Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Aðlögun Everestfar- anna að ljúka BJÖRN Ólafsson dvaldi í fyrrinótt í fjórðu búðum í fyrsta skiptiðj en þær eru í 7.400 metra hæð. I gær gekk hann í átt að Suður- skarði þar sem fimmtu búðir verða, en þaðan verður gert áhlaup á tindinn í næsta mánuði. Félagar Bjöms, Einar K. Stef- ánsson og Hallgrímur Magnús- son, hafa verið kvefaðir undan- farna daga og því ekki í formi til að klífa erfið fjöll. Hallgrímur er orðinn nokkuð góður og ætlar í dag að klífa upp í þriðju búðir og síðan áfram upp í fjórðu búðir. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hann væri orðinn leiður á að bíða og vildi endilega komast af stað aftur. Heilsan væri orðin ágæt og ekki eftir neinu að bíða. Það hefði að vísu snjóað talsvert og það gæti tafið sig eitthvað. Einar er mjög kvefaður og þarf lengri tíma til að jafna sig. Hugs- anlegt er að hann fari niður í Dingboche, sem er í um 4.300 metra hæð, til að hvíla sig. Erfið ganga í fjórðu búðir Gangan úr þriðju búðum í íjórðu búðir er nokkuð erfíð, að sögn Björns, enda er hæðarmun- urinn um 1.000 metrar. Hann sagðist hafa verið á göngu í 8-9 klukkutíma og hefði verið orðinn þreyttur þegar henni lauk. Sem dæmi um hvað menn eru að leggja á sig má nefna að félagi Björns, Chris Brown, var liðlega 50 metr- um á eftir Birni þegar hann kom upp í fjórðu búðir, en hann var samt einum klukkutíma lengur á göngunni. Hörður Magnússon, aðstoðar- maður þremenninganna, sagðist efast um að Björn færi alla leið upp í fimmtu búðir í þessum áfanga. Það færi eftir veðri og heilsu. Það skipti ekki öllu máli hvað hann færi langt að sinni. Aðlögunin yrði svipuð. Hörður sagði að þegar Björn og Hallgrím- ur hefðu lokið þessum áfanga myndu þeir hvíla sig í nokkra daga og síðan gerðu þeir atlögu að sjálfum tindinum. Einar hefði einnig lokið aðlögun, en aðalatriði fyrir hann væri að ná heilsu á ný. Fjallgöngumennirnir eru í sam- bandi við Island á hverjum degi. Greinilegt er að þeir hafa fengið fréttir af atriði spaugstofumanna, en þeir gerðu sl. laugardag grín að stöðugu „búðarápi“ þeirra fé- laga. í pistli félaganna á heima- síðu sinni segja þeir að Björn ætli að dvelja nokkra daga í fjórðu búðum og bæta við: „Enda þykir verðlagið þar mjög gott.“ Margir hafa lýst áhuga á að heyra um þann mikla tækjabúnað sem gerir þeim félögum kleift að vera í síma- og tölvusambandi við umheiminn. Hörður sendi í gær ítarlegan pistil um þessi tæknimál inn á heimasíðu Everestfaranna. Sjá Everestsíðu Morgunblaðs- ins: http://www.mbl.is/everest/ ÞAÐ þarf að sýna mikla aðgæslu þegar jöklafararnir fara yfir sprungur Khumbu skriðjökulsins. Qlíklegt að ísland nái að fullgilda efnavopnasamninginn fyrír gildistöku hans í næstu víku Efnaiðnaðurmn vissi ekki af samningnum ÍSLENZKAR efnaverksmiðjur og önnur fyrirtæki, sem nota kemísk efni við framleiðslu sína, vissu ekki fyrr en nýlega af alþjóðlegum samningi um bann við framleiðslu, geymslu og notkun efnavopna, sem Island undirritaði fyrir rúmum fjór- um árum. ísland hefur ekki fullgilt samninginn og getur það orðið til þess að hömlur verði lagðar á sölu vissra kemískra efna frá aðildarríkj- um samningsins til íslenzkra fyrir- tækja í efnaiðnaði. Samningurinn tekur gildi