Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 24

Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Afmælisdagur Halldórs Laxness HALLDÓR Laxness rithöfund- ur er 95 ára í dag. Hann fædd- ist 23. apríl 1902 í Reykjavík, sonur hjónanna Sigríðar Hall- dórsdóttur húsmóður og Guð- jóns Helga Helgasonar vega- verkstjóra og bónda í Laxnesi í Mosfellssveit. Kona Halldórs er Auður Sveinsdóttir Laxness og eiga þau tvær dætur, Sigríði og Guðnýju. Fyrri maki Hall- dórs var Ingibjörg Einarsdóttir Laxness og er sonur þeirra Ein- ar Laxness. Með Málfríði Jóns- dóttur eignaðist Halldór dóttur- ina Maríu. Halldór lauk gagnfræðanámi 1918, en hætti námi í mennta- skóla 1919, sama ár og hann gaf út fyrstu skáldsögu sína, Barn náttúrunnar. Hann nam erlendis, fyrst hjá Benedikts- munkum í Lúxemborg 1922-23 og síðan í Kristmunkaskóla í London 1923-24. Hann hefur dvalist langdvölum erlendis, en átt fast heimili að Gljúfrasteini í Mosfellssveit frá 1945. Halldór Laxness fékk Bók- menntaverðlaun Nóbels 1955, en hefur hlotið margar aðrar viðurkenningar og verðlaun. Eftir hann liggur mikill fjöldi skáldverka og rita af ýmsu tagi auk þýðinga. Um sína daga hef- ur hann verið kunnasti rithöf- undur íslendinga, umdeildur um tíma, en vakti alltaf athygli fyrir það sem hann skrifaði. Það er við hæfi að alþjóðlegur Dag- ur bókarinnar tengist nafni Halldórs Laxness, enda er hann að flestra dómi meðal þeirra rithöfunda samtímans sem mest hafa lagt af mörkum til bók- mennta aldarinnar. Halldór Laxness Morgunblaðið/Ól.K.M. Eins og draumar verða til SKÁLD eiga fyrst og fremst afmæli þegar þeim auðnast að setja eitt- hvað á blað sem búið hefur lengi í huganum og þeim verður ljóst að vel hefur tekist. Afmæli eiga þau líka hveiju sinni sem orð þeirra ná til lesanda með þeim hætti að lesandinn þykist ríkari en áður, finnur sjálfan sig og hugsanir sínar í texta skáldsins. Halldór Laxness og lesendur hans geta fagnað mörgum slíkum af- mælum, en vegna kröfuhörku skáldsins til sjálfs sín er ekki víst að það viðurkenni slíkt með glöðu geði. Við, lesendur hans, getum þá gert það án blygðunar. Mér er ekki alveg ljóst hvað það var sem fékk mig fyrst til að hrökkva við eða íþyngdi mér með heilabrotum við lestur bókar eftir Halldór Laxness. Voru það hin einkennilegu og mótsagnakenndu ljóð Kvæða- kvers (sem gátu verið eftir mörg skáld), fundur við skáldið Ólaf Kára- son eða annað skáld, Stein Elliða? Eða voru það töframennimir sjö í smásagnasafninu? Þannig mætti vissulega halda áfram að rekja sig eftir persónum skáldsins og bókum og án þess að gera upp á milli þeirra. I öllum bókunum eru staðir sem koma á óvart. Um Brekkukotsannál hefur Halldór komist svo að orði að hann sé „saga um fólk og forlög sem lífsreynsla höfundar hefur blásið honum í bijóst, þó meira ósjálfrátt einsog draumar verða til, heldur en verið væri að afþrykkja raunverulegar persónur viljandi eða atburðarás úr vöku“. Raunveruleikinn, en þó alltaf með ívafi drauma, hefur verið sögu- efni Halldórs. Raunveruleikinn einn og sér hefði varla dugað honum. Í Kristnihaldi undir Jökli ræða þeir Séra Jón og Dr. Sýngmann um lífið og tilganginn. Sá síðarnefndi kveður upp úr í_ þessari orðræðu: „Það em takmörk fyrir tilætlunarsemi skaparans. Ég læt ekki bjóða mér að bera þennan alheim á bakinu leingur einsog það væri mér að kenna að hann er til.