Morgunblaðið - 23.04.1997, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Hvað ef
listín ógnar
vináttunni?
í kvöld verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikritið
Listaverkið eftir unga franska skáldkonu að nafni
Yasmina Reza, en það hefur slegið í gegn víða í
Evrópu síðastliðin ár. Þröstur Helgason fylgdist
með æfíngu á verkinu, sem dregur upp fyndna
en tregablandna mynd af vináttu þriggja karl-
manna, sem þeir Hilmir Snær Guðnason, Baltasar
Kormákur og Ingvar Sigurðsson leika.
BALTASAR Kormákur, Hilmir Snær Guðnason og Ingvar
Sigurðsson leika í Listaverkinu.
HVAÐ er list? Hvað er vinátta?
Skyldu þessir tveir hlutir koma hvor
öðrum við á einhvern hátt? Er vin-
átta kannski list? Hvað ef listin
ógnar vináttunni? Á þá að láta list-
ina víkja? Eða vináttuna?
Þessar spurningar og fleiri eru
til umfjöllunar í leikritinu Listaverk-
ið eftir frönsku skáldkonuna Yasm-
inu Reza, en það hefur farið sigur-
för um Evrópu undanfarin ár eftir
að það hlaut frönsku leikskálda-
verðlaunin, sem kennd eru við Mol-
iere, árið 1994. Leikritið segir frá
þremur vinum sem þekkst hafa
árum saman, húðsjúkdómalækni,
flugvélaverkfræðingi og verslunar-
manni, en vinátta þeirra hangir á
bláþræði þegar einn þeirra kaupir
rándýrt nútímamálverk.
„Þetta verk fjallar um ástarsam-
band þriggja karlmanna," segir Guð-
jón Pedersen leikstjóri, „þeir voru
allir í sama fótboltafélaginu en nú
stefnir allt í að þeir slíti félagsskapn-
um og fari hver í sitt félag. Og þeg-
ar svo er komið getur ýmislegt gerst
og ýmislegt er látið fjúka.“
Bjart, dimmt, mjúkt,
hart, heitt, kalt
í verkinu er löng saga sögð með
því að greina ákveðið ástand. At-
burðir verða í sjálfu sér fáir í verk-
inu en ástandið er hins vegar rætt
fram og til baka í samtölum persón-
anna þriggja. Við fáum svo einnig
að sjá inn í hug hverrar og einnar
persónu þegar hún stígur fram á
sviðið og segir okkur hvað henni
þykir um ástandið, hvaða álit hún
hefur á vinunum sínum tveimur.
Stundum verður allmikill munur á
því sem þeim býr í bijósti og því
sem þeir svo láta uppi, þeir tala sér
stundum þvert um geð en að end-
ingu láta þeir allt vaða. Og það er
einmitt þá sem samtöl þeirra verða
eins og listaverk eftir bijálaðan
nútímalistamann; öfgarnar í allar
áttir, allur tilfinningaskalinn er
spannaður; bjart, dimmt, mjúkt,
hart, heitt, kalt. Þeir ljúga, þeir
særa, þeir hæðast; þetta eru þrír
karlmenn og við sjáum inn í kvik-
una á þeim og það er bráðfyndið
en stundum líka hálfsorglegt.
Listin að lifa
„Ég held að þetta fjalli einfaldlega
um listina að lifa,“ segir Hilmir
Snær, sem leikur verslunarmanninn,
„og kannski listina að eiga vini.“
„Já, kannast ekki allir við það að
hafa tilheyrt einhverri klíku,“ segir
Ingvar sem fer með hlutverk húð-
sjúkdómalæknisins sem íjárfestir í
listaverkinu góða, „sem síðan er við
það að liðast í sundur þegar meðlim-
ir hennar verða eldri og fara að
hafa skoðanir á öllum hlutum og
fara að gifta sig og fara í allar átt-
ir, og kannski helst frá hver öðrum.
Og svo þarf kannski ekki nema eitt-
hvert smáatriði til að allt fari til
fjandans. Þá reynir á vinaböndin."
„Og um það að virða skoðanir
annarra," bætir Hilmir Snær við.
