Morgunblaðið - 23.04.1997, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Unglingur
stóð á bak
við tölvu-
hrekki
Emeryville. Reuter.
FIMMTÁN ára kanadískur piltur
hefur játað að hafa staðið að baki
umfangsmiklum tölvu- og síma-
hrekkjum á heimili sínu. Lögregla
og tölvusérfræðingar stóðu ráða-
lausir frammi fyrir hrekkjunum,
sem höfðu staðið á fjórða mánuð
og vakið athygli fjölmiðla í Kanada
og Bandaríkjunum. Pilturinn verður
ekki ákærður, þar sem lögregla
telur að fjölskylda hans hafi þurft
að líða meira en nóg.
Pilturinn, Billy Tamai, gaf sig
fram þegar lögregla tilkynnti fjöl-
skyldunni að hún teldi að einhver
heimilismanna stæði að baki
hrekkjunum. Þá höfðu þeir staðið
frá því í janúar.
Billy tengdi sig inn á símalínu
fjölskyldunnar og truflaði símtöl
hvað eftir annað, en hann breytti
rödd sinni með þar til gerðu tæki.
Þá gerði hann mikinn usla í heimil-
istölvunni. Tókst honum að leika á
tíu lögreglumenn, sem rannsökuðu
málið, svo og ýmsa tölvusnillinga
sem bandarískir fjölmiðlar fengu til
þess að skoða þessa einkennilegu
síma- og tölvuhrekki.
Var svo komið að Tamai-fjöl-
skyldan hafði ákveðið að selja hús
sitt, þar sem foreldrarnir þoldu ekki
lengur við. Nú hafa þeir ákveðið
að vera um kyrrt og mun fjölskyld-
an sækja tíma í fjölskylduráðgjöf.
----------»■■■■♦ ♦--
Stóræfing
Iranshers
Dubai. Reuter.
ÍRANAR hófu í gær umfangsmiklar
heræfingar á Persaflóa sem standa
yfir í þrjá daga og taka um 200.000
manns undir vopnum þátt í þeim.
Ayatollah Ali Khamenei sagði að
tilgangur æfinganna væri að sýna
fram á að íranir myndu svara af
mikilli hörku hverri hugsanlegri
ögrun við öryggi landsins.
Æfingarnar, sem nefnast „Leiðin
til Jerúsalem", fara fram á sjó og
landi meðfram allri írönsku strand-
lengjunni við Persaflóa og langt inn
í land. Er þeim ætlað að efla viðbún-
að við skyndiárásum af sjó.
Meðal annars munu fjölmennar
sveitir landgönguliða ganga á land
í Hormuz-sundi, hinni fjölförnu
skipaleið sem helmingur allrar olíu
heimsins fer um.
Allt á floti
í Norður-
Dakota
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
heimsótti Norður-Dakota i gær og
vonuðust íbúar rikisins til þess að
er hann berði eyðilegginguna þar
augum, yrði hann ekki seinn á sér
að lofa fjárhagsaðstoð til endur-
byggingar. Mikil flóð hafa verið í
Norður-Dakóta eftir að Rauðá
flæddi yfir bakka sína og hækkar
vatnsyfirborðið enn. „Velkominn
til Grand Forks, herra forseti.
Velkominn til martraðar okkar“
sagði á forsíðu eins stærsta dag-
blaðsins í Grand Forks í gær. Auk
flóðanna hafa eldar valdið mikilli
eyðileggingu í borginni, því að
minnsta kosti ellefu hús urðu eldi
að bráð þrátt fyrir að allt væri á
kafi í vatni. Um 90% borgarinnar
eru undir vatni og margir íbúanna
50 þúsund orðið að flýja hana.
Sama er að segja um bæina Dray-
ton og Pembina.
Juppe heitir upp-
skurði franska
ríkiskerfisms
París. Reuter.
