Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 33 [f ir, enda þótt þessi mikilsverðu sann- indi um áðurgreinda 4. gr. laga um stjórn fiskveiða hafi hrokkið úr penna hans. Ekki þarf að athuga umrædd ákvæði lengi til þess að sjá hvað skákar greininni svo greinilega í andstöðu við ákvæði stjómarskrár- innar, og að lögin fá ekki staðist. Það er nefnilega hið víðtæka vald, sem einkum felst í orðum þeirra setninga, sem byija með því að segja: „Ráðherra getur“ o.s.frv. Engum, sem les þessa lagagrein dylst, að greinin er beinlínis ofhlað- in ómálefnalegum orðum og þar með merkingarlaus að öðru leyti en því, að hún felur í sér valdafram- sal langt umfram það, sem stjórnar- skráin leyfir. Eins og Hæstiréttur íslands er nú skipaður og með þeirri löggjöf, sem á síðustu árum hefur verið leidd í lög, má ganga út frá því sem gefnu að Hæstiréttur myndi ein- faldlega dæma þessi lög ólögmæt. Auknar kröfur um heiðarlega og löglega stjórnarhætti, sem hafa góðu heilli farið vaxandi með þjóð- inni í kjölfar áðumefndra lagabóta, gera Hæstarétti auðveldar fyrir en áður í því að segja Alþingi til í lög- gjafarstarfi með dómum sínum. Veita ber sérstaklega athygli þeim orðum prófessors Sigurðar Líndal: „Að illkleift sé að hrófla við því efni (búmarkinu) eftir jafn lang- an tíma og iiðinn er.“ Augljóst má vera, að slík rök- semdafærsla eða „logik“ sæmir ekki háskólaprófessor. Ólög, sem staðið hafa rúman áratug, verða ekki lögleg, þótt þau hafi náð þeim aldri. Sú spurning brennur nú heitast hversu lengi á að dragast að þessi glórulausu ólög verði borin undir Hæstarétt íslands. Höfundur er lögmaður. SKOÐANASKIPTI geta tekið nokkum tíma á yfirfullum síð- um Morgunblaðsins. Til að lesendur haldi þræði er upprifjun því stundum nauðsynleg og svo er nú: Hinn 1. mars skrif- aði Sigurjón Baldur Hafsteinsson greinina Glansmyndir fyrr og nú sem meðal annars mátti skilja svo að ís- lendingar hefðu alla sína tíð verið að búa til um sig goðsagnir og glansmyndir. Til mótvægis hrósaði hann þáttum Baldurs Hermanns- sonar Þjóð í hlekkjum hugarfars- ins. Hinn 14. mars skrifaði ég greinina Goðsögn um glansmynd og spurði hvar væri að finna glans- myndir af íslensku þjóðinni frá 1300 til 1900. Auk þess benti ég á lélega sagnfræði Baldurs. Hinn 21. mars skrifaði Siguijón greinina Goðsögur sem réttlæting og kveðst ekki hafa átt við glansmyndir frá fyrri öldum, heldur í samtímanum. Með því var spurningu minni í rauninni svarað. Hinn 9. apríl sendi Baldur mér nokkur hjartnæm blessunarorð sem engu er við að bæta. En söguskýr- ingar hans fá sömu einkunn og áður. Daginn eftir birti svo Vil- hjálmur Órn Vilhjálmsson greinina Pirringur dansks blaðamanns þar sem hann tekur undir ýmislegt í greinum Siguijóns, auk þess sem hann ítrekar gamalkunna og rót- gróna andúð sína á ýmsu því sem mörgum íslendingum er kært. Enda þótt Siguijón hafi þegar svarað upp- haflegri spurningu minni, vil ég gjarnan spyija hann um fleira því ég tel að hér sé ekki ómerkilegt mál á ferðinni og við hann megi ræða á vitrænum nótum. Gallinn er sá að hann hefur ekki ennþá sett mál sitt al- veg nógu skýrt fram. Ég held það sé affara- sælla að spyija beint, heldur en vera með getgátur, jafnvel þótt Vilhjálmur kalii það „hlekkjuð viðbrögð gamla skólans" að leita svara, sem ég kalla blátt áfram heiibrigða skynsemi. Rýmis vegna verður samt að láta fáar spurningar nægja í einu. Mér er ráðlagt að horfa meira á sjónvarp til að sjá glansmyndir ís- lendinga af sjálfum sér, ekki síst auglýsingar. Það þyrfti reyndar helst að borga mér bankastjórakaup fyrir að horfa á auglýsingar. Engu að síður spyr ég: 1) Sýna eða skapa auglýsingar fyr- irtækja sjálfsmynd þjóðar? 