Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 49 SIGRÍÐUR ALFREÐSDÓTTIR + Sigríður Al- freðsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 25. febrúar 1962. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 16. apríl sl. Foreldrar hennar voru Alfreð Kristinsson, f. 1927, d. feb. 1997 og Ing- unn Sigríður Sig- urðardóttir, f. 1937, d. 1968. Tvo bræður átti hún samfeðra, Bjarna Geir, f. 1951 og Kristin Halldór, f. 1958. Einnig átti hún tvö systkini sammæðra, Kristínu, f. 1956 og Þórarin Inga, f. 1968. Sigríður átti heima í Reykjavík fyrstu sex æviárin en fluttist þá austur á land er móðir hennar giftist Guðna Þórarinssyni í Másseli í Jökulsárhlíð. Bróðir bættist í systkinahópinn, en nokkrum mánuðum eftir flutninginn austur lést móðir hennar af sama banvæna sjúkdómn- um og hún sjálf lést úr. Sigríður dvaldi á heimili stjúpa síns til 13 ára aldurs er hún flutti aftur til Reykjavíkur og bjó hjá Kristínu systur sinni í nokkur ár. 18 ára giftist hún Rúben Desoza og eignuðust þau dótt- urina Evu Lirío árið 1980, leiðir þeirra skildu eftir 3 ár. Arið 1988 eignaðist hún dóttur- ina Kristínu Köru og með hana ársgamla flutti hún til Svíþjóð- ar. Þar eignaðist hún soninn Daníel 1990. í Uppsölum í Sví- þjóð bjó hún svo með börn sín þar til í desember sl. að hún flutti heim til íslands aftur. Sigríður verður jarðsungin í Breiðholtskirkju miðvikudag- inn 23. apríl nk. kl. 15. Sigga litla systir mín, nú ertu farin frá okkur og þinni baráttu er lokið. Ævi þín var stutt og á köflum ströng en nú ertu komin til himna til Alla pabba og mömmu. Við vorum mjög ólíkar systur, þú hæg og blíð en ég göslari. Oft pirrað- ir þú mig, elsku systir, en það skyggði aldrei á hvað mér þótti vænt um þig og þú varst jú litla systir mín og stórusysturhlutverkið hef ég alitaf tekið alvarlega. Að missa mömmu þegar við vorum aðeins 6 og 12 ára var miklu meira áfall fyrir þig, þetta blíða draumlynda mömmubarn, held- ur en mig göslarann sem var miklu sjálfstæðari. _ Þegar ég hugsa til baka til þess tíma er ég 18 ára rétt stálpaður unglingur tók þig 13 ára til mín, þá var það meira af vilja en getu. Enda reyndist sambúðin stormasöm á köflum. Með árunum höfum við æ betur náð saman og lært að meta og virða hvor aðra á annan hátt. Þú hafðir mikla kímnigáfu og við gátum oft hlegið saman. Það er skrítið til þess að hugsa að aðeins nokkrum tímum áður en þú dóst hlógum við saman, þú sást gast séð það spaugilega í líf- inu alveg fram á síðustu stund. Þú hafðir meira að segja þann ótrúlega styrk til að bera að undirbúa bömin þín undir það sem í vændum var. Þú sem varst ráðvillt um tíma fannst þig og þinn styrk í trúnni. Þín persónueinkenni hafa þó alltaf fylgt þér, en það eru mildi, blíða og óeigingirni. Þú tróðst aldrei öðrum um tær og vékst úr vegi ef þú tald- ir þess þörf. Gleggst dæmi um það er að þú lést Ben eftir uppeldi Evu af því að þú taldir hennar velferð væri betur borgið þannig, en það var afar sár ákvörðun. Þú stóðst reyndar þá í þeirri trú að þú fengir að hafa meira af henni að segja en reyndin varð. Börnin þín þijú voru þér eitt og allt og alltaf gerðir þú ráð og pláss fyrir Evu í þínu lífi. Arin Sem þú bjóst í Svíþjóð voru hamingjusömustu árin í lífi þínu, þú varst búin að finna fótfestu og byij- uð í textilnámi þegar þú veiktist. Á börnin þín ieist þú sem guðs gjöf °S ég veit að þau munu ævilangt njóta þess að hafa notið þín við þótt það væru ekki nema fyrstu æviárin. Mér detta oft í hug þessar ljóðlínur efir Orn Arnar þegar ég hugsa um þig og börnin. Það var eins og enginn trúa vildi, að annað mat í bamsins heimi