Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 29 LISTIR tNÝTT á islandi fflQÐ[L“Tr=[L®(gDS* Hágæöa lyklakerfi EINN LYKILL - endalausir möguleikar Land úr lit MYNDLIST Nýlistasafnið MALVERK GUÐRÚN EINARSDÓTTIR Opið kl. 14-18 alla daga nema mánu- daga til 27. apríl; aðgangm- ókeypis. VÆNTINGAR móta oftar en ekki viðhorf okkar á sviði listsköp- unar jafnt sem annars staðar, og kyrrstaða eða óbreytt myndlist er í raun ekki valkostur heldur dauði. Því er ætíð viss spenna samfara því að standa frammi fyrir verkum listamanna sem eru orðnir þekktir fyrir ákveðin vinnubrögð; standa þau undir væntingum eða ekki - og gefur breytingin þá tilefni til lofs eða hnjóðs? Margir hafa eflaust átt von á því að verða fyrr en síðar leiðir á þeirri fábreytni hreinleikans, sem búast mátti við að svört eða hvít málverk Guðrúnar Einarsdóttur þróuðust í átt til. Þær vonir hafa ekki ræst, þar sem listakonan hefur stöðugt verið að leita nýrra leiða í þeirri mótun yfirborðsins, _sem hef- ur einkennt verk hennar. Á sýning- unni í efri sölum Nýlistasafnsins kemur í ljós að þetta hefur hún gert með tvennum hætti síðasta árið; annars vegar með því að reyna þessa tækni með fleiri litum, og hins vegar með því að skapa ákveðna tilfinningu fyrir þeirri mótun, sem fer fram í fietinum. Málverkin tvö á palli sýna þessa breytingu strax; annað er hvítt og GUÐRÚN Einarsdóttir: Án titils. Morgunblaðið/Golli hitt rústrautt, og mótun yfirborðs- ins er með nokkuð öðrum hætti en fyrr, því hér rísa doppur og hrygg- ir á móti áhorfandanum, líkt og á myndum af yfírborði fjarlægra reikistjarna og fylgitungla. Slikar ímyndir eru orðnar ríkulegur hluti af myndheimi samtímans, og sú dulúð sem fylgir þessum framandi stöðum er með vissum hætti endur- spegluð í verkum listakonunnar. Þessi tilvísun til ókunnra heima er enn ríkulegri í þeim myndum sem fylla efsta sal Nýlistasafnsins, þar sem dökkblátt og dökkgrænt yfirborð bætist við hið rauða, og birtast hér andstætt svörtum og hvítum myndum, listakonunnar. Öll eru verkin án titils, en mynd nr. 3 minnir óneitanlega á ímyndir af rauðri stjörnu með sinum gígum, sléttum og eyðimörkum. Græni lit- urinn í nr. 5 skapar fyllingu, sem ekki verður til með sama hætti í öðrum lit; sindrandi yfirborðið minnir jafnvel um sumt á þær ríku- legu mosaþembur heiðanna, sem urðu Jóhannesi Kjarval að svo auðgandi yrkisefni. Viðlíka iðandi ímynd nálægðar er sterkur þáttur í því púsluspili hlykkjandi lína sem er að fínna í verki nr. 10. Yfirborð mynda Guðrúnar hefur einkum byggst á ríkuiegum hrynj- anda breiðra pensilstrokna, en að þessu sinni má segja að ákveðin yfirsýn ráði mestu um heildar- myndina. Annars vegar má líkja áhrifunum við víðáttur lands sem rís fyrir augum farfugls eða fjar- lægra geimskipa með fjöllum sín- um, hryggjum, sléttum og hraun- um, og hins vegar við hið smágerða við fætur okkar, þar sem annar mælikvarði verður til; í báðum til- vikum skapar liturinn landið með einföldum hætti fyrir augum gests- ins. Það hefur verið taktföst fram- þróun í verkum listakonunnar und- anfarin ár og vert að benda listunn- endum á að láta sýninguna ekki fram hjá sér fara. Eiríkur Þorláksson Öryggiskerfi sem uppfyllir allar kröfur um öryggi I kerfislæsingum. EE gyi UNGIR flautunemar Tónlistarskóla Keflavíkur. Forskóla- tónleikar Tónlistarskóla Keflavíkur UNDANFARIN ár hafa nem- endur í forskóla Tónlistarskól- ans í Keflavík haldið tónleika fyrir bæjarbúa á sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni verða tón- leikar í sal Fjölbrautaskóla Suð- urnesja og hefjast þeir kl. 13. Gengið er inn frá Faxabraut. I tilkynningu segir að á tón- leikunum munu nemendur for- skólans, sem eru á aldrinum 6-8 ára, flytja fjölbreytta efnisskrá þar sem saman fer mikill söng- ur, hljóðfærasláttur og hreyf- ing. Kennarar og stjórnandi forskólans er Steinunn Karls- dóttir. Wmm'é-, Beethoven- tónleikar SIGURÐUR Halldórsson og Daníel Þorsteinsson flytja þijár sónötur fyrir selló og píanó eftir Beethoven í samkomusal íþróttahúss Bessastaðahrepps í dag miðvikudag kl. 20.30. Tónleikarnir eru á vegum Dægradvalar, menningar- og listafélags á Álftanesi. í mars sl. og apríl hafa Sig- urður og Daníel staðið að heild- arflutningi á verkum Ludwigs van Beethovens fyrir píanó og selló og eru það síðustu sónöt- urnar þijár, sem fluttar verða á tónleikum þeirra er Dægra- dvöl stendur fyrir. Vortónleikar Lögreglu- og RARIK-kórsins ÁRLEGIR vortónleikar Lög- reglukórs Reykjavíkur og RA- RIK-kórsins verða haldnir í kvöld miðvikudaginn 23. apríl í Fella- og Hólakirkju og hefj- ast kl. 20.30. Stjórnandi Lögreglukórsins er Guðlaugur Viktorsson en Violeta Smid stjórnar RARIK- kórnum. Undirleikari hjá báð- um kórum er Pavel Smid. Að- gangur ókeypis. Sumartón- leikar í Grensáskirkju KAMMERKÓR Grensáskirkju og Maríus H. Sverrisson flytja negrasálma og lög úr söngleikj- um fimmtudaginn 24. apríl kl. 20.30 í Grensáskirkju. Píanó- leikari er Helga L. Finnboga- dóttir og stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir. -fnrlr flölstyldunaz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.