Morgunblaðið - 23.04.1997, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 41
SKOÐUN
UM BREYTINGAR A LOGUM UM
ÚTFLUTNING Á SALTAÐRISÍLD
í APRÍL 1994 varð að sam-
kömulagi í sjávarútvegsnefnd Al-
þingis að sameina tvær þings-
ályktunartillögur varðandi síldar-
mál sem áður höfðu verið lagðar
fram á þinginu og var hin nýja
ályktun samþykkt 4. maí sama ár
og hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að skipa nefnd til að
gera tillögu sem miði að því að
auka nýtingu síldar til manneldis
og nýta betur þá möguleika til
atvinnusköpunar og gjaldeyri-
söflunar sem felast í veiðum og
vinnslu síldar. Nefndin endurskoði
m.a. í þessu sambandi lög nr.
62/1962, um Síldarútvegsnefnd
og útflutning saltaðrar síldar, í
þeim tilgangi að efla markaðsöflun
fyrir síldarafurðir.“
í byijun september 1994 skipaði
sjávarútvegsráðherra nefnd í sam-
ræmi við þingsályktunartillögu
sj ávarútvegsnef ndar.
í nefndinni áttu sæti þrír fulltrú-
ar skipaðir af sjávarútvegsráð-
herra og fjórir fulltrúar tilnefndir
af Félögum síldarsaltenda, Síldar-
útvegsnefnd, Samtökum fisk-
vinnslustöðva og Landssambandi
íslenzkra útvegsmanna. Formaður
nefndarinnar var skipaður Halldór
Arnason, þáverandi aðstoðarmað-
ur sjávarútvegsráðherra.
Nefndin skilaði áfangaskýrslu
til sjávarútvegsráðherra seinni-
hluta árs 1994 með tillögum varð-
andi aukna ráðstöfun síldar til
manneldis o.fl.
í kjölfar þess beitti sjávarút-
vegsráðherra sér fyrir framgangi
tillagna nefndarinnar. Flutti hann
á haustþingi 1994 frumvarp um
takmörkun á ráðstöfun síldar til
bræðslu sem varð að lögum sama
ár. Stofnað var til formlegs sam-
ráðs útgerðar- og vinnsluaðila.
Fiskveiðasjóður tók jákvæða af-
stöðu til erindis sjávarútvegsráð-
herra varðandi hagstæð lán vegna
kaupa á kælibúnaði í skip og vak-
umdælum til löndunar síldar og
stjórnvöld framlengdu vissar
tryggingar til markaðssóknar í
Austur-Evrópu.
Ekki verður hér nánar vikið að
þessu aðalverkefni nefndarinnar,
þ.e. um betri nýtingu síldaraflans
en í þess stað og að gefnu tilefni
aðeins fjallað um þann hluta um-
ræddrar skýrslu, sem varðar
breytingar á lögum nr. 62/1962
um Síldarútvegsnefnd og útflutn-
ing saltaðrar síldar.
Ástæður lagasetningar
í skýrslunni segir svo um ástæð-
ur þessarar lagasetningar:
„Eftir áratuga öngþveiti sem
ríkti í markaðs- og sölumálum salt-
síldar og vegna sérstakrar áhættu,
sem fylgir síldarsöltun, setti Al-
þingi í desember 1934 lög um
skipulag og útflutning á saltaðri
síld. Lögunum var tvívegis breytt
að ósk hagsmunaaðila, árið 1962
og 1968. Síldarútvegsnefnd tók til
starfa árið 1935. Framan af hafði
nefndin fyrst og fremst eftirlit með
sölu og útflutningi saltsíldar og
löggilti síldarútflytj-
endur.
Til þess að tryggja
gæði og sölu á saltsíld-
arframleiðslu lands-
manna á mörkuðunum
og til að koma í veg
fyrir verðhrun, ákvað
löggjafinn m.a. að
heimila nefndinni að
ákveða hvenær söltun
megi hefjast svo og
takmarka eða banna
söltun um skemmri eða
lengri tíma ef nauðsyn
krefði, enda hafði of-
framleiðsla og skipu-
lagslaus söltun hvað
eftir annað valdið landsmönnum
miklu tjóni. Á þessum tíma fór
langmestur hluti síldaraflans til
bræðslu.
