Morgunblaðið - 23.04.1997, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 23.04.1997, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Bragi Hannesson forstjóri Iðnlánasjóðs Ljúka á jöfnun starfsskilyrða lánastofnana HAGNAÐUR Iðnlánasjóðs nam alls 427 milljónum króna á árinu 1996 samanborið við 159 milljónir árið áður. Þessi stórbætta afkoma skýrist af mikilli aukningu á allri starfsemi sjóðsins án þess að aukn- ing hafi orðið á rekstrarkostnaði. Þá hefur dregið úr þörf framlaga í afskriftarreikning útlána, að því er fram kom í máli Braga Hannes- sonar, forstjóra Iðnlánasjóðs, á árs- fundi sjóðsins í gær. Eigið fé Iðnlánasjóðs nam alls 3.574 milljónum í árslok 1996 og eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD- reglum 26,1%. Ávöxtun eigin fjár var 13,7% árið 1996, en 5,5% árið áður. „Þessi góða ávöxtun hefur orðið þrátt fyrir að vaxtabil hafí farið lækkandi á árinu úr því að vera að meðaltali 2,6% árið 1995 í 1,88% í árslok 1996. Útlit er fyrir að vaxtamunur minnki enn á þessu ári og fari í 1,5%. Þegar rætt er um vaxtamun eða vaxtabil er átt við vegið meðaltal innlánsvaxta að frádregnu vegnu meðaltali útláns- vaxta,“ sagði Bragi í ræðu sinni. Hann lagði í ræðu sinni áherslu á að ljúka þyrfti að jafna starfsskil- yrði lánastofnana. Nefndi hann þar í fyrsta lagi stimpilgjöld sem inn- lendar lánastofnanir greiddu, en erlendar iánastofnanir væru und- anþegnar. í öðru lagi benti hann á að mikilvæg verkefni biðu varðandi eftirlit með starfsemi á fjármagns- markaði, en nefnd á vegum við- skiptaráðherra hefði skilað tillög- um að skipan eftirlitsmála. Eðlileg samkeppni ríki í þriðja lagi þyrfti að gæta þess að eðlileg samkeppni ríkti á fjár- magnsmarkaði og ekki kæmi til þess að samþjöppun eignarhalds á lánastofnunum leiddi til þess að atvinnulífið í landinu fengi ekki notið hagkvæmni frjálsrar sam- keppni. „Þessi orð eru ekki sögð að ástæðulausu, því tilboð ríkisvið- skiptabankanna og Sparisjóða- bankans um kaup á fjárfestingar- lánasjóðum atvinnuveganna er dæmi um tilraun til að losna við keppinaut.“ Bifreiðaskoðun kaup- ir skoðunarfyrirtæki SAMÞYKKT var á aðalfundum Skoðunar hf. og Skoðunarstofunn- ar hf. að selja Bifreiðaskoðun hf. allt hlutafé félaganna. Einnig standa yfir viðræður um að Bif- reiðaskoðun kaupi Nýju skoðunar- stofuna hf. og verður tillaga þess efnis lögð fyrir aðalfund Nýju skoð- unarstofunnar þann 30. apríl nk. Á aðalfundi Bifreiðaskoðunar hf. sl. mánudag var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 10 milljónir króna að nafnverði vegna kaup- anna. Stærsti hluthafinn í Bifreiða- skoðun hf. er ríkissjóður með helm- ing hlutafjár. Á árinu stendur til að ríkið selji sinn hlut í fyrirtækinu og að sögn Óskars Eyjólfssonar, framkvæmdastjóra Bifreiðaskoð- unar, munu Landsbréf annast söl- una. Á aðalfundi Bifreiðaskoðunar voru Einar Sveinsson, Eggert Á. Sverrisson, Hannes Guðmundsson, Björn Ómar Jónsson og Sigurður Helgason kosnir í stjórn félagsins næsta árið. Morgunblaðið/Golli HARALDUR Sveinsson, stjórnarformaður Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, tók við umhverfisviðurkenningu Iðnlánasjóðs úr hendi Guðmundar Bjarnasonar, umhverfisráðherra. * Arvakur hf. hlýtur umhverfís- viðurkenningu Iðnlánasjóðs ÁRVAKUR hf., útgáfufélag Morgunblaðsins, hlaut í gær umhverfisviðurkenningu Iðn- lánasjóðs á ársfundi sjóðsins. Viðurkenningin hefur verið veitt árlega einu fyrirtæki sem þótt hefur skara fram úr i að- búnaði og öryggi