“ Séra Jón sem minnir doktorinn á að hann geri við prímusa er aftur á móti með hugann bundinn við skáldskap hversdagsins: „Ég fer að hlakka til vorsins á útmánuðum um leið og fyrsta skeglan flýgur innyf- ir. Á sumrin vex þetta litla blóm sem deyr. Með hausti fer ég að hlakka til vetrarins þegar alt þagnar nema brimið, og ryðbmnnar skrár, ónýt- ir pottar og oddbrotnir hnífar þyrpast kríngum þúsundþjalasmiðinn." Sumt í ritum Halldórs Laxness er orðið lesendum hans svo tamt að það getur valdið leiða að rify'a það enn einu sinni upp. En margar leynidyr em í bókum skáldsins, glufur sem opnast og eru þess virði að skoða nánar. í þeim skáldsögum Laxness þar sem „raunvemleikinn" er áþreifan- legastur, þjóðfélagslegum verkum hans, er drauminn líka að finna. Það er skýringin á því hvers vegna þær hafa seiðmagn eftir að hug- myndafræðip er þrotin. Jóhann Hjálmarsson Skáldið er tilfinning heimsins SKÁLDIÐ er tilfinning heimsins, segir í Heimsljósi. Og hver hefði orðið tilfinning okkar fyrir heiminum ef við hefðum ekki átt þetta skáld? Og hver hefði sjálfsmynd okkar orðið? Allt frá öndverðri öld- inni hefur þessi þjóð speglað sig í skáldskap Halldórs; hann hefur mótað skilning hennar á sjálfri sér, á fornum arfi sínum jafnt sem torræðri samtíð sinni. Og hvað hefðu íslenskar bókmenntir aldarinnar, íslensk menning orðið ef verk hans hefðu ekki komið til? Er hægt að hugsa sér öldina án Laxness? Nei, þar stendur allt í skugga hans, eins og sagt hefur verið. En vitanlega er það ekki til neins að ætla að fjalla um gildi Hall- dórs Laxness fyrir íslensku þjóðina, fyrir íslenska menningu, fyrir íslenskar bókmenntir í fáum orðum; allt slíkt tal hlýtur aðeins að verða lýsing á fátækt orðanna. Skáldinu hefur þó ekki alltaf verið tekið vel af þjóð sinni. Eitt- hvað þótti skáldskapur þess heldur mikið upp á nútímann þegar átti að styrkja það ungt til frekari skrifa. Hinn móderníski sannleikur bókmenntanna fór sér hægt inn í íslenskan skáldskap en þessum spjátrungslega unglingi lá lífið á. En sá sannleiki sem ekki getur rímað, hugsuðu menn með Bjarti, það er einginn sannleiki. Halldór ruddi nýju formi braut, bæði í ljóði og prósa, áður en flest- ir hér höfðu áttað sig á að nýir tímar væru komnir. Hann færði heim nýjan andblæ, ferska strauma sem síðar áttu eftir að leika um allt. En um leið leiddi hann hefðina aftur til öndvegis, hina fornu epísku arfleifð þjóðarinnar, söguna. Og tunguna einnig, eins og ömmur allra kynslóða höfðu varðveitt hana. Þetta getur maður sagt en það þýðir í sjálfu sér ekki neitt. Það er ekki hægt að lýsa með fáum orðum manni sem færir heilli þjóð nútímann. En ég trúi ekki á neitt og síst á orð, sagði líka Bjartur. En það er samt í orðum þessa skálds sem þjóðin hefur verið til, það er í orðum þess sem hún hefur orðið það sem hún er, og það er í orðum þess sem hún þekkir sig best. Það má hafa í huga á þessum degi skáldsins og bókarinnar. Þröstur Helgason „Halldór Laxness og Hvítarússland“ í í TILEFNI af 95 ára afmæli Halldórs Laxness verður sýning opnuð í húsa- kynnum félagsins MÍR, Vatnsstíg 10, nk. fimmtudag 24. apríl, kl. 15, en skáldið hafði forgöngu um stofnun MIR árið 1950 og var forseti félagsins fyrstu 18 árin. Meginefni sýningarinnar eru bóka- skreytingar eftir hvítrússneska lista- manninn Arlen Kashkúrevits, teikning- ar og svartlistarmyndir. Átta myndanna eru unnar á þessu ári, ein þeirra er af skáldinu með húsið Gljúfrastein í bak- sýn, en sjö eru teikningar við skáldsög- una Sjálfstætt fólk. Þá eru og sýndar fjórar eldri myndskreytingar lista- MIR-salnum mannsins við Atómstöðina sem gefin hefur verið út á hvítrússnesku, og ljós- myndir tengdar starfi Halldórs