Árið 1945 fól nýsköpunarstjórn-
in svonefnda Síldarútvegsnefnd að
annast sölu og útflutning á allri
saltsíldarframleiðslunni, en fram
að þeim tíma hafði nefndin aðeins
Óvissa um frambúðar-
fyrírkomulag' þessara
mála er óviðunandi.
Gunnar Flóvenz telur
hana skaðlega fyrir alla
hlutaðeigandi aðila.
séð um sölu á mjög léttverkaðri
síld, svonefndri matjessíld.
í lögum um útflutning saltaðrar
síldar er tekið fram, að sjávarút-
vegsráðherra sé heimilt að veita
Síldarútvegsnefnd einkaleyfi til út-
flutnings og var slík heimild á sín-
um tíma aldrei veitt nema til eins
árs í senn. Einkaleyfi þetta var
ekki veitt nema með samþykki við-
komandi hagsmunasamtaka. Síld-
arútvegsnefnd hefur ekki sótt
um slíkt leyfi um langt árabil
og hefur nefndin margoft óskað
eftir að heimildarákvæði þetta
yrði fellt niður úr lögunum.
Á síðustu áratugum hefur alloft
borið við að aðrir aðilar hafí óskað
eftir að fá heimild til að flytja út
saltaða síld og hefur slíkt verið
heimilað í öllum tilfellum og hefur
Síldarútvegsnefnd veitt viðkomandi
aðilum aðstoð eftir því sem óskað
hefur verið eftir.“
Eins og fram kemur í skýrslunni
kynnti nefndin sér mjög ítarlega
viðhorf og afstöðu félaga síldarsalt-
enda til sölufyrirkomulagsins, en í
landinu eru starfandi tvö félög salt-
enda: Félag síldarsaltenda á Suður-
og Vesturlandi, stofnað 1954, og
Félag síldarsaltenda á Norður- og
Austurlandi, sem stofnað var tveim
árum síðar. Allir síldarsaltendur í
landinu eru aðilar að félögunum.
Af staða síldarsaltenda
Um afstöðu síldarsaltenda segir
svo í sameiginlegu svarbréfi sem
félögin rituðu sjávarútvegsnefnd
Alþingis 11. nóvember
1992:
„Sameiginlegur
fundur stjórna Félags
síldarsaltenda á Norð-
ur- og Austurlandi og
Félags síldarsaltenda
á Suður- og Vestur-
landi hefur að ósk
Sjávarútvegsnefndar
Alþingis, samkvæmt
bréfi dags. 11. nóv.
1992, fjallað um til-
lögu til þingsályktunar
um endurskoðun laga
um Síldarútvegsnefnd.
Umsögn okkar er á
þessa leið:
Félög síldarsaltenda hafa frá
stofnun verið í nánu samstarfi
við Síldarútvegsnefnd og fjallað
ítarlega um sölu- ogmarkaðsmál
saltaðrar síldar. Margsinnis hafa
fundir félaganna séð ástæðu til
að láta í Ijós ánægju sína með
þann árangur, sem náðst hefur
við markaðssetningu saltsíldar-
innar og stjórn framleiðslunnar.
Skoðanakannanir meðal salt-
enda hafa leitt í Ijós að hver ein-
asti framleiðandi hefur lýst
stuðningi sínum við núverandi
sölufyrirkomulag. Sala og fram-
leiðsla saltsíldar er mjög flókið
mál sem útheimtir mikla sér-
þekkingu og er ekki á færi nema
sérfróðra manna að sjá um sölu
á þessari vöru.
Það hefur lengi verið Ijóst að sum
ákvæði laganna um Síldarút-
vegsnefnd eru fallin úr takt við
timann enda hefur þeim ákvæð-
um ekki verið beitt. Með hliðsjón
af því mæla félög síldarsaltenda
með því að sjávarútvegsráðherra
skipi nefnd til að endurskoða
lögin un Síldarútvegsnefnd og
útflutning saltaðrar síldar og
fara eindregið fram á að salt-
endafélögin eigi hvort sinn full-
trúa í þeirri nefnd.
