Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Kjósum Jón Torfa Jónasson
rektor Háskóla Islands
Kjósum
Jón Torfa
Haraldur Stefán Trygg-vi Þór
Olafsson Olafsson Herbertsson
REKTOR Háskóla íslands gegn-
ir mikilvægu hlutverki í íslensku
þjóðlífi. Hann er forystumaður
æðstu menntastofnunar þjóðarinn-
ar. Hann er málsvari Háskólans á
vettvangi þjóðmála. Hann er virkur
stefnumótandi í rannsóknum og
fræðutn Ekki einasta er hann
framkvæmdastjóri fjölmennasta
vinnustaðar landsins heldur einnig
einn helsti fulltrúi landsins gagn-
vart erlendum mennta- og vísinda-
stofnunum.
Þegar velja skal rektor Háskóla
íslands verður að hafa í huga hið
margþætta starfsvið hans. Jón
Torfi Jónasson hefur um árabil
verið í forystusveit háskólamanna
og sýnt í störfum sínum að hann
á auðvelt með að takast á við flók-
in viðfangsefni, bæði á sviði vísinda
og stjómunar. Menntun hans er í
senn á sviði raunvísinda og hugvís-
inda og hann sameinar strangleika
stærðfræðinnar og hin marg-
greindu svið mannvísindanna.
Ahugamál hans beinast öðru frem-
ur að uppeldi og menntun og því
Xivemig byggja megi upp háskóla-
samfélag þar sem rannsóknir og
menntun em liður í því að bæta
og auðga mannlíf á íslandi. Há-
skóli íslands verður aldrei slitinn
úr samhengi við þjóðlífið.
Af kynnum okkar við Jón Torfa
og samstarfi við hann um margra
ára skeið eram við sannfærðir um
að hann sé sérstaklega vel hæfur
Jón Torfi hefur um ára-
bil verið í forystusveit
íslenzkra háskóla-
manna, segja greinar-
höfundar, og hann á
auðvelt með að fást við
flókin viðfangsefni.
til þess að gegna starfi rektors við
Háskóla Íslands. Þar kemur ekki
aðeins til álita menntun hans og
vísindastörf heldur einnig fáguð
framkoma og umgengnishættir
sem gera alla stjórnunarhætti hans
áreynslulausa og auðvelda. Þó að
Jón Torfi sé manna prúðastur í
málflutningi, og kannski þess
vegna, er hann snjall samninga-
maður og fylginn sér þegar um
er að ræða málefni sem honum eru
hugstæð. Hann ígrundar mál vand-
lega en er þó fljótur að taka
ákvarðanir.
Við hvetjum allt starfsfólk Há-
skóla íslands til þess að greiða Jóni
Torfa atkvæði í rektorskjörinu.
Haraldur er prófessor, Stefán er
forstöðumaður Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla Islands og
Tryggvi Þór forstöðumaður
Hagfræðistofnunar Háskólans.
í DAG stendur yfir
kjör næsta rektors
Háskóla íslands. Sem
kona og nemandi við
Háskólann vil ég
hvetja konur til að
veita dr. Jóni Torfa
Jónassyni brautar-
gengi til þessa æðsta
embættis skólans. Eitt
af baráttumálum Jóns
Torfa er aukið jafnrétti
innan stofnunarinnar,
jafnt meðal nemenda
sem kennara. Konur
eru meirihluti nem-
enda skólans en í mikl-
um minnihluta í kenn-
araliði hans og stjórn-
unarstöðum. Má benda á að sl.
föstudag var Helga Kress prófessor
Ég skora á jafnréttis-
sinna, segir Anna
Guðrún Hugadóttir,
aðkjósaJón Torfa
sem rektor.
kjörin forseti heimspekideildar og
er það í fyrsta sinn í sögu skólans
að kona er kjörin deildarforseti. Jón
Torfi hyggst beita sér fyrir úrbótum
á þessu sviði með því að leggja til
að fleiri kennarar en einungis pró-
fessorar séu kjörgengir til setu í
æðstu stjórn stofnunarinnar.
Jón Torfi vill eínnig
beita sér fyrir jafnrétt-
ismálum sem snúa að
nemendum skólans.
Hann telur að sjá verði
til þess að barneignir
komi hvorki niður á
námsframvindu né
ráðningum í störf.
Margar konur eru
ráðnar til rannsóknar-
starfa og sérstakan
sjóð þarf til að tryggja
fullkomlega að barn-
eignir hindri ekki
ráðningu þeirra. Þetta
er mikilvægt jafnrétt-
ismál þeirra ungu
kvenna sem stunda
nám og rannsóknir við Háskólann.