2) Eru meðal heimildamynda tald- ar áróðursmyndir ætlaðar ferðafólki? Gerir ekki ferða- þjónusta allra landa slíkar myndir með gróðavæntingar í huga? Auglýsa Grikkir til dæm- is rykið í Aþenu? 3) Hvaða aðrar myndir hafa eink- um sýnt glansmynd af þjóðinni? 4) Það er vissulega íhugunarverð tilgáta að glansmyndir „þjóni hlutverki réttlætingar á Er yfirleitt til, spyr --->---------------------------- Arni Bjömsson, ein- hver einhlít sjálfsmynd þjóðarinnar? óbreyttri sjálfsmynd". Væri hægt að sjá dæmi um þetta, ís- lensk eða erlend? 5) Hvar hefur sú hugmynd verið viðruð að íslendingar væru öðr- um þjóðum hæfari sem leiðtogar á alþjóðavettvangi? Nú er þess að geta að margt annað birtist um land og þjóð í sjónvarpi, ekki síst í fréttum sem aðrir en börn horfa þó meira á en auglýsingar og heimildarmyndir. Og þar er ekki allt fagurt að sjá og heyra: Landið er stöðugt að fjúka burt og landsmenn ganga illa um það. Sveitir landsins fara unnvörpum í eyði. Sjávarútvegur er sífellt í þann veginn að eyða fiskstofnunum. Spilling fer vaxandi í rekstri fyrir- tækja. Kunnáttu í móðurmálinu hrakar, ekki síst meðal langskóla- genginna. Menn þekkja upp til hópa mun betur útlendar teiknisögur og kvikmyndahetjur en íslendingasög- ur. Kvartað er um hrakandi þjón- ustu í heilbrigðis- og menntamálum. í vöxt fer fíkniefnavandi og ofbeldi innan heimilis og utan. Ráðherrar, alþingismenn, kirkjunnar þjónar og verkalýðsforingjar kvarta sáran undan því að almenningur beri tak- markaða virðingu fyrir þeim. Skyldu þessar daglegu fréttir eiga minni þátt í að skapa þjóðinni sjálfsmynd en rómantískar auglýs- ingar og „heimildarmyndir"? Og er yfírleitt til einhver einhlít sjálfs- mynd þjóðarinnar? Á að taka mark á þeirri fullyrðingu Vilhjálms, að úr því þjóðin mótmæli ekki glans- myndum auglýsenda í sjónvarpi, þá hljóti þær að vera sjálfsmynd henn- ar? Fer þetta ekki nokkuð eftir sála- rástandi hvers og eins? Það er alltj- ent að miklu leyti sálrænt atriði hvort mönnum fínnst veðrið vont eða gott. Sumum finnst raunar alltof mik- ið um neikvæðar fréttir. Það virðist þó fara enn meira í taugarnar á öðrum, ef einhver lætur í ljósi að sér þyki vænt um landið sitt og hafí unun af að kynnast því eða hafi gaman af móðurmáli sínu og öðrum menningararfi þjóðarinnar. Þá er hann óðar sakaður um þjóð- rembu. Fyrsta desember 1995 hélt Matthías Johannessen ritstjóri há- tíðarræðu á stofnfundi hollvinasam- taka Háskólans. Hann ræddi þar einkum um íslenskan menningararf og þá gæfu sem íslendingar hefðu borið til að velja góð áhrif úr er- lendri menningu þótt varast bæri að láta hana gleypa sig. Ekki leið á löngu áður en birtist blaðagrein þar sem Matthíasi var úthúðað fyrir þjóðrembu. (Alþýðu- blaðið 30. jan. og 1. feb. 1996). Getur einhver útskýrt fyrir mér orsakir þvílíkrar ofurviðkvæmni? Höfundur er þjóðháttafræðingur. Tjáum okkur skýrt Árni Björnsson Vð val á salernispappír hættir okkur um of til að láta verðið ráða kaupunum. Það er oftast á kostnað þægind- Lotus rífnar anna því þegar ekki hvar sem er upp er staðið ........... snýst málið um gæði. Lotus er þægilegur og endingargóður salernis- pappír. Hann er mýkri og sterkari en aðrar ódýrari tegundir og er því drýgri fyrir vikið. ^ ^nu m/ wum Prófaðu Lotus - iottveau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.