ALAIN Juppe, forsætisráðherra
Frakklands, hóf kosningabaráttu í
gær og sagði frönsku þjóðina þurfa
á að halda ríkisstjórn með end-
urnýjað umboð til þess að undirbúa
aðild Frakka að sameiginlegum
gjaldmiðli Evrópusambandsins
(ESB) og stokka upp í ríkisbú-
skapnum þannig að það leiddi bæði
til minni útgjalda og lægri skatta.
Juppe hét snarpri kosningabar-
áttu fram að þingkosningunum,
sem fram eiga að fara 25. maí og
1. júní, er hann ávarpaði þingmenn
og helstu leiðtoga stjómarflokk-
anna í gær. Hann sagði áframhald-
andi aðhaldsaðgerðir í efnahags-
málum óhjákvæmilegar en sagði
það rangt, sem sósíalistar og tals-
menn launþegasamtaka héldu
fram, að stjórn hans áformaði
aukna hægri frjálshyggju og að
draga úr félagslegri vernd.
ítrekaði Juppe ásetning sinn um
að Frakkar gegndu lykilhlutverki
við áframhaldandi og aukna sam-
runaþróun í Evrópu.
Forsætisráðherrann sagði um-
bætur á ríkisbúskapnum óhjá-
kvæmilegar þar sem dregið yrði
úr umsvifum ríkisins. tjóðarhags-
munir krefðust þess að stjómar-
flokkarnir hlytu endurnýjað umboð
til að leiða Frakka inn í 21. öldina.
„Frakkar hafa ekki efni á nýju
sósíalísku klúðri,“ sagði Juppe.
Jacques Chirac forseti þykir hafa
tekið mikla pólitíska áhættu með
að efna til þingkosninga 10 mánuð-
um fyrr en þurfti. Skoðanakönnun,
sem gerð var um helgina og birt í
gær, sýnir að vinsældir þeirra
Juppe hafa dvínað lítillega.
-------------------------
93 myrtir í
svefni í Alsír
París. Reuter.
HRYÐJUVERKASVEITIR al-
sírskra bókstafstrúarmanna myrtu
93 óbreytta borgara í árásum á
þorp í suðurhluta Alsírs í fyrrinótt.
Að sögn alsírskra embættis-
manna voru 43 konur og börn
meðal fórnarlamba hryðjuverka-
mannanna sem létu til skarar
skríða er fólkið var sofandi og
varnarlaust. Skáru hryðjuverka-
mennirnir fórnarlömb sín á háls
og skildu þau eftir blæðandi út eða
hjuggu þau í spað með landbúnað-
arverkfærum. Hermt er að 25 hafi
særst og vom 18 þeirra enn sagðir
í lífshættu í gærkvöldi.
Mesta manntjón í einni
næturárás
Reuter
Manntjónið er hið mesta í einni
og sömu hryðjuverkaárásinni í Als-
ír í þau rúmu fimm ár sem strang-
trúarmenn múslíma hafa haldið
uppi hernaði gegn stjórn landsins.
Hafa þeir gert fjölda árása á þorp
og er talið að um 300 bændur og
búalið hafi verið vegin í svefni á
síðustu tveimur vikum.
-------------------------
Elizabeth Arden
Snyrtifræðingur frá Elizabeth
Arden kynnir Exceptional
varalitina og nýja 5th Avenue
ilminn frá Elizabeth Arden f
Elygea - Kringlunni í dag
UtttttO
H Y G E A
önyrti(’ör u i>e /v /u n
Austurstrœti 16, sími 511 4511
Laugavegi 23, sími 511 4533
Kringlunni, sími 533 4533
V___________________________________________________y
Sendisveit Kínahers til Hong Kong
Undirbúa byggingu
stórrar herstöðvar
Hon^ Kong. Reuter.
FJORUTIU manna óvopnuð hersveit
Alþýðuhers Kína er komin til Hong
Kong til þess að undirbúa valdatöku
Kínverja 1. júlí nk.