Kynferðisleg áreitni er vanda-
mál innan Háskólans eins og ann-
ars staðar í þjóðfélaginu. Jón Torfi
telur brýnt að settar verði reglur
um meðferð kærumála á þessu
sviði.
Sem nemandi í uppeldis- og
menntunarfræði og námsráðgjöf
þekki ég Jón Torfa sem góðan og
réttlátan kennara og skeleggan
baráttumann fyrir þeim málum
sem hann tekur að sér. Ég skora
því á jafnréttissinna, konur og
karla innan Háskólans að kjósa Jón
Torfa sem næst rektor.
Höfundur er BA í uppeldis- og
menntunarfræði og nemandi í
námsráðgjöf.
Anna Guðrún
Hugadóttir
STEINAR WAAGE
f SKÓVERSLUN \
Góo .
so
rnorgv
óí
Verð kr. 3.495
Litir: Bláir og rauðir
Stærðir: 23-30
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
STEINAR WAAGE ?
SKOVERSLUN ^
SÍMI 551 8519
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN
SIMI 568 9212 J
Jón Torfi - næsti rektor!
Lilja Dögg Rúnar
Alfreðsdóttir Sigmundsson
Guðrún Inga Ingibjörg
Ingólfsdóttir Valgeirsdóttir
í DAG munu starfslið og nem-
endur Háskóli íslands velja sér
nýjan yfirmann. Við undirrituð telj-
um Jón Torfa Jónasson afar vel
til þess fallinn að gegna embætti
næsta rektors Háskóla íslands.
Það er einkum þrennt sem við telj-
um að geri Jón Torfa að hæfum
rektor.
Víðtæk menntun og reynsla
Jón Torfi lauk BSc. Hons. prófi
í eðlisfræði, frá Edinborgarhá-
skóla. Hann stundaði auk þess nám
í sagnfræði, heimspeki og stjórn-
málafræði. MS-próf og doktorspróf
hans er í hugfræði frá Háskólanum
í Reading. Að námi loknu sneri Jón
Torfi heim og hóf kennslu við
Háskóla íslands í verklegri eðlis-
fræði, aðferðafræði og forritun.
Jón Torfi er nú prófessor í uppeld-
is- og menntunarfræði. Víðtæk
- kjarni málsins!
Mannleg samskipti
liggja vel fyrir Jóni
Torfa, segja greinar-
höfundar, og hann er
virtur meðal nemenda.
menntun og reynsla Jóns Torfa
er að okkar mati nauðsynleg í
samskiptum við stúdenta og
starfslið Háskóla íslands. Jón
Torfi hefur alltaf sýnt sanngirni
og víðsýni í sínu starfi, því er
hann verðugur rektor Háskóla ís-
lands.
Sij órnunarhæfileikar
Síðastliðin tvö ár hefur Jón
Torfi gegnt embætti deildarfor-
seta félagsvísindadeilar Háskóla
íslands. Það er samhljóma álit
bæði nemenda og kennara að Jón
Torfi hafi leyst það verkefni með
sóma. Deildin hefur gengið í gegn-
um mögur ár, bæði vegna niður-
skurðar ríkisvaldsins og síaukins
Q'ölda nemenda. Þrátt fyrir það
hafa rannsóknir kennara blómstr-
að og árangur nemenda ekki látið
á sér standa. Vitanlega hafa marg-
ir komið þar að, en við nemendur
höfum fundið fyrir góðum stjórn-
anda, sem við teljum að allt starfs-
lið Háskóla íslands og nemendur
eigi að fá að njóta.
Framsýni
A undanförnum árum hefur Jón
Torfi rætt og ritað um þróun ís-
lenska menntakerfisins og hafa
framtíðarspár hans í þeim efnum
staðist hingað til. Menntamál eru
hans hugsjón, hann er maður at-
hafna sem vill að háskólinn sé í
fararbroddi í öllu sínu starfi, hvort
heldur í kennslu eða rannsóknum.
Háskólinn verður að standa við
forystuhlutverk sitt, m.a. efla
grannnám, rannsóknarstarf og
gegna upplýsingaskyldu í samfé-
laginu. Við teljum að til þess þurfi
öflugan stjórnanda með framsýna
hugsjón og erum við sannfærð um
að Jón Torfi sé sá maður.
Jón Torfí er virtur meðal nem-
enda sinna. Mannleg samskipti
liggja vel fyrir honum. Hann ber
virðingu fyrir skoðunum annarra
og horfir á málin frá ólíkum
sjónarhornum. Framkoma hans og
viðmót við nemendur eru til fyrir-
myndar. Við nemendur teljum Jón
Torfa vera þann mann sem muni
geta leitt Háskóla Islands inn í
21. öldina á farsælan hátt.
Höfundar cru háskólanemar.