Félögin eru þó ekki sammála
þeim rökstuðningi, sem flutn-
ingsmenn þingsályktunartillög-
unnar tilgreina sem ástæðu fyrir
endurskoðun laganna og skal
bent á í því sambandi að gild-
andi sölukerfi hefurekki útilokað
neinn frá því að selja saltaða síld.
Fundurinn bendir á að söltun
síldar er nánast óframkvæman-
leg nema fyrirframsamningar
séu fyrir hendi og varar við því
að færa útflutningsleyfaveiting-
una frá Síldarútvegsnefnd því
tryggja verður að síld sé ekki
boðin á lægra verði en gert er
ráð fyrir í samningum við þá
kaupendur sem semja um kaup
sín fyrirfram."
Umfjöllun Alþingis um sölufyrir-
komulag saltsíldar o.fl. var á dag-
skrá á aðalfundum beggja síldar-
saltendafélaganna árið 1994 og
sendi Félag síldarsaltenda á Norð-
ur- og Austurlandi frá sér eftirfar-
andi frétt í maí 1994:
„Aðalfundur Félags síldarsalt-
enda á Norður- og Austurlandi,
haldinn á Eskifirði 9. maí 1994,
mótmælir harðlega hugmyndum
sem fram hafa komið á Alþingi
um að breyta í grundvallaratrið-
um því fyrirkomulagi sem tíðk-
ast hefur um langt árabil á sölu
saltsíldar frá íslandi. Það er
skoðun fundarins að núverandi
sölufyrirkomulag hafi tryggt
síldarsaltendum hæst mögulegt
afurðaverð á hverjum tíma og
að breytingar á sölufyrirkomu-
laginu yrðu einungis til þess að
minnka afrakstur þjóðarinnar af
síldarsöltun. Að öðru leyti vísar
fundurinn til bréfs, sem Félag
síldarsaltenda á Norður- og
Austurlandi og Félag síldarsalt-
enda á Suður- og Vesturlandi
sendu sjávarútvegsnefnd AI-
þingis 11. desember 1992, þar
sem m.a. kemur fram að gild-
andi sölukerfi hafi ekki útilokað
neinn frá því að selja saltaða
síld og að algjör samstaða sé
meðal saltenda um núverandi
sölufyrirkomulag. “
Hinn 12. desember 1994 sendi
Félag síldarsaltenda á Suður- og
Vesturlandi frá sér samhljóða
ályktun og samþykkt var á aðal-
fundi Félags síldarsaltenda á Norð-
ur- og Austurlandi.
Niðurstöður
síldarmálanefndar
Um tillögur varðandi breytingar
á lögunum um Síldarútvegsnefnd
og útflutning saltaðrar síldar segir
svo í niðurstöðum umræddrar
nefndar, sem sjávarútvegsráðherra
skipaði:
„Eins og fram hefur komið hér
að framan eru lögin um Síldarút-
vegsnefnd og útflutning saltaðrar
síldar komin til ára sinna og tíma-
bært orðið að gera á þeim ýmsar
breytingar. Síldarútvegsnefnd hef-
ur margsinnis óskað eftir að það
verði gert.
I umfjöllun hér að framan um
þingsályktunartillögu um Síldarút-
vegsnefnd og útfiutning saltaðrar
síldar og afstöðu félaga síldarsalt-
enda kemur fram eindreginn vilji
framleiðenda til þess að byggja í
grundvallaratriðum á núverandi
fyrirkomulagi. í ályktunum félag-
anna eru færðýmis rök fyrirnúver-
andi fyrirkomulagi.
í stuttu máli má draga megin-
röksemdirnar saman sem hér segir:
a) Semja verður um sölu salt-
síldarinnar áður en söltun
hefst því kröfur kaupenda um
verkunaraðferðir, stærðar-
fiokka o.þ.h. eru mjög misjafn-
ar. Á síðustu vertíðum hefur
saltsíld verið framleidd eftir
70-80 mismunandi tegundum,
verkunaraðferðum, stærðar-
fiokkum, verkunarefnum
o.s.frv.