„Já, og hver kannast ekki við
þessar eilífu deilur um listina eða
smekkinn," heldur Baltasar Kor-
mákur áfram, en hann fer með hlut-
verk flugvélaverkfræðingsins,
„þessar deilur sem leiða ekki til
neins, að minnsta kosti ekki til nið-
urstöðu. Listin er bara það sem við
sjáum og umræður um hana alltaf
jafn fáránlegar. Það getur enginn
sagt til um hvað er góð list og hvað
vond, það getur enginn ákveðið
hvað er gott og hvað er vont. Samt
er alltaf verið að gera einmitt það.
Það eru einhveijir sem ráða því
hvað er góð list hveiju sinni og
prenta það inn í lýðinn. Sumir elt-
ast við skoðanir þessara páfa og
kaupa það sem þeir segja að sé
gott og umfram allt nútímalegt.
En hveijum eru þeir þá að þókn-
ast? Er hann þá ekki bara orðinn
peð í einhveiju valdatafli."
Þögnin skiptir miklu
Yasmina Reza fæddist í París
árið 1957. Hún lagði stund á nám
í píanóleik en söðlaði síðan um og
gekk í leiklistarskóla Jaques Lecoq.
Að loknu námi þar lék hún með
ýmsum leikhópum og tók þátt í
uppfærslum á leikritum Moliéres
og Sascha Guithry, svo dæmi séu
nefnd. Henni leiddist hins vegar
að leika þegar fram í sótti; hana
langaði að skrifa leikrit. Hún
reyndi þó fyrst fyrir sér í handrita-
skrifum fyrir kvikmyndir en árið
1986 leit uppfærsla á leikriti henn-
ar Samtöl að lokinni jarðarför
dagsins ljós á sviði í París. Hún
hlaut Moliére-verðlaunin fyrir
besta frumsamda leikritið í Frakk-
landi það árið. Yasmina Reza
samdi síðan einleikinn Gregor
Samsa fyrir leikstjórann Roman
Polanski upp úr sögu Kafka, Ham-
skiptunum, og á næstu árum voru
sett upp eftir hana tvö ný leikrit;
Vetrarferð og Jascha. Fimmta og
nýjasta leikrit hennar var frumsýnt
á síðastliðnu ári en það heitir Mað-
ur fyrir slysni.
Yasmina er lítt hrifín af því að
útskýra verk sín en segir að þótt
þau séu fyndin séu þau einnig
tregablandin. í þeim skipti þögnin
miklu máli og hin ósögðu orð. Hún
nefnir höfunda á borð við Marg-
urite Duras, F. Scott Fitzgerald og
þýska leikritaskáldið Botho Strauss
sem sína helstu áhrifavalda.
Pétur Gunnarsson rithöfundur
þýðir verkið. Höfundur leikmyndar
og búninga er Guðjón Ketilsson.
Lýsingu hannar Guðbrandur Ægir
og dramatúrg er Bjarni Jónsson.
Krakkar og kölkun
Lúðrablástur með sinfóníu
KVIKMYNDIH
Samblóin, Áifabakka
AFTUR TIL FORTÍÐAR
(A KID IN KING ARTH-
UR’S COURT) ★ Vi
Leiksljóri Michael Gottlieb. Hand-
ritshöfundur Michael Part og Robert
L.Kevy, byggt á skáldsögu Mark
Twain. Kvikmyndatökustjóri Elemér
Ragályi. Tónlist J.A.C. Redford. Að-
alleikendur: Thomas Ian Nichols,
Joss Acland, Art Makij, Paloma
Baeza, Kate Winslet, Ron Moody. 90
min. Bretland/Ungveijaland. Buena
Vista 1995.
KVIKMYNDIR byggðar á hinni
frægu skáldsögu meistara Mark
Twain , A Connecticut Yankee In
KingArthur’s Court, eru orðnar ein-
ar sjö eða átta, þetta ensk/ung-
verska tilbrigði er hvorki verra né
betra en þær flestar. Lítil og auð-
gleymd barnamynd.
Hugmyndin er á tímaskekkjuplan-
inu sem var orðið ofnotað þegar
Zemeckis gerði mynd nr. 2 í Aftur
til forf/dar-bálkinum. Og orðið langt
síðan. Hér er það mallað þannig að
Arthúr (Joss Ackland) og Merlin (Ron
Moody), eru orðin hálfær gamal-
menni, enda verður útkoman sú er
Merlin hyggst hressa uppá riddaralið
Camelot með sínum rykföllnu göld-
rum að hann hefur unglingsgrey frá
ofanverðri 20, öldinni uppúr krafsinu.