gildi. Plýði ég til þín, móðir mín, því mildin þín grát og gleði skildi. Það flögrar að mér að þú hafir vitað að hveiju stefndi er þú fluttir heim í desember síðastliðinn. Þú vild- ir koma ungunum þínum í öruggt hreiður. Ég veit að það var þín ósk að þau öðluðust sterkar rætur og fjölskyldubönd því gildi þess varð þér æ mikilvægara eftir því sem árin liðu. í dag eru ungarnir þínir í mínu hreiðri og vona ég að mér auðnist gæfa til að hlúa að þeim og styrkja eins og þú hefðir viljað. Farðu í guðs friði. Stína systir (Kristín Ingunnar). Elsku Sigga mín. Nú er þinni erf- iðu baráttu lokið og þú komin í faðm móður þinnar og föður sem bæði eru látin, móðir þín kornung þegar þú ert aðeins sjö ára gömul og faðir þinn nú í febrúar síðastliðinn, daginn fyrir afmælisdaginn þinn. Ég kynnt- ist þér þegar við vorum 13 ára gaml- ar en þá fluttir þú í Skólagerðið ásamt systur þinni Kristínu og kær- astanum hennar Sigþóri að ógleymdri Djósí. Við urðum strax mjög nánar vinkonur, okkur þótti mjög vænt hvorri um aðra og vorum saman nær allan _ sólahringinn. Mamma sagði oft: „Ég veit nú ekki hvor á heima hvar.“ En oftast vorum við heima hjá þér því þar fengum við að vera í friði. Oft sagðir þú að ég væri _svo rík að eiga stóra fjöl- skyldu. Ég var ekki sammála þér þá en skil í dag hvað þú meintir. Við vorum með óstjórnlega fatadellu og tókst þér oft vel til að setja sam- an föt sem engum öðrum hefði dott- ið í hug að gera og útkoman var góð og málunum bjargað, enda varstu svo hógvær og nægjusöm. Miklum tíma eyddum við fyrir fram- an spegilinn með krullujárnið og málninguna þó við værum ekkert að fara. Við vorum báðar sjálfum okkur nógar oft á tíðum. Snemma fórst þú að vinna í ísbúð og oft kom ég til þín að hjálpa þér. Þið systurn- ar voruð mjög duglegar enda fenguð þið ungar að kynnast miklum erfið- leikum en það hefur eflaust þroskað og kennt ykkur margt. Sé ég það enn betur í dag þegar ég hugsa til baka, þú aðeins 13 ára og Stína 19 ára með huggulegt og fínt heimili sem þið hugsuðuð svo vel um og hreinlætið var í fyrirrúmi. Þegar þú fórst í sveit var mikill söknuður okk- ar á milli en þetta bættum við upp með bréfaskriftum. Ég var nú í haust að finna bréf sem þú hafðir skrifað mér og mikið hló ég við að rifja þennan tíma upp. Leiðir okkar lágu hvor í sína áttina þegar við urðum eldri, sennilega vorum við með ólíkar áherslur. Oftast vissi ég af þér þó við værum ekki í beinu sambandi. Þú varst mikil ævintýramanneskja og flaugst um eins og fugl. Þú eign- aðist þijú yndisleg börn, Evu 17 ára sem er við nám í Bandaríkjunum, Kristínu Klöru átta ára og Daníel sex ára sem hafa verið undir vernd- arvæng Stínu systur þinnar og ást- vina í veikindum þínum. Leiðir okkar lágu aftur saman í byijun janúar en þá komstu á krabbameinslækningadeild á Land- spítalanum þar sem ég starfa. Varstu þá nýflutt heim frá Svíþjóð þar sem þú hafðir búið síðastliðin sjö ár. Hafðir þú átt við krabbamein að stríða þar og varst að koma í eftirlit hér heima. Þú varst áhyggju- full en vonaðir að þetta væri bara búið og ætlaðir að hefja nýtt líf hér heima á íslandi með börnunum þín- um, en raunin varð önnur. Veikindi þín voru ekki búin, þú lagðist inn á deild 11-E á Landspítalanum í lok febrúar og útlitið var því miður ekki gott og þú vissir strax í hvað stefndi, sama hvað ég reyndi að telja í þig kjark og bjartsýni. Mér er svo minn- isstætt þegar við sátum niðri á bið- stofu á geislunum að þú sagðist ætla að gera svo margt í sumar, fara með börnin þín í tjaldútilegu og sýna þeim íslenska náttúru en þú gætir ekki staðið við það loforð. Það þótti þér verst. Þú skildir ekki hvað allt gerðist hratt og hvað væri eiginlega að gerast. Ég kom til þín nær daglega og ræddum við mikið saman á rúmstokknum þínum þenn- an stutta tíma sem ég fékk að vera með þér. Miðvikudaginn 16. apríl kom ég til þín og var þá mikið dreg- ið af þér, en síðustu orð þín til mín þegar ég kvaddi þig voru: „Mikið ertu traust, Helga mín.