starfsfólks og verndun umhverfis. Val á fyrir- tæki sem viðurkenningu hlýtur er í höndum dómnefndar sem í sitja fulltrúi Vinnueftirlits rík- isins, fulltrúi frá umhverfis- ráðuneyti og formaður og for- stjóri Iðnlánasjóðs. Guðmundur Bjarnason, um- hverfisráðherra, sagði í ávarpi sínu á ársfundi Iðnlánasjóðs í gær að Árvakur hf. hefði í stefnumarkandi áætlanagerð lagt áherslu á umhverfismál, gæðamál og vinnuvemd. „Þannig hefur innan fyrirtæk- isins verið unnið markvisst að umhverfismálum. I fyrirtækinu eru notuð margskonar efni sem þurfa sérstaka meðhöndlun hvað varðar umgang og förgun. Fyrirtækið hefur skoðað um- hverfismál innan hverrar deild- ar og gert tiltekna starfsmenn ábyrga á því sem fer fram inn- an hennar. Að framkvæmd umhverfisáætlunarinnar koma bæði almennir starfsmenn svo og stjórnendur. I fyrirtækinu hefur verið komið á fót flokk- unarkerfi fyrir allan úrgang og leitast hefur verið við að hafa kerfið sem einfaldast til að auðvelda framkvæmdina. Þannig er almennur úrgangur eins og fellur til á flestum vinnustöðum svo sem pappír, prenthylki úr prenturum, raf- hlöður, umbúðir undan drykkj- arvörum flokkaður og honum komið til endurnýtingar eða í viðeigandi förgun. í ýmsum deildum fyrirtækisins leggjast til margs konar efni sem þarfn- ast sérstakrar flokkunar og meðhöndlunar. Settur hefur verið upp hreinsibúnaður við hinar ýmsu vélar, efnanotkun er haldið í lágmarki og leitast við að koma flestu í endurnýt- ingu sem hægt er. Fráveitukerfi í húsi fyrirtækisins er þrefalt til að tryggja að ekki fari það sem óæskilegt er út með venju- legu skólpi og hafi þannig ekki skaðleg áhrif á umhverfið." Þá sagði umhverfisráðherra að fyrirtækið hefði lagt metnað sinn í að skapa starfsfólki sínu gott umhverfi og væri aðstaða starfsfólks og matsalur til fyr- irmyndar. Stjórnarformaður Iðnlánasjóðs varar við tillögum um að skerða eigið fé Fjárfestingarbanka atvinnulífsins Lækkun eiginfjár rýrir lánstraust ÖRN Gústafsson, stjórnarformaður Iðnlánasjóðs, varar eindregið við að farið verði að breytingartillögum hjá hluta efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis um að draga beri úr sterkri eiginfjárstöðu Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins. Á árs- fundi Iðnlánasjóðs í gær sagði Örn að frekari lækkun á eigin fé bank- ans myndi auka líkur á gjaldfelling- um og jafnframt rýra lánstraust hans og kjör. Þetta álit erlendra lánardrottna lægi fyrir. Örn Gústafsson fjallaði í ræðu sinni ítarlega um þær fyrirætlanir að stofna Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins með samruna Fisk- veiðasjóðs, Iðnlánasjóðs, Útflutn- ingslánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs. Jafnframt verði til Nýsköpunar- sjóður atvinnulifsins sem verði sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Síðar meir er ennfremur gert ráð fyrir þeim möguleika að fleiri fjár- festingasjóðir sameinist hinum nýja banka og er þar einkum rætt um Ferðamálasjóð og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Hann benti á að í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis á lagafrumvarpinu hefði það gerst að hluti nefndarinnar hefði gert breytingatillögur varð- andi eigið fé hins nýja banka. „I nefndarálitinu segir: „draga ber úr sterkri eiginfjárstöðu hins nýja fjárfestingarbanka frá því sem lagt hefur verið upp með. Þannig verði bankinn arðvænlegri eign og fýsilegri fjárfestingarkostur." Leitt er að líkum að með því að tappa af eigin fénu einum milljarði