b) Erlendir kaupendur hafa
ekki viljað semja um kaup sín
með fyrirframsamningum
nema þeir hafi tryggingu fyr-
ir því að ekki verði síðar boð-
in eða seld samskonar síld frá
sömu vertíð á viðkomandi
markað á lægra verði. Slíka
tryggingu er ekki hægt að
gefa nema einhver aðili
Gunnar Flóvenz
skipuleggi söltunina, fylgist
með markaðsástandinu, út-
flutningi og söluverði síldar-
innar, sbr. þar að lútandi
ákvæði í núverandi lögurn um
Síldarútvegsnefnd og útflutn-
ing saltaðrar síldar.
c) Sökum þess hve markaðir fyrir
saltaða síld eru takmarkaðir og
sveiflukenndir og geymsluþol
síldarinnar lítið taka síldarsalt-
endur almennt ekki þá
áhættu að framleiða saltaða
síld nema salan sé tryggð með
fyrirframsamningum. Þess
má geta að aðeins 10-12% af
síldarafia heimsins hafa á und-
anförnum árum farið til söltun-
ar en ekki nema 5-7% sé miðað
við samskonar síldartegundir og
veiðast hér við land.
d) Af ofangreindum ástæðum
hafa bankar ekki viljað veita
afurðalán út á síld sem söltuð
er án fyrirframsamninga og
erfitt er fyrir framleiðendur að
kaupa aðföng til framleiðslunn-
ar nema að tryggt sé að varan
seljist.
Nefndin telur mjög mikilvægt
að farið sé að vilja framleiðenda
hvað sölufyrirkomulag og útfiutn-
ing saltsíldar varðar, samanber
áðurnefndar tillögur og samþykktir
saltendafélaganna. Leggur hún því
til að í meginatriðum verði byggt
á óbreyttu fyrirkomulagi en lögun-K
um breytt í samræmi við áður-
nefndar óskir saltendafélaganna.
Með hliðsjón af þeim breytingum
sem orðið hafa á útfiutningsfyrir-
komulagi ýmissa sjávarafurða að
undanförnu telur nefndin þó æski-
legt að samkvæmt hinum breyttu
lögum hafi sjávarútvegsráðherra
heimild til að breyta Síldarútvegs-
nefnd í hlutafélag komi síðar fram
óskir þar að lútandi frá félögum
síldarsaltenda. “
Áður umrædd umfjöllun Alþingis >*
um hugsanlegar breytingar á sölu-
fyrirkomulagi saltsíldar hefir skap-
að ákveðna óvissu varðandi fram-
tíðarfyrirkomulag á markaðsmál-
um saltsíldar og gerð fyrirfram-
samninga.
Af þeim ástæðum hefir af hálfu
Síldarútvegsnefndar verið lögð á
það mikil áherzla að umrædd end-
urskoðun laganna fái sem skjótasta
afgreiðslu enda er nauðsynlegt að
unnt verði að gera þeim erler.du
kaupendum, sem fást til að semja
um kaup sín með fyrirframsamn-
ingum, sem fyrst ljóst, hvort Síldar-
útvegsnefnd eða önnur samtök
saltenda geti áfram gefið þeim
umrædda tryggingu gegn undir- ■Jr
boðum eða ekki.
Telji Alþingi ekki fært að
framlengja útflutningsleyfa-
ákvæði laganna þannig að ekki
verði lengur unnt að gefa kaup-
endum margnefnda tryggingu,
tel ég enga þörf lengur fyrir lög
um Síldarútvegsnefnd og út-
flutning á saltaðri síld. Ætti þá
að mínum dómi að fella lögin
úr gildi hið fyrsta og breyta Síld-
arútvegsnefnd í sölusamlag eða
hlutafélag í eigu saltsíldarfram-
leiðenda.
Óvissa um frambúðarfyrir-
komuiag þessara mála er óviðun-
andi og skaðleg fyrir alla hlutað- ^
eigandi aðila og teflir markaðs-
og sölumálum saltsíldar í tví-
sýnu.
Höfundur er sljómarformaður
Síldarútvegsnefndar og
fyrrverandi framkvæmdastjóri
nefndarinnar.
IfCtai þör á Imm pfeNi
DIESEL - RAFMAGNS - GAS BURDARGETA 1.0-12.0 TONN
VDAEWDO
VERKVER Smiðjuvegi 4B • Kópavegi • *S“ 567 6620