Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 54

Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 54
54 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens HMÐ/I FEfZP/JLAS/ 'kALUNN.? I 2Z? |* HB/TA PöTT/NN. . /)£> HLEBA N'/J<j£TU FPérr/PNAi Tommi og Jenni Halló? Þetta er Rabbi... Mér líður vel, þakka Já, mér gengur vel á ó, sæl amma, hvernig þér fyrir ... ieikskólavisu ... líður þér? leikskólinn? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavik • Simi 569 1100 • Símbréf 569 1329 Bölvað tóbakið Frá Þorsteini Njálssyni: ÞANNIG hljóðaði forystugrein í Degi- Tímanum fyrr í vetur. Stefán Jón Hafstein ritstjóri fjallar þar um ógn þá sem tóbakið er þjóð okkar og á þakkir skildar. Það sætir í raun furðu hve margir ráðamenn og töluverður hluti af almenningi hefur lítinn skiln- ing á þeim vanda sem tóbaki fylgir. Stefán Jón talar um að hægt sé að lækka útgjöld til heilbrigðismála um þriðjung ef ekki væri tóbakið. Þriðj- ungslækkun eru 13 milljarðar, meir en allur tekjuskattur einstaklinga ár- lega. Hugsið ykkur bara hvað hægt væri að bæta heilbrigðisþjónustuna mikið fyrir brot af þessum fjármun- um. Verkefni yfirvalda í heilbrigðis- og fjármálum snýst um niðurskurð upp á einhver prómill af heildinni, 50, 100 eða 200 milljónir. Hvernig væri að herða baráttuna gegn tóbaki, kæru þingmenn, heilbrigðisstarfsfólk og landsmenn allir. Auðvitað getur enginn sagt ná- kvæmlega hvort við getum sparað þriðjung af fjármunum til heilbrigð- ismála fyrr en við losum okkur við tóbakið og teljum svo afraksturinn. Víst er hins vegar að upphæðirnar eru stórar sem spara má, og er mál að hefjast handa og losa okkur við tóbakið. Enginn einn þáttur forvarna er eins hagkvæmur fjárhagslega og heilsufarslega og tóbaksvarnir. Ástæða þess er að tugir þúsunda landsmanna reykja. Tóbaksvarnir eru því óumdeilanlega mjög mikil- vægar. Alþjóðabankinn ber kennsl á þetta, en þar sitja aðallega stjórnend- ur frá landi fijálshyggjunnar, Banda- ríkjunum. Bankastjórar Alþjóða- bankans settu það sem skilyrði fyrir láni til Ungverjalands á síðasta ári að 1 milljón dollara af láninu færu til rannsókna á aðferðum til að draga úr reykingum meðal vinnandi fólks. Samt er hlutfall reykingamanna í Ungveijalandi ekki hærra en annars staðar í Evrópu. Bankinn hefur áhyggjur af því að mannauður Ung- veija glatist vegna ótímabærra dauðsfalla af völdum tóbaksneyslu. Það er einnig skoðun Alþjóðabank- ans að heilbrigðiskerfið eigi ekki að stjórnast af markaðnum, því fjöldi rannsókna sýnir að aukið framboð leiðir til aukinnar eyðslu en alls ekki betri heilsu. Það sama á við dreif- ingu, sölu og neyslu tóbaks. Islendingar skera sig úr öðrum þjóðum, eða ætti ég að segja að ís- lenskar konur skera sig úr. Hlutfall kvenna sem reykir í Evrópu er um 25%, en 32% hér á landi. Þetta tákn- ar að 7.200 fleiri konur reykja hér á landi en ætti að vera samkvæmt Evrópumeðaltali, u.þ.b. fjöldi kvenna á Akureyri. Á síðasta ári fjölgaði íslensku reykingafólki um 3.600, þar af 2.400 konur. Þetta samsvarar íbúafjölda Borgarfjarðar og Borgarness. Hvað eruð þið að hugsa, landar góðir? Stefán Jón leggur til að við svælum tóbaksfólkið burtu með and- spyrnu. Það er mikið til í þessu því að andspyrnan, reykingabann sem víðast, hjálpar reykingafólki að draga úr reykingum. Stór hluti þjóð- arinnar, 69%, reykir ekki, helmingur þeirra hefur reykt einhvern tíma. Ég tek undir með Stefáni Jóni, meiri- hluti landsmanna sem ekki reykir á ekki að sætta sig við tóbaksreyk á almannafæri. Kaffí- og veitingahús eiga að vera með reyklaus svæði, ekki síðri en önnur. Reykingar í opin- berum byggingum eru ekki leyfilegar og ekki heldur á stöðum þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt. Látið í ykkur heyra, standið á rétti ykkar, gerist fyrirmyndir barna ykkar. Landsmenn, blaðamenn, ritstjór- ar, heilbrigðisstarfsfólk, alþingis- menn og ráðherrar, hafið þökk fyrir stuðninginn í baráttunni gegn reyk- ingum, baráttunni fyrir reyklausu umhverfi. F.h. Tóbaksvarnanefndar, Þorsteinn Njálsson Útibú Borgarbóka- safnsins í Grafarvogi heitir Foldasafn Frá Unu N. Svane: DAGUR bókarinnar er í dag og er ýmislegt gert til að vekja athygli á því. Bókasöfn landsins eru með uppá- komur eða sýningar tengdar þessum degi til að minna á bókina og gildi þess að lesa. Margoft hefur verið spurt að því hvort bókin eigi sér lífs- von þegar tækninni fleygir fram af þeim ofurkrafti sem hún gerir. En það er okkar að sjá til þess að svo verði ekki. Nýjasta útlánsdeild Borgarbóka- safns, Foldasafn, var opnuð í des. sl. Á þessum stutta tíma hefur það sýnt sig að íbúar Grafarvogs kunna vel að meta hið nýja bókasafn, og þá sérstaklega yngri kynslóðin. Ég hef þá trú að við þurfum ekki að óttast um bókina, því hvað ungur nemur gamall temur. Það er samt nauðsynlegt fyrir foreldra að styðja við bakið á börnum sínum og koma jafnvel með þeim á safnið. Safnið býður upp á margþætta þjónustu, s.s. upplýsingaþjónustu, tímarit, dag- blöð, hljóðbækur, myndbönd, aðgang að veraldarvefnum auk hefðbundins afþreyingarefnis. Mig langar, í tilefni dagsins, að óska íbúum Grafarvogs til hamingju með þetta fallega safn og vonast til að sjá sem flesta og sem oftast. UNA N. SVANE, deildarstjóri Foldasafns Borgarbókasafns, Grafarvogskirkju. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 669 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fróttir 569 1181, iþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakiö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.