eftir tæpa viku og er ósennilegt að Alþingi geti afgreitt fullgildingu hans á þeim tíma. Hins vegar á að reyna að staðfesta samn- inginn fyrir þinglok í vor. Island undirritaði efnavopna- samninginn í janúar árið 1993. Málið hefur verið til meðferðar í utanríkisráðuneytinu um tveggja ára skeið, en er enn ekki tilbúið fyrir þinglega meðferð af hálfu ráðuneytisins. Á þeim fjórum árum, sem liðin eru frá því að ísland undirritaði samninginn, hefur ekki verið haft samband við íslenzkar efnaverk- smiðjur vegna ákvæða hans af hálfu utanríkisráðuneytisins. Samkvæmt samningnum geta ríki, sem ekki hafa staðfest efnavopnasáttmálann, orðið fyrir því að aðildarríki hans leggi hömlur á viðskipti með kemísk efni, sem notuð eru við framleiðslu efnavopna en eru mörg hver jafn- framt nýtt í venjulegum efnaiðnaði. í öðrum ríkjum, til dæmis Bandaríkj- unum, hefur efnaiðnaðurinn hvatt til staðfestingar sáttmálans. Sementsverksmiðjan birgir sig upp af hraðsementsvökva Gylfi Þórðarson, framkvæmda- stjóri Sementsverksmiðjunnar, seg- ir að utanríkisráðuneytið hafi aldrei haft samband við fyrirtækið vegna þessa máls. Eftir að Morgunblaðið greindi frá því í síðasta mánuði að ekki væri víst að Island myndi stað- festa sáttmálann fyrir gildistöku hans og að hugsanlegt væri að ís- lenzkur efnaiðnaður yrði fyrir áhrif- um þess vegna, hefði málið hins vegar verið kannað. Erlendur selj- andi hraðsementsvökva hefði þá ráðlagt verksmiðjunni að birgja sig upp af vökvanum til árs, þar sem ekki hefðu fengizt skýr svör um það hvenær staðfestingar íslands á samningnum væri að vænta. Helgi Magnússon, framkvæmda- stjóri málningarverksmiðjunnar Hörpu, segir að hann hafi ekki kynnt sér hvaða áhrif gildistaka samningins kunni að hafa á rekstur hans fyrirtækis. Hann hafi engar upplýsingar fengið um það frá opin- berum aðilum og aðeins frétt af málinu nýlega. Efni á listanum notað hjá Frigg Sigurður Geirsson, fram- kvæmdastjóri hjá sápugerðinni Frigg, segir að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft samband við fyrir- tæki hans vegna efnavopnasamn- ingsins. „Ég veit ekki hvort skortur er á sérfræðiþekkingu þar innan- húss, en við eium hér með efna- fræðinga, sem hafa skilning á þess- um málum,“ segir hann. Sigurður segir að a.m.k. eitt þeirra efna, sem háð verða við- skiptahömlum eftir gildistöku samningsins, sé notað við fram- leiðslu fyrirtækisins. Þar er um að ræða efnið tríetanólamín. „Ef það verður erfiðara að kaupa þetta efni getur það valdið okkur vandræð- um,“ segir Sigurður. Aðalsteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Efnaverksmiðjunnar Sjafnar, segist ekki hafa vitað af þessu máli. „Það hefur ekki verið leitað til okkar um álit og mér fínnst það skrýtið, ef á að fara að hindra að við getum keypt ákveðin kemísk efni,“ segir hann. „Mér sýnist að það vanti einhveijar meiri upplýs- ingar frá því opinbera. Ef samning- urinn getur haft áhrif á íslenzkan efnaiðnað, finnst mér skrýtið ef upplýsingar eru ekki sendar til a.m.k. þeirra fyrirtækja, sem kenna sig við efnaiðnað." Eina EES-ríkið sem ekki hefur staðfest ísland er nú eina aðildarríki Evr- ópska efnahagssvæðisins, sem ekki hefur staðfest efnavopnasamning- inn eftir að Lúxemborg skilaði inn fullgildingarskjölum sínum í síðustu viku. Bandaríkin og Tyrkland eru einu ríki Atlantshafsbandalagsins, auk íslands, sem ekki hafa staðfest samninginn. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur lagt mjög að bandaríska þinginu að greiða at- kvæði um samninginn nú þegar og sagði forsetinn í síðustu viku að ella yrðu Bandaríkin „í hópi utan- garðsríkjanna, sem er markmið þessa sáttmála að einangra". Innritun hafin í sumarbúðirnar í Vatnaskógi Um 650 skráðir á fyrsta degi INNRITUN í sumarbúðir KFUM í Vatnaskógi hefur farið mun hraðar af stað nú en í fyrra. Segir Ársæll Aðalbergsson, formaður Skógar- manna, að um 650 hafi verið skráð- ir sl. mánudag, fyrsta innritunardag- inn, sem er nærri 20% meira en á fyrsta degi í fyrra. Alls verða 11 dvalarflokkar í Vatnaskógi í sumar auk feðgahelgar og karlaflokks seinast á sumrinu. Búið var að fylla í nokkra flokka eftir fyrstu tvo innritunardagana en Ársæll sagði að aðsókn hefði að þessu sinni dreifst mjög vel. I hvern flokk eru skráð 95 börn og alls má gera ráð fyrir að um 1.100 börn og unglingar gisti sumarbúðirnar i sum- ar. Nýtingin hefur verið kringum 94% og kveðst Ársæll gera ráð fyrir að hún verði svipuð í ár. Verð hefur hækkað svipað og vísitala og kostar vikan kr. 15.400. Hafnar eru framkvæmdir við byggingu nýs svefnskála og segir Ársæll stefnt að því að hann leysi af Laufskála sumarið 1998 en þeir eru farnir að láta á sjá. ------♦ ♦ ♦ Lagt hald á 54 kassa af rauðvíni KVÖRTUN barst til lögreglu skömmu eftir hádegi í fyrradag vegna stöðu sendibifreiðar á Frakka- stíg fyrir ofan Laugaveg. Þegar málin voru könnuð kom í ljós að verið var að flytja muni á milli gáms sem þar stóð og bifreiðarinnar. Þetta reyndust vera vínkassar en gámurinn innihélt að mestu leyti húsgögn. Haft var samband við toll- gæslu sem sendi menn á staðinn og var lagt hald á 54 kassa af rauð- víni, ætlað vera smygl. Mistök við vörusendingu í kjölfarið sendu Samskip frá sér yfirlýsingu þar sem mistök sem áttu sér stað við vörusendingu frá Spáni til innflytjanda í Reykjavík eru hörmuð. í gámnum frá Spáni voru húsgögn fyrir tiltekinn innflytjanda, en fyrir mistök ytra var settur í sama gám einn pallur með áfengi, sem Samskip áttu líka að flytja til landsins fyrir annan innflytjanda. „Þetta kom ekki fram á venjuleg- um vinnuskjölum Samskipa og starfsmönnum félagsins í Reykjavík var því ekki kunnugt um að húsgögn og áfengi væru í sama gámnum," segir í yfirlýsingunni. Þegar innflytjandi gámsins fékk hann í hendur lét hann Samskip þegar í stað vita að í honum væri einnig áfengi. Það voru því starfs- menn á vegum Samskipa sem voru að flytja áfengið úr gámnum yfir í sendibílinn, þegar lögreglan kom á vettvang. ------♦ ♦ ♦---- Blaðamenn samþykktu BLAÐAMENN á Morgunblaðinu og DV samþykktu í gær í atkvæða- greiðslu kjarasamning Blaða- mannafélags íslands og Samtaka iðnaðarins. Á kjörskrá voru 128 og greiddi 41 atkvæði eða 32%. Já sögðu 39, eða rúmlega 95% en 2 sögðu nei. Gengið hefur verið frá hliðstæðum samningum milli Blaðamannafélags- ins og útgefenda Viðskiptablaðsins og Helgarpóstsins. Kjaraviðræðum er ekki lokið við útgefendur nokk- urra blaða og tímarita, þar á meðal Dags-Tímans og Iceland Review.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.