“ Þú varst kornung og hefðir átt að eiga lífið framundan með börnunum þínum sem þú lifðir fyrir. Þér hefur verið ætlað annað verkefni, elsku Sigga mín. Þó við höfum ekki þekkst lengi þá var þessi tími okkar saman mér dýrmætur og ekki síst þessar síðustu vikur sem ég fékk að vera með þér, enda rifjuðum við margt upp á stutt- um tíma sem var mjög gaman fyrir okkur báðar. Minninguna geymi ég í hjarta mínu um góða og trausta vinkonu. Megi Guðs englar fylgja þér leið- ina löngu í birtu og yl, og veita elsku börnunum þínum, sem nú hafa séð á eftir móður sinni, styrk í þeirri miklu sorg sem þau þurfa nú að þola. Kristínu systur þinni og fjölskyldu hennar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur, svo og bræðrum þínum, fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum. Guð veri með ykkur öllum. Helga Kristjáns. Mig langar í fáum orðum að minn- ast Siggu vinkonu minnar sem nú er farin frá okkur. Leiðir okkar lágu saman _ fyrst í Uppsölum, Svíþjóð 1990. Ég man eftir henni ungri og fallegri með Kristin í bamavagni og ófríska að Daníel. Sigga var alltaf glæsileg, fíngerð og viðkvæm. Ég man góðu stundirnar í Uppsölum þegar bömin okkar full af gáska léku sér saman á sólríkum sumardögum og við sátum og spjölluðum saman um lífíð og tilvemna. Sigga var glöð, lifandi og full af þrá eftir lifínu og framtíðardraumum. Hún bjó bömum sínum fallegt og ástríkt heimili og það var gaman að sjá hvemig hún með hagsýni og natni náði endum saman og skorti aldrei neitt. Ég flutti heim ári á undan Siggu og það árið veiktist hún af þeim sjúk- dómi sem dró hana til dauða. Það var mikið áfall að frétta um veikind- in en um leið styrkur að vita að Sigga átti lifandi trú á Guð. Hún bar sjúk- dóminn með styrk og þolgæði og lést í þeirri vissu að hún myndi mæta frelsara sínum á himnum og að Guð myndi gæta barna hennar. Ég kveð þig Sigga mín með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Hversu yndislegir eru bústaðir þínir, Drottinn hersveitanna. Sálu mína langaði til, já, hún þráði forgarða Drottins, nú fagnar hjarta mitt og hold fyrir hinum lifanda Guði. Jafnvel fuglinn hefur fundið hús, og svalan á sér hreiður, þar sem hún leggur unga sína: ölturu þín, Drottinn hersveitanna, konungur minn og Guð minn! Sælir eru þeir, sem búa í húsi þínu, þeir munu ætíð lofa þig. Sælir eru þeir menn, sem finna styrk hjá þér, er þeir hugsa til helgigöngu. Er þeir fara gegnum vatnsdka vin, og haustregnið færir honum blessun. Þeim eykst æ kraftur á göngunni og fá að líta Guð á Síon. (Sálmur 84). Guð blessi börn þín og ættingja og styrki þau í sorginni. Guðlaug. BJORN VILHJÁLMSSON + Björn Vilhjálms- son fæddist í Torfunesi í Ljósa- vatnshreppi í S- Þingeyjarsýslu 12. mars 1913. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Skjóli í Reykjavík 19. febr- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 27. febrúar. Mínar fyrstu minn- ingar af afa mínum eru frá Brautarlandi 18 í Fossvoginum þar sem afi og amma bjuggu. Sjálf- ur bjó ég hjá þeim sem nýfæddur i nokkurn tíma. Seinna kom ég oft þangað í heimsókn með foreldrum mínum og var þar oft í pössun. Það var gaman að vera í pössun hjá afa og ömmu í Brautarlandinu. Þar spilaði ég óteljandi ólsen-ólsen, hafði mitt eigið dót, fékk alltaf eitt- hvert nammi og alltaf var betra í matinn þar en heima hjá mömmu og pabba. Garðurinn í Brautarlandi 18 var prýddur allskonar tijám, runnum og marglitum blómum ásamt matjurtum. Afi var nefnilega mjög flinkur með plöntur. Hann var garðyrkjumaður að mennt og hafði meðal annars sótt menntun sína til Danmerkur. Amma mín, Jakobína Þorláksdóttir, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 1992, var blómakona af guðs náð, svo að á heimili þeirra dafnaði allt grænt ótrúlega vel bæði utan sem innan dyra. Ég var alltaf frekar stilltur sem lítill strákur en við matarborðið hjá afa þurfti ég stundum að taka mig virkilega á. Afi þurfti nefnilega þögn við matarborðið til að geta hlustað á fréttimar. í kaffitímanum drakk afi heitt sykurvatn með mjólk útí úr könnunni sinni. Hann er sá eini sem ég hef þekkt sem drakk þenn- an drykk. Árið 1988 fluttu afi og amma úr Brautarlandinu og í Hjúkrunar- heimilið Skjól. Eftir að ég fékk bíl- prófið fór ég þangað reglulega í heimsókn. í hvert skipti sem ég kom spurði afi mig hvort ég væri ekki svangur. Hvort sem ég var nýbúinn að borða eða ekki, þá lá leiðin inn í eldhús með afa, þar sem mér voru færðar kökur og brauð. Afi var alltaf mjög áhugasamur um hvernig mér gengi í skólanum. Hann brýndi fyrir mér hversu mikilvægt það væri að standa sig á prófunum og gera allt- af eins vel og maður gæti. Peningasparnaður var nokk- uð sem afi minn þekkti vel til og ekki var hann alltaf hrifinn af mín- um bílakaupum eða sumum þeim hugmyndum sem ég fékk og ræddi vð hann. En þegar hann sá að ekki var hægt að koma fyrir mig vitinu brosti hann bara og sagði að ég yrði þá bara að gera það sem ég teldi best. Afi var sjálfur mjög vel lesinn á mörgum sviðum og hafði mikla röð og reglu á sínum hlutum. Afi starfaði hjá Skógræktarfé- lagi Reykjavíkur í Fossvoginum í 30 ár. Sjálfur vann ég hjá Skóg- ræktarfélaginu í fimm skemmtileg sumur. Ég kynntist því gamla vinnustað afa vel. Það var reyndar eitt af því skemmtilegasta sem við gerðum, þegar ég kom í heimsókn í Skjól, að spjalla um skógrækt, plöntur og ýmislegt sem tengdist skógræktinni. Síðastliðin þrjú ár hef ég verið við nám í Noregi og því bara hitt afa í sumar- og jólafríum. Núna um jólin sá ég greinilega að heilsu . hans hafði hrakað frá því í sumar. Afi hafði átt við fótamein að stríða í nokkuð langan tíma. Honum fór svo verulega hrakandi eftir áramót- in, þrátt fyrir smáaðgerð sem hann gekkst undir. Hann lést svo á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli 19. febrúar. Hinn 12. mars hefði hann orðið 84 ára gamall hefði honum gefíst aldur til. Ég bið Guð um að geyma afa minn vel, því ég mun sannarlega sakna hans. Svanur Lárusson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, RAGNAR FRIÐRIKSSON, Suðurgötu 15-17, Keflavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 17. apríl. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 25. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (sími 554 5141 eða Apótek Keflavíkur). Ásdís Guðbrandsdóttir, Hörður Ragnarsson, Hulda B. Þorkelsdóttir, Friðrik Ragnarsson, Maretta Ragnarsson, Ragnhíldur Ragnarsdóttir, Atli R. Eyþórsson, Guðbjörg Ragnarsdóttir, Þór Guðjónsson, Sigrún Ragnarsdóttir, Gísli R. Heiðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS ÞÓRIS ÁRNASONAR, Kópavogsbraut 1a, áður Þinghólsbraut 2. Elín J. Þórðardóttir, Elín J. Jónsdóttir Richter, Reinhold Richter, Valgerður Þ. Jónsdóttir, Arngunnur R. Jónsdóttir, Helgi R. Rafnson, Jón Þórir Ingimundarson, Elín Ingimundardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.