Laxness í MIR og bækur hans sem gefnar hafa verið út á rússnesku og fleiri tungumál- um. Arlen Kaskúrevits starfar nú sem prófessor í myndlist við Listháskólann í Minsk. Sýningin „Halldór Laxness og Hvíta- rússland" verður opin til 4. maí nk., á virkum dögum kl. 16-18 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-18. Meðfylgjandi teikningu gerði Arlen Kaskúrevits af Halldóri Laxness með Gljúfrastein í baksýn. Laxness- ár BÓKAFORLAGIÐ Vaka-Helgafeil hefur ákveðið að minnast 95 ára afmælis Halldórs Laxness með ýmsum hætti fram á næsta vor. í tilkynningu segir, að afmælisár Halldórs Laxness muni því standa yfir frá 23. apríl 1997 til jafnlengd- ar næsta árs. Um verði að ræða nýjar útgáfur á verkum hans og viðburði af margvíslegum toga, ýmist sem forlagið stendur að eitt og sér eða í samvinnu við aðra. Af útgáfum má nefna tilvitnana- bók í skáldverk Laxness, bók með úrvali af ljóðum hans og málverk- um við þau en jafnframt er verið að undirbúa rafræna útgáfu á skáldverkum Halldórs Laxness, auk þess sem heimasíða um skáld- ið og verkin er í vinnslu. Fyrirlestr- ar um ævi Halldórs og verk verða fluttir mánaðarlega í Norræna húsinu á vegum Vöku-Helgafells og Laxnessklúbbsins og sömuleiðis má nefna maraþonupplestur úr verkum skáldsins og ljóðadagskrá. Tilvitnanir, ljóð, smásögur og kiljur Á árinu mun Vaka-Helgafell standa fyrir blómlegri útgáfu á verkum Halldórs Laxness. Gefin verður út bók með tilvitnunum í skáldverk hans sem flokkaðar verða í alfræðistíl. Þannig verður hægt að fletta upp á fjölmörgum tilvitnunum um ást, fegurð og börn svo nokkuð sé nefnt. Forlagið mun fá ýmsa valin- kunna listamenn til að mála mynd- ir við ljóð skáldsins og birta í sér- stakri bók með úrvali af kvæðum hans. Þar verður í fyrsta skipti prentað í bók eftir hann Maríu- kvæði hans frá þriðja áratugnum sem nýlega kom í leitirnar. í tilefni afmælisins verða smá- sögur Halldórs Laxness gefnar út í nýjum búningi og verður þá loks- ins hægt að fá allar smásögur skáldsins aðgengilegar á einum stað. í tilefni af því að í haust verða liðin 70 ár frá því að skáldsagan Vefarinn mikli frá Kasmír kom út hefur forlagið gefið hana út í kilju- útgáfu og er það fjórða skáldaga Halldórs sem kemur út í því nýja formi. Þá mun forlagið endurút- gefa tíu af verkum hans í hefð- bundnum búningi ritsafns skálds- ins. Fyrirlestarröð í maí hefst fyrirlestraröð í Nor- ræna húsinu þar sem innlendir og erlendir fræðimenn og skáld fjalla í hveijum mánuði um feril Hall- dórs Laxness. Matthías Johanness- en skáld og ritstjóri ríður á vaðið 22. maí. Hann mun þar greina frá samtölum sínum við skáldið sem birtust í bókinni Skeggræður gegnum tíðina og víðar. Þann 19. júní mun Skúli Björn Gunnarsson fjalla um handrit Hall- dórs Laxness sem afhent verða Landsbókasafninu til varðveislu, en þar er margt forvitnilegt að finna. Skúli Björn stundar fram- haldsnám í íslenskum bókmennt- um við Háskóla íslands en hefur jafnframt unnið við að flokka og koma reiðu á handrit skáldsins í safninu. Svo skemmtilega vill til að hann hlaut fyrstur manna Bók- menntaverðlaun Halldórs Laxness árið 1996 fyrir smásagnasafnið Lífsklukkan tifar. Ljóðadagskrá Vaka-Helgafell mun í haust standa fyrir dagskrá þar sem leikarar og söngvarar flytja ljóð Halldórs Laxness. Ljóðin hafa staðið í skugga hinna miklu skáld- sagna Halldórs sem færðu honum Nóbelsverðlaunin á sínum tíma en ljóðagerðin er engu að síður merk- ur þáttur í höfundarverki hans.^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.