Sendinefndin fór til stöðva breska
hersins en þar mun hún hafa bæki-
stöðvar og undirbúa uppsetningu
hvers kyns varnarmannvirkja fram
að valdatökunni.
Ætlunin er að setja upp 10 þúsund
manna herstöð þegar landið kemst
undir kínversk yfirráð 1. júlí.
Tilkoma kínversku herstöðvarinn-
ar mælist fremur illa fyrir og leiðtog-
ar Lýðræðisflokksins í Hong Kong
sögðu, að tilvist herstöðvarinnar í
Shenzhen, handan landamæranna,
hefði dugað til að tryggja varnir
landsins.
Kínveijar og Bretar skiptast á
yfírráðum við 35 mínútna athöfn sem
hefst á miðnætti 30. júní með því
að breski fáninn verður dreginn nið-
ur, en hann var fyrst dreginn að
húni í Hong Kong árið 1841.
Reuter
ZHOU Borong, hershöfðingi,
veifar til fjölmiðlafólks, eftir
að hafa farið yfir kínversku
landamærin til Hong Kong.
Stjórn
Gujrals
staðfest
INDVERSKA þingið staðfesti
í gær Inder Kumar Gujral í
embætti forsætisráðherra Ind-
lands, einum degi eftir að sam-
steypustjórn fimmtán mið- og
vinstriflokka undir forsæti
hans tók við stjórnartaumun-
um. Gujral er fjórði forsætis-
ráðherra Indverja á einu ári.
Þingforseti
fer hvergi
ÁTÖKUNUM í grænlensku
heimastjórninni er ekki lokið
enn, þrátt fyrir loforð Knuds
Serensens, þingforseta, um að
segja af sér embætti að kröfu
Siumut-flokksins. í gær kom
á daginn að Sarensen hyggst
hvergi fara og mætti til vinnu
eins og ekkert hefði í skorist.
Sóttir fyrir
stríðsglæpi
KRÓATÍSKUR dómstóll tók í
gær fýrir mál ríkisins gegn
Momcilo Perisic, yfirmanni
herráðs Júgóslavíuhers, en
hann er ákærður fyrir að hafa
fyrirskipað árásir júgóslavn-
eska hersins á króatísku borg-
ina Zadar árið 1991. Auk Per-
isic eru 18 fyrrverandi og nú-
verandi foringjar í hernum
ákærðir fyrir árásirnar.
Þurrkar í
Belgíu
EINHVERJIR mestu þurrkar
sem mælst hafa gera Belgum
erfítt fyrir og lítii von er til
þess að úr rætist í bráð. Á
síðustu 22 mánuðum, hefur
úrkoma verið langt undir með-
altali í 16 mánuði, en yfir því
í sex mánuði. Aprílmánuður
hefur verið óvenju þurr og
hafa slökkviliðsmenn barist við
skógarelda skammt frá Ant-
werpen frá því um helgina.
Afmæli Sadd-
ams undirbúið
ÍRAKAR undirbúa nú mikil
hátíðahöld í tilefni sextugs-
afmælis leiðtoga landsins,
Saddams Husseins, sem verð-
ur sextugur á mánudag. Efnt
verður til skrúðgangna, sýn-
inga og ræðuhalda svo fátt
eitt sé nefnt. Raunar eru há-
tíðahöldin hafin en þau ná
hámarki á sjálfan afmælisdag-
inn. Saddam heldur upp á af-
mælið í borginni Tikrit, þar
sem börn munu syngja og
dansa honum til heiðurs.
Kohl í mál við
Penthouse
HELMUT Kohl, kanslari
Þýskalands, hyggst fara í mál
við þýsku
Penthouse-
útgáfuna,
fyrir að birta
skopmynd af
eiginkonu
hans, þar
sem hún
íklæðist að-
eins hönskum
og perluháls-
festi. Er
Hanneiore Kohl sýnd sem
táknmynd framan á bifreið,
sem á að tákna ríkisstjórnina.
Hannelore
Kohl