖÐ hefst í kvöld í
Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut
58, á vegum Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga. Yfirskriftin er: Orð
Guðs til þín. Ræðumaður verður Helgi
Hróbjartsson kristniboði. Aftur verður
samkoma á föstudag og síðan á hveiju
kvöldi til sunnudagsins 4. maí.
Helgi Hróbjartsson hefur lengi
unnið að kristniboði og hjálparstarfí
í Afríku, einkum í Eþíópíu. Undan-
farin ár hefur kristnum mönnum
fjölgað mjög á svæði því sem Helgi
hefur starfað á í Suðaustur-Eþíópíu
VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæðis-
manna á Akureyri, hefur sent frá sér
eftirfarandi ályktun um lífeyrismál:
„Frelsi í lífeyrismálum og í því
hvernig fólk ráðstafar sparnaði sínum
tii efri áranna hefur ekki verið mikið
hér á landi og er lögnu orðið tíma-
bært að auka það. Því mótmælir
Vörður, félag ungra Sjálfstæðis-
manna á Akureyri, harðlega lífeyris-
sjóðsfrumvarpi ríkisstjómarinnar
sem nú liggur fyrir Alþingi. Þetta
frumvarp er skref aftur á bak og lið-
ur í því að auka umsvif lífeyrissjóð-
FRESTUR skólafólks, 17 ára og
eldra, til að sækja um sumarstörf á
vegum Reykjavíkurborgar rennur
út þann 30. apríl nk.
Líkt og undanfarin ár er á árinu
1997 rekin sérstök vinnumiðlun fyr-
ir skólafólk á vegum Reykjavíkur-
borgar. Tekið er á móti umsóknum
að Engjateigi 11, á eyðublöðum sem
þar fást og er umsóknarfrestur, eins
og áður sagði, til nk. mánaðarmóta.
eins og raunar víðar í landinu og
margir söfnuðir verið stofnaðir.
Helgi hefur einnig predikað í Nor-
egi, Færeyjum og hér heima.
Með yfirskriftinni: Orð Guðs tii
þín er haft í huga að fagnaðarerind-
ið um Jesú Krist eigi erindi til allra
manna og að því fylgi varanleg
blessun sé því viðtaka veitt, segii
fréttatilkynningu.
Samkomurnar í Kristniboðssaln-
um eru fyrir fólk á öllum aldri. Þar
verður mikill almennur söngur. Allir
eru velkomnir.
anna sem hljóta að teljast næg fyrir.
Frumvarpið gengur í berhögg við
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
og mun færa íslenskt þjóðfélag í átt
til stöðnunar og aukinnar miðstýr-
ingar. Það er ábyrgðarleysi hjá
mönnum sem boða valfrelsi einstakl •
ingsins í lífeyrissjóðsmálum að
leggja fram frumvarp sem þetta.
Með þessari u-beygju á stefnu
sinni og undanlátssemi við stóra
þrýstihópa gerist rikisstjórnin ótrú-
verðug. Það er ekki til þess falliö
að almenningur treysti henni.“
Þegar skóla er lokið og umsækjend-
ur tilbúnir til vinnu verða þeir að
koma til Vinnumiðlunar skólafólks
og staðfesta umsóknir sínar, annars
falla þær úr gildi.
Flest sumarstörf hjá Reykjavíkur-
borg eru á vegum Garðyrkjudeildar.
íþrótta- og tómstundaráðs, Gatna-
málastjóra og veitustofnana. Störfín
heíjast að jafnaði um mánaðamótin
maí/júní.
Mótmæla lífeyris-
sjóðafrumvarpi
Umsóknarfresti að ljúka hjá
Vinnumiðlun skólafólks