Um þetta snýst gamanið, sem
skapar brosviprur þregar best lætur,
oftar geispa og augnagotur á arm-
bandsúrið - hjá fuliorðnum, vel að
merkja. Tímaskekkjubrandararnir
eru því miður sjaldnast virkilega
sniðugir og leikurinn er vandræða-
legur hjá sveinstaulanum í aðalhlut-
verkinu. Meira að segja gamli, góði
Joss Ackland er utanveltu sem kalk-
aður Arthúr kóngur. Það er einna
helst að hin efnilega Paloma Baeza
rumski við manni og Art Malik er
margreynt illfygli í hæsta gæða-
flokki. Vel boðleg börnum og ungum
táningum, aðrir ættu að taka á sig
krók. Handritshöfundamir og leik-
stjórinn hafa engu við bókina að
bæta, nema að síður sé
Sæbjörn Valdimarsson
Stykkishólmur. Morgunblaðið
SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ís-
lands kom nýlega til Stykkis-
hólms og hélt skólatónleika fyrir
nemendur Grunnskólans árdegis
og almenna tónleika um kvöldið.
Hljómsveitin var skipuð 70
hljóðfæraleikurum og voru tón-
leikamir haldnir í íþróttamiðstöð-
inni. Lúðrasveit Stykkishólms,
sem í em 25 hljóðfæraleikarar,
lék í einu verki með hljómsveit-
inni „Syngdu gleðinnar óð“ sem
er syrpa af íslenskum lögum í
útsetningu Herbert Agústssonar.
Heimsókn Sinfóníuhljómsveitar-
innar til Stykkishólms er liður í
verkefninu „Tónlist fyrir alla“
sem menntamálaráðuneytið
stendur að með styrk frá sveitar-
félögum. Þetta er þriðja heim-
sókn listamanna í vetur í tengsl-
um við þetta verkefni.
Stjórnandi Sinfóníuhljómsveit-
arinnar var Petri Sakari og ein-
leikari á trompet var Einar St.
Jónsson. Tónleikarnir vom vel
sóttir og voru áheyrendur mjög
ánægðir með það sem þeir fengu
að heyra.
Tónleikar í Ólafsvík
Sinfóníuhljómsveit íslands heim-
sótti líka Ólafsvík og lék í félags-
heimilinu Klifi fyrir nemendur
grunnskólanna á Snæfellsnesi.
Lúðrasveitin Snær lék nokkur
lög með hljómsveitinni við góðar
undirtektir áheyrenda.
Nýlega var nýtt hljóðkerfi vígt
í félagsheimilinu og að sögn
hljómsveitarmanna og tónleika-
gesta er það mjög gott og hljóm-
burður með því besta sem gerist.
Fullt hús var á tónleikunum
og þökkuðu áheyrendur fyrir sig
með miklu Iófaklappi. Kynnir á
tónleikunum var Margrét Örn-
ólfsdóttir.
Nýjar bækur
Fjölskyldan og borgin
ÚT er komin ný ljóðabók eftir
dr. Sturlu Friðriksson sem hann
nefnir Ljóð líðandi stundar. Þetta
er þriðja ljóðabók dr. Sturlu en
hann sendi frá sér Ljóð langför-
uls árið 1988 og Ljóð líffræðings
árið 1990.
í inngangi segist dr. Sturla
hafa einkum „tínt til kvæði, sem
ég hef ort fyrir fjölskyldu og
kunningja, eða við einhver sér-
stök tímamót, og jafnvel hu-
grenningar um Reykjavík. Eitt
elsta kvæðið úr þessum hópi er
Landnám, sem ég orti um 1942,
en önnur kvæði um Reykjavík
eru yngri.“
í bókinni er einnig að finna
nokkrar þýðingar dr. Sturlu, m.a.
ljóðin Fanginn í Chillon kastala
eftir George G. Byron lávarð.
Ljóð líðandi stundar er 82 bls.
í bandi og unnin í prentsmiðjunni
Odda. Utgefandi er Muninn-
íslen dingasagnaú tgáfan. Bókin
kostar 1.680 kr.