króna lækki markaðsverðið ein- ungis um 350 milljónir, þannig að hagur ríkisins verði betri sem nem- ur 650 milljónum króna. Þessum fjármunum á að bæta við áður ákveðið eigið fé Nýsköpunarsjóðs- ins sem þá verður með 5 milljarða króna í sjóðum sínum. Spytja má hvernig eign getur orðið verðmeiri með því að rýra eiginfjárstöðu hennar. Málið snýst ekki um hagn- að af hlutabréfasölu ríkisins í bankanum, það snýst um að búa svo um hnútana, að hinn nýi banki verði strax í upphafi myndugur og samkeppnisfær við innlenda jafnt sem erlenda aðila. Þau atriði sem þar skipta sköpum eru lágur rekstrarkostnaður, góð lánskjör og rétt áhættumat við lánveitingar. Afgreiðsla Alþingis á frumvarpinu um Fjárfestingarbanka atvinnu- lifsins verður að hafa þessi atriði að meginmarkmiði. Frekari lækkun eigin fjár bank- ans mun auka líkur á gjaldfelling- um og jafnframt rýra lánstraust hans og kjör. Þetta álit erlendra lánardrottna liggur fyrir. Mikil- vægt er að lánskjör hins nýja banka verði sem allra best, og að hann sé í stakk búinn til að veita stærstu fyrirtækjum landsins þjónustu," sagði hann m.a. Viðskiptabankar ekki í stakk búnir til að kaupa sjóðina Þá vék Örn sérstaklega að því sjónarmiði sem haldið hefur verið fram að hér væri um að ræða enn einn ríkisbankann, nær væri að renna sjóðunum inn í viðskipta- bankana og láta þá greiða fyrir. „Um þetta sjónarmið vil ég láta í ljós það álit mitt, að íslensku við- skiptabankarnir eru ekki í stakk búnir til að kaupa þessa traustu og öflugu sjóði sem hér um ræðir,“ sagði hann. „Verið er að fækka lánastofnunum og styrkja, og gefin eru fyrirheit um það að ríkið dragi sig út úr sjóðarekstri, enda er það mat manna að ekki sé lengur þörf fyrir þátttöku ríkisins á þessu sviði. Jafnframt er fulltrúum atvinnu- lífsins í landinu gefinn kostur á að hafa áhrif á stjórn og stefnu hinna nýju sjóða. Állur undirbúningur málsins er enda þannig að stigin eru stór skref í átt til þess að ríkið dragi sig út úr Ijármálastarfsemi, þótt ekki sé gert ráð fyrir að það gerist í einum áfanga. Byijað verð- ur á að selja 49% hlutaijár í hinum nýja banka, og kostað verður kapps um dreifða eignaraðild þeirra er kaupa. Þeim sem vilja sjóðina inn í ríkisbankana væri nær að velta því fyrir sér hvernig ríkisviðskipta- bankarnir geti tryggt sig í sessi og valdið því hlutverki sem þeim er ætlað í dag. Eiginfjárstaða þeirra sumra er það bágborin að ríkissjóður hefur orðið að veita víkjandi lán til að standa við þær kröfur sem gerðar eru um eigin- fjárhlutfall þeirra. Rekstrarkostnaður íslenska bankakerfisins er allt of hár, út- lánatöp sömuleiðis, og fyrir liggur að ekki verður vikist undan því að grípa til öflugra aðgerða til að ná niður þessum kostnaðarliðum. Vaxtamunur inn- og útlána bank- anna er meira. en þrefalt hærri en t.d. hjá Iðnlánasjóði. Að renna sjóð- unum inn í ríkisbankana myndi ekki leysa þennan vanda.“ Stimpilgjald skekkir samkeppnisstöðuna Þá áréttaði Örn gagnrýni á stimpilgjöld. „Innheimta 1,5% stimpilgjalds er ekki ásættanleg fyrir íslenskar lánastofnanir sem þurfa að keppa við erlenda sam- keppnisaðila. Nýjustu upplýsingar í þeim efnum frá Ijármálaráðuneyt- inu eru að stefnt sé að því að breikka gjaldstofninn og jafnframt lækka stimpilgjöldin. Ekki er hægt að sætta sig við þá lausn, þar sem gjaldið skekkir samkeppnisstöðuna verulega. Því hljóta forráðamenn lánastofnana að þrýsta á stjórnvöld enn frekar í þessu máli.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.